Þjóðin er búin að segja orð sitt...

Stjórnmálaflokkarnir hafa bara ekkert um það að segja að við Íslenskir skattgreiðendur verði látnir borga Icesave.

Þjóðin er búin að segja vilja sinn um þetta Icesave mál og það ber Ríkisstjórninni sem og Stjórnmálaflokkunum  öllum að virða...

Þessi samvinna AGS til að setja Icesave á herðar Íslenskum skattgreiðendum er ólögleg í öllu. Ef að málið er að öðruvísi fái Samfylkingin ekki vilja sinn inn í ESB. þá er komin tími núna á aðra Þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði þá sú fyrri af 2 um það hvort Íslendingar vilji fara í þetta aðildarferli sem byrjað er áður en lengra er haldið þar. Það er ekki að ræða það að setja þessar ólöglegu Icesave einkaskuldir á herðar okkar. Þar er Þjóðin búin að segja sitt orð eins og ég segi hér að ofan...

Forseti vor Herra Ólafur Ragnar Grímsson var að gefa það frá sér í morgun að Icesave væri ekki okkar skattgreiðanda að borga... Það hefði ekki verið Ríkisábyrgð á þessum Íslensku Einkabönkum...


mbl.is Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur vel verið að þjóðin sé búin að segja sitt orð, en því miður á hún ekki síðasta orðið í þessu máli. Flest virðist benda til þess að málið fyrir ESA-dómstólinn, því að meirihluti Alþingis virðist vilja það. Yfirgnæfandi líkur eru á að ESA dæmi Íslendinga til að greiða Icesave -- ekki á þeirri forsendu að ríkinu beri að ábyrgjast lágmarksinnistæður heldur vegna þess að það gerði það á Íslandi -- vegna þess að stofnunin hefur þegar gefið út það álit að okkur beri að borga brúsann. Því er aðalspenningurinn sá hvort okkur verður gert að greiða alla summuna eða bara lágmarkstrygginguna -- það verður síðasta orðið í þessari deilu er ég hræddur um.

Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Pétur Við höfum ekkert að óttast og engu að tapa. Við erum ekki búin að vera dónaleg við Breta eða Hollendinga sem sjálfir ákváðu það að borga öllum sínum þegnum og skella svo hryðjuverkalögum á okkur.... Við höfum ekkert að óttast og engu að tapa segi ég en og aftur og þessvegna á að fara með þetta fyrir dómsstóla...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 14:22

3 identicon

Það getur vel verið að við höfum ekkert að óttast, en við höfum auðvitað ýmsu að tapa. Þjóðin virðist aftur á móti staðráðin í að taka þá áhættu sem fylgir því að neita samningum, og þá verður svo að vera. Það þýðir þó lítið að stinga höfðinu í sandinn; sá sem tekur áhættu verður að vera við því búinn að tapa, og í þessu máli gætum við dæmst til að borga miklu hærri upphæð en Bretar og Hollendingar kröfðu okkur um og það án þess að hafa nokkurn lánasamning í höndunum. Hvernig við leysum okkur út úr því veit ég ekki -- en vonandi fer þetta allt á besta veg ... 

Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 14:34

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Pétur þú hlýtur að hafa eitthvað fyrir þér þar...  Það að Ríkisstjórnin skuli hafa tekið þá ákvörðun að það skyldi verða Íslenskra skattgreiðenda að borga þennan Icesave óhroða segir sitt fyrir mér þar... Hún tók þessa ákvörðun sem segir okkur að það var val....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 17:58

5 identicon

Ég hef það fyrir mér að bæði hafa ekki aðeins ein ríkisstjórn heldur tvær ákveðið að betra væri að semja um þetta mál heldur en reka það í hart. Þær gera það varla vegna þess að það var vinsælt heldur vegna þess að þær töldu að það væri hagsmunum þjóðarinnar fyrir bestu. Varla fer nokkur ríkisstjórn að kalla yfir sig þær hremmingar sem þessi hefur gert ef hún teldi einhverjar raunverulegar líkur á að Íslendingar gætu sloppið við þessar skuldbindingar. Ég hef líka það fyrir mér að sá dómstóll sem kemur til með að dæma í málinu hefur þegar gefið út bráðabirgðaúrskurð sem er Íslendingum algerlega í óhag. Stjórnarandstaðan hefur hag af því að æsa fólk upp á móti þessari stefnu, en hún hefur því miður ekkert að baki sér í þessu máli. En, eins og ég segi, það eru sannarlega einhverjar líkur á að við vinnum í lottóinu, en þeir sem vilja leggja allt undir í þeim leik verða að gera sér grein fyrir vinnungslíkunum. Þær eru litlar sem engar, en við getum tapað enn meiru ef við verðum dæmd til að greiða alla súpuna.

Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 19:17

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Pétur auðvitað væri best að þessi Icesave deila leystist án þess að til Dómsstóla þyrfti að grípa, en það er alveg skýrt lagalega séð að það er ekki okkar skattgreiðenda að borga þennan Icesave ósóma, og engin hefur viljað benda okkur á það hvernig við Íslendingar séum ekki með þessar reglugerðir rétt innleiddar sem geri það að fjármálaheimurinn út í heimi segir að við eigum bara þess vegna.. Öll eftirlit brugðust og ekki bara hér á landi svo að ætla það, að það sé þá bara hægt að taka heila þjóð og gera hana ábyrga fyrir þessu á bara ekki að líðast og ekki að vera hægt. Það eiga allir þeir sem sváfu á verðinum að að taka ábyrgð, ekki blá-saklausir Íslenskir skattgreiðendur sem gerðu ekkert af sér.... Þetta er og á að vera mikið Réttlætis mál fyrir okkur Íslensku Þjóðina segi ég...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband