Gott mál.

Það er gott að það er komin dagsetning á Þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir okkur.

Það verður ekki aftur snúið héðan í frá  það er að verða alveg ljóst, enda ætti það ekki að vera. Ríkistjórninni er ekki haggandi í sinni ákvörðun, enda með besta hugsanlega fáanlegan lánasamning að hennar sögn.

Það sem mér hefur fundist vanta alveg í þessari stöðu og í umræðuna er að það var til staðar að fara aðra leið með þennan reikning svo ég tali nú eins og hlutirnir eru í raun og veru. Reikningur sem er komin til vegna vítaverðs athæfi Fjárglæframanna sem áttu þennan Einkabanka þar sem öll þessi ósköp áttu sér stað. Lilja Mósesdóttir kom aðeins inn á þetta í Silfur Agli á sunnud. síðastliðinn um að Ríkistjórnin hafi ákveðið að fara þessa leið. Það að segja að við Íslendingar tækjum þessar klifjar á okkur og borgum þetta, frekar en þeir sem eiga þessa skuld með réttu.

Ég hef nefnilega alltaf verið þeirra skoðunar að það var farin röng leið í innheimtu á þessari skuld og þess vegna er þetta ekki að ganga upp, eins og er að sýna sig betur og betur dag frá degi þar sem kemur í ljós að það er ekki hreinlega hægt að fara framá að við Þjóðin borgum þessa skuld. Á sama tíma koma líka upplýsingar um hversu brotleg Ríkistjórnin er gagnvart okkur að ætlast til að þessar klifjar borgist af okkur með því að setja okkur í ánauð. ( varðar við lög að forsætisráðherra, fjármálaráðherra setji þjóð sína í ánauð fyrir aðra þjóð ) Kjarni máls míns hérna er af hverju var það ekki sett í hendurnar á okkur Þjóðinni strax í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við þjóðin værum til í að taka þessa skuld að okkur... Þetta er ekki okkar skuld hvað sem hver segir. Munum það og eins að við eigum rétt í þessu máli, það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga hér að það komi skýrt fram að RÉTT Á AÐ VERA RÉTT. Fjármálaráðherra hefur sagt sjálfur að við eigum bara að lúta óréttlæti og borga. Hann á mikið að verja sem og Forsætisráðherra sem eru búin að gefa innantóm loforð á okkar kostnað og virðast hafa getað keypt sér hvern frestin á fætur öðrum með þeim orðum að við munum borga þetta allt. Enda þau sem samþykktu og gáfu loforð án þess að vera með samþykki frá Alþingi sem varð að hafa til að gefin loforð gildi. Ríkisábyrgð. Ég mun segja nei, ég er ekki tilbúinn að láta komandi börn framtíðar Íslands setta í ánauð átakalaust. Þá tökum við Íslendingar því sem kemur í kjölfarið ef þjóðinni tekst að hafna þessu, það er betra að geta borið höfuð og herðar uppi, en þröngva sig niður í óréttlæti með annarra manna klifjum sem gefur brotna sál jafnvel í heilbrigðum líkama eins og við höfum fengið að sjá að er byrjað að gerast hér, við erum stolt og eigum ekki að skammast okkar fyrir það að segja nei hingað og ekki lengra og vilja fá réttlæti fram. Stöndum saman.  Kveðja.


mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Haft er eftir Steingrími á fréttavef National Public Radio,að hann sé afar ósáttur við að forseti hafi neitað undirskrift Æs.   Er nema von að við reynum af fremsta megni að verja okkur og afkomendur,ekkert hald í stjórnvöldum.     Kveðja

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2010 kl. 01:22

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Helga já hugsaðu þér. Hann er að vinna gegn okkur Þjóðinni. Landsbankinn að rúlla jafnvel yfir aftur, og hann með sitt stolt yfir því að vera búinn að gera hann að Ríkisbanka aftur, komin heim til Þjóðarinnar aftur eins og hann orðaði það. Í dag þá erum við Íslenska Ríkið í ábyrgð fyrir öllu þar innandyra. Mig langar svo að fá að vita hvort við Íslendingar getum ekki rift til baka þessari yfirtöku á honum á þeirri forsendu að hann er Þjóðinni ofviða í skuldarstöðu sem fylgdi eftir á... þetta er allavega ljótt mál allt saman og þarf að stoppa þetta hið snarasta. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband