Ljótt sjónarspil hjá Ríkisstjórninni...

Það er greinilegt að það er verið að teygja tímann í von um að almenningur gefist upp....

Þetta er ljótt sjónarspil segi ég vegna þess að það var Ríkisstjórnin sem ákvað það að fara þessa leið...

Betra hefði verið að skoða endann í upphafi ferðarinnar segi ég...

Ríkisstjórnin ákvað að bjarga fjármagnsgeiranum á kostnað okkar skattgreiðenda en ekki heimilunum og fyrirtækjunum eins og hún lofaði...og vegna þessara ákvörðunar Ríkisstjórnarinnar  þá verður hún að víkja tafarlaust...

Ríkisstjórnin fékk mann frá Háskólanum til að vega það og meta hver ætti að borga þessa óreiðu alla... Það er við Íslenskir skattgreiðendur eða þeir sem óreiðuna eiga með réttu... 

Það er verið að teygja og toga lopann í von um að almenningur gefist bara upp....

 Það er ljóst að það átti aldrei að bjarga heimilum eða fyrirtækjum almennings og er þetta spurning hvort þetta sé löglegt að gera....

Þetta er svo ljótt að það á að kæra núverandi Ríkisstjórn tafarlaust vegna þessa svika sinna við okkur fólkið....

Ef það er hægt að fella niður á einum stað þá er það hægt annar staðar og það eina rétta í þessu er að fella niður allar skuldir hjá almenningi....


mbl.is Segja fund sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fela niður allar skuldir hjá almenningi? Getur þú útskýrt hvernig á að fjármagna það? Eða heldur þú kanski að það sé hægt að láta skuldirnar bara hverfa?

Hvernig væri að hugsa svolítið áður en maður skrifar?

Sigurður M Grétarsson, 11.10.2010 kl. 12:21

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Það var ekkert mál að útfæra það þegar bankarnir voru teknir yfir og þeir fengu lánin á 50%+ afslætti.  Slíkt hefur verið staðfest af a.m.k. einum banka.

Ég sé ekki að neitt hafi breyst síðan þá.

Jóhannes H. Laxdal, 11.10.2010 kl. 12:26

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður það á að fella allar þessar skuldir niður....

Það var og er um ólögleg lánaform að ræða á þessum lánum....

Það er greinilega hægt að láta þær skuldir hverfa sem að henntar....

Það á ekki að vera hægt að bönkunum sé eingöngu bjargað á okkar kostnað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.10.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jóhannes akkúrat...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.10.2010 kl. 12:47

5 identicon

Við skulum hætta að tala um skuldaniðurfellingu!

Byrjum að tala um skuldaleiðréttingu!

Þær hækkanir á lánunum okkar sem hafa átt sér stað, eru ekki í neinum takti við þær forsendur sem gefnar voru þegar lánin voru tekin. Verðtryggt 20 millj. kr. lán, sem tekið var árið 2005, er búið að breytast í 28 millj. kr. lán.

Ef fólk telur eðlilegt að almenningur taki á sig svona hækkanir, þá náttúrulega veit ég ekki hvernig við eigum að taka á skuldavanda heimilanna.

Aukinn kaupmáttur heimilanna gefur síðan af sér, að heimilin kaupa í auknum mæli vörur og þjónustu sem skila tekjum í þjóðarkassann... það eru kannski ekki bara skattahækkanir sem geta bætt ríkinu þetta tap sem hefur orðið.

Ríkið mun tapa mun meiru, ef fólk sér ekki lengur hag sínum borgið að búa á Íslandi og flytur í burtu..... sem er nú veruleiki sem núþegar er hafinn !

Sól (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:24

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Harpa leiðrétting er rétta orðið.

Það er ekkert eðlilegt í þessum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.10.2010 kl. 09:32

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M Grétarsson: "Getur þú útskýrt hvernig á að fjármagna það?"

Það er þegar búið að fella niður um 45% í bókhaldi bankanna. Það mun því engin áhrif hafa á efnahag þeirra eða eiginfjárhlutfall ef sú niðurfærsla yrði látin ganga áfram til lántakenda. Hvernig ætli það hafi annars verið "fjármagnað" þegar Ólafur Ólafsson fékk fellda niður 88 milljarða, eða þegar Skinney-Þinganes fékk fellda niður 2,6 milljarða? Svarið er að allar niðurfellingar sem búist er við að séu nauðsynlegar hafa þegar verið "fjármaganaðar" ef svo má segja, það var gert þegar nýju bankarnir keyptu lánasöfnin á hrakvirði.

Sigurður M: "Eða heldur þú kanski að það sé hægt að láta skuldirnar bara hverfa? "

Já það er einmitt lítið mál að láta skuldir hverfa, alveg eins og er lítið mál að búa þær til úr lausu lofti. Ég fékk t.d. enga viðbótarpeninga lánaða þegar húsnæðislánið mitt hækkaði um fleiri milljónir, það er bara viðbótarskuld sem var búin til úr engu nema hækkun á einhverri vísitölu sem er í raun bara ímyndun. Eign bankans hækkaði á meðan eign mín lækkaði, hver var þá að taka frá hverjum og hver er það sem á að skila því sem var tekið? Skuldir hverfa líka í hvert einasta skipti sem lögaðili verður gjaldþrota, sem er einmitt ástæðan fyrir vinsældum kennitöluflakks. Ef þú áttar þig ekki á því að skuldir eru búnar til með pennastriki og þurrkaðar út á sama hátt, þá skortir þig greinilega grundvallarskilning á því hvernig peningakerfið sem við búum við virkar og á hverju það byggir í raun og veru (vísbending: það byggir ekki á neinu áþreifanlegu heldur ímyndun einni saman).

Hvernig væri að hugsa svolítið áður en maður skrifar?

Eða kannski bara að kíkja á Icelandic Financial Reform Initiative og lesa sér aðeins til um sannleikann um peningakerfið og mögulegar lagfæringar á þeim göllum sem eru innbyggðir í það (viljandi, til að þjóna sérhagsmunum).

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2010 kl. 14:15

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk Guðmundur fyrir þetta innlegg þitt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2010 kl. 09:43

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ingibjörg. Ef þú ert að tala um gengistryggðu lánin þegar þú ert að tala um ólögleg lán þá er búið að dæma þau ólögleg og þau verða því lækkuð. Þetta mun kosta bankana stórfé og þar með eigendur þeirra og því mun lenda stór skellur á ríkissjóði. Það kemur reyndar til af því klúðri að taka ekki þennan möguleika með í reikningin þegar samið var um kaup á lánasöfnum gömlu bankanna yfir til nýju bankanna.

Guðmundur. Skuldir hverfa ekki þegar fyrirtæki verður gjaldþrota heldur lenda þær á öðrum og þá oftast nær skuldareiganda. Eignir hans lækka á móti.

Nokkrir hafa nefnt þær niðurfærslur á verði lánasafna gömlu bankanna þegar nýju bankarnir keyptu þá og telja að hægt sé að nota þær til að fjármagna flatan niðurskurð. Þetta er hins vegar hinn mesti misskilningur og sýnir mikla vanþekkingu á eðli þessara niðurfærslna. Þessar niðurfærslur eru í samræmi við áætlað tap vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir. Meðan ekki hefur verið sýnt fram á að þar sé um ofáætlað tap að ræða þá er ekkert, sem bendir til annars en að þær afskriftir fari allar í að mæta þessu og þar með verður ekkert eftir til að lækka skuldir annarra. Það er einfaldlega ekki hægt að nota sömu krónurnar tvisvar. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk á erfitt með að skilja þetta. Í því efni skiptir engu máli hvort almenn lækkun heitir niðurfærsla eða leiðrétting. Lækkun á skuldum þeirra, sem geta greitt sínar skuldir veldur kostnaði, sem lendir að mestu á skattgreiðendum og greiðsluþegum lífeyrissjóða.

Eignir bankanna jukust ekkert við hækkun skulda lántaka vegna verðbólgu því bankarnir voru ekki að lána eigið fé heldur fé, sem þeir höfðu fengið að láni og því hækkuðu skuldir bankanna á móti. Það gerist bæði með verðtryggð lán og óverðtryggð því þegar um óverðtryggð lán er að ræða þá hækka einfaldlega vextirnir í verðbólgu.

Reyndar hefðu eignir bankanna ekki hækkað þó þeir hefðu verið að lána eigið fé vegna þess að við þessa varðbólgu þá lækkaði verðgildi krónunnar og því þurfti aukinn fjölda þeirra til að halda sama raungildi.

Sigurður M Grétarsson, 16.10.2010 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband