Hangir allt saman.

Það verður ekki annað hægt en að Ríkistjórnin fari frá ef að þjóðin fellir þennan lánasamning.

Þessi Ríkistjórn sem gekk nánast af göflunum þegar hún fékk ekki að keyra upphafssamninginn ólesinn og óyfirfarin í gegnum Alþingi til samþykktar. Þessi Ríkistjórn virðist vera ansi fljót að gleyma því hvernig hún er búin að koma fram við okkur. Koma fram með hverja lygina á fætur annarri, hverja hótunina á eftir annarri til að fá sitt fram. Að Ögmundur skuli segja svona er skrýtið vegna þess að ég man ekki betur en að hann hafi labbað frá þessari stjórn vegna þess að ef hann ætlaði að verða fylginn sjálfum sér í þessu Icesave þegar það gerðist, þá hefði Ríkistjórnin sprungið eftir því sem við fengum að heyra. Forsætisráðherra hafði gert honum grein fyrir því.

Þessi Ríkistjórn ætlar sér hvergi að taka upp hanskan fyrir okkur hún hefur sýnt okkur það í verki, svo hvernig má það vera annað en að hún víkji. Það eru nú að verða fáir eftir af þessari Ríkisstjórn sem ekki hafa stigið fram og hótað okkur því að fara frá ef þessi samningur verði ekki samþykktur, svo kannski er sá hluti þjóðarinnar sem að hafnar, að segja Ríkisstjórninni pennt og fínnt að við viljum ekki ríkistjórn sem vill ekkert annað en gera okkur að blóraböglum fyrir aðra og ekkert fyrir okkur gera.  Kveðja.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Bjarni þorir ekki,hvað viltu þá í staðinn????????????

Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 09:31

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Það þíðir lítið að skrifa svona pistla ef þú hefur engin svör

Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kæri Sigurður ég er núna fyrst að hafa tíma til að komast í tölvuna og fyrirgefðu mér, Hvað meinar þú að Bjarni þorir ekki... ég þekki hann ekkert persónulega en skrifa þessi orð vegna þess að hann er bara að segja það sem svo margir hafa sagt og gefið frá sér í nú verandi Ríkistjórn og ekkert annað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 00:48

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ef þú ert að tala um að hann þorir ekki í þjóðaratkæðagreiðsluna, þá er ég ekki að skilja þig, ég veit ekki til að hann þurfi að óttast hana, Þennan Icesave samning no.2 segir hann að verði að fella. Þjóðin veit það í dag að þann reikning getur hún ekki borgað, og það er alveg sama hvern ég spyr í dag, þá eru allir sammála því að fella verður þennan samning, fyrir utan að þjóðin veit það í dag af kannski ber henni ekki einusinni skilda til þess, svo ég veit ekki alveg hvað hann ætti að vera hræddur við... þú verður að segja mér það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 01:11

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skrjóður - sem heldur hvorki vindi né vatni og hvað þá áætlun - hálfgerðir "dólgar" gagnvart heimilum, fyrirtækjum sem og nýsköpun hér.

Bjarni missti sig að mér fannst þegar hann blés "upp" að ríkisstjórnin félli ef þessar væntanlegu Icesave kosningar færu á NEIinu sem þær svo vissulega gera - yfirlýsingar sem þessar gera ekkert annað en að "blása" súrefni í þessa ketti í ríkisstjórninni og lengir bara í snörunni sem er algjör óþarfi - en ég spyr eins og sannur Sjálfstæðismaður hver á að taka við, hvaða fólk ÞKG aftur ?

Jón Snæbjörnsson, 14.1.2010 kl. 08:12

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það verður að taka eitt skref í einu núna. En Bjarni er bara að segja það sem núverandi ríkistjórn er sjálf að segja. Hvað á að taka við er ég ekki alveg með í taktinu, en það er að fæðast smá saman hugmynd hjá mér hvað við gætum gert til að við Þjóðin geti lifað í sátt og samlyndi og tryggt okkur að svona spilling og svikin loforð geti ekki átt sér stað átakalaust aftur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 10:29

7 Smámynd: Sigurður Helgason

láttu okkur vita hver samsuðan verður svo við getum stutt þig, ekki get ég stutt flokkinn núna það eitt er víst.

Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 07:33

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ingibjörg, endilega láttu mig vita þegar þú hefur soðið saman góðan "jafning" - ég ætla samt ekki að sleppa Sjálfstæðistakinu sama hvað bloggarinn hér að ofan Herra Sigurður Helgason ýjar að

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 08:10

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Jón það er ekki verið að sleppa neinu þeir fá ekki XXXXXX in mín fyr en það kemur einhver og biður afsökunar og hefur bein í nefinu, og ekki með þennan hexxxxxx undirlæuhátt, eins og menn sem segja við borgum ekki og standa við það,

Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 09:27

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

rétt hjá þér Sigurður - afsakaðu "stóru" orðin hjá mér hér að ofan - full fjótur á mér

hafðu góðan dag

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 09:34

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já strákar ég skal gera það. Það verður að koma grunnur þar sem hægt er að byggja traust á ný aftur, ég við þjóðin öll verðum að geta treyst því að þeir sem við kjósum standa við gefin loforð.. Setti inn eina grein fyrr í dag sem heitir Nýja lagagrein takk fyrir... En er að semja smá saman. Set það fram þegar ég er tilbúin með það. Ég er Sjálstæðismanneskja ekkert laununga mál það og búin að vera til margra ára, hef ekki sagt mig úr flokknum enda það kannski ekki ástæða, það eru svartir sauðir allstaðar og þá á að stoppa. Strákar takk fyrir þetta innlit, sendi vonandi fljótlega þessa suðu mína sem er að fæðast. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband