Kemur í hausinn....

Einhvern veginn koma þessar fréttir mér ekki á óvart, og hefði jafnvel átt von á þeim fyrr. Þetta eru ekki nýja fréttir og er maður búinn að heyra af þessu í mörg ár...

Ástæðan fyrir því að maður gerði ekkert meir þá var vegna þess að maður heyrði að þessar leiðir voru gefnar fólki frá  félagsfræðingum í vinnu hjá Félagsmálastofnun, og heyrði ég líka um tilvik þar sem prestur ráðlagði hjónum sem voru búinn að vera gift í tugi ára, að skilja bara á pappírum...svo kannski er þetta heimatilbúið vandamál sem þarf að skoða...

Að gera stöðu fólks þannig að það eigi ekki ofan í sig eða á, verður að skoða betur, og allur þessi niðurskurður í dag, skattahækkanir, og hækkanir á öllu sem nafni er hægt að nefna liggur við að maður segir er ekki til að minnka þennan vanda....

Það sem mig langar að vita er út frá hvaða launum miðar ríkistjórnin við þegar hún er að sjá að landinn eigi að geta tekið öllum þessum skerðingum, og samt átt ofan í sig og á..?

Er Ríkistjórn að miða við sín laun....

Hún er allavega ekki að miða við stöðu allmennings...

En ríkistjórn gæti bjargað sér fyrir horn þarna með því að setja bara ein laun á fjölskyldurnar í landinu, það er sömu laun og hún er með, og segi ég þetta vegna þess að þau þar innandyra það er í ríkistjórn er greinilega að sá sig ráða við þessa stöðu, og eiga fyrir heimilisútgjöldum sem og fæðispening út mánuðinn.

Það þarf að fara betur ofan í saumana á þessu, og ekki hægt að fjölskyldur eigi ekki til hnífs og skeiðar.   Kveðja.


mbl.is Bótasvik eru mikið vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband