Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
2.11.2010 | 07:53
Ótrúverðugur maður því miður...
Ég verð hálf orðlaus yfir lestri þessum og er greinilegt að Össur Skarphéðinsson er orðin hræddur um sæti sitt...
Utanríkisráðherra Íslendinga hefur orðið uppvís að þvílíkum vinnubrögðum að það er ekki mark takandi á einu eða neinu sem kemur frá honum...
Að segja svona á sama tíma og hann og hans flokkur hefur ekki gert neitt annað en setja drápsbyrði á bak okkar Íslendinga til greiðslu, byrði sem mun teygja sig út fyrir líftíma okkar inn á líftíma barna okkar og jafnvel barnabarna ef hann mætti ráða...
Þetta segi ég vegna þess að það er nóg að horfa aftur á bak og minnast þess að þannig átti að ganga frá Icesave í upphafi að það yrði ekki byrjað að borga af því fyrr en eftir 7 ár að mig minnir, með svimandi háum vöxtum og ná út í hið óendanlega að borga þar til búið væri...
Ég veit ekki betur en að það sé verið að ganga þannig frá húsnæðisskuldum þeirra Landsmanna sem eiga að þær nái út yfir líftíma þeirra og yfir á afkomendur ef viðkomandi tekst ekki að greiða upp skuld sína fyrir andlát sitt...
Ég veit ekki betur en að hann hafi einnig orðið uppvís að því að stinga óþægilegum skjölum og gögnum undur stóla og ofan í skúffur, uppvís að því að lesa ekki heimavinnuna sína svo lítið eitt sé nefnt...
Það er ekki marktakandi á einu eða neinu sem kemur frá þessum manni því miður vegna þess að hann hefur orðið uppvís að þvílíkum vinnubrögðum að það hálfa þætti meira en nóg annarstaðar til þess að honum yrði vikið frá störfum með skömm tafarlaust....
Láti ekki börnin borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 10:29
Þessa heildarmynd og markmið upp á borðið takk fyrir...
Hvernig stendur á því að AGS ræður för hérna...
Erum við Íslendingar komin í vanskil við AGS... Man ég ekki eftir að hafa lesið eða heyrt um það, og svo lengi sem það er ekki þá er ég ekki að skilja þessa afskiftasemi AGS...
AGS gefur sig út fyrir að HJÁLPA og að vilja HJÁLPA vegna þess að hjálpar er þörf er ekki hjálp ef knésetja á...
Auðvitað er það ekki svo að AGS hafi járntak á einstökum obinberum sjóðum segir Steingrímur á sama tíma og það er verið að segja í þessari frétt að þennan sjóð má ekki hreyfa samkvæmt tilmælum AGS. Hvaða obinberum sjóðum ræður AGS yfir...
En allt verður að falla inn í ákveðna heildarmynd og heildarmarkmið í ríkisfjármálum segir hann jafnframt...
Vil ég að við Íslendingar allir fáum að sjá þessa heildarmynd sem og heildarmarkmið sem hann talar um vegna þess að það er verið að sigla Íslandi í strand með öllum þessum fjármálamarkmiðum Ríkisstjórnarinnar á sama tíma og aðgerðarleysi í hina áttina er algjört segi ég......
Mér finnst þessi frétt sína manndómsleysi Fjármálaráðherra sem hefur greinilega ekkert bein í nefinu til þess að rísa upp fyrir þjóðina sína og berjast fyrir réttlæti henni...
Það er komið fram við okkur Íslendinga eins og við séum sökudólgar á þessu öllu saman og það af Fjármálaráðherra okkar Íslendinga í fararbroddi sem hefur meðal annars látið það út úr sér að við eigum bara að borga Icesave vegna þess að það sé betra...
Vanhæfur Fjármálaráðherra sem á koma sér frá strax segi ég áður en skaðinn eftir hann og hans fólk verður meiri en þegar er...
Fé stendur óhreyft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar