Ekki að ræða borgun á þessum reikning Icesave.

Eftir að hafa lesið grein Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttir Leyniskjal Ríkistjórnarinnar, þar sem hún þýðir nýjasta lekaskjal, þá er ekki að ræða það að við Íslendingar borgum krónu í þessu Icesave máli steinþegjandi og hljóðalaust, það er verið að brjóta á okkur mikið hérna...

Ríkistjórn okkar Íslendinga er að vinna í samvinnu við ESB, AGS, Breta og Hollendinga að því að láta okkur Íslendinga  blæða út fyrir óreiðu mikla sem aðrir en við eigum. Ríkistjórnin á að vikja tafarlaust vegna þessarra samvinnu hennar gegn okkur Íslendingum. 

Hvet ég alla til að lesa þessa grein Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttir Leyniskjal Ríkistjórnarinnar, og vona ég að hún fyrirgefi mér að ég vitni í hana en fyrir mér þá er hún mikilvæg mjög og takk Jakobína fyrir hana. Sem og grein mína undir nafninu ESB,ESB  og ESB... Hvað er í gangi eiginlega ?

Höldum vöku okkar núna.. ef einhvern tímann hefur verið þörf þá er það núna. Þetta er Landið okkar og við Íslenska Sjálfstæða Fullvalda Þjóðin.  Kveðja.


mbl.is Vextir Icesave 387 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

heyr heyr

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 08:12

2 identicon

Sæl,
 
Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:
 
The Real Face of the European Union
 
http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en
 
og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.
 
New rulers of the world, a Special Report by John Pilger
 
http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006
 
http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World
 
Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá ekki best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að hafa afsalað sér möguleika á sjálfstæðum ákvörðunartökum? 

 

Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU og önnur þróuð efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér stað í hinum þróaða heimi...  
 
Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.
 
Kv.
 
Atlinn

Atli (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:36

3 identicon

Sammála.  Töku slaginn og afleiðingunum frekar en að lúffa eins og aumingjar.

Ra (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ljóst allavega að Ríkistjórnin er ekki að vinna að okkar hagsmunum, en það er hennar skylda að gera sem Ríkistjórn kosin að okkur fólkinu í Landinu. Að verða uppvís af svona alvaralegri aðgerð sem er hreinlega sniðin til að fella okkur í ánauð til gróða annars lands eða landa, varðar við Stjórnarskráarbrot og hefur hann Jón Valur Jensson verið að vitna í þau Landslög, fyrirgefðu mér Jón Valur að vitna til þinna greina, en mér finnst þetta svo alvaralegt brot sem er verið að fremja hér á okkur Íslendingum af Íslensku Ríkistjórninni. Hvet ég alla til að lesa greinar hans um þetta mál. Það er ljóst að við öll sem einn Íslenska þjóð verðum að taka slaginn og afleiðingum hans frekar en að láta traðka okkur í ánauð vegna vanrækslu annara. Mótmæli á Laugardaginn kl 3 núna. Það er ekki hægt að við látum bjóða okkur svona framkomu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband