Einu sinni en...

Búið að taka frumvarpið um Icesave út úr fjárlaganefnd hljóðar Fréttin.. A.T.H.  Hún hljóðar ekki.. Fjárlaganefnd búinn með vinnuna varðandi Frumvarpið um Icesave... Hver tók frumvarpið út spyr ég ? Það er líka ljóst að þessi frétt er skrifuð kl. 12.55 og í hádeginu voru enn að berast gögn, meðal annars nýtt mat frá Seðlabankanum.

Svo þessi orð að það sé enginn bragur á þessum vinnubrögðum eru alveg rétt. Þetta eru engin vinnubrögð sem venjulegur maður með metnað fyrir störfum sínum og heillyndi í fagmennsku myndi láta frá sér fara, hvað þá stæra sig af því..

Við heyrum ekkert nema hótanir út í eitt í allar áttir þessa dagana í von um að þessi Icesave reikningur verði bara samþykktur okkur til borgunar. Hlustum ekki á þetta, annað hvort samþykkja Bretar og Hollendingar það sem við komum fram með í sumar algjörlega óbreytt, eða þeir verða að hafa fyrir því að finna rétta eigendur af þessari skuld sem ætti náttúrulega að vera...

Gylfi Magnússon og Steingrímur J Sigfússon hafa báðir stigið fram og fullyrt að það hafi verið útkljáð við Breta og Hollendinga um að það mundi aldrei koma til að gengið yrði til þess að nýta veðrétt ef við gætum ekki borgað... Hefur önnur Breska lögmannstofan meðal annars gert athugarsemd við þetta atriði... Ef þetta er rétt sem Gylfi og Steingrímur eru að segja af hverju unnu þeir þá ekki í því að þetta ákvæði yrði tekið út úr frumvarpinu...

Ég bara spyr ætlast þessir menn til að við trúum þeim !!!

Ætlast þessir menn til að við trúum Bretum og Hollendingum eitthvað frekar eftir allar þessar hótanir og aðgerðir sem þeir hafa verið með í okkar garð....

Hverslags barnaskapur er þetta....

Ef Bretar og Hollendingar væru svo vissir um sína réttarstöðu í þessu máli þá væru þeir löngu farnir í málarekstur við okkur... Málið er nefnilega að við okkar sem er verið að krefja um að borga Icesave, rændum ekki þessum peningum og það vita Bretar og Hollendingar...Stöndum vörð um rétt okkar og höfnum þessu, þetta er ekki okkar skuld að greiða eins og ég hef marg sagt áður, nóg höfum við að greiða fyrir. Kveðja.


mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband