Þvílík svívirða...

Þvílík svívirða við almenning segi ég bara...

Þetta er Ríkisstjórn sem lofaði öllu öðru en hún hefur unnið að og satt að segja þá finnst mér svo svívirðilega vera búið að ganga yfir almenning á Landinu öllu að það hálfa væri nóg.

Það er niðurskurður allstaðar í samfélaginu og svo mikill að það hefur ekki einu sinni verið hægt að búa almenningi mannsæmandi lífskjör...

Að það skuli vera starfandi Ríkisstjórn sem sjái ekkert athugavert við þetta ósamræmi í launamálum og finnast allt í lagi með þetta á sama tíma og sama Ríkisstjórn neitar almenningi um leiðréttingu láglauna upp í mannsæmandi kjör á þeirri forsendu að það sé ekki til peningur er BARA EKKI Í LAGI...

Mannsæmandi kjör þar sem almenningur ætti þó ekki væri nema fyrir afborgunum sínum nauðsynjar útgjöldum og mat að borða út mánuðinn...

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir er svo upptekin af þessu norræna samstarfi sínu að hún má ekkert vera að því að hugsa um Þjóð sína enda af hverju svo sem þar sem við virðumst vera svo rík Þjóð að við getum borgað þessi laun....


mbl.is Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hendum þeim út á morgun!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð hvað ég vildi að við gætum það. Hent þessu drasli á haugana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2012 kl. 11:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður ef ég kem með 2-3 ,gerir þú það líka,í næstu viku. Byrjum að hanga upp á palli,verum stillt en enginn er dæmdur fyrir borgaralega óhlýðni.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2012 kl. 02:16

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir innlitið öll sömul og mikið vildi ég að það gerðist eitthvað róttækt núna vegna þess að þetta er svo mikil afvegaleiðing frá réttlætinu og því sem við viljum sjá fyrir framtíðina okkar....

Það sem mér finnst alvaralegast í þessu öllu saman er þessi mikla vanvirðing Ríkisstjórnar til Þjóðarinnar sem hélt að hún gæti treyst þeim sem hún væri að kjósa sér til þess að sjá um málefni sín....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.2.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband