Enda full ástæða til...

Það er full ástæða hjá henni að óttast vegna þess að Ríkisstjórnin hennar er ekki búin að standa sig.

Það er ekki búið að slá skjaldborg utan um heimilin í landinu eins og Þjóðinni var lofað og Ríkisstjórnin kosin til að gera, engin skjalborg komin fyrir fyrirtækin heldur, hlutirnir eru ekki búnir að vera upp á borðum eins og þjóðinni var lofað, Ríkisstjórnin hennar er en að vinna hörðum höndum að því láta Íslendinga borga þennan óreiðureikning Icesave  þrátt fyrir að eitt af kosningarloforði væri.. það er ekki þjóðarinnar að borga Icesave og ER ekki lagalega okkar að greiða en samt...

Það sem er búið að gera aftur á móti er að vinna hörðum höndum að því að keyra þjóðina í ESB gegn vilja meirihluta Þjóðarinnar, Það er búið að bjarga þeim sem komu okkur Íslendingum í þessa skuldarstöðu aftur á móti á okkar kostnað og það hafði Ríkisstjórnin ekki UMBOÐ til að gera segi ég vegna þess að hún var ekki kosin til þess...

Svo mér finnst ekkert skrítið þó Forsætisráðherra hafi áhyggjur af stjórnarandstöðunni og ætti hún frekar að óttast að fá alla Íslensku þjóðina upp á móti sér vegna þess að henni er verið að fórna...


mbl.is Hefur áhyggjur af stjórnarandstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband