Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2010 | 22:34
Þá er það komið til skila..
Mikið var það nú gott segi ég að einhver áttaði sig á því hversu lítið spenntir við Íslendingar erum fyrir þessari inngöngu í ESB.
Þriðjungur þjóðarinnar segir í fréttinni að styðji aðild svo tveir þriðju eru á móti, þá má velta því fyrir sér hvort það sé ekki betra að stoppa þessa umsókn strax og spara alveg helling af pening, helling segi ég því það hafa komið þær fréttir að það muni kosta á annan milljarð króna þetta ferli. Afhverju má ekki spara þá peninga úr því að það er vitað fyrirfram að þetta verði fellt.. Áfram Ísland segi ég og ekkert ESB. Höldum vöku okkar.. Kveðja.
![]() |
Áhyggjur af áhugaleysi Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2010 | 22:05
Forsætisráðherra sagði síðast í gær...
Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir sagði síðast í gær í Silfur Egill að það væri ENGIN tenging á milli Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðins, sagði reyndar að mig minnir að hún þyldi það ekki þegar fólk væri að halda þessu fram að það væri samband þarna á milli...
Svo koma svona fréttir daginn eftir, reyndar samskonar fréttir í gær frá Svíþjóð.
Þessi samningur sem er búið að vera að semja um er EKKI Í GILDI ef þau eru ekki að átta sig á því, það mætti halda það eftir fréttum að dæma í dag, það liggur við að það sé látið bara eins og það hafi bara ekkert gerst...
Það gerðist nefnilega mjög mikið ... samningur sem er búið að vera rifrildi um í rúmt ár er fallinn, og ekki lengur gildur, svo eftir hvaða samning er verið að fara í dag, veit einhver um það... Eru veðsetningar í landi okkar og þjóð í þeim samning sem og auðlindum...
Þarf ekki að ákveða hvað á að vera næsta skref í þessu máli í gegnum Alþingi...
Fyrir mér þá er ég hrædd um að það er annar skrípaleikur farin af stað... bara það, að kvöldi kosningadags komu Jóhanna og Steingrímur fram og sögðu nýr samningur liggur fyrir... daginn eftir þá segir Steingrímur það að við skulum athuga það að það er engin samningur sem liggur á borðinu, í dag þá er að koma meir og meir í ljós hversu langt er í samkomulag. Ekki fundur fyrr en í vikulok segir Steingrímur núna...Eins og ég segi þá fæ ég það á tilfinninguna að það sé verið að hafa okkur að fíflum af ríkistjórn okkar. Af hverju má ekki fara réttu leiðina í þessu langar mig að vita... Það eru ansi margir búnir að stíga fram í þessari Ríkistjórn og segja við okkur fyrir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, ef þjóðin fellir þennan samning þá fer Ríkistjórnin frá. Svo allt tal um að kosningin hafi ekki verið að segja nei við þessum vinnubrögðum í leiðinni og við höfnuðum því að taka ábyrgð á þessum reikningi Icesave er bara ekki rétt, og þetta er staða sem að ríkistjórnin er búinn að koma sér sjálf í með orðum sínum.
Það er nefnilega akkúrat það sem við vorum að gera í þessari kosningu, að fella þennan samning út af borðinu. Ríkistjórnin á að taka ábyrgð á þessu klúðri sínu. Klúðri sem hún er búin að valda með þessum vinnubrögðum sínum á þessu Icesave máli eins og komið er í ljós núna rúmlega ári seinna og allt komið á byrjunarreit aftur, mér er alveg sama þó að hún hafi fengið þetta mál í arf, það var hennar að vinna að þessu máli fyrir okkar hönd, með okkar velferð í huga, og það hefur Ríkistjórnin ekki verið að gera.. Það er ekki að ræða það fyrir mér að þau komi nálægt þessu máli að nýju núna, og tala ekki um eftir þessa afgerandi höfnun þjóðarinnar á þessu samningi. Ég krefst þess að það taki Þjóðstjórn við tafarlaust, og Ríkistjórnarkosningar undirbúnar í kjölfarið, það má reyna að gera ráð fyrir að þær gætu orðið sem fyrst á eftir Borgarstjórnarkosningunum. Að heyra allt tal um að við höfum ekki efni á að lenda stjórnarskiptum núna, viðkvæmir tímar, eitt er á hreinu fyrir mér og það er að við Íslendingar höfum ekki heldur efni á þessari stefnu sem að Ríkistjórnin er að fara í þessu máli, það skulum við átta okkur á, svo þá er betra að gera breytinguna strax. Mér nægði að hugsa um þessar spurningar... Verður þjóðin sátt við að þurfa að borga bara vegna þess að lífið er ekki alltaf réttlátt... Sátt við að tapa eignum sínum... Sátt við að verða sett í ánauð næstu áratugi... Nei það er ég hrædd um ekki. Ég er annsi hrædd um að þjóðin verði ekki sátt nema að þetta Icesave fari í gegnum Dómstóla... Verum vakandi þetta er framtíðin okkar. Við flest okkar stofnuðum ekki þessa Icesave skuld. Svo mikið vitum við. Kveðja.
![]() |
Sænsk lán háð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.3.2010 | 15:21
Þá byrjar ballið aftur..
Jæja þá byrjar ballið aftur... Hótanir yfir því að þetta gæti komið fyrir okkur eða þetta gæti skeð ef við ekki...
Stjórnarkreppa segir hann að gæti komið, ég bara spyr hvað er annað en stjórnarkreppa núna ? það vantaði ekki yfirlýsingarnar strax eftir að kjörstöðum lokaði 6 mars 2010. Yfirlýsingar frá Jóhönnu og Steingrími um að það væri komin nánast nýr samningur... Jóhanna sagði reyndar að það væri komin nýr samningur, í Kastljósi í gær sagði Steingrímur að við skyldum athuga það að nýr samningur lægi ekki fyrir. Það er ekkert að marka eitt eða neitt frá þeim. Það sem ég er aftur á móti farin að velta fyrir mér er hvort þessi pressa sem er á þeim núna að klára bara málið eins og þau segja hafi eitthvað með aðildarumsóknarferli Íslendinga inn í ESB. sem á að taka fyrir núna í mars að mig minnir, leiðrétti mig einhver ef ég er að fara með rangt þar, en mig minnir að það eigi að gerast núna í mars. Jóhanna sagði síðast í gær að það væri ekkert samband á milli AGS og Icesave. Við lesum það í fréttum í gær að Finnar ætli ekki að lána Íslendingum fyrr en það sé frágengið Icesave.... Hvað er þetta annað en samtengt hérna...
Þessi Ríkistjórn á víkja tafarlaust hún nýtur ekki traust hjá okkur fólkinu í vinnubrögðum, eins og sýndi sig í þessari mikilvægu þjóðaratkvæðagreiðslu sem var um Icesave þar sem þjóðin er að hafna þessum vinnubrögðum sem ríkistjórnin vil fara. Ekkert ESB segi ég, og ekkert Icesave í þeim búningi eins og Ríkistjórnin vil okkur. Verum vakandi áfram, það er ljóst að við þurfum þess núna. Kveðja.
![]() |
Björn Valur: Gæti leitt til stjórnarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 00:46
Ríkistjórnin á að víkja tafarlaust...
Hverslags bull og vitleysa er þetta segi ég. Ef að það eru búnar að vera svona jákvæðar og góðar samningsviðræður í 3 vikur eins og gefið er í skyn hér í þessari frétt, af hverju lét Ríkistjórnin þá þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram spyr ég...
Af hverju felldi hún þá ekki sjálf samningin úr gildi sem að þjóðin var að fella með afgerandi hætti spyr ég líka...
Eða er þetta ein lygin í viðbót til að kaupa sér lengri tíma...
Það að samningarnir voru felldir og Bretar og Hollendingar búnir að fella fyrri samningin táknar að það er engin samningur til að semja um...
Það táknar að núna á fara þá leið sem er rétt. Það er ljóst líka að við Íslenskir skattgreiðendur erum ekki þeir sem að stofnuð þessa Icesave skuld alveg sama hvað Fjármálaráðherra heldur fram, svo það þarf að fá úr því skorið hver á að vera ábyrgur fyrir því að greiða þennan Icesave reikning úr því að það tókst ekki að rassskella okkur til greiðslu á honum. Eins og ég segi rétt á að vera rétt og úr því verður að fá skorið í þessu máli. Ríkistjórnin er rúin trausti í störfum sínum og algjörlega vanhæf í starfi með þetta mál eins og önnur sem að hún hefur átt að vera að sinna en ekki mátt vera að vegna þess hversu upptekin hún er búin að vera í því að keyra Landið inn í ESB umgjörð á sama tíma og hún hefur verið að reyna að troða þessu Icesave á herðar okkar til greiðslu. Skammist ykkar Ríkistjórn þið eruð búinn að vera uppvís að ansi mörgum lygum til okkar og komast upp með ýmislegt til þessa í vinnubrögðum, allt frá að lesa ekki gögn og skjöl, og hvað þá reikninga áður en skrifað er undir fyrir greiðslu, í að mæta drukkinn í Alþingissal á mikilvægri stundu í vinnu. Það er komið nóg af þessum bulli segi ég og krefst ég þess að þið víkjið tafarlaust úr sætum ykkar nú þegar. Þið hafið ekki mitt umboð fyrir áframhaldandi samningsviðræðum í þessu Icesave klúðri sem er ykkar klúður eins og það er orðið í dag, ykkar klúður. Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Kveðja.
![]() |
Ríkisstjórnin hefur fulla trú á viðunandi niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2010 | 23:33
Skilaboðin sem að þjóðin er að gefa..
Skilaboðin sem við þjóðin erum að gefa með þessari kosningu er númer eitt finnst mér að við gefum enga ríkisábyrgð fyrir greiðslu á svona reikning eins og Icesave. Þetta fólk sem átti þessa Einkabanka ásamt þeim sem stjórnuðu þeim eru þeir sem eiga að bera ábyrgðina á þessum reikning, það voru þau sem að ollu þessu ekki við Íslenskir skattgreiðendur hvað sem að Fjármálaráðherra segir eins og hann gaf í skyn í sjónvarpsviðtalinu núna kl. 22.
Í upphafi skal endir skoða stendur skrifað í fræðiritum, og í upphafi á þessu máli var sú ákvörðun tekin að við Íslenskir skattgreiðendur værum gerð ábyrg fyrir greiðslu á þessum Icesave reikning en ekki þeir sem að bjuggu hann til......
Ríkistjórnin þarf að standa við orð sín núna það er ljóst, og Þau voru að hún færi frá ef að þjóðin myndi ekki samþykkja þennan samning sem að hún var að fella. Að Ríkistjórnin skuli ekki sjálf hafa fellt þennan samning þegar ljóst þótti að þjóðin myndi gera það er erfitt að skilja, og koma svo og kvarta yfir því að kosningin sé nú hálf marklítil og ótæk sem slík er sorgleg réttlæting á vandræðalegri stöðu sem er komin upp vegna fyrri orða hennar. Forsætisráðherra sem og Fjármálaráðherra segja núna að ÞAÐ SÉ KOMIN NÝR SAMNINGUR...
Þessi samningur sem að þjóðin er að fella er í leiðinni að opna alveg nýja stöðu fyrir okkur það skulum við átta okkur á, og eins að við höfum allan þann tíma sem að við þurfum til að leysa þetta Icesave mál, það fer ekki frá okkur svo mikið vitum við ætla ég að vona. Ég ætla að leyfa mér að óska okkur Íslendingum til hamingju með þessa glæsilegu Þjóðaratkvæðakosningu sem var að ljúka. Kveðja.
![]() |
Nær allir segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 21:12
Sláum met í mætingu...
Forsetinn sínir okkur Íslendingum virðingu og fær hann heiður í hatt sinn frá mér fyrir það. Hversu gott væri það fyrir okkur ef við Íslendingar gætum sett met í mætingu á þessa mikilvægu Þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á morgun, þar sem að við fáum að segja vilja okkar með hvort við viljum eða viljum ekki gefa Fjármálaráðherra okkar Ríkisábyrgð fyrir greiðslu á þessum Icesave reikningi sem er eign annara en okkar Íslenskra skattgreiðenda.
Notum þennan mikilvæga rétt okkar. Hann mun hafa mikið að segja um framtíð okkar og Lýðræði .
Látum ekki beita okkur svona kúgunum eins og er verið að gera í þessu máli hérna og segjum nei. Þessi van-virðing sem að Ríkistjórnin sínir okkur þjóð sinni með að ætla ekki að mæta á kjörstað segir það sem segja þarf um hug hennar til þjóðar sinnar. Kveðja.
![]() |
Ólafur Ragnar ætlar að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2010 | 12:01
Skammist ykkar.
Að vilja þjóð sinni svo slæmt eins og þetta Icesave er, er ekki skiljanlegt vegna stöðu þeirra Jóhönnu og Steingríms í Þjóðfélaginu. Hún Forsætisráðherra og hann Fjármálaráðherra. Í svona stöðum má ekki láta persónulega eiginhagsmuni ráða fram yfir fjöldann. Í svona stöðu er það sem heildinni er fyrir bestu og réttast sem á að ráða. Að vilja þjóð sinni ánauð ...bara vegna... er ekki rétt og ekki heldur vegna þess að heimurinn er ekki alltaf réttlátur og þess vegna eigum við bara að borga þessa skuld sem er ekki einu sinni okkar. Segjum NEI við þessarri Ríkisábyrgð sem er verið að biðja okkur um að samþykkja fyrir þessarri Icesave skuld vegna þess að hún er ekki okkar. Verum vakandi yfir stöðu okkar, hún er mikilvæg.
Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust segi ég vegna vinnubragða sinna í þessu máli. Kveðja.
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2010 | 11:44
Sér ekki tilgang...
Mikið hlítur þetta að vera erfitt hjá þeim að sjá ekki tilgang, en þá geta þau sett sig í spor meirhluta þjóðarinnar sem er ekki að sjá neinn tilgang í lífinu ef að þessar byrðar verða settar á herðar okkar hvort sem við getur tekið þeim eða ekki.
Það er sorglegt að lesa þessi orð þeirra og að segja að þau sjái ekki tilgang segir allt sem segja þarf. Þau vilja þjóð sinni ekki einu sinni svo vel að fá betra og leyfi ég mér að segja þetta því ef svo væri þá myndu þau hvetja alla til að segja nei. Steingrímur gefur meira að segja í skyn að núna fyrst sé verið að vinna í þessu Icesave af vilja og heilindum í að fá þetta mál á hreint. Fjármálaráðherra á að segja af sér tafarlaust sem og fleiri innan Ríkistjórnar, það sem hann gæti alveg sagt er að honum komi ekki velferð okkar Íslendinga við, Íslendinga sem að kusu hann vegna orða hans um að halda skjöld og vörð um þjóð sína sem og land.
Að þessum manni sem að falið hefur verið það hlutverk að vera Fjármálaráðherra Íslendinga skuli ekki vera með meiri metnað eða þroska til að vilja þjóð sinni betur en þessa ánauð á að víkja tafarlaust. Bara það að verða uppvís að setja nafn sitt undir fyrir hönd þjóðarinnar án þess að vita hvað hann er eða var að skrifa undir er nóg til að lýsa hann vanhæfan í starfi. Svo erum við með Forsætisráðherra sem að hefur látið það frá sér að henni komi ekki fjármál Íslendinga við, svo ég fer að spyrja mig hvað erum við að gera með Ríkistjórn sem hefur engan áhuga á okkar velferð sem og hagsmunum...
Nei verður það hjá mér og er mikilvægt að allir mæti og kjósi. Þetta Icesave er ekki tilkomið vegna okkar svo þess frekar ekki okkar að borga, nægar eru skuldir þjóðarbúsins fyrir. Nú ef að Bretar og Hollendingar geta sannfært okkur um að þetta hafi verið aleigan þeirra og þeir eigi ekki til fyrir mat í dag vegna þessa kæruleysi sem varð hjá þeim í þessari fjárfestingu og ef að þeir eru og alveg við að missa eignir sínar vegna þessa þá er aldrei að vita hvað við Íslendingar erum ekki tilbúnir að leggja á okkur til að hjálpa. En það er ekki svo held ég, hef ég hvergi lesið það eða heyrt að Bretar eða Hollendingar séu komnir í ánauð vegna þessa. Höldum vörð um okkur og verum vakandi. Kveðja.
![]() |
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 13:34
Ríkisábyrgð...
Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um það hvort við viljum veita Fjármálaráðherra leyfi fyrir Ríkisábyrgð á þessari Icesave skuld. Ef já verður í framhaldi af því þá erum við að segja já við skulum borga þessa skuld, og ef svo ílla vildi til að við réðum ekki við greiðslur af þessum reikningi þá erum við jafnframt að gefa Bretum sem og Hollendingum leyfi til að taka Ísland allt eins og það leggur sig undir í tryggingu fyrir greiðslu ef svo ílla vildi til... Hvort hún er lítil eða stór þessi Icesave skuld sem er ekki okkar að greiða, og þaðan af síður komin til vegna okkar Íslenskra skattgreiðanda á ekki að skipta máli málanna hérna. Það er þessi Ríkisábyrgð sem kosningin er að snúast um. Nýr samningur eða ekki... það er þessi ríkisábyrgð sem að málið er að snúast um. Verum vakandi og kjósum, segjum okkar orð þar með NEI. Kveðja.
![]() |
Áfram fundað í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 08:37
Samningsnefndina heim tafarlaust.
Það á að kalla þessa samningsnefnd tafarlaust heim.
Við erum með Ríkistjórn sem er með þá stefnu að það sé okkar Íslenskra skattgreiðenda að greiða þessa óreiðuskuld sem Icesave er. Alveg sama hver réttur okkar er þá er það stefna hennar að láta okkur borga.
Það er spurningin sem við þurfum að svara núna, viljum við þessa stefnu Ríkistjórnarinnar...
Það er til skammar fyrir okkur Íslendinga að vera með Ríkistjórn sem heldur betur utanum hag Breta og Hollendinga en okkar.
Það er hvergi minnst á eða talað um fyrirvarana sem eru í samningi 1. Þessir fyrirvarar hafa allt að segja fyrir okkur ef að af þessu verður með að þröngva þessu Icesave upp á okkur. Það er okkar Íslensku skattgreiðenda að segja næsta skref í þessu Icesave. Það gerum við með svari okkar sem kemur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Kveðja.
![]() |
Fundur fyrir hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar