13.3.2010 | 08:14
Þjóðaratkvæðagreiðslu tafarlaust...
Það er nefnilega svo eins og Jón Bjarnason bendir réttilega á stór og mikill kostnaður sem að fylgjir þessari umsókn og miklar breitinga sem þarf. Þarna getum við séð hvar stefna og hugur Ríkistjórnarinnar er búin að vera, Það er ekkert skrítið að það hefur engin timi verið til hjá Ríkistjórn til að vinna í þeim verkefnum sem heima fyrir hefur legið á, það er heimilin og fyrirtækin sem og aukning á framleiðslu. Allur Landbúnaður okkar Íslendinga verður háður styrkjum sem úthlutast úr sjóðum ESB til landúnaðar á Íslandi. Það er lágmarks virðing við okkur Íslendinga af Ríkistjórn okkar að hún beri svona mikil og stór verkefni eins og aðild að ESB er undir okkur þjóðina áður en lengra er haldið. Það er alveg nóg annað að gera með þessa milljarða sem eru greinilega til í þetta verkefni hjá Ríkistjórninni á sama tíma og ekki eru til fjármunir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem brenna upp.
Fáum að segja okkar hug áður en lengra er haldið það er eins og ég segi lágmarks virðing sem og réttur okkar, er alveg hægt að skella þeirri kosningu inn í borgarstjórnarkosningarnar verðandi . Eins er það spurning hvort við viljum ríkistjórnarskipti... þessi vinnubrögð gegn okkur er ekki hægt að líða finnst mér, sem og óheiðarleikin sem er búin að viðgangast í okkar garð frá Ríkistjórninni...
Ekkert ESB segi ég og ekkert Icesave og ekki meir AGS. Förum að vinna útfrá því sem við höfum og engu öðru. Það er greinilega komið að þeim punkti hjá okkur myndi ég segja núna.
Höldum vöku okkar, þetta er landið okkar Ísland og við Þjóðin. Kveðja
Ný stofnun kostar milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar breytingar myndu t.d. setja þingmönnum stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að því að ráða vini og vandamenn í störf og fletta ofan af lyginni og spillingunni í stjórnkerfinu og það má ekki gerast! Allt hagsmuna pot ráðamanna yrði mjög erfitt með þessu skriffæði og þá hugsun vil ég ekki hugsa til enda.
Einnig myndi vera flett ofan af spillingunni hjá bændasamtökunum og þeir gætu ekki lengur verið verktaki fyrir landbúnaðarráðuneytið og séð um sín mál sjálfir og það gæti endað með ósköpum.
Drögum þessa ESB umsókn til baka "Höldum vöku okkar, þetta er landið okkar Ísland og við Þjóðin" Hér er spilling og við viljum hafa hana áfram. Við viljum ekkert ESB til þess að eyðileggja allt fyrir okkur.
The Critic, 13.3.2010 kl. 10:53
,,þetta er landið okkar Ísland og við Þjóðin."Sammála.....sammála.....sammála.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.3.2010 kl. 11:04
Haldið þið virkilega að spillingin sé bara hér á landi? ESB er byggt á spillingu og kúgunum. Enda mun ESB ekki halda velli endalaust því nú er almenningur í Evrópu að vakna við vondann draum og vill útúr þessu skrímsli.
Ups..not possible?? ehh..já emm,,,uff... ESB drap lýðræðið
anna (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 11:13
Hver er að segja það The Critic að vilja ekki ESB tákni að maður vilji spillinguna... Það er ansi skrítið ef við getum ekki tekið á spillingu nema að vera í ESB. Það sem við eigum að gera er að skoða hvað þetta er að kenna okkur... Hverju þurfum við að breyta til að svona geti ekki svo auðveldlega gerst aftur til dæmis... varðandi þessar frændur og frænkur sem svo margir minnast á þá skulum við átta okkur á því að við allir Íslendingar erum skyldir í 6 ættlið held ég örugglega að ég fari með rétt, svo erum við líka ekki nema rúmlega 300,000 manna þjóð, svo hvernig við eigum að bregðast við því hlítur að vera hægt öðruvísi en þurfa inn í ESB... Það er hver og einn einstaklingur. Einstaklingur sem á að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum, það þarf kannski að vekja þessa ábyrgð betur hjá hverjum og einum. Ég vil þessa spillingu í burtu tafarlaust en tel að við þurfum ekki að ganga í ESB til að geta upprætt hana, málið fer kannski að snúast um það hvort þessi spilling eigi rætur sína líka þangað að sækja, og þá er ansi mikið í húfi fyrir okkur... Við erum lítið land út á hafi í stórum heimi og ef við sjálf vitum ekki hvað við þurfum og þurfum ekki þá veit ég ekkihver ætti að vita það, alveg örugglega ekki einhver skrifstofa út í Brussel... það finnst mér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 11:21
Já Sóldís mér finnst það svo mikilvægt. Takk.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 11:23
Sæl Anna og mikið er ég sammála þér, enda var ég að setja saman smá hér að ofan í svari til The Critic. Það er mikilvægt að við höldum okkar, við getum svo sannarlega kennt öllum þeim erlendis sem vilja hvernig við höfum farið að hingað til í orku og fleira, en eigum ekki að þurfa að ganga í ESB til þess..
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 11:28
Ingibjörg: Spillingin á Íslandi er búinn að vera við lýði í marga áratugi, hátt matvælaverð, óstöðugur gjaldmiðill, háir vextir, verðtrygging og óðaverðbólga. Alltaf kemur sama svarið við þurfum ekki ESB til að laga þessi hluti. Það hefur alveg sýnt sig að við erum ekki fær um að laga þá sjálf. Af hverju erum við ekki búin að því? við höfum haft marga áratugi til þess en það gerist aldrei neitt. Fólk volar og vælir um hvað allt sé betra annarsstaðar (sem það er) en vill svo ekkert gera í því að koma hlutunum í betra horf.
Alltaf kemur minnimáttarkendin og þjóðrembingurinn upp hjá íslendingum, við erum svo lítil það hlustar engin á okkur og við missum sjálfstæðið ....
Við erum nú þegar 80% inn í þessu sambandi, gleymið því ekki, að ganga alla leið inn mun gera þetta sker aðeins byggilegra.
Anna: Það að þjóðir Evrópu vilji út úr þessu er bölvað bull sem minnihlutahópar þjóðrempinga eru að halda úti. Almennt er fólk ánægt með ESB.
The Critic, 13.3.2010 kl. 11:53
Critic... úr því að þú ert búinn að vera með þessa augnsýn á þessa spillingu í allan þennan tíma sem að þú segir hérna að ofan af hverju í ósköpunum ertu ekki þá ekki fyrir löngu búinn að gera eitthvað í því ...Við þurfum ekki ESB til að laga þessa hluti... Ég man ekki eftir svona tíma áður hérna hjá okkur eins og er núna, svo það er ekki hægt að segja svona eins og þú segir, en það er ljóst að því nær sem að tekst að stinga á þetta ljóta kýli sem er að valda þessu því harðari verða einhverjar hótanir. Við teljum okkur vera vitiborin og siðmenntuð.. það má kannski velta því betur fyrir sér hvað þau orð þýða.. það má líka velta því fyrir sér hver er tilgangurin með að fæðast á þessa jörð út frá þessari stöðu sem að fleiri þjóðir en við erum í stríði við, og það er sú staða að það eru PENINGAR OG EKKERT ANNAÐ EN PENINGAR sem ráða því meir og meir hvort þú átt rétt á að lifa... Það er ljótt mál ef að svo reynist eins og lítur út fyrir...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 12:55
Anna ekki veit ég hvaðan The Critic hefur þetta fyrir sér með minnihluta hópa, en það nægir fyrir okkur hin að fylgjast með fréttum og þar fer ekki á milli mála þessi mikla alda sem er mikið rísandi gegn ESB... ESB og AGS mjólka þjóðir út í horn og kasta þeim svo til hliðar segi ég og neita svo að hjálpa þeim upp... við erum að horfa á þetta núna vera gerast erlendis. Þetta vil ég ekki Þjóð minni þó aðrir vilji það kannski, en þá virðir maður skoðanir annara eins og maður vil að manns skoðanir séu virtar.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 13:02
Takk fyrir bloggvináttuna.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.3.2010 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.