Ég er sammála honum.

Ég er svo sammála honum í þessari þróun sem átt hefur sér stað innan veggja ESB og hann bendir svo vel á bara með þessari sýn á vandræðin sem upp komu varðandi þennan björgunar-aðgerðarpakka til Grikklands.

Þjóðverjar eru ekki hrifnir af því að þurfa borga hærri skatta til að bjarga Grikkjum.

En Evran er barn Þjóðverja og að sú staða sé að koma upp vegna þess, hlítur að fá Þjóðverja til að líta til baka og endurskoða þessa stöðu. Að Þjóðverjar verði að bjarga þeim Löndum og Ríkjum sem Evruna hafa tekið inn í staðin fyrir þann Gjaldmiðil sem fyrir var til að það sé hægt að halda þessari Evru á floti hlýtur að vera erfitt til framtíðar litið fyrir Þjóðverja og jafnvel kalla á það að sinn gamla Gjaldmiðil vilja þeir hafa eingöngu...

Við eigum okkar Krónu sem gæti bjargað okkur ef að við værum með Ríkistjórn sem legði sig fram við að styrkja hana Þjóð sinni til handar. En það heyrast aldrei raddir um aðgerðir til að styrkja Íslensku Krónuna heldur endarlausar fréttir um hversu lítils virði hún er okkur í þessari veiku stöðu sinni, og þess vegna vill Ríkisstjórn okkar Íslendinga að Evran verði gjaldmiðill sá sem koma skal ásamt inngöngu í ESB...

Ekkert ESB segi ég. Aðgerðir í gang sem styrkja Íslensku Krónuna er það sem við Íslendingar þurfum  núna og ég vildi sjá koma...


mbl.is Segir vaxandi þjóðernishyggju ógna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

Oft ratast kjöftugum satt orð í munn.Vona svo sannarlega að þessi prófessor hafi rétt fyrir sér.

Birna Jensdóttir, 8.9.2010 kl. 14:33

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þessi prófessor er bandarískur.....og ef hann myndi nota sömu hugsanatengsl til að spá framtíð USA þá eru þau varla til langlífis heldur.

Hvað ef ESB kemur bara sterkar út úr þessari kreppu? Allt er mögulegt í þessum heimi. Síðan finnst mér það skrítið að óska þess að ESB liðist í sundur. Það er amk ekki ósk sem nokkur vill sjá rætast sem hefur hag okkar í fyrirrúmi. Í heimi þar sem "allir eru á móti öllum" eigum við ekki séns. Það er einmitt gríðarlega mikilvægt að við höldum okkur í hópi þeirra þjóða sem hafa sama menningarlega, kynþáttalega og þjóðfélagslega grunn og við höfum tileinkað okkur (af þeim). ESB eru hagsmunasamtök og það er betra að vinna í þeim en gegn þeim er mín afstaða. "you can't beat them, so join them."

Það er frómt að vilja að krónan styrkist og finna leiðir til þess. Það eru mjög fáir sem vinna með þess háttar pælingar af alvöru sem telja að hún geti verið framtíðarmynt þjóðarinnar nema við ætlum okkur að loka landinu fyrir fjárfestingu og frjálsum viðskiptum. Evran er eina myntin í heiminum sem við getum tekið upp með formlegum hætti og gert að eigin. Slíkt býður engin önnur mynt uppá. Einhliða myntupptaka er alveg jafn áhættusöm til engri tíma litið og krónan, og því ekki eftirsóknarverð skifti.

Mér finnst evrópuhatrið sem Birna tjáir ekki réttlætanlegt. Það er einsog að hata sjálfan sig. Mannskemmandi. Kannski hefur einhver lætt inn í hana þessum tilfinningum og það er alltaf hægt að endurskoða þær þó að hún muni ekki kjósa Ísland inn í ESB þá á ekki að gera það af hatri heldur af yfirvegun.

Gísli Ingvarsson, 8.9.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gísli varðandi krónuna þá er það alveg undir okkur komið. Við sýnum öðrum gjaldmiðlum virðingu til dæmis með því að versla þann miðil sem er í því landi sem við förum til þegar við förum erlendis... það hefur alltaf verið minnimáttarkennd hjá einhverjum ráðamönnum okkar gagnvart krónu okkar sem hefur gert það að Íslendingar sjálfir bera skaðan af mismuninum... Þessu á að breyta vegna þess að eins á að vera alstaðar í virðingu. Stór eða smá þjóð er ekki málið þar segi ég til að peningastefna geti gengið með sinn eigin gjaldmiðil. Ég sat fyrirlestur hjá sænskum fræðingi að mig minnir í Háskólanum um dagin þar sem hann fjallaði um Evruna og Krónuna. Hann sagði nokkurn-vegin það sama og þessi Prófessor er að segja varðandi stöðuna í Þýskalandi vegna Grikklands, nema hann talaði tæpitungulausara um álit Þjóðverja á Grikkjum. 

Við Íslendingar eigum að krefjast þess að sá, sú eða það sem verslar Íslenskar vörur hérlendis eiga að versla vöru sína í Íslenskum krónum annað er vanvirðing við Sjálfstæða Þjóð finnst mér. Ég verð alltaf jafn hissa þegar fólk heldur því fram að við getum ekki verið þjóð á meðal þjóða nema í ESB.

Við erum Eyja langt út á hafi frá öðrum og höfum þurft mikið að læra og treysta á okkur sjálf. Það hafa og munu alltaf koma sveiflur hjá okkur og mér finnst betra að við ráðum því sjálf hvort við Íslendingar njótum góðs af uppsveiflu þegar hún kemur eins og að við getum sjálf búið hag okkar þegar niðursveifla er... Við getum það sem við viljum og þurfum ekki ESB til þess. Ég get hvergi lesið í þessum orðum hennar Birnu Evrópuhatur Gísli, ég hata ekki ESB þó svo að ég er ekki sammála því að við förum þangað inn eins og staðan er í dag... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband