Jólagjöfin í ár að ósk fjárlaganefndar.

Þetta er nú meira bullið allt saman, að nauðsynlegt sé að ljúka Icesave-málinu með því að samþykkja óbreytt fyrirliggjandi frumvarp um Ríkisábyrgð vegna lánasamninganna við Breta og Hollendinga.

Það er í mesta lagi að fyrirvaranir sem voru samþykktir í sumar með ríkisábyrgð á þetta frumvarp haldi algjörlega óbreyttir.

Það er verið að fara fram á nýja Ríkisábyrgð sem felur í sér greiðslur á allar innistæður allra ICESAVE reikninganna algjörlega óháð upphæð. Það er verið að fara fram á að við borgum líka einhverja milljarða í lögfræðikostnað vegna leiðar sem hefði hugsanlega verið farin, það er verið að fara fram á að við borgum svimandi háa vexti af þessu öllu saman árlega, en byrjum ekki að borga af láninu sjálfu fyrr en eftir hvað 7 ár var það, er sjálfsagt komið niður í 6 ár núna. Það er verið að fara fram á að allir Íslendingar fari í ánauð næstu áratugina.. Allar tölur segja okkur Íslendingum að við munum ekki geta þetta, en samt vil Ríkistjórn okkar okkur þetta, vitandi að Það er hægt að fara svo margar aðrar leiðir, vitandi það að lagalega staðan okkar er alltaf að verða sterkari og sterkari með okkur í því að þetta er ekki okkar að greiða á neinn hátt. Vitandi það að við Íslendingar erum samt tilbúin að gera allt okkar til að geta komið á móts við þá sem töpuðu, í greiðslu á lámarksríkisábyrgð meðvituð um að það var ekki nein ríkisábyrgð á þessum reikningum.

Það er veðsetning í öllum eigum okkar Íslendinga,  Bretar og Hollendingar hafa ekki gefið okkur neina ástæðu sem segir að þeir séu trúverðugir... Þeir hafa beitt hryðjuverkalögum á okkur, Þjóð sem hefur ekki her, þeir eru búnir að hóta okkur í allar áttir sem og Ríkistjórn okkar ef við ekki þetta og ekki hitt... Okkur sem er verið að fara fram á að borga þessa óreiðuskuld Icesave finnst þetta óréttlát sem það er, og ekki rétt, við erum ekki þau sem ollu Icesave skuldinni... Við erum ekki þau sem rændu eigum annarra.

Alþingi hafnið þessu þið getið ekki gert okkur þetta, og voruð ekki kosin til að vinna þessa vinnu, standið með okkur þjóðini  sem treysti ykkur í kosningunum.

Ég vil ekki þessa jóla og áramótagjöf Ríkistjórnar, og hafna henni með þeim orðum NEI takk, en þakka samt fyrir hug til mín...  Innilegar jólakveðjur til ykkar allra.    Kveðja.


mbl.is Nauðsynlegt að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband