Það var nefnilega það..

Það er ljóst að hann hefur þurft að fela eitthvað fyrir Þjóðinni sem og félagar hans í Ríkistjórn. Fela svo vel að það átti ekki að komast í okkar augnsýn hvað þá heyrn.

Maðurinn hann Steingrímur er alveg hættur að róma þennan besta samning sem gerður hafði verið fyrir hans hönd og ber núna fyrir sér að þetta sé búið að vera svo erfitt mál vegna gagna sem hann hefði talið ekki gott fyrir okkur að sjá ef hann Steingrímur fengi að ráða. Er hann að segja okkur að það sé ekki gott fyrir hann að þessi skýrsla birtist...  Það er ljóst að betri samning er hægt að gera, en verður ekki gerður ef gerður verður fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu okkar Íslendinga. Það er ekki að ræða það að núverandi Ríkistjórn komi frekar að samningsborði með þetta Icesave mál, það er komin tími til að Íslendingar fái Ríkistjórn sem vill taka slagin með þjóðinni.

Vanhæf ríkistjórn er alveg ljóst fyrir mér sem að á að víkja vegna svika við þjóðina sína.  Pössum hag okkar Íslendingar og segjum nei við Icesave í kosningunni sem og ESB þegar þar að kemur, annars ætti að draga þá umsókn tafarlaust til baka þar sem hún virðist vera undurrótin á þessu óréttlæti sem er verið að beita okkur Íslendinga af Bretum og Hollendingum með Íslensku Ríkistjórninni í farabroddi, og alltof kostnaðar söm  fyrir okkur núna þar sem það er ekki til fjármagn einu sinni til að hjálpa heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu og ekki er staðan álitleg á ESB svæðinu núna.

Vanhæf Ríkistjórn sem er búin að sitja í ár og ekki gera neitt nema knésetja þjóðina í samvinnu við önnur lönd. Höldum vöku okkar í þessu. Kveðja.


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband