Hvað er almenningur ekki að skilja...

Það er alveg ljóst að Ríkistjórn Íslands ætlar sér ekkert að gera fyrir heimilin í landinu...

Það er líka alveg ljóst að Ríkistjórn Íslands ætlaði sér aldrei að láta þá sem að rændu öllu úr bönkunum borga það til baka...

Það er alveg ljóst í dag að markmiðið var alltaf að setja allar þessar byrðar á herðar okkur.

Það er líka alveg á hreinu að inn í ESB ætlaði Samfylkingin og um það er allt búið að snúast um það...

Okkur er sagt að allar þessar breytingar sem búið er að gera bæði í heilbrigðisgeiranum sem og ráðuneitunum séu vegna niðurskurðar... en það er ekki rétt og ef við skoðum betur allar þær aðgerðir sem hafa verið gerðar bara á þessum 2 atriðum sem ég nefndi þá hefur engin sparnaður hlotist af þessu, frekar en lausnunum sem áttu að bjarga heimilunum, bara fleiri vandamál komin og meiri kostnaður þar af leiðandi. Þetta er allt fyrir inngönguferlið í ESB og það veit Samfylkingin en Samfylkingin er huglaus og hefur ekki þorað að stíga fram og segja okkur að þetta verði að gera annars er ekki hægt að taka umsókn Íslendinga fyrir núna 17 júni 2010 nema að það sé búið að breyta öllu regluverki Íslendinga að ESB....

Það sem almenningur verður að gera, er að sjá að það á ekki og var aldrei ætlun Ríkistjórnarinnar að hjálpa okkur Íslendingum. Það sem við getum gert er að krefjast þess að þessi Ríkistjórn komi sér frá hið snarasta svo það sé einhver möguleiki að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er landið okkar Ísland og við Íslendingar erum með ráðamenn sem að gefa skít í okkur. Allt á kostnað okkar landans sem og á kostnað auðlinda okkar.

ERUM VIÐ TILBÚINN Í ÞESSA ÁNAUÐ UM ÓKOMNA TÍÐ...?

ER ÞETTA ÞAÐ SEM AÐ VIÐ ÓSKUM AFKOMENDUM OKKAR...?


mbl.is Óttast setningu bráðabirgðalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband