4.2.2010 | 07:48
Minni á kosningarloforðin...
Það er allt á suðupunkti í þjóðfélaginu ennþá ári seinna og ekkert búið að gera í þeim kosningarloforðum sem þessi Ríkistjórn var kosin fyrir og lofaði að standa við bara ef hún verði kosin. Ekki okkar að borga óreiðuskuldir annara, og hvað er búið að gerast þar í þeim málum með þessa óreiðuskuld sem var ekki okkar að borga þegar atkvæða var þörf... Jú allt búið að snúast um að reyna að troða þessari óreiðuskuld annarra á herðar okkar.
Það var annað kosningaloforð líka sem var ekki síður mikilvægt fyrir heimilin sem og fyrirtækin í landinu og það var að bjarga þeim heimilum og fyrirtækjum sem voru komin í vanda, og hvað er búið að gerast þar... ekki neitt ætla ég mér að segja fyrir utan að endurreisa fallna banka sem og eitt stykki tryggingafélag Sjóvá. Það eru öll ósköpin sem er búið að gera fyrir heimilin og fyrirtækin i landinu og ætlar Ríkistjórnin ekkert að gera meira varðandi hjálp fyrir heimilin og fyrirtækin, áfrýar sig núna frá því að það sé ekki hennar að ráða því hvað bankarnir gera, þetta eru Einkabankar eins og Forsætisráðherra sagði í Kastljósi í fyrrakvöld.
Hvað erum við að horfa upp á núna ári seinna, Ríkistjórn er ekki að takast að skella þessari óreiðuskuld annarra á herðar okkar, Ríkistjórn sem er búinn að ljúga blákalt að okkur um að okkur beri bara að borga þessa óreiðuskuld annarra alveg sama hversu óréttlátt okkur finnst það vera, það er allt búið að snúast um það í eitt ár að reyna að sannfæra okkur um hversu gott það verður fyrir okkur að borga þessa Icesave óreiðuskuld, ef við bara....
Það er sorglegt að horfa á það núna hvernig Ríkistjórnin er að reyna að hlaupa í allar áttir til að bjarga eigin skinni.
Ríkistjórnin er búinn að segja að þessi Icesave samningur sem hún er með sé sá besti sem hægt var að fá að hennar hálfu... Ríkistjórnin er búinn að ljúga öllu sem hún getur í von um að við þjóðin verðum það hrædd að við viljum bara borga þennan óreiðureikning. Þetta er Ríkistjórn svika sem ég treysti ekki lengur til að hugsa um okkar hag og það getur ekki verið að ég sé ein um það núna þegar við þjóðin horfum á Ríkistjórnina reyna að hlaupa í allar áttir til að bjarga eigin skinni í þessum lygavef sem Ríkistjórnin er búinn að koma sér í. það er ekki að ræða frá minni hálfu að Ríkistjórnin komi meir að þessu Icesave máli í samningum, hún er búinn að sína okkur og sanna að fyrir okkur er hún ekki að vinna, ekki að hugsa um okkar hag eða velferð.
Vanhæf ríkistjórn sem á að víkja strax vegna lyga og svika við kjósendur sína. Höldum vöku okkar í þessu það er ekki okkar að borga þessa Icesave skuld. Kveðja.
Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.