Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
30.1.2010 | 12:42
Áfram Ísland.
Ég hef fulla trú á strákunum OKKAR, veit að þeir gera sitt besta og aðeins meira ef þarf. Hafa þeir sýnt okkur það og sannað fyrir sjálfum sér að þeir geta það sem þeir ætla sér. Spái þeim sigri eftir hörkuleik með 1 til 2. marka sigri og segi ég fall er farar heill strákar vegna fyrri leikja við Frakka...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2010 | 10:41
Stendur með þjóð sinni.
Forseti Íslands er þjóðinni til sóma hérna.
Hann er ekki hræddur við að standa með því sem er rétt. Hann er Maður sem er með rétta sýn á þetta Icesave kúgunarmál sem við urðum fyrir.
Hann er mikill Maður, það mikill maður að ef þetta voru bestu vinir hans sem ollu þessum hörmungum þá voru þeir ekki meiri vinir en það að knésetja heila Þjóð leyfir hann þeim ekki að gera.
Er hann ekkert annað en að segja sannleikann í þessu, við höfum verið undur miklum þrýstingi og er búið að beita okkur hinum ýmsu kúgunaraðferðum af þessum þjóðum með Ríkistjórn Íslands í farabroddi í von um að við viljum ekkert annað en að borga þetta Icesave, meðal annars vegna þess að það eigi að gera okkur svo gott og færa okkur svo bjarta framtíð liggur við að maður segi, í að láta það útúr sér að ef við borgum ekki þá gætum við dáið úr þorsta.
Á sama tíma er það ljóst að núverandi Ríkistjórn verður að víkja tafarlaust.
Núverandi Ríkistjórn er búinn að vinna að þessari kúgun á okkur með bros á vör til að þóknast Bretum og Hollendingum í von um það takist að rassskella okkur svo fast að við borgum bara þetta Icesave klúður sem varð hjá þessum þjóðum í eftirliti og aðhaldi á fjármálamarkaðinum.
Ríkistjórn sem er búin að láta kúga sig er vanhæf fyrir okkur. Ríkistjórn sem er búinn að sýna okkur Íslendingum að við séum ekki vinnunnar virði en það sé aftur á móti ESB á að víkja tafarlaus úr sætum sínum sem Ríkistjórn Íslands. Ef við skoðum það sem Jóhanna sagði í gær á vef cnn. að það að Forsetinn hafi ekki skrifað undir tefji endurreisn okkar og að við verðum hluti af Evrópusambandinu sem 70% Íslendingar vilja ekki verða ef skoðannakannanir eru teknar gildar segir okkur hvar hugur Ríkistjórnar er, inn í ESB alveg sama hvað, en að það sé verið að beita okkur kúgunum hefur ekki verið aðalmálið hjá henni, reyndar ekki til umræðu af hennar hálfu.
Húrra Húrra Húrra... segi ég fyrir Forseta okkar Íslendinga Herra Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að vinna fyrir þjóð sína. Hann þarf ekki víkja vegna lélegra vinnubragða og svika við þjóð sína eins og Ríkistjórnin er búinn að verða uppvís að gera. Pössum Sjálfstæði okkar sem og Fullveldi. Kveðja.
Það er verið að kúga okkur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2010 | 22:23
Nýtt samfélag þarf.
Það þarf að búa til nýja borg fyrir þetta fólk myndi ég halda.
Finna landsvæði þar sem hægt er koma upp húsum, blokkum götum og hverfum með öllu því sem tilheyrir, gefa sér tvö til þrjú ár í þessa vinnu, það vita allir að margar hendur gera stóra hluti, og þegar allir vinna saman að hugmynd og uppbyggingu þá geta kraftaverkin gerst í tíma.
Ég myndi halda að það þyrfti að koma öllum í burtu af þessu svæði sem allra fyrst, bæði vegna þessa sem við erum að lesa hérna, og ekki sýst vegna allra þessara miklu eyðileggingar sem átti sér stað í borginni og er ekki gott fyrir fólkið að hafa þetta fyrir augunum alla daga og vera lamað yfir stöðunni. Það ætti að virkja allt heimafólkið sem getur í þessa uppbyggingu á nýjum stað. Færa tjaldbúðir þangað sem ný borg á að vera og allir út að vinna. Börn í skóla og einhver heima til að tryggja að allir séu vel nærðir á sál og líkama. Það mun taka Haitibúa marga áratugi að jafna sig, ef nokkurn tímann verður á þessum hörmungum í eyðileggingu sem og missir sem átti sér stað.
Haiti búar þurfa að finna fyrir stuðningi og hjálp frá samfélaginu, þurfa að finna fyrir ást og kærleika frá heiminum sem er sá eini sem getur hjálpað þeim hérna og þurfa þeir virkilega á því að halda núna, þess vegna segi ég að það besta sem ég myndi halda að gerast þyrfti í hjálparmálum þeim til handa er að koma uppbyggingu á nýrri borg af stað sem allra fyrst fyrir þau og þarf nýr staður í öðru umhverfi að koma til. Dagurinn í dag er fortíð á morgun og smá saman færir tíminn þennan atburð lengra aftur, og í svona áföllum þá er svo mikilvægt fyrir mannsálina að hafa nóg að gera, og það oftast besta meðalið. Látum okkur samfélagið varða það er mikilvægt. Kveðja
Sjúkdómar breiðast út á Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2010 | 21:33
Hversu heimskt væri það.
Hversu heimskt yrði það hjá Hollendingum sem og Bretum að stíga fram núna og gefa eftir í þessum nauðungar-lánasamningi sem hefur þessa gæða vaxtarprósentu á sér...
Það sem við Íslendingar þurfum að vakna betur upp með er það að þetta er nauðunga-lánasamningur sem er verið að neyða á okkur til greiðslu. Nauðungar segi ég vegna þess að það er verið að neyða honum á okkur hvort sem hann er okkar eða ekki. Neyða þessum vaxtarkjörum...
Það sem er kannski annað mál í þessu og jafnframt mikilvægt fyrir okkur að skoða og horfast í augu við, er það að núverandi Ríkistjórn er í þessari samvinnu með Bretum og Hollendingum, og það er stór biti fyrir þjóðina að tyggja og hvað þá að kyngja. Það varðar brot á vinnueið Ríkistjórnar sem á að hugsa um og vernda hag okkar Íslendinga. Það er svo margt sem er komið fram sem segir okkur að við Íslendingar eigum alveg hiklaust að stíga fram og fara dómstólaleiðina, krefjast réttar okkar í þessu máli. Það skal engin segja manni annað en að Bretar og Hollendingar viti ekki af broti sínu þarna, og séu jafnvel farnir að verða smeykir svo ég taki vægt til orða yfir þessari átt sem þetta Icesave er komið í hérna á Íslandi.
En á meðan þeir eru ennþá með loforð um fulla greiðslu á því sem að þeir vilja fá, á þeim kjörum sem þeir óska sér frá Ríkistjórn Íslands þá segi ég hversu heimskt yrði það að bíða ekki eftir svari Íslendinga sem kæmi úr niðurstöðu Þjóðaratkvæðagreiðslunar sem segði þeim þá hvort við Íslendingar viljum gefa Fjármálaráðherra Íslands leyfi fyrir okkar hönd um Ríkisábyrgð handa Landsbankanum til greiðslu þeim til handa á þessum Icesave nauðungarlánasamning, sem er samin einhliða af Bretum og Hollendingum með samvinnu AGS og ESB og samþykki ríkistjórnar Íslands um að setja þessa nauðungarrukkun sem þetta er á okkur Þjóðina sína, frekar en að taka þeim afleiðingum sem allir áttu að taka þarna sem hlut áttu að máli. Það má setja þetta upp eins og það hafi verið á okkar ábyrgð að fylgjast með að rétt hafi verið farið að í Löggæslu á þessum Einkafyrirtækjum, og ekki man ég eftir að hafa fengi símtal eða bréf sem segði mér að það væri mitt að fylgjast með að lög verði ekki brotin og ég gerð ábyrgð ef ílla færi, það er verið að refsa okkur íslendingum fyrir þetta meðal annars með greiðslu á þessu Icesave.
Verum óhrædd við að standa á rétti okkar, og svo mikið vitum við að það eru ekki við sem tókum þessa peninga frá þessu fólki sem treysti í sakleysi sínu þessum fjárglæframönnum sem áttu og stjórnuðu þessum Einkabönkum... Höldum vöku okkar í meðvitund um mun á réttu og röngu.
Við erum Þjóðin og Landið er okkar. Kveðja
Hollendingar gefa sig ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2010 | 12:49
Hverjum hefði dottið það í hug...
Þjóðinn velti því ekkert lítið fyrir sér hverjir hefðu staðið á baki þessara Þjóðfundar sem var blásinn á með miklum látum, hugmyndarinnar virði man ég að ég hugsaði þarna þegar var verið að kynna þennan stóra fund. Ríkistjórn vildi ekkert kannast við, en ákvað að styrkja þetta verkefni um litlar 7 milljónir ef ég man rétt...
Að lesa svo núna sem og síðustu daga um endurfundi á minni þjóðarfundum um allt land, og að það sé verkefni Ríkistjórnarinnar til að finna út hvað fólkið gæti dottið í hug að gera og vinna að er ekki hægt að líða. Þetta 20/20 verkefni, er þetta ekki þessi dótarkarfan sem að Jóhanna Sigurðardóttir lét Árna Pál fá til að leika sér með til að drepa tímann á meðan hún Jóhanna er að koma sér og sínum inn í ESB...
Það næsta sem gerist svo eftir þetta verður líklega það að Jóhanna og Árni Páll stíga fram fyrir okkur þjóðina og segja að við erum ómöguleg, vitum ekkert hvað við viljum og ætlum. Þessi sóknaráætlun 20/20 hvað þýðir hún.. Það á kannski að kanna hug þjóðarinnar til virkjana um allt land... Þessi áætlun hjá Ríkistjórninni hérna til að fá að vita hvað fólkið vill, og til að afla sér frekari vinsælda til að vita hvaða kosningarloforð á að gefa næst, loforð sem verða svo ekkert annað en svikin og verða bara innantóm orð seinna meir en gefin til að geta verið áfram við völd er ekki hægt að líða.
það er allt á hvolfi í þessu þjóðfélagi vegna aðgerðarleysi Ríkistjórnar í að koma atvinnuhjólinu í gang aftur. Atvinnuhjóli sem Ríkistjórnin ætlar sér kannski aldrei að koma í gang aftur nema í formi stórvirkjana. Þessi Þjóðfundar hugmund var góð og hefði svo sannarlega geta leitt þjóðina saman, en það var víst ekki hugmynd sem var sett af stað af heillindum eins og allir héldu. Það fengu margir eftirköst af þeim fundi þegar uppi var staðið og kom í ljós að Ríkistjórnin var svo á bak við hann allan tímann. Gæti 20/20 táknað verkefni sem ætti að ljúka ekki seinna en árið 2020. það er svolítið langur tími til að henda einhverri uppbyggingu í gang fyrir þjóðfélag sem þarf aðgerða í uppbyggingu núna...Verum vakandi og látum ekki bjóða okkur svona bull, þetta er ekkert annað en eitt bullið í viðbót... Kveðja.
Segja sóknaráætlun ganga samkvæmt áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 07:51
Lán með veði í láni...
Hversu siðlaust er þetta að veita lán með veði í öðru láni....
Frestur veittur aftur og aftur án þess að innborgun komi ef maður er að skilja þessa frétt rétt.
Skyldu heimili landsmanna sem eiga húsnæðislán í þessum bönkum hafa fengið sömu kjör, það er frestur á frest ofaná án þess að borga krónu upp í afborgun ... Það sem er sláandi í þessu er lán með veði í öðru láni...
Er þetta ekki brot á lánareglum ?
Þarf ekki að vera raunhæf trygging í veði...
Hvernig getur annað lán verið veð fyrir öðru láni, það er alveg óskiljanlegt að svona skuli líðast á meðan fjölskyldurnar í landinu eru að missa heimili sín vegna þess að frekari frest eða samvinnu er ekki að fá.
Það er kannski möguleiki fyrir heimilin að fara í bankana sína og biðja bankann um annað lán með veði í gamla láninu, og losa veðin af heimilum landsmanna. Þetta sýnir okkur hinum að mikil veruleika fyrring er búin að eiga sér stað. Kveðja.
Glitnir mokaði fé í Fons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2010 | 06:58
Ekkert annað að gera...
Það er nefnilega það. Þetta er það sem maður er búinn að segja og halda fram allan tímann, fara dómstólaleiðina, það mun engin sátt nást hjá okkur Íslendingum nema að dómstólaleið lokinni.
Er alveg ljóst á svari Fjármálaráðherra þegar hann var spurður um grein Jón Steinars Gunnlaugssonar og Sigurðar Líndal sem birtist í gær að þetta er ekki sú leið sem honum hugnast, og er greinilegt að hann svarar ekki spurningu blaðamanns hér, heldur snýr sér útúr með því að svara að það vekji athygli hans hverjir skrifi þessa grein, að starfandi hæstaréttadómari skrifi greinar um málefni af þessu tagi...
Hann er ekki að útskýra af hverju hann eða núverandi Ríkistjórn vilji ekki fara aðra leið, hann eða Forsætisráðherra hafa ekki einu sinni viljað ræða aðra leið en þessa sem þau hafa valið, valið á þeirri forsendu að þetta sé besti hugsanlegi samningur sem hægt er að fá. Fyrir þá sem eru sekir þá er þetta kannski besti hugsanlegi samningur sem hægt er að ná í, en fyrir þá sem eru saklausir og sitja í þeim sporum að þurfa að fara í ánauð vegna þessa, þá er þessi leið óskiljanaleg sem Ríkistjórnin er að fara hérna í að reyna að þröngva okkur saklausa Íslendinga til greiðslu.
Gæti það verið að við Íslendingar séum búnir að eyða kröftum okkur í vitlausar aðgerðir í mótmælum okkar núna upp á síðkastið ?
Það hefur komið skýrt fram að þetta er leiðin sem sitjandi Ríkistjórn ætlar sér að fara, og engin önnur leið verður farin af hennar hálfu. Þess vegna spyr ég mig núna hvort við mótmælendur erum búnir að vera á villigötu með mótmæli, mótmæli sem ættu kannski að snúast um VANHÆF RÍKISTJÓRN... BURT MEÐ HANA. Samvinna milli flokka er ekki að spila einleik. Verum vakandi öllsömul það er ekki okkar að bera ábyrgð á fjármálakerfi heimsins, það er ekki okkar að borga fyrir sofandahátt Breta eða Hollendinga sem greinilega sváfu á sinni vakt, sem og Íslensk eftirlit. Dómstólaleiðina á að fara í þessu, við Íslendingar sem saklausir erum verðum aldrei sáttir við annað. Kveðja.
Samið á nýjum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2010 | 16:03
Er næsta skref ekki í okkar höndum...
Hvað erum við Íslendingar að lesa hérna...?
Jú en einn feluleikurinn í viðbót í gangi, leikur sem á ekki einu sinni að vera í gangi vegna þess að hvaða næsta skref verður tekið í þessu Icesave veltur á niðurstöðunni sem kemur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ég heyrði Forsetann hvergi setja þetta EF inn í niðurstöðu sína þegar hann setti þetta mikla ágreiningsmál sem er milli þjóðarinnar og Ríkistjórnarinnar í hendurnar á okkur þjóðinni, hann talaði um þessa miklu ábyrgð sem hann væri að setja í hendur okkar þegar hann las niðurstöðu sína.
Að Ríkistjórnin skuli vera að vinna á bak við borðið í þessu er ekki hægt að láta viðgangast því það er ekkert traust til hennar frá þjóðinni, og ef að maður hlustar betur á þær raddir sem eru farnar að heyrast þá er líf þessarra Ríkistjórnar lokið. Að við Íslendingar skulum ekki vera með Ríkistjórn sem vinnur fyrir okkur Íslendinga er brot á okkur.
Ríkistjórn ber skylda til að vinna að sem bestum hag fyrir þjóð sína, vernda rétt hennar sem og virða í alla staði, tryggja að allir geti búið við mannsæmandi kjör í landinu. Þá má aftur á móti spyrja sig hvað er mannsæmandi lífskjör. En við vitum hvað mannsæmandi lífskjör eru, og ein af þeim lífskjörum er ekki að sæta óréttlæti í neinni mynd eða yfirgang frá öðrum þjóðum og það á Ríkistjórnin að passa að land hennar verði ekki fyrir. Ríkistjórnin er sjálf að spila rassinn (stór orð) úr buxunum sínum á sinn eigin kostnað, það er verst fyrir okkur hin að við munum sitja uppi með að þurfa að byggja upp trúverðugleika á ný, en það verður ekki svo erfitt vegna þessarra aðferðarfræði sem Ríkistjórnin er búinn að nota, aðferðarfræði sem börnin nota á meðan þau vita ekki betur, segja já áður en spurt er hvort við eigum, getum, viljum eða hvað þá hvort okkur beri skylda, en fyrir okkur hina þá eru flestir í lífinu sem ná þessum þroska. Upp á borð með það sem Ríkistjórnin er að gera í þessu máli, við búum í Lýðræðisríki sem Sjálfstæð þjóð með Fullveldi og það ber Ríkistjórn okkar að virða, en núverandi Ríkistjórn er ekki að vinna eftir því. Þess vegna segi ég vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Það var nefnilega ekki bara Sjálfstæðisflokkur við síðustu stjórnvöld heldur Samfylkingin með, og eftir öll lætin og öll þessi stóru orð þar sem Sjálfstæðisflokknum hefur hreinlega verið kennt um alla þessa spillingi í einu og öllu, þá hefði maður haldið að spillingin hefði átt að hætta með það sama og sá flokkur steig til hliðar, en hvað gerðist, jú þeir sem áttu þessa spillingu fengu greinilega að vera áfram og sá angi er við völd núna og á fullu að moka yfir skít sinn, og kemur örugglega til með að kenna VG um alla þessa áframhaldandi spillingu sem er búinn að vera. Ekki er hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum um það, hvergi er hann í Ríkistjórn að moka yfir núna... Höldum vöku okkar áfram, þessu er ekki lokið en þá. Kveðja.
Erlent ríki kannar sáttagrundvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 09:26
Trúverðugleiki...
Það situr í mér þessu spurning... Hversu trúverðug er Ríkistjórn Íslands gagnvart Íslendingum ?
Fyrir mér þá er enginn trúverðugleiki þar gagnvart okkur Íslendingum. Íslendingar eru með Ríkistjórn sem er algjör gunga út á við.
Inná við er Ríkistjórnin að berja á þjóðinni sinni, berja hana til ánauðar vegna þess að hún Ríkistjórnin hefur ekki kjarkinn annarsvegar til að standa á rétti þjóðarinnar. Ekki kjarkin til að láta reyna á lagalega hlið í þessu Icesave máli fyrir hönd okkar Íslendinga, og vitnar endalaust í viðræður sem áttu sér stað hjá fyrri Ríkistjórn, fyrri Ríkistjórn sem er búinn að stíga fram og gera grein fyrir þátttöku sinni í samningsviðræðum sem höfðu átt sér stað. Það hefur engin sagt að við munum ekki standast lagalegar skuldbindingar, en fyrst þarf að fá að vita hvort við Íslenskir skattgreiðendur séum ábyrgir fyrir þessu ráni sem framið var, og hverjar lagalegar skulbindingar okkar eru hérna.
Að heilu Þjóðirnar skuli geta komið sér undan ábyrgð sinni með því að skella ábyrgðarleysi sínu á okkur Íslendinga, er ekki hægt að líða.
Bretar og Hollendingar vísa til þess að Íslensk stjórnvöld hafi oft sagst myndi virða þær skuldbindingar sem þeim ber.
Að virða það sem okkur ber, er allt annað en að neyða okkur til alveg sama hvað. Að virða það sem okkur ber gæti verið niðurstaða frá Dómstólum.
Ég finn að ég treysti ekki Ríkistjórninni okkar, sem er leiðinlegt að finna en er. Hún ætlaði sér að keyra þessa ránsskuld til greiðslu í gegnum Alþingi á okkur Íslendinga helst þannig að við áttum ekki að vita neitt. Samanber meðferðin á þessu Icesave í Alþingi. Ég finn líka að ég treysti henni ekki lengur til að fara með þetta mál fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem hún Ríkistjórnin hefur sýnt okkur ótvírætt að hagsmuni Breta og Hollendinga hefur hún haft í fyrirrúmi hjá sér en ekki okkur Íslendinga. (besti samningur sem hægt er að gera)
Þegar svona mikið traust er brotið, (og er ég ekki eina sem finn að þetta traust er brotið) þá er stoðin undir setu Ríkistjórnar farin, og er stoðin reyndar farinn fyrir löngu í þessu máli, hvað þá í öðrum málum sem fólust líka í þessum fögru kosningarloforðum hennar, sem reyndust svo ekkert annað en innantóm orð sem vorð notuð til að koma sér til valda, og nægir að nefna skjaldborgina sem átti að slá um heimili Íslendinga, en gleymdist að segja þjóðinni fyrir kosningar að um heimili Breta og Hollendinga væri að ræða vegna þess að vinir hennar Ríkistjórnarinnar fóru aðeins óvarlega. Að það skuli vera viðræður í gangi núna sem er þá 3 tilraun er ekki nógu gott. Forsetinn er búinn að setja þetta Icesave mál í hendurnar á okkur þjóðinni og hvað þýðir það... Jú næsta í þessu máli er að fá vilja þjóðarinnar í þessu, og þegar hann er komin þá á að taka næsta skref. Þessi Ríkistjórn á að víkja tafarlaus vegna lyga sinna til okkar. Ríkistjórnin er búinn að segja þjóðinni sinni að betri samning fær hún ekki svo hvað er hún að reyna núna í þessu máli... Hversu mikið er hún að eyðileggja fyrir okkur núna með þessu klóri sínu í bakkann í von um aðeins betri... Það er gott að lesa það að öll stjórnarandstaðan er föst á sínu, stjórnarandstaðan sem hefur miklu meira verið að berjast fyrir hönd okkar Íslendinga í þessu en Ríkistjórnin sjálf. Höldum vörð um rétt okkar við eigum hann í þessu máli, og látum ekki svona óréttlæti verða troðið á okkur án þess að við fáum að njóta réttarstöðu okkur í þessu ljóta máli. Þessi Icesave skuld er ekki okkur Íslenskum skattgreiðendum að kenna, og þess vegna getur hún aldrei verið okkar að greiða. Kveðja.
Svara líklega um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2010 | 01:30
Ljóta bullið...
Þetta er ljóta bullið sem er að gerast hérna á sama tíma og það eru á annað þúsund fjölskyldur að missa heimili sín á næstunni vegna þess að þau geta ekki lengur mætt þessarri fjármálasprengju sem átti sér stað í verðlagi, og Ríkistjórn búin að gefa það út að það er ekkert meira hægt að gera í að hjálpa heimilum í vanda...
Ef að þetta fólk, það er stjórnmálamenn og hvað þá vinir og vandamenn, og er alveg sama í hvaða flokki þau eru, ef að það er hægt að gera svona fyrir þau, þá er hægt að rétta öllum þeim sem eru búnir að missa eign sína, eða við það á næstu vikum, eign sína aftur með nýjum lánasamningi með 60% aföllum allavega miða við núverandi verð.
Þetta er svívirða af verri endanum sem er að eiga sér stað hérna, af Ríkistjórn sem ætlaði að bjarga heimilunum í landinu...
Það er varla hægt að horfa upp á þetta lengur, og myndi ég halda að til róttækra aðgerða þyrfti strax að koma svo þessi vit-leysa fái ekki að ganga lengra. Eins og ég segi ef þetta er hægt að gera á sama tíma og ekkert er hægt að gera fyrir heimilin sem eru í vanda þá er mikið að í siðmenningunni okkar, og það sem verra er að það virðist liggja alfarið hjá Ríkistjórninni þessi siðblinda. Stöndum saman Íslendingar þetta eru heimili okkar þó öll séu ekki í vanda, þá eru þetta samt heimili okkar, og það fer mikið þegar það losnar upp.... Kveðja.
Segist hafa keypt hús á yfirverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar