Svik ofan í svik.

Var þessi breska lögmannsstofa Ashurst fengin til að semja frumvarpið og samninginn um Icesave fyrir hönd okkar Íslendinga með hag okkar í huga ?  Vorum við ekki látin halda að fjárlaganefnd væri pung sveitt við gerð þessa frumvarps og samnings langt fram á kvöld sólahring eftir sólahring.. Að þeir sem búi til samning sem er svo farin í gang og ágreiningur rís um, verði fengnir seinna til að meta gildi hans geta aldrei talist hæfir vegna persónulegra árekstra þar sem gætu komið upp, eins á við um frumvarpið.

Hvaða orð Steingrímur J Sigfússon lætur út úr sér um bresku lögmannsstofuna Mishcon De Reya er ljótt að heyra, og svona orð lætur særður og vonsvikinn maður út úr sér.

Hvers vegna Össur Skarphéðinsson fékk þessa lögmannsstofu Mischon De Reya til að vinna fyrir sig, og hvers vegna hann ákvað að stinga svo niðurstöðu þeirrar vinnu undir stólinn vil ég fá greinarbetri skýringu á en hann hefur gefið. Þetta er há alvaralegt mál, það er verið að tala um að setja okkur í ánauð langt fram í áratugi. Unga fólkið okkar börn eða barnabörn, munu ekki eiga sér viðreisnar von ef foreldrar þeirra sjá ekki að sér og flytja búferlum erlendis, ef Icesave verður samþykkt í þeirri mynd sem Það er í dag á okkur til að greiða. Höldum vöku okkar, hún er þörf núna.  Kveðja.


mbl.is Samkomulag í Icesave málinu rofið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband