Varaformaður...

Margt í þessum orðum segir mér að ansi öruggur er, var hann Björn Valur Gíslason.

Að finnast undarlegt að Forseti Íslands skuli skuli gefa sér tíma og sína vönduð vinnubrögð lýsir viðkomandi sjálfum og hans vinnubrögðum best.

Að finnast það sérstakt þar sem Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hafi haft málið í eyrunum og fyrir augunum... að minnsta kosti jafn lengi og þingmenn sem hafa myndað sér skoðun á því og samþykkt það á Alþingi, finnst mér bara ekkert sérstakt við.

Það er ljóst hverjir samþykktu og hverjir ekki, það er líka alveg ljóst fyrir meiri hluta þjóðarinnar hverjir töluðu um málið eins og þeir hefðu lesið heimavinnuna sína, það er líka ljóst fyrir okkur meirihlutanum hverjir lásu ekki heimavinnuna sína og urðu marg uppvísir að því í þingsal að vita ekki hvað var verið að tala um og sumir urðu að viðurkennda að hafa ekki lesið heimavinnuna sína.

Það er ljóst að gögn voru en að berast eftir að það var búið að keyra þetta mál í gegn, mikið af mikilvægum gögnum sem bárust síðustu daga líka, gögnum sem sanna en frekar rétt okkar í að það er ekki okkar að borga þennan reikning, svo ekkert er eðlilegra en að Forsetinn okkar gefi sér allan þann tíma sem til þarf að fara yfir þetta allt saman.

Ég fagna því að Forsetinn gefi sé tíma og fari yfir þetta allt saman, ég veit þá alla vega að hann mun vita það sama og við hin, að það var enginn ríkisábyrgð á þessum Einkabönkum, enginn ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði þessa banka heldur, og þá veit ég líka að hann mun vita það að Bretum og Hollendingum var sérstaklega kynnt þetta á sínum tíma. Við erum búinn að samþykkja að greiða lágmarksinnstæðutryggingu á þeim kjörum sem við treystum okkur til, meira getum við ekki án þess að það hafi miklar og alvaralegar afleiðingar á framtíð okkar og afkomendur okkar.

 Við Íslendingar erum búinn að rétta fram hönd til greiðslu vitandi að skuldin er ekki flestra okkar, og ekki okkar að greiða þarafleiðandi heldur, og ætti það að vera Þakkarvert frá Bretum og Hollendingum...   Kveðja.

 


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér áður fyrr var Björn Valur álitinn mesti vitleysiginn á miðunum, honum var vísað á dyr í Farmanna og fiskimannasambandinu, og nú er hann mesti vitleysingin á þingi að meðtöldum Þráni Bertelssyni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:50

2 Smámynd: Brattur

Ómar eru allir vitleysingjar sem ekki hafa sömu skoðun og þú ?

Brattur, 2.1.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ómar það sem ég er að benda á meðal annars er að Ríkistjórnin eða meiri hluti hennar hafði ekki lesið sér til allt um Icesave og varð uppvís að því... og það eru ekki góð meðmæli með einum eða neinum. Ég veit ekkert um þennan mann sem persónuna Björn Val annað en það sem maður hefur heyrt og séð eftir að hann fór í pólitík, svo ég get ekki dæmt eða dregið skoðun mína út frá öðru.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband