11.7.2010 | 12:39
Unnið að...
Við skulum vona að forstjóri Magma Energy viti hvað hann er að segja...
Unnið að því að halda fund... það ætti nú ekki að vera erfitt að kalla fólk saman strax á morgun... Annað á ekki að koma til greina á þessari tæknivæddu öld og annað eins hefur verið gert...
Hverjir eru í þessari nefnd sem er búin að samþykkja þetta 2 sinnum og hver skipaði í þá nefnd...
Að réttlæta það að allir eru bara búnir að samþykkja þetta fyrir löngu og engin sagt orð fyrr, er ekki rétt eins og kom fram hjá Katrínu Júlíusdóttir í hádegisfréttunum. Það varð mikil umræða um þetta síðast og þjóðin friðuð á þeirri forsendu að þetta væri komið í hendurnar á Fjármálaráðherra fyrir hönd VG til að tryggja að svona færi ekki....
Þetta eru Auðlindir okkar sem er verið að spila með...
Þetta er Landið okkar við þjóðin og Afkomendur okkar framíðarfólk Íslands....
Hvernig verða lífsskilyrði fyrir Íslendinga ef allar Auðlindir okkar fara í hendurnar á einhverjum erlendum aðilum sem við fáum ekki einu sinni að vita hverjir eru...
HVERSLAGS VINNUBRÖGÐ ERU ÞETTA...
Unnið að fundi í iðnaðarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nefnd um erlenda fjárfestingu, hefur í sjálfusér ekkert ákvörðunnarvald í málinu. Hennar eina hlutverk er að úrskurða um lögmæti sölunnar. Eflaust hægt að hafa sitthvora skoðunina á því.
Þessi nefnd er skipuð fimm fulltrúum, einum úr hverjum flokki, sem sæti á á þíngi. Stjórnarflokkarnir hafa því ekki meirihluta í nefndinni, nema að hér væri þirggja flokka stjórn hið minnsta.
Nefndin er fyrst og fremst "ráðgefandi", en ekki til þess að gefa "bindandi" niðurstöður.
Væri nefndinni ætlað ákvörðunnarvald, þá væri hún öðruvísi skipuð. Þá væru í henni, að minnsta kosti sjö fulltrúar. Fjöldi fulltrúa flokkanna, færi eftir þingstyrk þeirra, hverju sinni. Þá hefði t.d. Samfylking 2-3, Sjálfstæðisfl. 2, VG 1-2 ( 2 ef Sf hefði bara 2 fulltrúa, annars bara 1), Framsókn hefði 1 fulltrúa og Hreyfingin áheyrnarfulltrúa, án atkvæðisréttar.
Það er á endanum Efnahags og viðskiptaráðherra, sem ákveður samningurinn fái að standa eða ekki.
Kristinn Karl Brynjarsson, 11.7.2010 kl. 14:06
Sæll Kristinn og takk fyrir þessar upplýsingar. Þannig að það var ekki nefndarinnar að ákveða lokaákvörðun í þessu heldur Efnahags og Viðskiptaráðherra... Og ekki batnar það segi ég bara eftir að komið hefur í ljós að það var Össur Skarphéðinsson sem var þar í sæti á þessum fundi snemma árs 2009 þar sem þessi leið hefur þá verið rædd sem möguleiki á að fara til að komast í kringum lögin... Svei og skömm er væg orð til þeirra núna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2010 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.