Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Mjög alvaralegar fréttir.

Þá eru Íslendingar búnir að fá það staðfest að allt hangir saman á sömu spýtunni og RÍKISTJÓRN Íslendinga búinn að LJÚGA upp í opið andlit okkar án þess að blikna....

Þetta eru svo alvaralegar fréttir.

Svo alvaralegar, að það liggur við að maður hljóðni í smá tíma á meðan maður gerir sér grein fyrir alvaraleika þeirra.

Ef að RÍKISTJÓRN ÍSLANDS sér ekki brot sitt hérna, STÍGUR fram og SEGJIR af sér, STÍGUR fram og biður þjóð sína innilegar afsökunar á þessum lygum sínum sem hún er búin að vera með, og útskýrir fyrir henni hvers vegna hún tók þá ákvörðun að ljúga, og biður þjóð sína um fyrirgefningu í kjölfarið á því, þá er Ríkistjórn Íslands VERULEIKA FYRRT á allt, og algjörlega SIÐLAUS í einu og öllu.

Það á að KJÓSA um hvort við viljum inn í ESB, Ríkistjórn er ósjaldan búin að stíga fram og fullyrða að þetta sé ekki samtengt.

Þetta er að verða ansi gott hjá þeim að teyma alla þjóðina á asnaeyrum, dag fyrir dag, í von um að kraftaverkið komi inn í Alþingi og ICESAVE verði samþykkti.

Það er ástæða fyrir því að þetta er ekki búið að ganga saman þetta ICESAVE.

Kannski er ástæðan sú að það er ekki rétt að gera heila þjóð ábyrga á einhverju sem hún gerði ekki, og einhvernvegin þá er lífshringurinn þannig gerður að það sem er ekki rétt gengur aldrei saman, og margir kannast við það að reyna og reyna og ekkert gengur, svo kemur önnur leið, eða aðferð, og þá smellur allt saman.

Ríkistjórnin á að sjá skömm sína, taka hatt sinn og fara. Það þýðir ekkert að halda því framm að  hún hafi ekki vitað, þjóðin er ekki af ástæðulausu búinn að marg spyrja um þennan samgang þarna á milli.   Kveðja.


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því..

Jæja þar kom að því...

Hvað verður sagt eða gert í stöðunni núna skiptir höfuð máli fyrir okkur Íslendinga. Það að Breskir sem  Hollenskir þegnar fái rétta mynd af stöðunni og hug okkar Íslendinga er mjög mikið atriði fyrir okkur, og þó svo að það hafi verið Íslenskir einstaklingar sem komu þeim sem og íslendingum í þessa erfiðu stöðu þá endurspeglar það ekki hug okkar í þessari er stöðu sem allir eru komnir í. 

Það skiptir máli að ALLUR HEIMURINN viti það að Íslendingar finna til með þeim sem treystu í einfeldni sinni þessum einstaklingum sem áttu þessa EINKABANKA, sem voru ekki með RÍKISÁBYRGÐ með sér í rekstri sínum, og lugu í allar áttir til að geta ginkeypt einstaklinga með svo ótrúlegri ávöxtun, sem ein og sér hefði átt að kveikja á viðvörunar bjöllum hjá fólki, og virðist hafa gert það hjá einhverjum, en þeir ákveðið að gera ekkert nánar í því.

Það skiptir máli að Bretar og Hollendinar viti það að Íslenska Þjóðin var og er tilbúinn að setja sig í þá stöðu að samþykkja lágmarks ríkisábyrgð á þessa innistæðu reikninga, og það skiptir máli fyrir okkur líka að Bretar og Hollendingar viti það að þessi staða sem Íslendingar eru að setja sig í með þessari ábyrgð er þeim ansi dýr, svo dýr að Íslendingar setja sig í ánauð fyrir hana, en eru samt tilbúnir að setja sig í þá stöðu í einhver ár, það skiptir líka máli að Heimurinn viti það að Íslendingar hafa ekki sloppið frá þessu hruni, margir Íslendingar eru nú þegar búnir að missa heimili sín, aðrir við það að missa þau, og allt útlit fyrir að þeir sem eru að sjá sig geta haldið eign sinni í dag, að þá eru horfur ekki góðar þar. Það er líka mikilvægt að heimurinn viti það að allir þeir Íslendingar sem er verið að krefja um borgun á þessum reikningi eru ekki eigendur á þessum reikningi, og hafa aldrei verið, og þess vegna eru Íslendingar ósáttir við að það skuli verið að leggja allann  þennan reikning á herðar þeirra, og óraunhæft í öllu að ætlast til að Íslendingar greiði alla þessa óreiðuskuld og að ábyrgðin sé engöngu gerð þeirra, sem áttu engan þátt í þessu.

Það er líka mikilvægt eins og ég segi hér fyrr að Heimurinn viti það að Íslendingar vilji gera það sem þeir geta, þó að dýrkeypt verði fyrir þá, en að ætlast til að þeir beri allann þennan skaða sem er verið að fara fram á  er veruleika FYRRING í alla staði, og þó svo að Íslendingar séu tilbúnir að koma á móts við þessa einstaklinga þá er hinn Íslenski almenningur líka fullkomlega upplýstir um það að í raun og veru þá er þessi skuld ekki hans.

Íslendingar gætu líka alveg farið í reiði sína og gjörsamlega hafnað að greiða eina einustu krónu á þessari óreiðuskuld sem þeir ollu ekki, en voru, og eru vonandi enn tilbúnir að gera það sem þeir geta einfaldlega vegna þess að það voru Íslenskir einstaklingar sem ollu þessu og það finnst okkur Íslendingum alveg hræðilegt.

Það er líka mikilvægt að Heimurinn  viti það Íslendingar eru með ríkistjórn sem virðist ekkert annað gera en að hjálpa þessum einstaklingum sem ollu öllu þessu tjóni og virðist ekkert gera til að ná í rassgatið á þeim, og hafa Íslendingar meðal annars frétt það að þessir útrásavíkingar sem þessir menn eru kallaðir sem og ollu þessu hruni, eru núna að koma sér fyrir í öðrum löndum, og í fjármála geiranum en, og Guð má vita hverja þeir eru að reyna að  plotta út til að ræna næst, en eitt er víst að það verður ekki Íslenska þjóðin sem borgar það.  Kveðja.

 

 


mbl.is Mikil umfjöllun um Icesave í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur í hausinn....

Einhvern veginn koma þessar fréttir mér ekki á óvart, og hefði jafnvel átt von á þeim fyrr. Þetta eru ekki nýja fréttir og er maður búinn að heyra af þessu í mörg ár...

Ástæðan fyrir því að maður gerði ekkert meir þá var vegna þess að maður heyrði að þessar leiðir voru gefnar fólki frá  félagsfræðingum í vinnu hjá Félagsmálastofnun, og heyrði ég líka um tilvik þar sem prestur ráðlagði hjónum sem voru búinn að vera gift í tugi ára, að skilja bara á pappírum...svo kannski er þetta heimatilbúið vandamál sem þarf að skoða...

Að gera stöðu fólks þannig að það eigi ekki ofan í sig eða á, verður að skoða betur, og allur þessi niðurskurður í dag, skattahækkanir, og hækkanir á öllu sem nafni er hægt að nefna liggur við að maður segir er ekki til að minnka þennan vanda....

Það sem mig langar að vita er út frá hvaða launum miðar ríkistjórnin við þegar hún er að sjá að landinn eigi að geta tekið öllum þessum skerðingum, og samt átt ofan í sig og á..?

Er Ríkistjórn að miða við sín laun....

Hún er allavega ekki að miða við stöðu allmennings...

En ríkistjórn gæti bjargað sér fyrir horn þarna með því að setja bara ein laun á fjölskyldurnar í landinu, það er sömu laun og hún er með, og segi ég þetta vegna þess að þau þar innandyra það er í ríkistjórn er greinilega að sá sig ráða við þessa stöðu, og eiga fyrir heimilisútgjöldum sem og fæðispening út mánuðinn.

Það þarf að fara betur ofan í saumana á þessu, og ekki hægt að fjölskyldur eigi ekki til hnífs og skeiðar.   Kveðja.


mbl.is Bótasvik eru mikið vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað sjónarhorn.

Gadd Demm.. það hefði nú verið gott að hafa einhverja svona bankastarfsmenn hérna...en það var víst fyrir suma, en svo sannarlega var það ekki til boða fyrir fátæka manninn, nú eða barnmörgu fjölskyldurnar...

 Það mætti líka segja manni að eitthvað myndi nú þetta blessaða ICESAVE líta öðruvísi út líka fyrir augum okkar ef það væri nú svona tilkomið fyrir þeim reikningi, eins og gerðist í þessari frétt...en það kemur að skuldar dögum víst hjá þessu blessaða fátæka fólki líka, eins og hjá okkur.

Þetta eru bara mínar vangaveltur hér og ekkert annað, og ber ekki að taka alvaralega, en gefa manni svona aðeins öðruvísi sjónarhorn á sama hlut. kveðja.


mbl.is Of góð til að vinna í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfing fyrir hvern..

Ég held að borgarahreyfingin eigi sér ekki viðreisnar von eftir þetta plat sem hún kom með að borðum landsmanna í síðustu kosningum og hlaut sigur af flokki sem í fyrsta sinn var í framboði. Og hvað þá að reyna að nota aftur sama slagorðið..SKJALDBORG.. utan um heimilin í landinu. Heimili sem reyndust vera heimili Breta og Hollendinga sem skjaldborgin var þá um, en það bara gleymdist að segja landanum það áður en kosið var síðast. Og hvað núna... eru einhver gleymd lönd út í heimi sem vantar þjóð til að bjarga heimilum sínum sem borgarahreyfingin er búinn að finna.

Nei Borgarahreyfingin er búinn að missa trúverðugleika sinn, og á að hætta þessu bulli. Fólkið sem kaus borgarahreyfinguna síðast kaus hana vegna skjaldborgarinnar sem átti að slá utan um íslensk heimili og íslenskar fjölskyldur á Íslandi og íslensku fyrirtækin, en ekki heimili og fyrirtæki Breta og Hollendinga.  Kveðja.


mbl.is Borgarahreyfingin setur skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræðisregla...

Þetta eru en einar fréttirnar sem styðja en frekar að ÍSLENDINGAR eiga allir sem einn að krefjast þess að þessu ICESAVE rugli verði nú hætt...Hætt við að reyna að troða þessari ólánsskuld sem nokkrir einstaklingar ollu en ekki öll þjóðin, eins og ríkistjórn er að reyna endalaust að troða í hausinn á okkur almenningi að það voru allir íslendingar sem ollu þessu, en því miður fyrir Íslenska þjóð að það voru Íslenskir einstaklingar meðal annars sem ollu þessari skuld, en ekki ÖLL ÞJÓÐIN.

Íslendingar eiga að hafna þessu núna strax, og útskýra fyrir Heiminum hvernig ríkistjórn íslendinga tók þá ákvörðun að láta þegna sína borga þennan þjófnað frekar en þá sem eiga í hlut. 

Að allir þessir Hagfræðingar, lögfræðingar sem og aðrir, sem eru að reyna að segja þjóðinni og ríkistjórn að Íslendingar eigi ekki möguleika á að geta borgað ICESAVE, og þjóðin horfir á, meðtekur hverja fréttina á fætur annari um að þetta er bara ekki hægt, og ríkistjórnin kemur fram á sama tíma og segir að það sé svo gott frammundan, mikill hagvöxtur, allt á uppleið, svo mikill að þjóðin muni varla finna fyrir þessu....og ALÞINGI eigi bara að samþykkja að öll þjóðin borgi þennan REIKNING ICESAVE steinþegjandi og hljóðalaust er VERULEIKAFYRRING.

Á sama tíma kemur ríkistjórn fram og segir.. Erfiðir tímar framundan fyrir íslendinga.. og allt skorið niður, skattar hækkaðir, matur hækkaður, rafmagn og hiti hækkað, allt varðandi rekstur faratækja hækkað, og er þetta bara brot af því sem er að hækka, og búið að hækka sem ég nefni hérna... fyrir utan það eignatjón sem margir íslendingar eru nú þegar búnir að verða fyrir með því að missa eigur sínar, og aðrir að missa eigur sínar, eignartjón kýs ég að segja þarna, því íslendingar trúðu bönkum sínum, Íslandingar sem og aðrar þjóðir trúðu því að bankinn væri að gera í góðri trú við viðskiptavini sína, en ekki að bankarnir væru markvisst að stefna að því að eignast allar eigur manna. Bara það sem  Gunnar Tómasson hagfræðingur ásamt hóp annara fræðinga er að reyna að segja okkur er það alvaralegt fyrir þjóðina að það verður og ber að taka til athugunar núna, og ber að líta á með alvöru í huga.

Hvernig Forsætisráðherra vor og hennar ríkistjórn eru að beita sér í þessu og krefjast þess að íslendingar setji sig í ánauð fyrir þetta sorglega rugl sem íslenskir einstaklingar ollu er ekki hægt lengur, og verða íslendingar að fara að fá ríkistjórn sem stendur með Íslensku þjóðinni, Hugsar um hag hennar og velferð í einu og öllu.

Hafið kjark Alþingi allir sem einn, og hlustið á vilja þjóðarinnar, hafnið þessu láni aftur í heimahús með þeim skilaboðum, að hversu mikill sem vilji íslensku þjóðarinnar er að hjálpa þeim sem urðu fyrir fjárhagstjóni þarna, þá er það ekki okkar að borga, og enganveginn fært að Íslendingar tapi ÖLLU sínu og Íslenska þjóðin að lifa sultar lífi ókomna tíð og hennar afkomendur næstu kynslóðir vegna þessa. Og tölum nú ekki um ef að þetta er miðinn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinnsson sem og Samfylkinguna í ESB..............

Þjóðaratkvæðagreiðslu um ICESAVE og inngöngu íslendinga í ESB á að krefjast nú þegar, og er það réttur ÍSLENDINGA.

 


mbl.is Gæti sparað 185 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuheimsókn Sorglegt..

Sorglegt fyrir okkur íslendinga... Og Spænskir ráðamenn gefið það frá sér fyrir ekki svo löngu í fréttum að Spánverjar gætu ekki beðið eftir því að geta byrjað veiðar á íslenska fiskinum..

Að Össur skuli vera þarna í vinnuheimsókn er aftur á móti öllu alvaralegra mál.... og þjóðin ekki en búinn að fá að kjósa um það hvort hún vilji í ESB aðildarviðræður, eða ekki, og hvað þá að þjóðin vilji inn í ESB.

Maður spyr sig ósjálfrátt og hvað ef að íslendingar vilja svo ekki inn í ESB... Hvað gerist þá ? 

Þegar að Jóhanna og vinir verða samt búinn að snúa öllu regluverki íslendinga að skilyrðum og kröfum ESB...og eru þau langleiðina farin af stað með það...

Eiga Íslendingar eftir að heyra það þá frá Forsætisráðherra vor og hennar mönnum að þeir hafi nú bara ekkert um það að segja...of seint að snúa við...þjóðin hefur ekki efni á því...

Nei fáum að kjósa um það núna áður en lengra er haldið hvort við Íslendingar viljum láta af SJÁLFSTÆÐI okkar og ganga í ESB.  Það er réttur okkar enn. Höldum vörð um Land okkar þjóð og sjálfstæði. Við erum sjálfstæð og eigum að vera það. Kveðja.


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslu strax.

það á að láta þjóðina ráða hvort hún vilji þetta eða ekki, áður en það er haldið lengra áfram. Í öllum könnunum sem gerðar hafa verið er afgerandi meiri hluti þjóðarinar sem vill ekki inn í ESB. Svo afgerandi að það er ekki hægt annað en að næsta skref verði þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta áður en lengra er haldið.

Það að Jóhanna Sigurðardóttir skuli hafa getað staðið í pontu fyrir framan þjóðina sína, þegar hana vantaði atkvæði frá henni, og lofað henni því að það verði sko þjóðin sem muni fá að ráða því hvort það verði farið í þessar aðildarviðræður eða ekki.

Og að það verði sko þjóðin sem ræður því endanlega hvort það verði farið í inngöngu við þetta samfélag sem ESB er eða ekki.

Og ef það þarf tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þessa máls þá yrði það ekki vandamálið...þessi orð hennar þarna hafa ekki neina þýðingu greinilega, og hafa kannski aldrei haft....hana vantaði atkvæði....og hana langar í ESB hvort sem þjóðin vil eða ekki, og virðist það vera eina takmarkið hennar... svo mikið takmark... að um leið og hún komst til valda þá er það með því fyrsta sem hún segir við fólkið sitt...SOoo SORRY.. enginn peningur til fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu..

Getur ESB ekki nýtt hana eitthvað og boðið henni og félögum hennar einhverja stöðu þarna innandyra..?

Að vera hræddur við niðurstöður sem hugsanlega komi frá þjóðinni á ekki að stjórna aðgerðum, og ekki þegar um svo stórt mál sem þetta er...og ICESAVE er að ræða, þess vegna segi ég það, að það næsta sem á að gera áður en lengra er haldið, er að það á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla núna, svo þjóðin sé ekki að henda meiri pening í þessa umsókn, pening sem hún á ekki of mikið til af. 

Krefjumst þess að næsta skref verði þjóðaratkvæðagreiðsla áður en lengra er haldið. Þó ekki verði nema til að þessi óánægja þjóðarinnar linni, og hlutirnir komist á hreint. Og ef það er meirihluti fyrir þessari aðildarumræðu um inngöngu inn í ESB þá á alveg hiklaust að halda áfram með þetta ferli.


mbl.is Tölur tefja ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikflétta...

Hvað er þetta annað en leikflétta...allt sama innvolsið innandyra...en nýr pappír utanum. Á góðri íslensku myndi þessi leikur heita KENNITÖLU flakk. Og hversu langan líftíma skyldi þessu nafni verða gefið...nafn sem gefur til kynna... Þrautseigju ... Samvinnu... og allra síst má ekki gleyma að nefna ENDURKOMU...svo það segir sig sjálft...allt sama innvolsið og var, en bara nýr pappír utanum. Og svo ætlast ríkistjórn til að fólkið treysti henni og trúi.

Þarna sér þjóðin skjaldborgina sem ríkistjórnin setti fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu...

Skjaldborgin var nefnilega allan tímann, heimili Breta og Hollendinga, íslensku bankarnir og eitt stykki tryggingarfélag.

En ekki heimili eða fyrirtæki íslendinga sem eiga samt að skammast sín fyrir eitthvað sem þeir gerðu ekki, en eiga samt að borga fyrir eitthvað sem þeir stofnuð ekki til, og þvílík veruleikafyrring sem þetta er orðið allt saman hjá þessari blessaðri ríkistjórn, það hálfa væri nóg.

Ríkistjórn Íslendinga á að segja af sér tafarlaust, hún hefur ekki dómgreind á hvað er rétt og hvað er rangt, því bara það að reyna að troða þessari blessaðri ICESAVE skuld á alla þjóðina er veruleikafyrring, að vita hverjir stofnuðu til skuldarinnar, og að ætla að láta þá komast upp með það að geta stolið þessum peningum, og sæta ekki ábyrgð, og að aðrir saklausir einstaklingar verði gerðir ábyrgir fyrir greiðslu á því sem stolið var, og það að saklausir einstaklingar missi eigur sínar og annað fyrir þetta er veruleikafyrring og ekki hægt, ætti allavega ekki að vera hægt siðferðislega eða lagalega séð.

Vanhæf ríkistjórn segi ég og á hún að víkja tafarlaust eins og ég hef sagt fyrr. Ef að þetta er eina leiðin sem hún er að sjá sig geta farið fyrir íslendinga, þá á hún að fara strax svo aðrir geti tekið við sem láta sig kannski fólkið í landinu varða. kveðja.


mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleika fyrring hjá ríkistjórn..

Framtíðar fólkið unga...hvernig er ríkistjórnin að koma fram við ykkur..eins og drullan á götunni sem hún gengur á..?

Vísa á nýjasta pistil minn ykkur til málsbóta, hægt að lesa hann með að smella á hann hér til hliðar.

Unga fólk... nú þurfið þið að  láta í ykkur heyra, það er ekki hægt að koma svona fram við einn eða neinn...hvað þá að velja unga fólkið framtíðarinnar sem er þegar búið að missa vinnuna, og ganga í gegnum sitt niðurbrot þar...því það vita allir sem hafa misst vinnuna að það er ekkert grín að eiga við.

Svona veruleika fyrrta  ríkistjórn er ekki hægt að búa við. Gerir ekkert annað en niðurlægja fólkið sem kaus hana með því að setja þjóðina í einhverja sultaróls stöðu.. ekki nóg að taka eignir fólks af því, heldur á að sjá til þess að þessi hópur 18. ára til 24 ára mun ekki geta einu sinni átt ofan í sig, hvað þá á sig. Og setja þetta á borð fyrir ykkur án þess að það fylgji lausn með hvernig þið eigið að geta farið að á skertum bótum, segir allt sem þarf um þessa blessuðu ríkistjórn.


mbl.is Ung og atvinnulaus í mestri hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband