21.12.2009 | 12:59
Að ryðja brautina fyrir aðra getur verið í margri mynd.
Að ryðja brautina fyrir aðra getur verið í margri mynd segi ég. Ef Ríkið getur gengist í ábyrgð fyrir hlut Björgúlf yngri og fyrirtæki hans í þessu verkefni, þá getur ríkið alveg eins gengið inn sem hluthafi í staðinn í þetta verkefni og Björgúlfur settur út.(Að ganga í ábyrgð er að segja ég get borgað ef eigandinn getur ekki.) svo þess vegna segi ég þetta.
Það á að vera krafa okkar Íslendinga til Verne Holding að þeir finni annan fjárfestir í staðinn fyrir Björgúlf og fyrirtæki hans ef þeir vilja koma að þessu verkefni. Þjóðin á að krefjast þess. Við Íslendingar flestir okkar, erum aldnir upp í sterku réttlætu og siðferði, og þessi leið Ríkistjórnarinnar er hrópandi óréttlæti þar.
Að ryðja nýja braut er alltaf þarfaverk, en hverjir ryðja þá braut á ekki að vera sjálfsagt í svona braut eins og hér er verið að tala um. Það væri gaman að fá lista yfir fyrirtæki og verslanir sem þessi maður á í hér á landi, svo við Íslendingar sjálfir getum ákveðið hvort við viljum styrkja fyrirtæki hans eða ekki.
Það er hægt versla hina ýmsu þjónustu og vöru á hinum ýmsu stöðum. Verum vakandi Íslendingar yfir þessu, þetta hefur nefnilega líka með siðferði okkar og réttlæti að gera hvernig verður tekið á þessu. Að þessi leið skuli verða valin af ríkistjórninni sem hún er að fara, er alveg óskiljanleg nema hún persónulega hafi einhverra hagsmuni að gæta í þessu máli... Höldum vöku okkar. Kveðja.
Samningur við Verne ryður braut annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr. Burt með Börgólf úr íslensku atvinnulífi. Við erum að fara borga stærstu skulbindingu sem þjóðin hefur farið í vegn hlutafélsgs í eigu Björgólfs. Í mínum huga er það bara nóg. Þeir sem sitja á þingi í dag hafa ekki mitt umboð í fleiri samninga vegna, við eða fyrir Björgólf Thor. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.