Skammarleg ummæli Fjármálaráðherra.

Það sem hann Steingrímur lætur frá sér í orðum er engan veginn í takt við Ísland sem sjálfstæða þjóð með lýðræði í landinu.

Kvartar undan því að Íslendingar séu ekki tilbúnir að taka á sig drápsklifjar í sköttum og álögum vegna sukks og svínarí sem óábyrgir eigendur Einkabankanna ollu með aðgerðum sínum. Kennir jafnvel saklausum bankastarfmönnum um.

Það er vonandi að þjóðin öll segi Nei í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu við Icesave 2.

Í fyrsta lagi þá ætlaði þessi maður að keyra þennan Icesave reikning í gegnum Alþingi algjörlega ólesin. Í öðru lagi þá skrifaði Steingrímur J Sigfússon undir þann samning í skjóli nætur án þess að vera með samþykki Alþingis og meirhluta Ríkistjórnar eins og átti eftir að koma í ljós síðar. Hann verður sjálfur að bera sína ábyrgð á þvi að vinna svona óábyrg vinnustörf. þetta er ekki vinnubrögð sem eiga að líðast á Alþingi, og hvað þá af Ríkistjórn...  Höldum vöku okkar öll sem ein. Þetta er okkar líf og okkar velferð sem er verið að leggja hérna að veði.  Kveðja.


mbl.is NPR fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Þessir "saklausu" bankamenn sem var lofað hlutabréfum á góðu verði létu bréfin virka meira virði en þau voru því þeir ætluðu að selja þau sem fyrst. Þeir eiga stóran þátt í hruninu.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 19.1.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

manninum þessum Steingrími er mikil vorkun - annars er ég sammála þér

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2010 kl. 09:53

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Kristbjörg, enda segi ég ..jafnvel.. saklausum bankastarfsmönnum vegna þess að ég veit og þekki nokkra sem voru og eru bara bankastarfsmenn alsaklausir af þessu. Við vitum líka og hefur það meðal annars komið fram að það var ekki sama hver var. Það eru manneskjur með nöfn á bak við þetta allt saman, og verðum við öll að fara að passa okkur á því að kenna ekki öllum fjöldanum alltaf um þessar gjörðir, eins og ég segi það eru til nöfn á þeim sem eiga að bera ábyrgð á þessu, hvort sem það er í Ríkistjórn eftirlitum tala nú ekki aðalábyrgðarmennina Eigendur og stjórnendur þessa Einkabanka. Icesave er reikningsskuld komin til vegna glæfralegs athæfi eiganda og stjórnenda Einkafyrirtækis. Jón ég er sammála þér, erfið staða hjá honum vegna orða sinna fyrr og nú. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 11:07

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Komdu sæl Ingibjörg ég er þér sammála hér. VG og Samfylkingin hefur allt frá því að þeir mynduðu ríkisstjórn andskotast út í hrunflokkana vegna framferðis þeirra meðal annars við einkavæðingu bannkana og annarra stofnana sem ríkið seldi frá sér um árið, en hvað er ekki að ske núna erum við ekki að fá fréttir af sölu fyrirtækja úr eignasafni Landsbankans þar sem menn fara meðfram veggjum þar sem helst engin má vita hvernig þær sölur fara fram, er ekki Landsbankinn í eigu ríkisins í dag, og er þá þessi sala á fyrirtækjum í þess eigu ekki einkavæðing eða hvað. Steingrímur J andskotast eins og mannýgt naut í flagi sem ekki er nokkur vegur að róa niður og er ekki líklegur í bráð til að tala máli þjóðarinnar meðan hún hefur ekki hafnað Icesave og ég bind svo sem ekki miklar vonir við að hann láti sér segjast þó Icesave samningunum verði hafnað, þrjóskan er slík.

Rafn Gíslason, 19.1.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Við vitum vel hvaða flokkar bera ábyrgð á hruninu en það gefur núverandi flokkum engan rétt til þess að gera afleiðingar hrunsins enn verri.

Jón Bragi Sigurðsson, 19.1.2010 kl. 17:30

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Bragi það verður að læra af þessu, hvar hver var í flokki og stjórn er ekki málið fyrir mér, það eru þeir einstaklingar sem sáu sér leik á borði að fara aftan að reglum og lögum. Hvað það kennir okkur aftur á móti að lenda í þessu er annað mál og stærra. Einkavæðing er og verður alltaf partur af lífsmunstri, en Ríkisaðhald og Ríkiseign á vissum fyrirtækjum þarf að vera meira en við héldum að þyrfti að vera það er alveg ljóst fyrir mér enda ekki nema rúmlega 300.000 manna þjóð, og þegar ég heyri að Íslendingar séu bara gráðugir og valdasjúkir þá á það vissulega við núna um meira og minna alla útrásarvíkinganna okkar Íslensku því miður fyrir okkur Íslensinga, en þessir einstaklingar hafa nöfn, til að svínarí og svona vit-leysa fái ekki að viðgangast þá eru til Dómstólar, Guði sé lof fyrir alla þá sem eru beittir ranglæti. Okkur í þetta skiptið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Rafn, já það er sorglegt hvernig þessi Landsbanki er að starfa sem Ríkisbanki í dag. Þetta er ljót spilling þarna á ferðinni. Ég held að Ríkistjórnin verði látin víkja, enda verður henni ekki stætt á öðru, rúinn öllu trausti heima fyrir sem og erlendis líka. Við höfum ekki mikið að gera með svoleiðis Ríkistjórn er það...  Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 20:43

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kæri Jón Bragi fyrirgefðu mér en það á að vera því miður fyrir okkur Íslendinga, ekki Íslensinga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband