Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
17.11.2010 | 12:50
Ein setning um þetta að segja....
Þúsund manns hafa misst réttindi til bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 09:47
Það á eftir að breyta Stjórnarskrá okkar....
Þessi ESB aðild sem Íslendingar eru búnir að sækja um í (að vísu í andstöðu við meiri hluta þjóðarinnar) og á að vera það besta sem fyrir okkur getur komið ef að marka má orð Samfylkingarinnar er að veltast fyrir mér á annan hátt en verið hefur...
Það sem er að trufla mig er að það er sótt um í ESB sem á að vera það besta sem fyrir okkur gæti komið er ekki meira og betra fyrir okkur en það að það þarf að taka allt kerfið hérna og breyta því aftur til fornaldar liggur við að ég segi....
Það virðist vera svo að þær reglur og þau lög sem eru innan ESB hennta okkur ekki meira en það að það þarf að breyta öllu hérna á Íslandi fyrir þessa ESB aðild, breyta meira og minna öllu svo mikið að það er vafa mál hvort það sé okkur til góða segi ég...
Að það þurfi að semja um allt á þann hátt að það er tap fyrir okkur Íslendinga finnst mér ekki í lagi...
Það þarf að breyta Stjórnarskránni okkar þannig að Sjálfstæði okkar fer til þess eins að við getum farið í þetta ESB samfélag, og hversu gott getur það verið fyrir okkur....
Ekkert ESB segi ég og krefst ég þess að Þjóðin fái að kjósa um það hvort þetta er það sem að hún vill áður en lengra er haldið á þessari braut....
Að það skuli en þá vera talað um að viðræður séu eingöngu í gangi er ekki í lagi...
Ég segi bara Guði sér lof fyrir Stjórnarskránna okkar núna, hún er að gera það að það er ekki hægt að keyra Þjóðina í ESB gegn hennar vilja....
Þetta samhengi á milli AGS og ESB eru allir búnir að vita um og er sorglegt fyrir Ríkisstjórnina okkar að þetta sé að koma svona fram núna vegna þess að hún er búin að halda því fram að svo sé ekki....
Ríkisstjórn sem er rúin trausti er óstarfhæf fyrir Þjóðina....
ESB skilyrðir aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 10:17
Alþingi hafið manndóm og rjúfið þing....
Þetta er alveg með ólíkindum allt saman...
Það átti að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna allra ekki bara sérvalinna vina Ríkisstjórnarinnar eins og Landsmenn eru búnir að horfa upp á að sé gert, að við skulum lesa í þessari frétt að enn sé gert ráð fyrir því að Ríkisstjórn Íslands láti í sér heyra varðandi þetta mikla mál er með ólíkindum, við skulum bara svo rétt vona að Ríkisstjórnin hafi þann manndóm í sér að tilkynna Þjóðinni sjálf þær leiðir sem valdar verða......
Þjóðin á rétt á því að fá að vita hvernig stendur á því að henni sé fórnað, rétt á því segi ég vegna þess að það er ekki það sem að Íslendingar voru að samþykkja í síðustu kosningum, að þeim yrði fórnað....
Það er ekki nóg að reynt sé að troða Icesave á herðar okkar þrátt fyrir önnur fögur loforð og heit Ríkisstjórnarinnar þegar hana vantaði atkvæðin frá okkur fólkinu, heldur á að reyna allt til að yfirtaka eigur Þjóðarinnar líka og knésetja helst Þjóðina líka í leiðinni, vegna þess að Ríkisstjórninni finnst greinilega betra að stíga þá leið frekar en að ná í rassgatið á þeim sem að fóru svona með Þjóðina....
Ríkisstjórnin er búin að brjóta á okkur Íslendingum með þessum aðgerðum sínum og í dag þá er staðan þannig að Ríkisstjórnin er á flótta frá okkur fólkinu frekar en standa upp og viðurkenna það að henni mistókst að framkvæma það sem að hún var kosin til að framkvæma, eins og það að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna, eins er með Icesave þar átti að tryggja það að Icesave yrði ekki gert okkur að greiða, en í dag þá er Ríkisstjórnin að gera allt sitt til þess að troða þeim óhroða á herðar okkar til greiðslu...
Ríkisstjórnin á að skila umboði sínu tafarlaust til Forseta Íslands vegna þessara stöðu sem uppi er.
Nú sú staða gæti líka hugsanlega verið fyrir hendi að Forseti Íslendinga Herra. Ólafur Ragnar Grímsson ætti að geta krafist þess að umboði Ríkisstjórnarinnar verði skilað inn tafarlaust vegna þess að þessi vinna sem er að eiga sér stað er ekki sú vinna sem að Ríkisstjórnin var með umboð fyrir þegar lagt var af stað í upphafi ferðar...
Höldum vöku okkar Íslendingar það er svo mikilvægt að við látum ekki troða á okkur....
Rétt á að vera rétt....
Frétta að vænta fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 09:10
Því miður ekki okkar reikningur að greiða...
Ráðmenn okkar Íslendinga ættu að halda sig við þá staðreynd að við Íslenskir skattgreiðendur vitum að þetta Icesave er ekki okkar að borga....
Það á að fara dómstólaleiðina með þetta mikla óréttlætismál sem þetta er orðið...
Dómsstólaleiðina vegna þess að það er verið að þröngva þessum Icesave óhroða-reikning á herðar okkar þó svo að okkur beri engin lagaleg skylda til borgunar á honum eða hvað þá að þessi skuld sé tilkomin vegna okkar Íslenskra skattgreiðenda....
Það á að reka Ríkisstjórn Íslendinga frá völdum tafarlaust vegna þessara meðferðar sem Icesave er búið að fá frá henni okkur til....
Það á að reka Ríkisstjórnina tafarlaust vegna þess að eitt af kosningarloforðum hennar var að tryggja það fyrir okkar hönd að þessi Icesave óhroði yrði ekki okkar að greiða...
Það á að reka Ríkisstjórnina tafarlaust segi ég vegna þess að Ríkisstjórnin er búinn að beita öllum þeim bolabrögðum sem hún getur til að troða þessum Icesaveóhroða á herðar okkar til greiðslu þrátt fyrir að lagabókstafur segi annað....
Svei og skömm segi ég til Ríkisstjórnarinnar og gef ég henni RAUÐASPJALDIÐ....
Knýja á um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2010 | 08:40
Ekkert ESB....
Ef að þessi frétt er ekki að segja okkur Íslendingum það að veruleikafyrrt er Ríkisstjórnin upp til hópa þá veit ég ekki hvað...
Það er eins og Ráðamenn Íslendinga haldi að þeir séu svo spes að það sé ekkert annað en sérmeðferðir sem Íslendingar fái... Það er ljóst að Utanríkisráðherra okkar Íslendinga Össur Skarphéðinsson er þar fremstur í flokki...
Þetta ESB umsóknarferli Íslendinga er orðið að skrípaleik og á að draga þessa umsókn tafarlaust til baka.
Það er ekkert spennandi að sækja þarna fyrir svona Sjálfstæða þjóð eins og Íslendingar eru.
Það er allt að sigla yfir um innan ESB vegna þessara blessuðu Evru sem Ráðamenn Íslendinga eru búnir að sjá í hyllingum og dreymir um að fá....
Höldum vöku okkar Íslendingar það er ljóst að Ráðamenn okkar eru ekki að hugsa um hag okkar eða velferð í þessu máli eitthvað frekar en öðrum málum...
Aðildargluggi að lokast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2010 | 22:50
ESB ræður ekki þar sem við Íslendingar erum ekki farnir í ESB....
ESB ræður ekki þar segi ég vegna þess við Íslendingar erum ekki farnir í ESB.
Það að við Íslendingar höfum hvorki fengið að svara því hvort við viljum í þessar ESB aðildarviðræður, eða hvað þá hvort að við viljum í þetta ESB Aðildarferli þá finnst mér skynsamlegast að Þjóðin fái að segja til um það núna áður en lengra er haldið hvað hún vilji í þessu ESB máli...
Fyrir það fyrsta þá er mikil andstaða gegn þessari ESB umsókn hjá Þjóðinni, og þar sem við Íslendingar erum ekki betur stödd fjárhagslega en er og öllum ljóst að nóg annað er að gera sem er brýnna og þarfara en ESB umsókn þá er það rétt og skynsamsamlegt að kjósa núna svo það fáist þá á hreinnt hvort þetta er það sem að Þjóðin vill eða ekki....
Þetta væl frá stjórnarsamstöðunni um að stjórnarandstaðan og þeir sem vilja ekki í ESB sé hræddir við þann samning sem komi kannski er algjör fyrra vegna þess að meirihluti Þjóðarinnar er búinn að fá að sjá nóg inn fyrir gluggann hjá ESB til þess að vita í fljótubragði hvað menn vilja og vilja ekki...
Við hvað er Ríkisstjórnin hrædd eiginlega spyr ég vegna þess að það er hún sem þorir greinilega ekki að vita hug Þjóðarinnar...
Ekkert ESB segi ég vegna þess ég tel hag okkar Íslendinga miklu betur borgið í okkar eigin höndum en ekki í höndum ESB...
ESB hafnar hugmyndum Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2010 | 21:57
Er ekki allt í lagi...
Á þeim tæknitíma eins og við erum í núna, þar sem allt liggur við að ég segi er hægt að nálgast í gegnum netið eða fá upplýsingar um, þá er ljóst að Þjóðin er mjög vel upplýst um þetta Icesave vegna þess að það hefur verið hægt að koma upplýsingum til hennar á annan hátt en var áður....
Þjóðin veit í dag að lagalega séð þá ber henni engin skylda til að borga þennan óreiðureikning Icesave eða þá rest sem eftir stendur af honum þegar uppi er staðið...
Þjóðin veit að um Einkabanka var að ræða með enga Ríkisábyrgð á innistæðum, og það sem meira er að Bretar og Hollendingar vissu það líka....
Frakkar líka og það má spyrja sig að því hvort það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir vildu ekki Icesave inn í Landið...
Þjóðin man vonandi líka eftir orðum Fjármálaráðherra Íslendinga Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann setti stól sinn að veði ef að það fengist annar og betri Icesave samningur, besti samningur sem hægt var að fá sagði hann og hvað núna þegar annar og betri samningur er komin...
Eins og staðan er í dag þá finnst mér að Íslenska Þjóðin eigi að krefjast þess að það verði farið með þetta Icesave fyrir Dómsstóla vegna þess að þetta er mikið óréttlæti gagnvart okkur skattgreiðendum þar sem við erum upplýst um að það er ekki okkar að borga þetta...
Fyrir utan þá staðreynd að það hrundu allir Bankarnir og þegar svo gerist þá er það ekki okkar skattgreiðenda að greiða hrunið samkvæmt lögum...
Þetta fær mig til þess að velta því fyrir mér HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST hérna hjá okkur Íslendingum...
Af hverju tekur Ríkisstjórn Íslendinga ekki upp hanskan fyrir Þjóðinni sinni í þessu máli...
Er Ríkisstjórn Íslendinga svo spillt og flækt í þetta Bankarán sem átti sér stað að hún er ófær um að vinna vinnuna sína fyrir okkar hönd í þessu mikla óréttlætismáli sem þetta Icesave er gegn okkur Íslensku þjóðinni...
Vextir 3% í Icesave-samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
15.11.2010 | 16:06
Ha.........
Ég held að þessi maður ætti að fara að loka á sér munninum...
Að segja að eftilitskerfið geti ekki komið í veg fyrir hrun, heldur eigi það að draga úr áhrifum þess getur ekki verið rétt....
Eftirlitskerfin eiga að sjá til þess og tryggja að svona gerist ekki...
Svona gerist ekki nema menn sofi í vinnunni sinni....
Það er ástæða fyrir því að eftirlitskerfi eru til og svo mikið veit ég að þau eru ekki til til þess að tryggja það að skaði verði, en bara ekki of mikill....
Eftirlitkerfið átti að sjá til þess að svona gerðist ekki, ekki að sjá til þess að svona gerðist bara í litlu mæli eins og Árni Páll er að segja að eftirlitskerfið hafi átt að gera....
Ég vil að þessi Ríkisstjórn komi sér frá tafarlaust vegna þess að hún er að setja Land og Þjóð á hausinn.....
Hluti af þjóðaröryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2010 | 08:49
Þjóðin dregin á asnaeyrum...
Það er með ólíkindum hvað þessi Ríkisstjórn kemst upp með...
Ríkisstjórnin var kosin til þess að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna, Ríkisstjórnin var kosin til þess að tryggja það að óreiðuskuldir annara eins og Icesave yrði ekki okkar skattgreiðenda að borga....
Það er búið að mótmæla mikið vegna aðgerðaleysi Ríkisstjórnarinnar í þessum málum og síðast þann 4. oktober síðastliðin þar sem mikill tunnusláttur var meðal annars og mörg þúsund Íslendingar mótmæltu þessu aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar....
Það er ljóst að teygjan sem Ríkisstjórn hangir í er að slitna vegna þessa miklu svika sem Ríkisstjórnin er búin að framkvæma með aðgerðum sínum á okkar kostnað...
Svika á okkar kostnað segi ég vegna þess að ef það hefði verið markmið Ríkisstjórnarinnar að standa við þessi fögru kosningarloforð sín þá hefðu þau orðið eitt af fyrstu verkum hennar....
Eftir þessum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar að dæma þá er bara hægt að lesa eitt úr þeim, og það er að það var aldrei ætlun Ríkisstjórnarinnar að standa við þessi orð sín um að slá skjaldborg utan um Landsmenn...
Vanhæf Ríkisstjórn sem er búinn að stinga þjóð sína í bakið og á hún að koma sér frá tafarlaust vegna þess að það var aldrei ætlun hennar að rísa upp með Þjóðinni...
Það sem að þjóðin þarf að passa og vera vakandi yfir núna, er að þessi fyrningartími sem þjóðin hefur til að kæra núverandi Ríkisstjórn og ráðamenn fyrir ólögleg vinnubrögð til Landsdóm renni ekki út á tíma....
Veltu upp ýmsum kostum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2010 | 13:11
Mikil reiði í fólki...
Það er alveg ljóst á þessu öllu saman að það er mikil reiði í fólki.
Reiði vegna þess hvernig tekið hefur verið á því þegar ábendingar um óeðlilega hegðun hafa komið fram, og reiði vegna þess hvernig þetta ljóta mál er snertir fyrrverandi Biskup var höndlað að hálfu Kirkjunar....
Þessi viðbrögð á vinnubrögðum sem mér finnst oftar en ekki hafa viðgengist til þessa þegar ábendingar hafa komið til embættisins um hugsanlegan brota-geranda þá finnst mér oftar en ekki lítið gert úr þolandanum á kostnað geranda og þar af leiðandi Kirkjunarembætti...
Reynslan er að kenna okkur að því sekari sem manneskjan er því ósvífnari verður hún...
Það er erfitt að trúa því að fólk fari bara að ganni sínu og beri svona alvaralegar ásakanir á borð eins og þessi mál eru...
Kirkjan á að rísa upp og biðja Þjóð sína fyrirgefningar á framkomu sinni í þessu tiltekna máli sem og öðrum sem upp á borð hafa komið og hlotið sömu meðferð. Reynslan er að kenna okkur það að Kirkjan á setja það í reglu að minnsta ásökun um óeðlilega hegðun gefur brottvikningu frá starfi þar til sakleysi eða sekt er sönnuð....
Þverrandi traust áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar