Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
12.11.2010 | 01:52
Ríkisstjórnin vanhæf...
Ríkisstjórni er vanhæf til að taka á þessum mikla vanda sem er komin upp vegna þess að hún ákvað að gefa bönkunum þann afslátt sem til var fyrir heimilin...
Bara það að Ríkisstjórnin skuli ekki hafa gengið þannig frá hlutunum að sá afsláttur sem gefin var á húsnæðislánin þegar þau fóru í hendur nýju bankana skilaði sér beint þangað sem hann átti að fara segir allt sem segja þarf í þessu máli.
Það var aldrei ætlun Ríkisstjórnarinnar að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna frekar en að það hafi verið ætlun hennar að tryggja það að óreiðuskuldir annarra eins og Icesave yrði ekki okkar að borga...
Og svo þessar fréttir sem komu fram í dag á Alþingi, þar sem það kom fram að Jóni Bjarnasyni hefði verið hótað uppsögn úr Ríkisstjórn ef hann greiddi ekki rétt með ESB umsókninni....
Ég segi bara núna hvar er Forsetinn okkar...
Finnst honum þessi framkoma Ríkisstjórnarinnar og svik hennar við okkur Íslendinga allt í lagi...
Hann á að kalla saman neyðarstjórn tafarlaust og kalla eftir rannsókn á forsendu þessara gjörða Ríkisstjórnar vegna þess að hún var og er ekki hagsmunir okkar þjóðarinnar það er Þjóðinni ljóst í dag....
Það er engin, og ég segi engin skynsemi í því að setja heila þjóð í ánauð eins og er verið að gera hérna vegna þess að forsendurnar fyrir ánauðinni eru ekki réttar...
Gengislánafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2010 | 15:58
Það var nefnilega það...
Það er ekki marktakandi á einu einasta orði sem kemur frá þessum manni....
Það er skrítið að Össur haldi því fram að um AÐILDARVIÐRÆÐUR sé eingöngu að ræða á sama tíma og ESB er komið svo langt í FERLI sínu hingað til lands að peninga og menn eru þeir búnir að koma með til Landsins og farnir að ausa peningunum í allar áttir til að kaupa sig inn.....
Alþingi á að krefjast þess núna áður en lengra verður haldið að Þjóðin fá Þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún vilji í áframhaldandi viðræður við ESB eða ekki, ella verði þessi ESB umsókn tafarlaust dregin til baka...
Viðræðurnar fela ekki í sér aðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 23:20
Fer ekki Geimskipið að láta úr höfn...
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2010 | 12:41
Ekkert ESB takk fyrir...
Mikið er ég sammála honum í því að réttast er að VG komi hreint fram og segi eins og er...
Segi eins og er að það hafi aldrei verið á stefnuskrá hjá þeim í VG að ganga í ESB...
Þetta var eitt af stóru kosningarloforðunum þeirra í VG að ætla EKKI Í ESB og fékk VG mörg atkvæði til sín vegna þeirra stefnu...
Að hafa gefið leyfi fyrir því að viðræður verði ræddar um hugsanlega inngöngu er allt í lagi í sjálfu sér, en það er allt annað en það sem við erum að horfa á í dag....
Allir Íslendingar voru látnir halda að um viðræður væri bara verið að fara í og ekkert annað...
Að VG skuli standa frammi fyrir því í hverri viku eins og Bjarni Benediktsson bendir á að vera að stöðva aðildarferlið er náttúrulega ekki í neinu samræmi við það sem að þeir gáfu leyfi fyrir í upphafi, leyfi sem var að í viðræður yrði farið um hugsanlega inngöngu Íslendinga í ESB en ekki Aðildarferli...
Ég held að það sé komið að því að Ríkisstjórn Íslendinga þurfi að sitja fyrir svörum um þetta ESB brölt sitt og útskýra fyrir Þjóð sinni af hverju hún hafi kosið að LJÚGA svona að henni um þetta allt saman...
Aðildarviðræður sem urðu að Aðildarferli sem engin vill samt sem áður kannast við að sé...
Meinum ekkert með þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2010 | 09:04
Margar aðrar leiðir til...
Það má skoða þá leið einnig finnst mér hvort það gæti ekki verið hagkvæmara og betra að hafa Háskólana alla út á Landsbyggðinni...
Bifröst, á Egillstöðum og Skólasamfélagið upp á gamla Keflavíkurflugvelli til dæmis...
Sú leið yrði miklu hagkvæmari fyrir þá sem að nám munu sækja á allan hátt. Heimavist á staðnum svo það verður enginn bensín og ferðakostnaður á degi hverjum að mæta, eitt stórt mötuneyti þannig að matur verður fyrir alla svo þar mætti spara í magn innkaupum, fyrir utan aðal-ástæðuna sem ég sé í rólegu og afslöppuðu umhverfi sem ætti að gefa það að nemendur geti verið með allann huga sinn óáreittir frá hávaða við námið án þess að eiga á hættu að verða fyrir utanaðkomandi truflun frá umhverfi sem gerir það að fullur námárangur ætti að nást...
Það eru margar aðrar leiðir til....
Ósammála áformum um sameiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2010 | 12:10
Svei og skömm...
Það er með ólíkindum þessar umræður sem verið hafa um Hjálparsamtök þau sem eru að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi, vegna þess að Ríkisstjórnin og Ráðamenn eru ekki að vinna vinnuna sín....
Nei það virðist vera betra að baula á þann eða þá sem að eru að reyna allt sitt til þess að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi þó svo að þeim beri engin skylda til, baula frekar en að viðurkenna vanmátt sinn á verkefninu...
Það er með ólíkindum líka að þessi umræða sé í loftinu á sama tíma og framfærsla og lægstu laun eru ekki meiri en þau eru...
Að ætlast til þess að fólk sem hefur misst vinnu sína eða heilsu nái endum saman á 150,000kr að meðaltali á mánuði er mikil veruleika-fyrring og ekkert annað á sama tíma og meðalhúsaleiga er ekki undir 100,000kr á mánuði eða afborganir af húsnæðisláni ekki undir framfærslu-upphæð og þá er allt annað eftir...
Ríkisstjórnin og ráðamenn hennar eiga að koma sér frá tafarlaust vegna þess að þetta er ekki hægt að líða á sama tíma og við Íslendingar erum samt sem áður nógu góðir til að borga þeim þessi góðu laun sín....
Matur í poka eða fjárstyrkur ? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 21:58
Leiðarljósin okkar 3...
Þessi umræða fær mig til þess að hugsa um Leiðarljósin 3. Trú von og kærleikur...
Trúnna sem er svo mikilvæg fyrir okkur í lífinu vegna þess að hún gefur okkur það að við getum haldið áfram...
Vonina sem svo mikilvæg vegna þess að hún getur fært fjöll liggur við að ég segi vegna þess að von í brjósti hvetur...
Kærleikurinn sem er svo mikilvægur í lífi hvers og eins vegna þess að hann nærir sál og líkama...
Mér finnst mjög mikilvægt að trúargildi Íslensku Þjóðarinnar verði kennd í skóla hér á Íslandi, á sama tíma finnst mér það mjög mikilvægt að Íslenskir skólar fræði nemendur um að önnur trúarbrögð séu til og þau rædd....
Það er einnig mikilvægt að foreldri leiði barn sitt eða börn í trúmálum þar til barnið hefur þroska og aldur til að mynda sér sína eigin skoðun á því hvar í trúmálum það vil vera...
Sjálfstæðismenn vilja samráð um trúmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 20:53
Það er bara ósköp skiljanlegt...
Mér finnst það bara ósköp skiljanlegt eftir allt sem á undan er gengið að fyrirvari sé hafður á...
Fyrirvari vegna þess að Icesave er ekki en þá afgreitt og Ríkisstjórnin en þá að reyna allt sitt til þess að troða því á herðar okkar til greiðslu þó svo að það sé ólöglegt samkvæmt lögum. Allir stóru bankarnir hér á landi fóru á hausinn...
Það urðu mikil og óvenjuleg mótmæli hér 4 október síðastliðin, og margir Ráðamenn fengu egg á sig vegna þess að almenningur krefst þess að fá sína leiðréttingu á húsnæðislánum sínum meðal annars og hvað hefur gerst eftir þau mótmæli...
EKKI NEITT liggur við að ég segi vegna þess að það eru skelfilegir hlutir samt sem áður að gerast með eignir fólks samkvæmt fréttum að dæma...
Svo þegar maður skoðar þetta svona þá er það ósköp skiljanlegt að það séu efarsemdir í gangi um heilindi á bak við hlutina hjá Ríkisstjórninni sem er komin í strand vegna þess að uppvís er hún líka búin að verða um að vera með feluleik á þessari ESB umsókn sinni þar sem Þjóðin var látin halda að viðræður væri verið að fara í og ekkert annað.....
Það á að kalla eftir því að þessi Ríkisstjórn verði tafarlaust sett út og umboð hennar tekið af henni... Neyðarstjórn verði sett saman strax og hún látin taka við...
Neyðarstjórn þar sem tekið verður á Icesave fyrir dómsstólum vegna þess að þar er um mikið óréttlætismál að ræða fyrir okkur Íslendinga...
Neyðarstjórn sem tekur á þessu Banka innráni sem átti sér stað hér á landi af eigendum sínum, neyðarstjórn sem lætur almenning jafnframt njóta réttlætis í leiðréttingu vegna þeirra skekkju sem kom við þetta á allt verðgildi hér á Landi...
Neyðarstjórn sem sér um að koma efnahagskerfinu og framleiðslunni í gang svo öll hjól fari að snúast eins og ætti að vera...
Er þetta bara brot af því sem þarf að gera, en alveg ljóst er að svona eins og þetta hefur verið að ganga í aðgerðum hjá Ríkisstjórninni er ekki hægt lengur....
Hafa fyrirvara á samráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 09:18
Komið ykkur frá...
Eftir hálfan mánuð segir maðurinn...
Það er allt eins sem kemur frá þessari Ríkisstjórn og eins og staðan er í dag þé er það allveg ljóst að ekkert á að gera...
Það eina sem þessi Ríkisstjórn getur og kann er að setja hverja nefndina á fætur annarri í gang til þess að fresta því að þurfa að segja eins og er, og eins kann Ríkisstjórnin að setja dagsetningar fram í tímann til þess að kaupa sér frest í von um að Landinn gefist bara upp...
Hvað er eiginlega langt síðan að Þing kom saman og mikil mótmæli brutust út vegna þess að við Íslendingar erum ekki sátt við að verða sett á hausinn vegna gjörða örfárra manna sem eiga greinilega ekki að fá sína refsingu fyrir að ræna öllu og setja allt á hausin hérna, heldur erum við Íslendingar að horfa á það að þeir hljóta viðurkenningar liggur við að ég segi frá Ríkisstjórninni...
Viðurkenningar á störf sín í formi niðurfellingar og afskriftar á sama tíma og það á ekkert að gera fyrir hinn almenna borgara sem á bara að missa allt sitt og helst sitja uppi með skuld sem yrði óendanleg í greiðslu, en hinn almenni borgari var samt sem áður nógu góður til þess að láta ljúga að sér með fögrum kosningarloforðum um skjaldborg, allt upp á borðum, og ekki okkar almennings að borga óreiðuskuldir annarra svo lítið eitt sé nefnt...
Svika Ríkisstjórn segi ég sem lét kjósa sig MEÐVITAÐ með sviknum LOFORÐUM til þess að geta klárað rán sitt segi ég vegna þess að það er það sem er búið að vera að gerast frá því að þessi Ríkisstjórn komst til valda finnst mér á okkar almennings kostnað...
Ef að þetta á að vera val á milli þess að Ríkisstjórnin sitji eða Íslendingar fari annað þá er það ekki spurning fyrir mér að Ríkisstjórnin á að fara...
Tillögur eftir hálfan mánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 08:31
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti...
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti og á að koma sér frá...
Ríkisstjórnin er búin að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum með þessum frasa sínum að málið verði að skoða....
Það sem Ríkisstjórnin er ekki að skilja er að hún var kosin út á kosningarloforðin sín fögru...
Kosin til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna sem og að tryggja það að óreiðuskuldir annarra eins og Icesave yrði ekki okkar þjóðarinnar að borga...
Komið ykkur frá tafarlaust segi ég vegna þess að staðan ykkar er orðin þannig af ykkar eigin völdum að það er alveg sama hvað þið gerið þá munuð þið ekki njóta trausts. Ekki trausts vegna þessa svika sem þið hafið framið við okkur þjóðina með þessum sviknu kosningaloforðum ykkar sem voru greinilega meðvituð gerð með það í huga að klára þetta rán sem var greinilega stöðvað á óheppilegum tíma...
Ég vil að þessi Ríkisstjórn komi sér frá tafarlaust og neyðarstjórn verði látin taka við strax...
Vill endurskoðun á niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar