Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
19.11.2009 | 02:03
Fyrring að detta þetta í hug.
Maður spyr sig ósjálfrátt, hvort það sé ekki ólöglegt að skerða svona bætur..?
Að ríkistjórn skuli detta þetta í hug er alveg óskiljanlegt. Það eru til lög um lágmarksframfærslu, það eru til lög um hvenær þú verður fullorðin og átt að fara að sjá fyrir þér sjálf-ur, 18 ára. Og 18 ára hætta börnin- barnið manns að vera barnið manns í kerfinu og verður fullorðin með öllu því sem þar fylgjir, og það er dýrt, hvort sem það skattalega séð, læknislega séð, tannlæknislega séð, eða annað sem ekki er nefnt þá fara þau 18 ára að borga sjálf fullorðins gjald allstaðar, nú ef unglingurinn, sem við foreldrar flestir held ég köllum 18 ára barn okkar býr í heimahúsi, og en í námi, en vinnur með skóla, þá leggjast tekjur hans á heildartekjur heimilisins og veldur jafnvel skerðingu þar. Nú ef 18 ára barnið manns er flutt að heiman og farið alfarið að sjá fyrir sér sjálft, þá get ég bara ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig þau eiga að ná endum saman á skertum bótum....hópur sem er ekki að ná endum saman á heilum bótum... Þessi aldurs hópur 18 til 24 ára sem er búið að nefna, ÞARF jafn mikið að lifa og hinn aldurshópurinn sem er á bótum kæra ..ríkistjórn.. hefði maður haldið...og hvað er verið að gera þarna.. þetta unga framtíðar fólk sem meðal annars er verið að ráðast þarna á. Og að láta sér detta það í hug að skerða bætur hjá þessum aldurshóp er bara algjör FYRRA, og hlýtur að lýsa vanhæfni ríkistjórnarinnar að bara detta þetta í hug, og hvað þá að leggja þetta á borð hvort sem það er skerðing hjá þessum hóp eða öðrum, bara að detta það í hug að skerða niður BÆTUR er óskiljanlegt hvort sem það eru atvinnuleysibætur eða aðrar bætur. Það er ekki eins og fólk sé að ná endum saman á fullum bótum, hvað þá á skertum bótum, ég er allavega ekki að sjá hvernig það er hægt, en ríkistjórnin greinilega einhverstaðar, og það hefur kannski gleymst að segja það með í þessari frétt...það er hvernig fólkið á að ná endum saman á skertum bótum..
Það þarf greinilega nýja ríkistjórn... það er ekki eins og fólk sem er á bótum eigi mikinn afgang þegar búið er að borga það sem borga þarf um hver mánaðamót, og margir sem ná því ekki einu sinni , það er að borga það sem þarf að borga.. hvað þá á skertum bótum.
Maður verður bara reiður fyrir hönd þeirra sem eru á bótum yfir því að ríkistjórn skuli bara almennt láta sér detta þessi hugmynd í hug, og hvað þá að bera hana á borð fyrir þjóðina.
Það er ljóst með þessu útspili hjá ríkistjórninni að hún er í engu sambandi við raunveruleikann á því sem er að gerast á heimilum landsmanna.
Kveðja.
Mótmæla skerðingu bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2009 | 17:24
Að það megi ekki gleyma því...
Það slær mann hvernig hann Árni Þór Sigurðsson talar. Talar eins og það séu allir íslendingar sem eru sekir.
Að það megi ekki gleyma því að það eru ÍSLENDINGAR sem beri ábyrgð á IVESAVE, að það voru ÍSLENDINGAR sem fóru út í heim og stofnuðu til þessar...skuldbindingar...sem hann kýs að nefna ICESAVE frekar en að tala sannleikann. Sem er að það voru jú vissulega íslenskir einstaklingar sem áttu þessi Einkafyrirtæki sem bankarnir voru, og það voru þeir sem stálu eða rændu þessum fjármunum frá þeim, það er Bretum og Hollendingum. Og það á að leggja þetta á þeirra herðar, en ekki okkur hin sem höfum ekkert gert af okkur.
Það er Ríkistjórn Íslendinga sem er að setja þessa skuld á herðar Íslensku þjóðinni, og enginn annar.
Það er Alþingi Íslendinga sem ræður því hvort það verður gert rétt þarna eða ekki.
Að setja þetta á herðar þjóðarinnar er ekki rétt, hvorki lagalega né siðferðislega, og hvaða skilaboð það eru, sem er verið að gefa þarna með því að hunsa þjóðina svona algjörlega, verður að skoða betur áður en endaleg ákvörðun er tekin, þaö gleymist nefnilega alveg aö skoða þetta út frá þeim punkti.. Rétt á að vera rétt, eins og rangt er alltaf rangt. Og þetta er stór partur af uppeldisfræðum og siðferði sem við ÍSLENDINGAR erum aldnir upp við. Og það á hver og einn að taka sína ábyrgð þarna sem á í hlut, og Ríkistjórnin á að hætta að hugsa þessa leið, það er að setja þessa skuld þessara einstaklinga á alla þjóðina, og hún á frekar að hugsa um að ná frekar í aftur endann á þessum mönnum og refsa þessum einstaklingum sem svo ílla vildi til að voru ÍSLENDINGAR. og það eru þeir sem bera ábyrgð, og þeir eiga að fá þessa ICESAVE skuld á sínar herðar.EKKI ÞJÓÐIN.
Klár og hrein tengsl Icesave og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 17:06
Heilaþvottur og Blekking.
Er ríkistjórn búinn að ákveða að ICESAVE er ekki þjóðarinnar að borga..og dómstólaleiðin skal farin, var það sem mér datt fyrst í hug við lestur á fyrirsögn þessarar fréttar.
Að Íslendingar verði sáttir, hvað þá mjög sáttir eins og Árni Páll segir við niðurstöðu í ICESAVE hlýtur þá að vera niðurstaða þar sem það er búið að ákveða að hafna ICESAVE.
Hvernig það er búið að heilaþvo liggur við að maður segi stjónmálamenn Samfylkingunar og VG í því að þjóðin eigi bara að borga þetta, og að það sé allt í lagi að setja núverandi þegna hennar og komandi kynslóð í ánauð og fátækt, missa allar eigur sínar, og munu ekki geta eignast eitt eða neitt nema rétt skrimmta með gjafmiðum frá ríkinu sér til stuðnings, til að ná endum saman í lok mánaðar, er það sem þessi háttvirta ríkistjórn er að segja okkur að koma skal fyrir okkur, og okkar komandi kynslóð.
Heilaþvottur segi ég, eða að öll ríkistjórn laug að þjóð sinni til að komast til valda, og ef svo er þá er það mjög alvaralegt mál.....og á ég erfitt með að trúa því.
Þess vegna segi ég heilaþvottur því ég á erfitt með að trúa því að allir innan ríkistjórnarinnar hafi verið á því að ICESAVE væri sukkreikningur þjóðarinna, enda komið í ljós að það eru nöfn á bak við þessa skuld, sem er svo sannanlega ekki þjóðarinnar að borga.
Leiðindar mál þjóðarinnar er ríkistjórnin sem er að setja þjóðina á hausinn vegna skuldar á fé sem er ekki hennar að borga, og hún fékk ekki eða tók ekki að láni.
Hvernig þetta getur verið ásættanleg niðurstaða er alveg óskiljanlegt, þar sem það er alveg ljóst að þetta er ekki þjóðarinnar að borga. Allir skattar að hækka meira, allt matvöruverð hækkar og hækkar, öll gjöld hækka, laun lækka á sama tíma, og fólk er ekki einu sinnu að fá réttlátar hækkanir á laun sín í takt við þessar hækkanir, og ekki má maður nú gleyma að nefna húsnæðis og atvinnumál, sem á ekkert að gera í, því ekki eru þetta miklar lausnir sem þar hafa komið.
Svo allir þeir stjórnmálamenn sem ákveða að samþykkja ICESAVE eru að gera það í óþökk við kjósendur sína og munu ekki eiga sér mikla viðreisnar von áfram í trausti þjóðarinnar, og hvað þá að geta átt von á endurkosningu.
Hafið kjarkinn alþingismenn og standið við bakið á þjóð ykkar sem kaus ykkur í góðri trú.Hafnið ICESAVE.
Sáttur við lyktir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2009 | 14:52
Kosningasvik.
Þjóðin er ekki að horfa á neitt nema kosningasvik ofan á kosningasvik, og hvernig geta þessir stjórnmálaflokkar komist upp með þetta....
Hafa þeir spurt sig,,,hvernig þetta endar allt saman ?
Að ná því að verða kosnir til valda vegna stefnu þeirra um björgun heimilanna í landinu, skjaldborginni sem átti að slá utan um þau, og vegna þess líka að það væri ekki að ræða það að þjóðin borgaði þessa ICESAVE óreiðuskuld þessara óreiðumanna.
Og VG vegna þess að inn í ESB átti ekki að fara.
Hvaða stefnu þessir einstaklingar það er alþingismenn og ríkistjórn kjósa er náttúrulega algjörlega þeirra, en þau öll voru kosin vegna kosningaloforða sem þau gáfu þjóðinni. og það hljóta þau að þurfa að standa við og VIRÐA.
Á sama tíma þá hljóta þau líka að vera meðvituð um hvað það gæti kostað þau að fara á bak við kjósendur sína.
Þetta eru stærstu og siðlausustu kosningarloforðs SVIK sem ég man eftir, og kúgun á einni þjóð sem hefur ekkert gert af sér annað en að treysta orðum þessara fólks, og treyst því að það væri marktækt í orðum sínum. Svo hvað verður um traust almennings til þessara stjórnmálamanna, sem væntanlega hafa ætlað sér að eiga framtíð í stjórnmálum, þegar svona stór svik eru í gangi er ei gott að segja, en hrædd um að margir ungir og upprennandi stjórnmálamenn eigi sér ekki afturkvæmt þar inn á borð í bráð. ÖLL RÍKISTJÓRN VAR KOSIN VEGNA KOSNINGA LOFORÐA, OG ÞAU Á AÐ VIRÐA. Þess vegna segi ég ein stór Kosningasvik.
Kýs líklega með Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 16:09
Réttlæti og sannleikur.
Ragna Árnadóttir er svo fyllilega að vinna vinnuna sín af heilindum, og á ekkert annað en að hlusta á orð hennar hérna og bregðast við.
Ef einhver heilindi voru hjá ríkistjórninni í kosningarloforðum sínum, þá á þetta orð NIÐURSKURÐUR ekki heima inni á borði hjá þessu ráðuneyti, Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars með það að gera að lögum sé fylgt eftir í réttlæti og sannleika, og eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag þá liggur á að sannleikurinn komi fram sem allra fyrst, og eins og kemur fram hjá Dómsmálaráðherra í fréttinni, þá er embættið að drukkna í verkefnum og von á aukningu, þá á þetta orð niðurskurður ekki heima hjá þessu embætti í dag. Aukin mál og alvaralegri brot í þjóðfélaginu í dag kalla á aukin útgjöld tímabundið til að vel verði, og jú það vilja allir, að réttlætið og sannleikurinn nái fram að ganga hérna.
En fækkun mála hjá þessu embætti, og þá mætti vel skoða niðurskurð þar, og ætti ríkistjórnin að skammast sín fyrir að embættið eigi ekki sína eigin ljósritunarvél, og ætti ríkistjórn að gera einhvað strax til að laga þá stöðu. Kveðja.
Verður að leysa vanda dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 00:32
Hrós í vasann.
Lögreglan fær hrós í vasann frá mér fyrir vel unnið starf þarna. Það hlítur að vera hræðilegt að koma heim til sín, og það búið að ræna öllu, hvað þá að vakna með þessa ólánsmenn inn á gólfi hjá sér í miðju ráni... það hlýtur að vera mikið öryggi fyrir íbúa á Hvolsvelli að eiga svona góða löggæslu að, og svo á að skera niður allt þetta öryggi, öryggi sem íbúar þarna, sem og íbúar annars staðar hafa búið við, og búa enn við, en hvað lengi veit enginn.
Vegna mikillar samvinnu lögreglumanna sem til langs tíma hafa unnið að heilum hug saman, og hafa náð þeim árangri sem er að skila sér þarna, sem og öðrum áföngum sem lögreglan hefur náð, gekk þetta upp. Það þarf að halda utan um þennan gagnagrunn sem með tímanum er búinn að ávinnast í þekkingu og lærdómi hjá lögreglunni.
Fjöldahandtaka á Hvolsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 22:05
Já elsku Þjóð..Ögn minni..KANNSKI.
Já elsku þjóð, ÖGN MINNI og kannski gleymdist orðið KANNSKI þarna fyrir framan. Mitt leiðarljós dags daglega hefur meðal annars verið að dæma engan fyrirvaralaust, og allt hefur sínar ástæður hjá öllum fyrir gjörðum hvers og eins.
Ég er hreinlega farin að hallast á að þessi ríkistjórn viti bara ekkert hvert hún er að fara, ekki í einu eða neinu nema varðandi aðild að ESB.
Það brenna nokkrar spurningar í huga mér og þær eru þessar, ef einhver getur svarað á mannamáli.
1.Hver væri fjárhagstaða okkar íslendinga ef þessi ICESAVE reikningur væri ekki inni í myndinni...
2. Hvernig er hægt að setja þennan ICESAVE reikning nú þegar á þjóðina án þess að það sé búið að samþykkja ríkisábyrgð á honum, en hann samt þegar komin á herðar okkar......
3. Er þetta kannski en eitt lögbrotið sem ríkistjórnin er að gera á Íslendingum með þessu...
Þessa framkomu ríkistjórnarinnar er enganvegin hægt að líða lengur, eitt í dag og annað á morgun. Svo sannarlega getur allt breyst í tímana rás, og maður þurft að breyta stefnum, en þá hefur maður allavega stefnu til að breyta, en hjá ríkistjórninni virðast engar stefnur vera, jú nema ESB stefnan hennar sem meiri hluti þjóðar er andvígur. Kannski ætlar þessi ríkistjórn bara ekki að hafa neina stefnu aðra en ESB og svo ætlunin kannski að ESB taki bara við, og núverandi ríkistjórn leyst frá störfum meö sætum innan stjórnar ESB fyrir vel unnin störf...Las hérna einhverstaðar að það væri allavega búið að lofa Svavari Gestssyni sæti...
Skattahækkanir hugsanlega ögn minni en ráðgert var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2009 | 15:40
Ótrúverðugur.
það er alltaf erfitt þegar máttur minnkar. Og ef að Össur Skarphéðinsson heldur að orð Steingríms J. Sigfússonar á Norðurlandaráðsþinginu sé ástæða þess að skjálfti sé komin í Brussel vegna ESB aðildarumsókn íslendinga, þá er það reginmistök hjá honum. Meiri hluti þjóðarinnar hefur aldrei viljað inn í ESB. Og var það eitt af kosningar loforðum Steingríms J. og hans mann núna fyrir kosningarnar ekki inn í ESB. Og ekki þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir sem ICESAVE er, var líka eitt af loforðunum.
Ótrúverðug vinnubrögð hjá samfylkingunni og orð hennar eru að fella hana sjálfa um sjálft sig, bara það að láta það út úr sér, að lesningar sé ekki þörf áður en samþykki er gefið er óásættanleg vinnubrögð hjá hvaða fyrirtæki sem er, og margir hausar fokið af vinnustöðum fyrir minna tilefni.
En þetta á við alla ríkistjórnina, þessi vinnubrögð, en Össur Skarphéðinsson er einn af þeim sem hafa látið þessa setningu út úr sér...HVER LES SVO SEM ÖLL SKJÖL OG GÖGN áður en skrifað er undir.
Það sem Össur og félagar láta stundum út úr sér virðist eiga litla stoð í raunveruleikanum.
Ekki var við ugg í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 11:48
Ísland í hnotskurn.
Siðspillingin er með engu lagi lík, og svart er þetta, og hvað ætla stjórnvöld að gera þarna..allir þessir menn ganga lausir og hver veit hvern þeir eru að ræna í dag...og skyldi það allt eiga eftir að lenda á okkar breiðu bökum íslendinga að borga..
Íslendingar verða að athuga það að eftir þeirri mynd sem ríkistjórnin starfar og hefur gefið okkur, þá er um vini hennar að ræða þarna. Nýtt capital af peningum komið í þessa banka, capital sem var tekið að láni af núverandi ríkistjórn, og við íslendingar þegar byrjuð að borga í formi skatta.
Við Íslendingar eigum ekki að láta þetta líðast lengur, og ekki að taka sénsinn á að ríkistjórnin okkar bregðist eitthvað öðruvísi við núna en hún hefur gert, því þau viðbrögð sem hún hefur sýnt okkur eru ekki okkur almenningi í hag , en öll viðbrögð og allar aðgerðir hjá þessari ríkistjórn hafa verið þessum útrásavíkingum í hag, og það er ekki hægt lengur, og svo sannarlega höfum við íslendingar ekki efni á því að bíða eftir því að einhver annar taki upp hanskann fyrir okkur. Ríkistjórn á að víkja..
Rúmt ár liðið frá hruni hér, og enn að koma skítur upp, og maður fer ósjálfrátt að hugsa..
Hvað ef að þetta hefði nú verið verslun eða fyrirtæki sem þú lesandi góður hefðir átt, og það hefði komið í ljós að þú og þitt fólk væri búið að ræna gengdarlaust frá saklausu fólki, saklausu fólki sem treysti fyrirtækinu þínu... Í því réttarkerfi sem við höfum búið við, það er hinn almenni borgari að segja, þá væri löngu búið að loka fyrirtækinu þínu, dæma þig fyrir þjófnað, þú fengir háa fjársekt og fangelsisdóm fyrir brot þitt. Nafnið þitt og nöfn þeirra sem hefðu komið nálægt þessu broti hjá þér hefðu komið á forsíður fréttablaða STRAX.
Hingað og ekki lengra...við íslendingar höfum ekki efni á því að bíða. Bíða eftir því hvort ríkistjórnin ætli að ala áfram á þessari spillingu sem henni er einni lagið við og búin að vera dugleg við, eða að taka upp hanskan fyrir okkur.
Þess vegna segi ég einu sinni enn...RÍKISTJÓRNIN Á AÐ VÍKJA , hún hefur ekkert gert nema leggja meira og meira á bök okkar að borga og allir íslendingar eiga bara að missa sitt og lifa hungur lífi í eymd og volæði til að bjarga ímynd ríkistjórnar útá við. Nei takk. Höfnum samþykkt á ICESAVE og sínum heiminum að svona á ekki að vera hægt að koma fram við einn eða neinn saklausan einstakling. Tökum nöfn þessara manna, það er útrásavíkinganna og setjum þau fyrir augu heimsins svo aðrir geti varað sig á þeim. Tökum alla þessa einstaklinga sem eru viðriðnir þessari siðspillingu og gerum þá útlæga frá landi okkar með þeim skilaboðum, að þeir verða aldrei velkomnir hingað, og tryggjum að þeir munu aldrei geta fest sér rætur hér aftur. það yrði kannski víti til varnaðar fyrir aðrar þjóðir að vita nöfnin á þessum mönnum, og hjá okkur kannski meiri skilningur á af hverju við höfnum ICESAVE sem er svo sannalega ekki okkar að borga.
Stöndum saman í þessu. Mín ástæða fyrir þessum skrifum mínum hér er einfaldlega sú að mér þykjir vænt um landið mitt, og get ekki hugsað mér að einhverjir græðgiskallar utan úr heimi eignist Ísland, og við íslendingar jafnvel gerðir útlægir úr okkar eigin landi.
Skulda milljarð út á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2009 | 13:19
Allt upp á borðið takk.
Ef að Jóhanna Sigurðardóttir er sjálf farin að hafa áhyggjur yfir þessu..ja hversu ljótt er það þá orðið. Stend með Pétri þarna..
Allt upp á borð áður en það verður einu sinni farið að huga að undirskrift á ríkisábyrgð, ríkisábyrgð sem á náttúrulega að ráðast af vilja þjóðarinnar, hvort hún þjóðin vilji taka þessa þjófnaðarskuld á sig til greiðslu eða ekki...
Þetta er ekki okkar að greiða, en þjóðin er tilbúin að sína það að hún er tilbúin að greiða eitthvað upp í þennan skaða sem einstaklingar ollu, hjá þessum einstaklingum sem trúðu í blindni sinni á þessa galgopa sem stálu svo öllu frá því.
En einhverja hluta vegna vilja þarlend stjórnvöld ekki þyggja þessa réttarhönd sem við íslendingar erum tilbúinn að rétta þeim.. þó að okkur beri engin skylda til þess.
Þessi réttarhönd okkar íslendinga, sem við íslendingar erum að rétta er dýrkeypt. Svo dýrkeypt að það verða fáar fjölskyldur á íslandi sem munu geta þetta til enda, Að Íslendingar taki ALLA icesave skuldina eins og hún leggur sig á sig verður henni ofviða.
Svo fyrir íslensku þjóðina er eiginlega hvað til boða spyr maður sig.. Jú annarsvega að samþykkja þetta allt, já allt segi ég því bretar og hollendingar ætla sér ekkert annað en að fá allt borgað í topp og meira til eins og ég hef sagt í öðrum skrifum mínum, svo hvað það kostar okkur íslendinga vitum við núna,, komin smjörþefur af því.. margir, já margir munu missa allt sitt, sumir búnir, íslendingar munu lifa við fátækt næstu kynslóðir og verða skammtaður peningur til að geta framfleytt sér, og allt annað mun fara í borga einhverjum útlendingum sem létu glepjast, eins og ég hef líka sagt áður. Svo spurningin þarna er, eru íslendingar tilbúnir að fórna sér og sýnum afkomendum næstu kynslóð fyrir þessa galgopa sem með græðgi sinni rændu og rupluð, og eru að komast upp með það hjá núverandi ríkistjórn virðist vera.
Og hvað gerist ef við Íslendingar höfnum þessum reikningi á þeirri forsendu að hann er ekki okkar, og þó að við viljum með stolti sem íslendingar bæta þolendum allavega eitthvað upp í skaða þann sem þeir urðu fyrir, þá getum við sem íslensk þjóð ekki staðið undir þessu sem er verið að fara fram á, og það er bara veruleikafyrring að ætla annað.
Hjá Íslendingum þarf lífið nefnilega líka að halda áfram, og með þennan reikning á bakinu inn í framtíðina þá verður það líf nú ósköp dapurlegt og sorglegt.
Svo stöndum saman á okkar.. Höfnum þessu, við getum ekki meir enn við getum, og annað ekki. Látum ekki troða svona á okkur.
Icesave-skuldabréf hækkað um 80 milljarða á hálfu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar