Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2010 | 16:05
Nóg komið...
Það er nóg komið af þessu bulli segi ég. Það á að draga umsókn okkar tafarlaust til baka... Tafarlaust.
Annars eigum við Íslendingar að krefjast þess að fá þjóðaratkvæðagreiðslu núna um það hvort við viljum inn í þessa aðild eða ekki. Þjóðin er búin að segja sitt um þetta Icesave. Bretar sem og Hollendingar verða bara að kyngja því og fara að skoða hvað það var sem að klikkaði innandyra hjá þeim í þessu stærsta bankaráni sem yfir okkur hefur dunið. Það er ekki hægt að við Íslendingar verðum settir í ánauð vegna þessa sofandaháttar sem að átt hefur sér stað út í hinum stóra heimi.
Skammist ykkar allir sem einn bæði í Bretlandi sem og Hollandi fyrir að gefa það í skyn að það séu við allir Íslendingar upp til hópa sem rændum ykkur þessum innistæðum ykkar. Þeir sem að það gerðu hljóta náð hjá Íslensku Ríkistjórninni sem virðist vinna hörðum höndum að því að tæma alla vasa landsmanna með ráðamenn Breta og Hollendinga innanborðs...
Þetta Icesave er ekki okkar að borga....
![]() |
Eining ESB í Icesave-deilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.6.2010 | 15:07
Með hvað ....
Forsætisráðherra Íslendinga talar um Lýðræði... Ég leyfi mér að efast um að hún Jóhanna Sigurðardóttir viti hvað lýðræði er...
Að segja að Alþingi hafi samþykkt með Lýðræðislegum hætti þessa aðildarumsókn Íslendinga er bara ekki rétt hjá henni. Það er stór klofningur innan VG vegna þess að Steingrímur Jóhann Sigfússon sveik málstað sinn fyrir þessa aðildarumsókn. Menn voru reknir í frí á Alþingi þegar kom að þessari kosningu vegna þess að þeir voru ekki á sama máli og Steingrímur og aðrir kallaðir til sem hægt var að rassskella til hlíðni.. Annars hefði þessi umsókn ekki fengið samþykki. Það getur vel verið að þetta kallist Lýðræðisleg vinnubrögð á heimili Jóhönnu sem og Steingríms heima fyrir, en í Þjóðfélagi okkar og uppeldisfræðum þá kallast þetta að kúga fólk til að fá sitt fram...
Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust vegna Siðblindu sinnar segi ég, og á það við alla Ríkistjórnina vegna þess að hún öll upp til hópa er búin að spila þennan ljóta leik með forustumönnum sínum...
![]() |
Ákvörðunin veigamikið skref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2010 | 07:42
ESB...
Ekkert ESB segi ég. Drögum umsókn okkar tafarlaust til baka.
Þetta samfélag ESB sem og AGS er ekki til að koma fólki eða þjóðum til hjálpar. Þetta eru stofnanir sem hafa bara eitt markmið að leiðarljósi og það er að eignast þá sem að í erfiðleikum lenda. Að vilja hjálpa er ekki að knésetja fólk eða þjóðir eins og þessar stofnarir eru búnar að vera að gera með þær þjóðir sem hafa leitað á náðir þeirra eftir hjálp. Að setja fólk í ánauð er ekki að hjálpa... Að setja fólk sem og heila þjóð í ánauð vegna þess að þessar þjóðir Bretar, Hollendingar sem og Íslensk stjórnvöld er ekki að taka sín ábyrgð á því að sofa á verðinum í eftirliti sem og aðhaldi sem Fjárlmálastofnanir þurfa að hafa... Nei það er betra að láta Íslendinga borga heldur en það sé kannski komin tími á að þetta fjármálakerfi verði stokkað upp og endurskoðað allt í heild sinni.
Íslendingar hafa sagt sitt orð með þessa Icesave skuld sem er óreiðuskuld Íslenskra einstaklinga en ekki allra þjóðarinnar og er þessi Icesave skuld tilkomin vegna þess að aðhalds var ekki gætt sem skyldi... Stöndum fast á rétti okkar Íslendingar það er ekki hægt að við látum þetta yfir okkur ganga. Það verða allir að taka sína ábyrgð þarna sem að eiga. Þetta Icesave er ekki okkar.
![]() |
Bretar í vegi fyrir inngöngu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2010 | 06:54
Mögulega, kannski eða...
Tí hamingju allir þeir sem hafa átt undur höggi að sækja vegna þessa máls segi ég. Þetta er búið að vera einn rússíbani hjá Íslensku þjóðinni núna í rúmt eitt og hálft ár.
Rússíbani segi ég vegna þess að landsmenn héldu að ljós væri að koma þegar núverandi Ríkistjórn tók við. Ríkistjórn kom sem kaus að ganga undir nafninu Velferðar-Ríkistjórn. Tími Þessa Velferðar Ríkistjórnar er búin að vera myndi maður halda núna vegna þessa dóma sem að féllu á Miðvikudag.
Búin að vera segi ég vegna þess að Ríkistjórnin er... og var tilbúin að fórna öllum eignum sem og eigum Landsmanna. Þessi Ríkistjórn ákvað að taka Bankastofnanirnar og Tryggarfélög fram yfir velferð heimila Landsmanna sem og fyrirtæki.
Að það skuli engin innan Ríkisstjórnarinnar hafa séð þetta mikla brot sem er búið að fremja á Landsmönnum og gera eitthvað í því er ólíðandi í alla staði. Ef að þessi staða er ekki að segja okkur Íslendingum það að við þurfum að kjósa menn eftir menntun í þessi störf sem að Ríkistjórnin á að vera að vinna fyrir okkur þá veit ég ekki hvað er verið að segja okkur. Það er maður í fjárlaganefnd Ríkistjórnarinnar sem hefur alla hagsmuni að gæta í þessu máli vegna ólöglegra sölu á bankabréfum í einum bankanum sem er nú komin á okkar herðar að greiða í formi skatta, álaga og vasks... hann Árni Þór Sigurðsson.
Þessi Ríkistjórn var og er tilbúin að fórna sálu Landsmanna til að komast inn í ESB...
Þessi Ríkistjórn á að koma sér frá tafarlaust áður en Landsmenn sleppa reiði sinni vegna þessa yfirgangs og óréttlætis sem er búið að ganga yfir okkur. Fjármálaráðherra lét það út úr sér í viðlali fyrir ekki löngu síðan að heimurinn væri ekki alltaf réttlátur og þess vegna eiga Íslendingar bara að borga Icesave... Forsætisráðherra lét það út úr sér rétt eftir kosningar að fjármál þjóðarinnar kæmi henni ekki við og hún hefði engan áhuga á þeim. Hefur mér alltaf fundist þessi yfirlýsing Forsætisráðherra vera á skjön við starf hennar. Forsætisráðherra Íslendinga á að hafa brennandi og mikin áhuga á öllu er viðkemur Íslandi og velferð Íslendinga á að hafa forgang í einu og öllu.
Hjá Ríkistjórninni er allt búið að snúast um eitt orð núna PENINGAR... Ríkistjórn Íslands á að fara frá tafralaust vegna þessa siðblindu sem hún er haldin og hefur þessi siðblinda stoppað allt sem heitir mannleg skynsemi í störfum fyrir okkur landsmenn vegna haturs á fyrrverandi Ráðamenn.
Þessi dómur segir bara eitt og það er að það var brotið gróft á landsmönnum með Ríkistjórn í forsvari þar. Á sama tíma þá eigum við Íslendingar að þakka Hæstarétt sem stóð með Lansmönnum í þessu mikla broti sem var verið að fremja.
![]() |
Fá mögulega endurgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2010 | 05:56
Siðblindur maður.
Siðblindur segi ég og á þessi maður Össur Skarphéðinsson sem er Utanríkisráðherra Íslendinga að koma sér frá störfum tafarlaust. Þessum manni hefur fundist allt í lagi að vera einn af þátttakendum í mesta Bankaráni Íslendinga sem átt hefur sér stað og labbaði í burtu með tugi milljóna í vasanum. Siðblindur, vegna þess að það er í lagi að Landsmenn ALLIR upp til hópa missi allt sitt svo lengi sem að þessir menn eins og Össur Skarphéðinsson fái sitt... (það má segja að hann sé kannski einn af þessum útrásavíkingum sem og Árni Þór Sigurðsson.)
Vanhæfur segi ég til að vinna að velferð annarra og hvað þá heillrar þjóðar. Krefst ég þess að þessi maður segi af sér tafarlaust. Kveðja.
![]() |
Heilladagur fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2010 | 00:41
Fáum að segja vilja okkar...
Áður en það verður sóað meira af pening sem er ekki til í þetta ESB ferli sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki í, þá eigum við að fá að segja vilja okkar um það hvort við viljum eða viljum ekki í þessa aðild með þjóðaratkvæðagreiðslu... Hún Jóhanna Sigurðardóttir getur þá ómerkt vilja okkar í þeirri kosningu (Munum að hún er með breytt gildi á einni þjóðaratkvæðagreiðslu, en bara einni.) og látið þetta ferli halda áfram, svo þegar kemur að aðalkosningunni þá ber henni að fara algjörlega eftir því sem að þjóðin segir í nei og já og það sem telur hærri tölu sigrar...
Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það er búin að vera til tími hjá Ríkistjórninni í þetta ESB ferli allt saman sem er komið svona langt á sama tíma og það hefur hvorki verið til tími eða vilji til að taka á þessum gríðarlega vanda heimilana sem og fyrirtækjanna sem urðu ílla fyrir barðinu á þessu ráni öllu saman eða hvað sem að maður á að kalla þessa stöðu, heldur hefur allt snúist um að troða þessum óförum öllum á herðar okkar. ÞAÐ ER BÚIN AÐ VERA TIL TÍMI Í ÞETTA ESB. Núna þegar fólkið er loks að vakna aðeins fyrir því að það stóð aldrei til að gera eitt eða neitt OG ÞESSI FÖGRU KOSNINGARLOFORÐ INNAN TÓM ORÐ þá hvað... Jú aukaþing kallað saman eftir nokkra daga til að hugsanlega gera eitthvað... Við skulum athuga það að AGS hefur sagt ekkert meir fyrir húsnæðislánin... svo hvort þjóðin eigi að þora að lifa í einhverri trú um að það sé eitthvað öðruvísi núna og það komi einhver pakki sem er raunhæfur...
Fáum að segja vilja okkar hvort við viljum í þessa ESB aðild segi ég ef umsóknin verður ekki dregin til baka tafarlaust fyrir 17 júni...
![]() |
Vilja að við hættum hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 14:41
Gott mál.
Til hamingju Hanna Birna Kristjánsdóttir með þessa stöðu. Fyrir mitt leiti þá hefði mér fundist sorglegt og mikil missir fyrir Reykvíkinga að missa hana úr borgarstjórn. Hún er búin að standa sig með sóma segi ég vegna þess að það fór loksins að koma friður í borgarstjórn eftir að hún tók við Borgarstjóra á sínum tíma.
Í leiðinni þá má ég til með að óska honum Jóni Gnarr með hans stöðu sem Borgarstjóri og megi honum farnast það verk vel af hendi gert.
![]() |
Hanna Birna kjörin forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 14:33
Þjóðaratkvæðagreiðslu núna...
Það er væntanlega næsta skref Þjóðaratkvæðagreiðsla sem verður að taka í þessu ESB máli þjóðarinnar.
Þar sem við segjum vilja okkar tafarlaust með Þjóðaratkvæðagreiðslu og þessi mikla andstaða er enn þá verður að kalla til hennar tafarlaust.
Þar sem Alþingi er ekki ennþá farið í sumarfrí þá krefst ég þess að það verði fengin vilji sem og löngun þjóðarinnar fyrir þessarri ESB aðild strax. Það er mikið í húfi fyrir okkur öll, allar fjölskyldur, sem og einstaklinga í þessu landi þar við horfum á það að okkur er gjörsamlega fórnað sem fórnarkostnaði þessarar Ríkistjórnar til að komast í þessa aðild...
Krefjumst þess að fá tafarlaust að segja vilja okkar...
![]() |
Vilja að ESB-umsóknin verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 14:11
Hvar eru þeir sem að rændu öllum peningunum Jóhanna...
Þetta er nú að verða ansi þreytt tugga á þessum réttlætingum hjá þessari blessaðri konu þó Forsætisráðherra sé.
Það vita allir að það var farið á bak við regluverkið.....
HVAR ERU ÞEIR SEM AÐ RÆNDU ALLAR FJÁRMÁLASTOFNANIRNAR PENINGUM ÞEIM SEM TIL VORU...
AF HVERJU GANGA ÞEIR LAUSIR OG ÞJÓÐIN SETT Í SKULDARFANGELSI...
Það er ekki hægt að horfa fram hjá því lengur að það eru vinir Ríkistjórnarinnar sem að rændu öllu... Vanhæf Ríkistjórn sem á að reka strax frá völdum vegna þessa svika við þjóðina...
Skammist ykkar allir sem einn innandyra í Ríkistjórn og komið ykkur frá. Þið höfðuð umboð fyrir þessum fögru kosningarloforðum ykkar en ekki þessum SVIKUM...
![]() |
Einkavæðing bankanna rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 09:42
Mótmæli...
Er það svo að Ríkistjórnin ætlar sér í 2 mánaða sumarfrí án þess að gera annað en klára að hjálpa bönkunum að fá eignir Landsmanna ?......
Er ekki hægt að hefja mótmæli á ný af alvöru og koma þessari Ríkisstjórn frá áður en hún veldur meiri skaða fyrir land og þjóð....
![]() |
Þétt dagskrá á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar