1.1.2010 | 17:44
Ábyrgð og ábyrgð á ábyrgð ofan.
Ég hlustaði á alla ræðuna hennar.. Innlent fréttaefni næst sem erlent, og að lokum á Áramótaskaupið. Það er margt búið að fljúga um huga manns eftir ræðu hennar.
Það er hreynlega líka búið að hvarla að mér hvort ég sem og stór hluti þjóðarinnar séum veruleika fyrrt. Það sem hefur stundum fengið mig til að hugsa það er þessi mikli munur á því sem er, og svo annarsvega því sem sagt er. En ég veit að meirhluti þjóðarinnar er ekki veruleikafyrrtur.
Ótrúleg framför á árinu 2009 talar hún um.... hvaða framför er hún að tala um... Ekki hjá okkur almenningi í landinu getur hún verið að eiga við...
Talaði nokkuð um Íslenska tungu... konan sjálf sem vildi ekki að 2500 spurninga spurningarlistinn frá ESB yrði þýddur... innganga í ESB þýðir meir á ensku en íslensku...
Hversu gjöfult landið okkar er og vatnsþörfin mikil út í heimi, lagði hún áheyrslu á að vatnið væri ALMENNINGS EIGN. Ekki Þjóðareign, heldur almenningseign eins og með orkuna okkar og fiskinn í sjónum, almenningseign talaði hún um ekki þjóðareign...
Hún undirbjó okkur fyrir svarta skýrslu, það er eitthvað sem við vitum um, en af hverju fannst henni ástæða til að segja þetta svona... það á eftir að koma í ljós og skýrist með birtingu skýrslunnar. Hún talaði líka um samkeppnina við árið 2007 í græðgi og gróða, segir að sumt fólk eigi erfitt með að aðlaga sig... Fyrir mér þá er þjóðin svo sannanlega að aðlaga sig, en það get ég ekki séð hjá Ríkistjórninni að hún vaxi frá árinu 2007. Þegar þarna var komið og hún fór að tala um hann Jón Sigurðsson og Sjálfstæði okkar þá var mér allri lokið. Manneskjan sjálf að tala um sjálfstæði okkar og mikilvægi þess, manneskjan sem vinnur á sama tíma hörðum höndum að því að koma sjálfstæði okkar inn í ESB og þar með stjórnun okkar komin í Brussel...
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta allt saman annað en sorglegt, sorglegt og sorglegt. Það sem veldur því eru meðal annars þessi orð á auðlyndir okkar.. Almannaeign, en ekki Þjóðareign.. Innganga í ESB mun gera þessar auðlyndir okkar að Almannaeign en ekki Þjóðareign. Kveðja.
Krefjumst ábyrgra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært skrif hjá þér, Jóhanna er veruleikafirrt og um leið langt frá almenningi því miður gjáin er orðin að hyldýpi.
Sigurður Haraldsson, 4.1.2010 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.