Ekki á almenningur fyrir þeim...

Ljóst er að ekki á almenningur fyrir þessum skuldum og þess vegna er ekki hægt að fara í vasa okkar núna...

Það er líka alveg krystal-tært  hjá mér að Ríkisstjórn Íslands braut á þjóðinni sinni með þessu kosningarloforði sínu að það væri ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir þessara manna en með þessari ákvörðun sinni að það skyldi verða almenningur sem bæri byrðirnar á þessu bankahruni sem varð vegna þjófnaðar innan þessa fyrirtækis sem og hinna fjármálastofnanna í landinu er brot á okkur þjóðinni. 

Þeir sem sökina eiga í raunveruleikanum sleppa alveg, sleppa reyndar svo vel að halda mætti að þeim sé borgað fyrir að koma okkur í þessa stöðu......

Það að skuldir fyrirtækja skuli njóta svona meðferðar en ekki Fasteignaskuldir heimilana er ekki hægt að líða lengur..

Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við fólkið Þjóðin. Við höfum allt í hendi okkar að snúa þessu við segi ég þar sem að það er að koma betur og betur í ljós hversu ólögleg starfsemi er búin að vera við líði innan fjármálakerfisins og það er svo sannarlega að koma betur og betur í ljós að það er ekki að rúlla fyrir okkur almenning...

Krefjumst þess að það komi kerfi sem er fyrir fólkið og hendum þessu kerfi út sem fyrir er vegna þess að það er kerfi sem er ekki fyrir hag okkar almenningsins í Landinu...


mbl.is Á ekki fyrir skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

get ekki verið meira sammála - undarlegt þetta þegar bankarnir eru settir þannig upp að fólkið sé fyrir bankana en ekki öfugt - dapurt að horfa upp á fáeina útvalda komast hjá því að axla ábyrgð sumir hafa fengið "meðlag" fyrir "góð" störf eða hitt þó heldur, svo vitum við að þeir sömu sitja á földum feitum sjóðum

Jón Snæbjörnsson, 6.9.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Þetta er alveg ólíðandi að verða Jón og það verður að snúa þessu við. Hvernig það verður gert á að vera stóra spurningin hjá Almenningi núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.9.2010 kl. 11:37

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið samála við höfum nokkrum sinnum hist hér á blogginu og rætt þessi mál sem því miður eru öll á einn verg þjófarnir fitna en við blæðum!

Bylting er að ég segi óumflýjanleg!

Sigurður Haraldsson, 6.9.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Skarfurinn

Eins og maður var ánægður að losna við svindlarann og kúlukonginn Finn sem bankastjóra þá virðist ekki betra taka við með þennan Höskuld Ólafsson því miður. Höskuldur fyrrum forstjóri hjá Valitor er með dóm á sér og ekki vandaður maður eins og sést á þeim flottu kjörum sem Jóhannes í Bónus fékk hjá honum.

Skarfurinn, 6.9.2010 kl. 12:33

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sjónarspilið er allt að skýrast betur og betur strákar og greinilegt að við höfum átt að ganga í gegnum þetta. Við flest okkar erum hrein og saklaus í eðli okkar og þess vegna er skellurinn mikill. EN það táknar ekki að við séum vittlaus... Lögmál segir að því meiri spilling og óheiðarleiki því ljótari verður leikur. Þessi leikflétta er að fléttast í sundur og það gefur okkur tækifæri á nýrri byrjun í fjármálum segi ég og við eigum ekki að láta það tækifæri renna okkur úr greipum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.9.2010 kl. 12:54

6 Smámynd: Landfari

Var það ekki Davíð sem sagði að við ætluðum ekki að borga erlendar skuldir óréiðumanna?

Svo er Vilhjálmur Bjarnasonn að benda á að þetta er lögbrot að gera svona kyrrstöðusamning. Samkvæmt hlutafélagalöfunm ber að gefa fyrirtæki upp til gjaldþrota ef það er ekki greiðsluhæft.

Landfari, 6.9.2010 kl. 16:01

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Landafari, ég er ekki alveg klár á því en mig minnir að hann hafi orðað það svo, og það er ekkert smá búið að sverta hann í skjóli þessa blekkingarleiks humm..  Mér finnst þetta gott hjá Vílhjálmi sem hann er að gera og ekkert smá að hjálpa mér og sjálfsagt fleirum  að sjá heildarsýnina á þessu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2010 kl. 01:00

8 Smámynd: Landfari

Vilhjálmur hefur staðið sig feikna vel við að benda á misgjörðir þessara manna og var byrjaður á því fyrir hrunið. Því miður var hann þá bara hrópandinn í eyðimörkinni sem fjármálaeftirlitið hefði betur hlustað á og gefið gaum að því sem hann var að segja.

Það furðulega er að þeir sem störfuðu í innri endurskoðun bankanna og hljóta að hafa vitað af þessu eru flestir að störfum ennþá og endurskoðunarskrifstofurnar sem skrifuðu uppá alla fölsuðu ársreikningana eru allar enn starfandi og með starfsleifi.

Landfari, 7.9.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband