710. Manns...

Það væri gaman að sjá á hversu löngum tíma þessum einstaklingum sem standa að baki þessum lista tekst að ná sama fjölda og InDefence hópnum tókst að fá.

Til að þessi undirskriftarlisti nái einhverju vægi þá þyrfti hann að fara yfir hinn listann í fjölda undirskrifta og það er ég ekki að sjá. Það er hvergi hægt að sjá nöfn þessara 710 manns, það er hvergi hægt að sjá hverjir standa að baki þessari söfnun. 

Þetta eru vinnubrögð sem við Íslendingar erum búnir að sjá of lengi núna á of stuttum tíma... Allt falið undir borði. 

Ef þessi listi ætti að hafa eitthvað mark og gildi þá yrði það mikil tímatöf á þessu máli, en á meðan Forseti vor Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun í sinni afstöðu þá er náttúrulega ekkert sjálfsagðara en að þessi undirskriftarsöfnun verði í loftinu.... 

En til að þessi listi hafi sama vægi og listinn hjá InDefence hópnum þá krefst ég þess að þessi listi verði eins opinn og sá listi var, nöfn sýnileg sem og nöfn þeirra sem standa fyrir þessum lista.   Kveðja.


mbl.is Skora á forsetann að staðfesta Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég leit á listann áðan, smellti á "signature" flipann, og þar eru undirskriftirnar. Etv voru þær faldar áður en nú eru þær sjáanlegar.

St.Pie (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Friðrik Már

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson er nr. 1 svo hann hlýtur að vera ábyrgur fyrir þessari vitleysu sem þessi nafnalisti er og margt sem mælir með að innskráning sé á fárra manna höndum samanber hvernig nöfnin eru skrifuð.

Friðrik Már , 3.1.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Friðrik Már

Það er bráðskemmtilegt að googla fyrstu nöfnin á listanum.

Nr. 3 Guðrún Axfjörð Elínardóttir. Hún situr í 5. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.

Auðvitað kemur eitthvað svona úr ranni Vinsti grænna, var við öðru að búast

Friðrik Már , 3.1.2010 kl. 15:33

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sælir strákar, já ég var að leyfa mér að flétta í gegnum þennan lista og í fljótu bragði þá er hann sorglegur að sjá. Gordon Brown nokkru sinnum og all oft Anonymous, en auðvitað á þessi listi rétt á sér eins og hinn. En það er sorglegt að sjá hvernig þetta MIKLA HAGSMUNA MÁL er gert að einhverjum skrípaleik. Mér finnst þetta svo alvarlegt mál ( Icesave ) sem er verið að reyna að þröngva á herðar okkar án þess að okkur beri nokkur skylda hvað þá lagarleg skylda til að greiða, og hvað þá að maður tali nú ekki um að við stór partur eigum engan þátt í tilkomu þessa skuldarreiknings sem er einhverstaðar á leiðinni breyttur í lánasamning, og svo lagafrumvarp sem er gert að lögum, og þar með skyldu okkar að borga hvort sem við viljum eða ekki. En sjáum hvað Forsetinn gerir, þessi staða núna sem er komin upp hlýtur að verða til þess að þetta Icesave mál verður að fara í hendurnar á okkur þjóðinni og okkur leyft að ráða því hvort við viljum greiða þennan reikning fyrir þessa blessuðu menn sem eiga hann án þess meira að segja að við fáum að vita fyrir hverja við eigum að borga... Ég hef ekki ennþá fengið að sjá nöfn þessara manna... en þið..?  kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 15:56

5 identicon

 Ingibjörg.

Þeir sem eiga þennan reikning eru Björgólfshyskið sem stal Landsbankanum, Halldór J og Sigurjón Árnason.

Þó að þetta lagafrumvarp fari í þjóðaratkvæði, og verði fellt, þá þurfum við samt að borga því að það eru lög í gildi frá því í ágúst.

Eini möguleikinn að losna er sá að bretar og hollendingar segi upp lánasamningnum.

sveinn (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 21:52

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Sveinn, ég veit allt um það að við þurfum að borga hversu óréttlátt sem það er, hef nokkru sinnum bloggað um það. En það er mikill munur á þessum samningi og þeim samningi sem samþykktur var á Alþingi í sumar. Svo mikill munur að hann ógnar all hressilega stoðum samfélagsins, heimilum, fyrirtækjum og heilu bæjarfélögunum jafnvel svo ég nefni eitthvað og það finnst mér ekki í lagi með hliðsjón af því að vitum í dag að lagalega eða skyldulega séð þá ættum við ekki að borga eina krónu af þessu. En voru ekki fleiri nöfn.. var búinn að heyra töluna um 30 manns... Og úr því að ég er farin að spyrja þá í hvaða flokkum eða flokki voru, eru þessir tveir Halldór J. og Sigurjón Árnason.. veistu það Sveinn.. 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband