Annað sjónarhorn.

Gadd Demm.. það hefði nú verið gott að hafa einhverja svona bankastarfsmenn hérna...en það var víst fyrir suma, en svo sannarlega var það ekki til boða fyrir fátæka manninn, nú eða barnmörgu fjölskyldurnar...

 Það mætti líka segja manni að eitthvað myndi nú þetta blessaða ICESAVE líta öðruvísi út líka fyrir augum okkar ef það væri nú svona tilkomið fyrir þeim reikningi, eins og gerðist í þessari frétt...en það kemur að skuldar dögum víst hjá þessu blessaða fátæka fólki líka, eins og hjá okkur.

Þetta eru bara mínar vangaveltur hér og ekkert annað, og ber ekki að taka alvaralega, en gefa manni svona aðeins öðruvísi sjónarhorn á sama hlut. kveðja.


mbl.is Of góð til að vinna í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jamm, þetta gæti ég fyrirgefið,svei mér þá.

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2009 kl. 22:45

2 identicon

Já, íslenskum "fátæklingum" hefði ekkert veitt af meiri verðtryggðum lánum fyrir bankahrunið. Það hefði sko hjálpað þeim upp úr fátæktinni!

Gulli (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 07:34

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Helga þér finnst semsagt þjófnaður í lagi ef að þú græðir á því.

Árni Sigurður Pétursson, 25.11.2009 kl. 10:02

4 identicon

Hugsunin er falleg og góð.
Konan misskilur bara vald sitt. Setur upp á sitt eindæmi skatt á "billana"
og lætur  renna til hinna fátæku. Kristilegt, en kolólöglegt. Eða, hvað
hefði meistari Kristur sagt um þennan gjörning konunnar , væri hann uppi í
dag?  Hefði hann fordæmt hann? Hefði hann útskúfað konunni?
Það hefur sennilega aldrei verið hlustað á þessa konu. Hún tekur til sinna
ráða í nafni réttlætisins. Vonandi verður saga hennar til þess, að fólk
fari að íhuga frekar tilganginn með allri þessari  peningagræðgi og
óheiðarlegu auðsöfnun, sem ávallt er á kostnað þeirra, er minna hafa. Oft
var þörf, en nú er nauðsyn að  vestræn réttarríki, svokölluð, standi undir
nafni og skerpi á réttlætinu.
  Má ég biðja, þjóð mína, um meiri jöfnuð manna á  millum. Það er leiðin til
betra mannlífs fyrir okkur öll. það er leiðin til lífsins.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband