Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2010 | 17:30
Hvaða skuldbindingum...
Hvaða skuldbindingar er maðurinn að tala um... Ef hann er að tala um síendurtekin gefin loforð í óábyrgu tali um að þetta verði greitt þá er það mikilvægt að það komi fram að það er ekki það sama og samþykki frá Alþingi og Forseta.
Svo hvaða skuldbindingu er maðurinn að tala um spyr ég... Kveðja.
![]() |
Borg vísar gagnrýni Össurar á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 11:01
Hvaða kjaftæði...
Maður sem er orðin þreyttur í starfi sínu vinnur ekki heila vinnu...
Maður sem er þreyttur heldur ekki einbeitningu eða athygli. Gerir mörg mistök vegna þess að hann nennir ekki lengur... verður sjálfum sér og öðrum til ama og númer 1 verður kærulaus. Höfum reyndar heyrt eins og hver nennir svo sem að lesa öll gögn og skjöl frá einstaklingum í Ríkistjórn.
En hvað er hann að segja okkur með þessum orðum sínum að hann sé orðin þreyttur á að heyra þessi orð að ríkistjórnin sé ekkert að gera....
Þessi Ríkistjórn með hann sem Fjármálaráðherra innanborðs er búinn að sitja í rúmt ár við stjórnvöld. Þessi Ríkistjórn var kosin vegna kosningaloforða sinna það skal hann hafa í huga núna... Ég get alveg minnt hann á þau því ég er ekki búin að gleyma þeim...
Skjaldborg utan um heimilin. Skjaldborg utan um Fyrirtækin. Ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuld annara. Ekki inn í ESB. Allt upp á borðum.
Þetta er brot af hans loforðum sem hann Steingrímur og VG voru kosin fyrir.
Rúmu ári seinna er engin Skjaldborg komin hvorki fyrir heimili eða fyrirtæki, fyrir utan þessi fyrirtæki sem voru fjármálafyrirtæki og það er eins og þeim sé bara bjargað. Við vorum að lesa frétt þar sem hann sem Fjármálaráðherra rétti eigendum þessara fyrirtækja (bankana) fyrirtæki sín aftur með 65% afslætti á húsnæðislánum landsmanna sem eru svo rukkaðir sem aldrei fyrr með engum afföllum.... Það er búið að sækja um í ESB með hans samþykki. Allt gert af hans hálfu til að troða þessum Icesave reikningi á herðar okkar. Þjóðin er að horfa á að það hefur ALDREI verið eins miklu stungið undir stól og haldið leyndu fyrir henni eins og nú, en hún þjóðin á bara að borga þessa vitleysu og ekki segja neitt, missa heimili sín og vinnu og ekki segja neitt, eiga ekki fyrir mat og ekki segja neitt. Það er það sem er búið að gerast fyrir heimilin í landinu á þessu ári rúmu sem hann og hans fólk er búið að vera við völd. Svo ég spyr Steingrím núna hvort honum finnist þetta allt saman ekki vera svo lítið öfugsnúið hjá honum svo ég taki vægt til orða að miða við kosningaloforðin hans og hann kosin vegna....
Þreyttur maður sem sér það sjálfur á að gera sjálfum sér og sínum greiða og víkja. Kveðja.
![]() |
Þreyttur á þessu kjaftæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 09:23
Það þarf kjark og...
Það þarf ansi mikin kjark og þor að fara svona með heimilin og fyrirtækin í landinu eins og Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon gerði með þessu.
Bjarga Heimilunum og fyrirtækjunum var eitt af kosningaslagorðum og loforðum þessara Ríkistjórnar. Að lesa þessa frétt á sama tíma og við höfum séð Ráðamenn Íslendinga koma fram í dag og segja við alla þá sem er með þessi lán, við ráðum þessu ekkert lengur það er um einkafyrirtæki að ræða... BANKARNIR. Ykkur var nær að fjárfesta hefur líka heyrst...
Að lesa að Bankarnir hafi fengið þessi lán á 35% virði í endurkaupum, (var það ekki það sem átti sér stað endurkaup..) og bankarnir rukka svo 100% og ganga svo langt í rukkun sinni að margir eru búnir að missa heimili sín, aðrir við það að missa sín er sorgleg að horfa á. Það er sorglegt að við skulum ekki vera með Ríkistjórn sem er annt um okkur ætla ég að leyfa mér að segja.
Að það skuli ekki hafa verið gerðar reglur á sama tíma og endurkaupin voru gerð um að öll þessi lán verði færð áfram með afslættinum til eigenda sinna það er lántaka er alveg með ólíkindum.
Ég er farin að velta því fyrir mér hver var eiginlega stefna þessara Ríkistjórnar frá upphafi... Það hefur verið stríð að milli Ríkistjórnar og fólksins í landinu frá fyrsta degi langar mig að segja. Það er búið að endurfjármagna bankana og Sjóvá. Það er búið að henda fullt af peningum í þetta ESB aðildarferli sem meiri hluti þjóðarinnar vill ekki í og á eftir að kosta nokkra milljarða í viðbót, á sama tíma og það er ekkert hægt að gera fyrir heimilin og fyrirtæki. Það hefur aldrei verið eins mikið atvinnuleysi á landinu eins og núna og menn segja að eigi eftir að fara hækkandi sú tala þar. (hentar að vísu ESB ) Við stöndum frammi fyrir því líka að öll heilbrigðisþjónusta hefur skerst til skaða um allt land og Ríkistjórnin boðar en frekari niðurskurð og hækkun á sköttum sem mun gera það að stærri og stærri hluti landsmanna mun standa frammi fyrir því hvort eigi að borga reikningin eða kaupa mat... og hvernig verður staðan ef að fólkið hættir að nærast til að geta borgað þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu... Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun hjá okkur vegna þess að þetta er stefna Ríkistjórnarinnar sem hún ætlar sér að fara alveg sama hvað... Þessi mikilvæga þjóðaratkvæðagreiðsla sem var, er ekki einu sinni litin viðlits hjá Ríkistjórninni sem heldur ótrauð áfram í samningsviðræðum um Icesave vegna þess að Ríkistjórn ætlar okkur að greiða þessa spillingu sem varð og ganga í ESB.
Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Kalla ég eftir aðgerðum sem og viðbrögðum frá Forseta vor og Stjórnarandstöðunni tafarlaust í þessu, það er ljóst að ríkistjórnin er að horfa í allt aðra átt en þá sem að hún á að vera að horfa... Verum vakandi þetta er SPILLING sem við horfum á hérna á kostnað heimila og fyrirtækja...
Ekkert ESB og ekkert Icesave segi ég, við erum fullvalda og Sjálfstæð þjóð og það er okkur eða ætti að vera dýrmætara en þetta sem er verið að bjóða okkur. Kveðja.
![]() |
Lánin færð yfir á hálfvirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 11:58
Um hvað snérist hún annars...
Ja það getur hver sem er túlkað hlutina á sinn hátt.
Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla snerist um það hvort við vildum veita Fjármálaráðherra ríkisábyrgð til að borga Icesave eða ekki fyrir okkar hönd...., hvað er það annað þegar við viljum ekki gefa ríkisábyrgð fyrir greiðslu á þessum Icesave...
![]() |
Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2010 | 16:43
Enda full ástæða til.
Enda finnst mér það vera næg og full ástæða til hjá Þýska þingmanninum Elmar Brok að hafa áhyggjur yfir litlum stuðningi frá Íslendingum í ESB. Enda eru þar margir annmarkar sem skerða sjálfstæði okkar og fullveldi.
Það sem væri réttast núna að gera til að fá úr því skorið hver vilji þjóðarinnar er fyrir þessari aðild, er að það verði Þjóðaratkvæðagreiðsla um það tafarlaust áður en lengra er haldið. Þetta er ansi dýr pakki fyrir okkur á sama tíma og Ríkistjórnin segir að það sé ekki til fjármagn til að hjálpa heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu, hvað þá til að geta ráðist gegn þessu atvinnuleysi sem er komið. Þetta er of mikill munur til að hægt sé að réttlæta áframhaldandi ferli með þessa umsókn. Krefjumst þess að fá að segja hug okkar núna áður en lengra er haldið.
Pössum hag okkar það er mikið í húfi Sjálfstæði okkar meðal annars... Ekkert ESB segi ég. Kveðja.
![]() |
Vilja aðildarviðræður þrátt fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 09:46
Skýr skilaboð...
Staðreyndir tala það er alveg ljóst. Það er líka allveg ljóst að okkur ber engin skylda til að borga þennan Icesave reikning.
Hvernig Bretar og Hollendingar afgreiða þetta Icesave í heimalöndum sínum á okkar kostnað er ljótt að sjá. Það er mikið í húfi fyrir mannorð þessara manna að verja Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra þessara landa, sem og stjórnvöld. Að þessi lönd verði uppvís að því að hafa sofið á verðinum við að gæta hagsmuni og aðhalds í fjármálaheiminum í löndum sínum og jafnvel tekið þátt í þessu sukki, og landsmenn þessara landsmanna tapað innustæðum sínum þess vegna yrði skandall fyrir stjórnvöld þar og þeim sagt upp tafarlaust.
Nei þá var greinilega betra fyrir Breta og Hollendinga með Íslenska Ríkistjórn innanborðs sér við hlið að ljúga til um sannleikann og segja við fólkið sitt að við Íslendingar allir sem einn höfðum mætt á staðin og rænt þá innistæðum sínum sem þeir áttu í þessum Einkabönkum, sem voru Einkabankar með enga Ríkisábygð með sér og það vissu allir að þetta voru áhættu reikningar með góða ávöxtun... reyndar svo góða að hún átti ein og sér að senda ákveðin skilaboð um að ekki væri allt í lagi. Það vissu líka allir að þetta voru Einkabankar, en ekki Ríkisbankar.
Hvað veldur því að Ríkistjórn Íslendinga vil þjóð sinni svona mikið óréttlæti eins og þetta Icesave er er alveg óskiljanlegt fyrir mig og sjálfsagt fleiri, svo með þessa stefnu ennþá, stefnu sem Ríkistjórnin er að fara þá er hún ekki að vinna með hag og velferð okkar Íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi leyfi ég mér að segja. Að segja svo að stjórnarandstaðan sé ekki að vinna með, þá er það ekki rétt... vinna fyrir hverja aðra en þjóðina sína á Ríkistjórnin að vinna... HAAA
Stjórnarandstaðan er að vinna með hag okkar í fyrirrúmi það skulum við átta okkur á strax. Ef ekki væri fyrir hana þá værum við kannski komin í hendur Breta og Hollendinga vegna þess að við munum ekki geta ráðið við þetta það er ljóst.... Algjörlega fyrir utan það að okkur ber ekki lagaleg skylda til greiðslu á þessum reikning.... Höldum vöku okkar það er mikilvægt ef við ætlum ekki að vakna upp einn góðan veður dag við það að það sé búið að setja okkur öll sem og landið í skuldarfangelsi vegna þessa reiknings... Kveðja.
![]() |
Skýr skilaboð í Icesave-könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.3.2010 | 08:18
Er verið að koma aftan að okkur...
Það er nefnilega það. Það hefur verið þannig í öllu þessu ferli hjá Jóhönnu og Steingrími að við Íslenskir skattborgarar skulum bara borga þetta hvort sem okkur líkar betur eða ver... Þegar Steingrímur er að segja að við öll berum ábyrgð á þessu þá er það ekki rétt hjá honum enn það sem hann á kannski við er að hann perónulega sjálfur skrifaði undir greiðslu á þessu reikning án þess að hafa samþykki til, og hvað það þýðir fyrir hann...
Það verður að stoppa þessa vitleysu strax. Við vitum að við munum ekki ráða við þetta, þau vita það líka en er alveg sama... Bretar og Hollendingar vita það líka, en hjá þeim þá hafa þeir veðsetningar í öllu landinu okkar ef við getum ekki borgað og það munu þeir nýta sér um leið og þeir geta...
Hvaða samning það er verið að tala um finnst mér að við eigum að fá að vita og hvernig drög hans hljóma. Jóhanna og Steingrímur hafa ekki umboð fyrir þessum samningi sem að þjóðin var að fella með afgerandi niðurstöðu síðustu helgi, og þar sem að annað lánafyrirkomulag hefur ekki verið samþykkt þá kemur eiginlega ekkert annað til greina en að um fyrri samning sem þjóðin var að fella sé að ræða...
Það sem að liggur fyrir hjá Jóhönnu að gera á Alþingi núna og mun hafa forgang er að koma í gegn sem allra fyrst öllum þeim lagabreitingum sem á eftir að gera til að sníða Ísland að hætti ESB og kom það fram í viðtali við hana. Það var ekki að setja björgun heimilana, fyrirtækja eða að taka á atvinnuleysinu sem þjóðin er að glíma við í forgang. Nei klára að fá lagabreitingarnar í gegn svo þjóðin hennti ESB. aðild. Steingrímur og Jóhanna þið hafið ekki leyfi til að gera þetta... Þjóðin sagði álit sitt á vinnubrögðum ykkar í þessu Icesave máli... Hvað vakir fyrir ykkur núna... er það að keyra annað eins Icesave í gegnum Alþingi og búið er að gera í þessu Icesave máli og á meðan vinnið þið tíma á bak við tjöldin með þetta pukur ykkar fyrir ESB... Vanhæf til verka öll sömul segi ég og krefst ég þess að þið víkjið úr stólum ykkar tafarlaust. Það verði stoppað allt sem heitir umræður með þetta Icesave á meðan við þjóðin fáum fólk sem vill vinna vinnuna sína vinnunnar vegna fyrir okkur. Höldum vöku okkar. Icesave er ekki okkar að greiða frá upphafi. Ég vil kosningar sem allra fyrst núna. Það er ekki hægt að setja þessar byrðar á herðar okkur og knésetja vegna þess bara... Kveðja
![]() |
Samstarf orðið aukaatriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 10:58
Fyrir hvern á að fara í viðræður...
Þetta er alveg ótrúlegt allt saman, á sama tíma er ekki nema þriðjungur þjóðarinnar hlyntur aðild... Hvað er að stjórna þessu aðildarferli fer maður að hugsa núna....
Það er ljóst að meiri hluti þjóðarinnar vill ekki í þessar aðildarviðræður svo ekki er það að ráða för...
Það eru líka að heyrast gígantískar tölur varðandi kostnað á þessu ferli 3 milljarða er nefnt hér á bloggi, á sama tíma og það er ekki til peningur til að hjálpa HEIMILUNUM í landinu eða FYRIRTÆKJUNUM, sem eru ekki fjármálafyrirtæki segi ég því þeim virðist vera hjálpað út í eitt. Það þarf að taka alveg nýja stefnu núna það er ljóst og hún er ekki ESB það er ljóst líka. Við þurfum að rífa okkur upp segja hingað og ekki lengra.... Það er ekki hægt að það verði reynd kúgunaraðferðin í þessu máli eins og sú sem er búin að viðgangast í meðferð með þetta Icesave mál.
Að segja að það sé engin samgangur á milli Icesave er ekki rétt. Það er ósjaldan búið að nefna það í eyru okkar að ef við borgum ekki Icesave þá muni það hafa áhrif á umsókn Íslendinga í ESB.... Hvað þýðir það eiginlega, það þýðir að það er samgangur...
Krefjumst þess að þessi umsókn verði dregin til baka tafarlaust, tafarlaust vegna þess að við meiri hluti Íslendinga sem er andvígur þessari aðild erum MEIRI hluti. Það á annars að fara fram Þjóðaratkvæðagreiðsla tafarlaust vegna þessa lélega fylgis sem er með þessari umsókn áður en meiri peningum er kastað í þetta ferli... Verum Sjálfstæð þjóð með fullveldi. Við vitum hvað í okkur býr eins og við vitum munin á réttlæti og ranglæti, við erum hörku dugleg í okkur og engin á að vita betur hvað okkur er fyrir bestu nema við sjálf...
Ekkert ESB segi ég. Kveðja.
![]() |
Icesave ótengt inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2010 | 02:54
Ég vil að þessi...
Ég vil að þessi Ríkistjórn axli ábyrgð á gjörðum sínum sem og orðum. Hún er búinn að vera með þennan samning í rúmt ár, og allt komið á byrjunarreit aftur...
Þessi Ríkistjórn setti pólitíkst líf sitt að veði fyrir þennan samning sem að þjóðin var að fella með meirihluta mun...
Það hefur engin nema Ríkistjórnin haldið því fram að þetta hverfi bara, og að halda því fram að þjóðin haldi slíkt er ekki rétt og sínir fádæma heimsku að láta frá sér svona ummæli, það mætti halda að þau haldi að við höfum ekkert á milli eyrnanna. Standið við orð ykkar öll og víkjið tafarlaust frá. Hafið vit á því að vita hvenær komið er nóg og tími til að fara. Þjóðin er að mótmæla ykkur og hvað ætlið þið að gera í því... þjóðin vil að þið standið við orðin ykkar og víkjið og hvað ætlið þið að gera í því... Að gera ekki neitt er ekki að gefa góða ímynd út á við. Sannar bara fáfræði og eigin heimsku að halda að það sé bæði hægt að gefa loforð og svíkja svo jafnóðum og það er snúið sér á hina hliðina því sú hlið lítur betri út. Hver er trúverðugleiki Ríkistjórnarinnar úti í Bretlandi og Hollandi núna þar sem Jóhanna Steingrímur Össur eða hver er, eru búinn að gefa hvert loforðið á fætur öðru um greiðslu á þessum Icesave, og að þetta sé alveg að koma....en kom svo aldrei heldur eitt stórt NEI frá þjóðinni sem finnst hún ekki eiga að borga þennan Icesave reikning... Höldum vöku okkar áfram það er full þörf á. Kveðja.
![]() |
Kosningarnar ljúka ekki málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 02:28
Hvaða samning er hann að tala um..
Ég vil fá að vita hvaða samning hann Steingrímur er að tala um. Það er engin samningur í gildi, samningurinn sem var fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna er ekki lengur í gildi... Hann er fallin á tíma. Svo hvaða samning er verið að ganga útfrá spyr ég...
Þarf ekki að búa til annan samning svo hægt sé að tala um samning...
Fór sú vinna fram á Alþingi og fór svo gjörsamlega framhjá mér... eða er verið að leika sóló eina ferðina enn...
![]() |
Minnti á pólitíska ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar