Heppni í óheppnina.

Það er örugglega sorglegt og erfitt fyrir Ríkistjórnina að gjöfin sem hún vildi gefa okkur fólkinu í Jólagjöf varð ekki tilbúin.

En ég get huggað Ríkistjórnina fyrir mína hönd og alls fólksins míns með því að segja henni að svona gjafir viljum við ekki, eigum alveg nóg af þeim um hver mánaðamót, og þurfum ekki meir. Eins og á væntanlega við fleiri líka.

Það er sorglegt að þetta skuli vera í þeim farvegi sem er.

Verð ég að segja að mikið óska ég þess að öll Ríkistjórnin fá nú góðan og nægan svefn, góða næringu í kroppinn sinn, tala nú ekki um að hún geti gleymt stund og stað í faðmi fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan okkar er eitt af því dýrmætasta sem við eigum, vona ég svo innilega að Ríkistjórnin geti fundið frið sinn og ró í faðmi sinnar fjölskyldu, því sú stund er okkur öllum dýrmæt, og fara þær stundir kannski þverrandi ef af verður sem líkur virðast verða á.

Það verður að sjá ICESAVE frá réttu ljósi, þess vegna segi ég við Ríkistjórnina, gott frí ætti að snúast um að gefa góðan svefn, góða næringu og hamingjustundir í faðmi fjölskyldunnar sem fá menn jafnvel til að gleyma stund og stað, og þá hleðst batterý aftur upp, og kraftaverkin jafnvel birtast manni í ýmsum myndum og leiðum. Maður jafnvel sér hina ýmsu hluti og málefni í öðru ljósi.

Óska Ríkistjórn okkar gleðilegra Jól.   Kveðja.


mbl.is Óskýrir samningar og án öryggisákvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óska Ríkistjórn okkar Gleðilegra jóla. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.12.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Óska þér innilega gleðilegra jóla!

Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2009 kl. 12:36

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sömuleiðis Helga mín, Innilegar Jólakveðjur inn á þitt heimili frá mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.12.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband