Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 21:59
Ástæður...
Leyndarmálið gæti náttúrulega verið sú mikla skömm sem það yrði fyrir Jóhönnu, Steingrím, og ríkistjórnina alla, að þau verði uppvís að því að það sem þau eru búinn að vera að gera hefur aldrei haft hljómgrunn frá meiri hluta þjóðarinnar.
Að Heimurinn komist að því að Íslendingar eru með fjármálaráðherra sem gaf sér það einn að kvitta undir reikning þennan ICESAVE í skjóli nætur 5 júni síðastliðinn, án samþykkis Alþingis, án þess að vera búinn að lesa það sem hann var að kvitta fyrir, sem hann varð uppvís af seinna og varð að viðurkenna þegar kom í ljós að Alþingi Íslendinga var nú ekki alveg tilbúið að samþykka þennan hroðalega reikning fyrir hönd þjóðarinnar er mikil hneisa og skömm fyrir fjármálaráðherra. Kom svo í ljós að fleiri einstaklingar innan ríkistjórnar hefðu gefið samþykki sitt án þess að vita hvað þeir voru að samþykkja. Og þetta fólk ætlast núna til að þjóðin trúi þeim og treysti fyrir því sem er henni fyrir bestu...Veruleikafyrring á háu stigi.
Að heimurinn komist að því að þau eru búinn að haga sér eins og asnar og jafnvel búinn að fá einhverjar fyrirgreiðslur frá honum og loforð út á það að þessi reikningur ICESAVE verði samþykktur, og þær hótanir sem þau eru búinn að beita Alþingi til þess að fá samþykki eru bara ekki að virka. Hversu mikil skömm eru það út á við að verða uppvís að svona vinnubrögðum...
Að verða uppvís að svona kæruleysi og svona vinnubrögðum nær náttúrulega engri átt, og gefur fólki sem gerir það ekki mikinn trúverðugleika.
En að krefjast þess að þjóðin borgi bara og leggi alla þessa ábyrgð á sig sem vitað er fyrirfram að hún muni ekki ráða við er fyrra.
Það er ekki heldur hægt að leggja þennan reikning ICESAVE á þjóðina í óþökk við hana, til að Samfylkingin fái inn í ESB.
Að Ríkistjórnin er langleiðina komin með að breyta regluverki þjóðarinnar að hætti ESB á bak við tjöldin er há alvaralegt mál, og engin smá skömm hjá þeim að þurfa að viðurkenna það að það sé ekki með samþykki hennar, og þjóðin vilji ekki inn í ESB.
Kosningar loforð VG var meðal annars EKKI INN 'I ESB. Svo ef að það er litið á þann hóp sem eftir stendur fyrir utan Samfylkinguna, þá er hann margfalt stærri sá hópur sem vill ekki inn í ESB, en sá sem vill í ESB.
Svo ef að það er verið að berja Alþingi til að samþykka ICESAVE svo Jóhanna og félagar geti haldið áfram sínum breytingum fyrir ESB þá verður að stoppa það núna.
Það er ekki þess virði þetta ESB að þjóðin verði sett í ánauð....
En svona án gríns og gaman þá verður þjóðin að fá að vita, svo hún sé ekki að giska sér til.
Alþingi Hafnið þessum ICESAVE reikningi fyrir hönd þjóðarinnar, hún er að biðja ykkur um það, þjóðin er að segja við getum þetta ekki.
Þið eruð kosin þarna inn af þjóðinni.... Kveðja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2009 | 17:31
KREFST SVARA..
Hvað er það sem þjóðin má ekki vita....
Að hvaða hagsmunum er verið að gæta hér spyr ég...
Er Steingrímur Jóhann Sigfússon að segja okkur að stjórnarandstaðan sé að halda þessari sleitu lausu, baráttu vinnu sinni á Alþingi Íslendinga dag eftir dag, kvöld og nætur, gegn þessum ICESAVE reikningi VITANDI VITS..
Berjast gegn því að hann lendi á herðum þjóðarinnar og knésetji hana, vitandi af einhverjum upplýsingum sem kæmu þjóðinni ílla ef hann yrði ekki samþykktur...
Er þetta ekki svolítið öfugsnúið allt saman....?
Ef hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi vegna þess að þessi reikningur verði ekki samþykktur... þá væri ekki þessi andstaða á Alþingi.
Eða er Steingrímur Jóhann Sigfússon að segja okkur að Alþingi Íslendinga sé ekki að gæta hagsmuna þjóðarinnar, heldur að hafa hana að Fífli...
Að ætlast til þess að þjóðin borgi bara reikninga annarra er ekki ásættanlegt. En stundum eru skuldir þannig til komnar að við gætum þurft að sýna hjálp og þá er ekkert að því að hjálpa ef forsendan er rétt.
Hérna er verið að tala um rán á eigum almennings, sem jafnvel tók engan þátt í þessu góðæri. Þess vegna spyr ég.. Hagsmuni hverra er verið að gæta hér..Ekki hafa Jóhanna og Steingrímur sýnt fólkinu í landinu að þau séu að vinna fyrir það.
STEINGRÍMUR JÓHANN, AF HVERJU EIGUM VIÐ AÐ SETJA OKKUR OG FRAMTÍÐAR AFKOMENDUR OKKAR Í ÞESSA STÖÐU.?
MISSA ALLAR OKKAR EIGUR, SETJA OKKUR Í ÁNAUÐ OG JAFNVEL SKULDAFANGELSI....?
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2009 | 12:41
Réttur barnsins.
Já allar verðandi mæður, þá er að finna leiðina til að frysta brjóstamjólkina í brjóstum ykkar í allt að 3 ár, þar til þið getið klárað fæðingarorlofið, sem er náttúrulega algjör fyrra. Það vita allar mæður að fyrsta ár barnsins er mjög mikilvægt í lífi þess, og að það aðhald í ást umhyggju og öryggi sem barnið fær fyrsta árið í lífi sínu hefur allt með framtíð þess að gera, og meira sem er að þetta er FÆÐINGAR orlof sem á að nýtast strax eftir fæðingu fyrir foreldra og barn. Það er ekki hægt að taka fyrsta ár barnsins upp seinna þegar öðrum henntar, það ár kemur aldrei aftur. Þetta er réttur barnsins, og ætti fæðingarorlof frekar að lengjast en styttast.
Varð allveg orðlaus á sínum tíma þegar Fjármálaráðherra vor lét það út úr sér í einni umræðunni um þetta blessaða ICESAVE. að það ætti bara að samþykkja þetta. Það væru hvort sem er svo mörg börn að fæðast á Íslandi, svo þetta væri allt í lagi.. Fleiri til að borga ICESAVE, og ætti hann að skammast sín fyrir þessi orð, Eins og ungu fjölskyldurnar með litlu börnin muni dvelja hérna lengi við, nei þetta er sá hópur sem ríkistjórnin getur nokkurn vegin gengið út frá að mun ekki vera hér til að borga ICESAVE, hvað þá að láta sér detta það í hug að þessi hópur sé að eignast börnin til að fleiri verði til að borga ICESAVE.
Foreldrar, standið með rétti barnsins ykkar og mótmælið þessu, að segja að þetta sé ekki skerðing er alveg með ólíkindum og veruleika fyrring, og til bráðarbrigða, er líka ekki rétt. Þetta er skerðing, og fyrsta ár barnsins kemur ekki aftur. Kveðja.
Íslendingar geta börn í kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2009 | 10:02
Ótrúleg frétt.
Alveg ótrúleg frétt, og þessir menn vita væntanlega hversu mikið metan hver og ein sauðkind skilar út í andrúmsloftið... það er kannski hægt að finna eina nýja skattleið þarna fyrir fjármálaráðherra vor til að auka tekjur ríkissjóð.
Ég er hrædd um að gæði lambakjötsins verði ekki eins, og merkilegt að þetta skuli vera starf þessara vísindamanna að finna leið til að minnka og jafnvel hætta að leyfa móður náttúru að hafa sinn gang hjá blessaðri sauðkindinni. það er hættuleg þróun að eiga sér stað þarna, allt hefur sinn tilgang í lífinu, og sinn lífs hring í náttúrinni, og allt hangir þetta saman einhverstaðar í einum hring, og það ber að hafa í huga. Kveðja.
Rækta náttúruvænar kindur sem ropa minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2009 | 13:58
Í upphafi skal endir skoða.
Var að hlusta á bylgjuna milli 10 og 12 í morgun, þegar Árni Þór Sigurðsson sá mæta maður sem mér hefur alltaf fundist hann vera, þó maður sé honum ekki alltaf sammála en það er annað. Sagði eina setningu sem sló mig, í umræðu um Alþingið og störf þess, varðandi matartíma alþingismanna, og umræðan var um hungur sem var komið í starfsmenn þar, sagði hann að sjómenn létu sig bara hafa það þegar verkið kallaði.
Munurinn þarna er kannski sá að sjómenn hafa skipsstjóra sem hugsar um hag þeirra, mann sem veit að svangur maður skilar ekki miklu, mann sem veit, að til þess að hlutirnir gangi þá þarf mannskapinn að vera vel nærður.
Já sjómenn láta sig svo sannarlega hafa það.
Að vera fjarri heimilum sínum. Fjölskyldu sinni, og allri dagsdaglegri umgengni við fólkið sitt svo dögum skiptir, vikum og jafnvel mánuðum saman. En hversvegna eru sjómenn tilbúnir að færa þessa fórn, jú vegna þess að þeir eru að færa björg í bú, og hvaða bú er það, jú þjóðarbúið. En þetta starf sem sjómenn eru að vinna þarf líka að vera eftirsóknarvert, og hversu margir yrðu tilbúnir að vinna þessi störf ef að ekki væri vegna einhverra fríðinda sem kallar í þessi störf.
Það sem fær þessa menn til færa þessa fórn fyrir þjóðarbúið eru launin, að vinna þessa vinnu er alveg örugglega ekki alltaf það sem menn vilja vegna þeirrar fórnar sem fjarlægðin er við fjölskyldur sínar. En það öryggi sem launin gefa á móti, að vita að fjölskyldan er örugg heima, hefur húsaskjól, hefur mat að borða, á fyrir reikningum sínum, er ekki síður mikilvæg fyrir þessa stétt í þjófélaginu sem og aðrar.
Það yrðu ekki margir sem myndu vilja vinna þessi störf ef þau væru eins launuð og afgreiðslumaðurinn á kassanum út í búð væri að fá í laun fyrir sína vinnu, nú eða manneskjan sem er að flaka fiskinn í frystihúsinu, eða símadaman á símanum, smiðurinn, bílstjórinn, bakarinn og svo lengi mætti telja. Það fólk hefur það framfyrir sjómenn að vera á föstu landi, getur hitt fjölskyldu sína að vinnudegi loknum, átt samverustund með henni, tekið þátt í uppeldi barna sinna meðal annars, og lengi mætti telja þarna.
Hvar væri Íslenska þjóðarbúið í dag ef að við ættum ekki þessa Sjómenn, Sjómenn sem hafa hingað til viljað vinna þessi störf vegna þess að þau eru þjóðarbúinu mikilvæg og nauðsynleg til tekna. Og eina sem hefur kallað menn í þessi störf hafa verið launin, og ekkert annað..
Svo í upphafi skal endirinn skoða þarna, og þau áhrif sem það kann að hafa að taka þessi fríðindi burt, fríðindi sem hafa gert það að verkum að kalla menn í þessi störf. Kveðja.
Sjómenn vara stjórnvöld við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2009 | 13:59
Gott mál.
Er þetta hið besta mál.
Ættu allir íslendingar sem eru ekki hlyntir því að við förum inn í ESB. að fagna því að við fáum stuðning þarna, Norðmenn hafa fyllilega þurft að heyja sína baráttu í kosningarslagi við ESB og var sú barátta ekki létt, en tókst að lokum. Og eitt er víst í dag, að því sjá þeir ekki eftir.
Þeir búa yfir því að hafa stigið þessa göngu, göngu sem við erum að byrja að stíga núna, og hafa mikla þekkingu og reynslu sem gæti hjálpað okkur, það er okkur sem viljum ekki fara inn í ESB og teljum hagsmunum okkar betur borgið utan þess. Þess vegna segi ég gott mál, og óska ég þess, að þeir Norðmenn hafi hina bestu þakkir fyrir þessa viðleitni sem þeir eru að sína okkur, sem og þennan mikla stuðning. Hinar bestu kveðjur til ykkar úti í Noregi.
Í stjórn Heimsýnar. Ingibjörg.G.Magnúsd.
ESB óttist að vera hafnað af Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 12:33
Ekki spurning.
Ofan í saumana á þessu öllu saman. Þjóðina vantar svör. Svo það á ekki að vera spurning um að leggja þetta fram, það er það sem þarf núna.
Það er svo margt sem bendir til að Ríkistjórnin hafi lifað í þeirri von að tíminn einn og sér hafi átt að afleiða hug þjóðarinnar frá þessu mesta skýta máli Íslandssögunnar ,segi ég, máli sem mun gera þjóðina gjaldþrota eins og skot, og verra er að allir vita það innst inni, því engin getur sagt okkur í mannamáli annað sem talar út frá staðreyndum, það að hvernig þetta eigi að ganga vel upp, og í ljósi þess að bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigurðsson hafa sagt í sitt og hvoru lagi, að þeim finnst ekki réttlátt að þjóðin borgi þetta, en krefjast þess samt..og í von um að Alþingi samþykki þessa skuld til greiðslu, greiðslu sem þjóðin þarf að borga án þess að hún yfir höfuð sé spurð að því,
HVORT HÚN VILJI.
HVORT HÚN GETI.
HVORT HÚN SÉ TIL Í ÞETTA, almennt og er þetta það stórt mál fyrir okkur Íslendinga.
Það er mikilvægt að þetta allt sé skoðað í ljósi þess feluleiks sem hefur verið í kringum öll samskipti, bréfaskifti, sem og tímasetningar þarna og þarf að skoða vel.
Bara hvernig átti að keyra þetta í gegn í upphafi og samþykkja án þess að vita eða hafa hugmund um hvað væri verið að undirrita, er mjög alvaralegt hjá Ráðamönnum þjóðarinnar, og ekki hægt fyrir þjóðina að hafa svoleiðis fyrirmynd.
Flugvéladæmið þarf að skoða, því það er mjög alvaralegt þar, að þau stíga fram aftur og aftur Jóhanna og Steingrímur og segja, ekkert svar komið um viðbrögð Breta og Hollendinga við þessum fyrirvörum Alþingis á þennan reikning, og á sama tíma rís ráðamaður upp frá Hollandi og segist ekki skilja þetta.. skrýtin staða, það heyrðist ekkert frá ríkistjórn Íslendinga.. En þjóðin veit í dag að Jóhanna og Steingrímur lugu þarna. Svo allur þessi óþarfa tími sem er búinn að kosta þjóðina mikið þarna skiptir máli. Það er eitthvað annað sem hangir þarna að baki á spýtunni, og það þarf að koma fram hvað það er.....ESB..? Veit ekki, en þætti líklegt.
Svo ef það eru Alþingismenn sem standa frammi fyrir því að þora ekki að standa með þjóðinni sinni einhverja hluta vegna, og innsæi sínu, og hafna þessu ICESAVE, þá krefst ég þess að þeir rísi upp fyrir þjóð sinni og segi henni hvers vegna hún eigi að setja sig, börnin sín, afkomendur þeirra og jafnvel afkomendur þeirra líka í slíka ánauð... Ánauð vegna vítaverðs þjófnaðar á peningum sem nokkrir einstaklingar komust upp með. Og hvar eru nöfn þessara manna... Allar þessar hótanir sem ríkistjórnin er búinn að vera með, og bara þessar lygar er há alvaralegt mál, og þarf að skoða hvaða skilaboð ríkistjórnin er að gefa með þessari aðferðarfræði sem hún er að nota þarna, og afleiðingarnar sem geta orðið til vegna hennar...það er aðferðarfræðinnar.
Að það er allt í lagi að ljúga...
Að það er allt í lagi að stela...
Hjá okkur foreldrum,.. kannski stórt orð.., en vona að það eigi við sem flesta, alla vega mig og marga aðra sem ég veit um, og svo skólar, kirkjan, svo einhvað sé nefnt, þá er það eitt af grunnreglum sem við kennum börnum okkar í uppeldi þess, að við stelum ekki.. við ljúgum ekki. Og ekki má að gleyma líka að nefna, að þú kemur fram við náungann eins og þú vilt að það sé komið fram við þig, og sannleikurinn er alltaf sagna bestur.
Jóhanna og Steingrímur eru kannski alin öðruvísi upp..ég veit ekki.
En eitt er víst að þjóðina vantar svar þarna, svo hún skylji hvers vegna ykkur finnst bara allt í lagi að hún setji sig í þessa ánauð sem er verið að fara fram á hérna.
Hafnið ICESAVE og krefjist þess að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla, um hvort þjóðin vilji inn í ESB. Ef það er verið að þröngva ykkur til að samþykkja þennan reikning sem kemur þjóðinni á hausinn svo Jóhanna og félagar komist þangað inn, þá þarf að vita það fyrst hvort þjóðin vilji þarna inn eða ekki, svo þið getið staðið með þjóðinni. Standið með þjóðinni Alþingismenn sem kaus ykkur í góðri trú til að gæta hagsmuna sinna.... kveðja.
Spyr um Icesave-fundargerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2009 | 13:36
Skýtur sjálfan sig í fótinn.
Hvort skyldi vera betra fyrir Íslendinga, að vera með mann sem þorir að segja stöðuna eins og hún er, eða vera með mann sem þorir ekki að sjá raunverulegu stöðuna, og reynir endalaust að fegra hlutina í einhvern búning sem hentar hverju sinni.
Að seta þessa manns Daniels Gross hagfræðings skuli kosta 5 milljónir, og það er verið að gagnrýna það, fær mann til að langa að vita hvað Gylfi Magnússon er að fá í laun á mánuði, og þá heildar laun með öllu, það er yfirvinnu, fundarsetum og bara öllu....og hvað þá að fá að vita hvað launakostnaður ríkistjórnar er kominn í það sem er af ári.... Allir þessir kvöld fundir og langt fram á nótt eins og gerðist í gær, og sérstaklega í ljósi nýjustu upplýsingar um að ríkistjórn sé búinn að vita hver staðan er, og ekkert gera meira, og draga alla á þessum asna eyrum í von um að kraftaverkið komi inn á Alþingi og ICESAVE verði samþykkt í óþökk við alla þjóðina. það er verið að rífast um mál sem hefur með heillt þjóðarbú að gera. Af hverju er ríkistjórnin sjálf ekki fyrir löngu búinn að láta fara fram þjóðaratkvæða greiðslu á þessu svo það hefði verið hægt að halda áfram...
Hvaða leik er hún að leika....Tíma að vinna á einhverju sem er að gerast á bak við tjöldinn ? Og þjóðin fær að vita einu sinni en þegar of seint er að fara til baka...
NEI hingað og ekki lengra...Alþingi hafið kjark til hafna þessum óskunda reikningi sem ICESAVE er, þar til hugur þjóðarinnar er komin fram með þjóðaratkvæða greiðslu... svo Íslenska þjóðin geti farið að halda fram á við. Kveðja.
Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2009 | 10:16
Þora ekki af ótta við...Þjóðaratkvæðagreiðslu núna.
Allt á kostnað Íslendinga ef ICESAVE verður samþykkt eins og það liggur fyrir.
Ef að Íslendingar eru með hóp að fólki á Alþingi sem þorir ekki að standa með þjóðinni sinni í þessu ICESAVE máli og hafna því, því samviska þeirra hlítur einhver að vera, og ef að staðan er sú að þessi hópur þorir ekki að standa með sjálfum sér vegna ótta við Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingrím J Sigfússon, og þeirrar áhættu sem að þetta allt saman virðist hanga á vegna aðildarumsókn Jóhönnu Sigurðardóttur og félaga í ESB, þá verður að fara fram þjóðaratkvæða greiðsla núna um hvort þjóðin vilji inn í ESB svo það verði hægt að afgreiða þetta blessaða ICESAVE. Kveðja.
Fá um 80% endurgreitt frá íslensku bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 08:37
Láta á reyna hvað gerist.
Ég hlustaði á Alþingi, og að horfa á hvernig það er verið að ræða ICESAVE er alveg stórfurðulegt. Að það skuli ekki vera hlustað betur á allar staðreyndirnar í þessu veigamikla máli sem ICESAVE er segir okkur að það er alveg sama hvernig þessu sé kastað fram og aftur, þá er sú staða okkar bara sú að þetta blessaða ICESAVE eins og það lítur út í dag, í þessum nýja búning er þjóðinni til falls.
Þessar hótanir fram og til baka hjá Forsætisráðerra vor í pontu á Alþingi er henni og þjóðinni allri til skammar, og að hún skuli láta svona orð fara frá sér til Alþingismanna og þjóðarinar bæði í gær og fyrradag eru henni til skammar og flokki þeim, að sína þjóð sinni svo mikla niðurlægingu að neita að ræða málin þegar tíma málanna er, og láta þessi orð aftur frá sér..ÉG TALA ÞEGAR MINN TÍMI ER KOMIN. þá vonandi einhvern tíma á hennar tími eftir að koma aftur einhverstaðar annarstaðar, því ekkert höfum við að gera með Forsætisráðherra sem virðir hvorki vilja þjóðar sinnar, eða hvað þá gefur henni áheyrn.
Að samþykkja þennan hroða samning, samning sem vitað er að fellir þjóðina er ekki hægt.
Það verður að láta reyna á dómstóla leiðina, og ef það er ekki hægt að snúa þessu í það horf sem komið var með þennan blessaða reikning þessara óreiðumanna, og allir fyrirvarar teknir óbreyttir inn og lágmarks ríkisábyrgð á þessa reikninga sett aftur á. það er eina sem er hægt að gera í stöðunni, eða hafna þessu alfarið. Þjóðin hefur engu að tapa, hún er hvort sem er komin í ánauð ef samþykkt verður, og það er þá betra fyrir þjóðina að vita að hún er með ríkistjórn sem reyndi allar leiðir fyrst vegna þessa óréttlætis sem er verið að beita Íslensku þjóðina.
En og aftur, ef að þetta er það besta sem Jóhanna og Ríkistjórn hafa að bjóða þjóð sinni þá eiga þau að víkja, og eiga að víkja reyndar tafarlaust nú þegar,eftir þessa uppákomu í gær, þar sem það kom fram að þetta hangir allt á sömu spýtu. AGS. ESB. ICESAVE. Að Ríkistjórn ljúgi að þjóð sinni er brot, og alvaralegt brot. Kveðja.
Ræddu um Icesave fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar