Alveg rétt hjá honum.

Það er meir og meir að koma í ljós hversu ílla Ríkistjórn okkar hefur staðið að þessu Icesave máli fyrir okkar hönd.

Það er alveg rétt að þetta er að verða mikið tíma mál fyrir okkur að heimurinn fái rétta mynd að þessu öllu saman sem og við sjálf. Við vitum það þó flest okkar að við erum ekki orsakavaldar af þessum Icesave reikningi, og erum að fá smá saman meiri og meiri upplýsingar um að þetta er ekki okkar að borga. Þessi Ríkistjórn verður sjálf að stíga frá svo þjóðin geti bjargað því sem bjargað verður.

Það er ekki hægt að við verðum bara látin bíða og ekkert gert þegar ljóst er að Þjóðin mun fella þennan lánasamning í Þjóðaratkvæðagreiðslu svo hægt verði að taka næsta skref. Það er mikilvægt að skýrsla rannsóknarnefndar Landsbankans verði lögð fram ekki síðar en 1.febrúar svo hægt verði að taka það skref.

Það er svo mikið sem við þjóðin vitum um gagnvart réttarstöðu okkar í dag varðandi Icesave, að það er spurning hvort við sættum okkur yfir höfuð við að borga nokkuð nema niðurstaða frá dómi liggur fyrir.

Það er spurning hvort við getum fengið þennan Hollenska blaðamann til að vera okkur innan handa með að kynna okkar málstað í þessu svo rétta myndin komi fram. Þetta skall ekki síður á okkur en hina. Ef einhvað þá meira verra og harkalegra því það er verið að krefjast þess að við borgum allan þann skaða sem varð af því að þessi lönd opnuðu fyrir innkomu þessara fyrirtækja til sín. HVAR ER ÁBYRGÐ ÞESSARA LANDA SPYR ÉG. Það er verið að gera okkur að blóraböglum fyrir aðra og við Íslendingar getum ekki sætt okkur við svoleiðis.

Ríkistjórnin er búinn að sína okkur með afstöðu sinni að hanskan ætlar hún ekki að taka upp fyrir okkur, svo þessi tími fram að Þjóðaratkvæðagreiðslunni þurfum við öll sem einn að nota eins vel og við getum til að ná til Heimsins og gefa honum okkar réttu mynd. Því miður fyrir Ríkistjórn þá er hún ekki í góðum málum að vinna þessa vinnu ekki sjálf fyrir okkur á launum frá okkur. Þess vegna segi ég Vanhæf Ríkistjórn einu sinni en.  Stöndum vörð um okkur það er Sjálfstæði okkar sem og Fullveldi í húfi ennþá, svo það er mikilvægt að við séum meðvituð um hvað er að gerast í kringum okkur.  Kveðja.


mbl.is Kynna þarf sjónarmið Íslands betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband