Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Skattar-skattar-skattar...

Samfélagið er í molum, fólk á hvorki ofan í sig eða á....

Það er búið að spenna bogann  á sköttum og gjöldum of mikið á einstaklinga vegna þess að það eru fáir Íslendingar í dag sem eru að ná endum saman...

Í þessu  öllu saman segir Steingrímur J. Fjármálaráðherra að rekstur hins obinbera sé ARÐSAMUR...

Hvaða rekstur spyr ég...

Hið obinbera er ekki að geta rekið sig á meðan það á ekki fyrir skuldum sínum svo hvernig getur það verið ARÐSAMT...

Vissulega ætti rekstur hins obinbera að snúast um að byggja upp innivið samfélagsins vegna þess að það er það sem að við erum að borga með sköttum okkar og gjöldum INNIVIÐ SAMFÉLAGSINS...

Það er hinsvegar ljóst að þessir peningar okkar eru ekki að fara þangað sem að þeir eiga að vera að fara eða ættu vegna þess að inniviðurinn í samfélaginu er ekki að ganga sem skildi...

Þá vaknar þessi spurning arðsamur fyrir hverja er þá rekstur samfélagsins...

Fyrir Ráðamenn okkar jú þeir fá þessi fínu laun sín...


mbl.is Skattar mikilvægir og óumflýjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk ekki meir...

Íslendingar ef að þessi 3 endurskoðun fer fram þá er ekki aftur snúið...

Er búið að ganga frá Icesave eða lofa Icesave greiðslu til Breta og Hollendinga....

AGS var búið að segja að til þess að 3. endurskoðun geti lokið þá verði að vera búið að ganga frá Icesave...

Það sem okkur Íslendingum vantar að vita áður en þessi 3. endurskoðun fer fram er akkúrat það, er búið að ganga frá Icesave á bakvið okkur Íslendinga....

Við heyrum fréttir af því svo til daglega að AGS krefst þessa og hins, og á sama tíma þá man ég ekki betur en að Fjármálaráðherra okkar Steingrímur J.Sigfússon hafi neitað því að AGS væri að gefa skipanir um hvað á og hvað á ekki...

Af hverju er ekki tekið á þessum lygum sem að Ráðherrar leyfa sér að bjóða eyrum okkar varðandi þetta...

Þessi aðferðafræði að það sé hægt að reka heillt þjóðfélag á lánum á lán ofan eins og þessi Ríkisstjórn er að gera og að ekkert þurfi að gera til að auka innkomu svo það verði þá kannski til peningur fyrir afborgunum er ég ekki að skilja frekar en sjálfsagt margur annar, og að það skuli vera í hávegum núna að AGS sé sá aðili sem að krefjist þess að Íslendingar missi eigur sínar og afborganir og greiðslur séu svo háar að almenningur ráði ekki við þær verður að komast á hreint... Það er ekki hægt lengur að við séum með Ríkisstjórn sem að segir eitt við okkur og geri svo annað...

Ég krefst þess að spyrjendur allra fjölmiðla taki sig nú saman og hjálpi okkur Íslendingum að hreinsa þessa SPILLINGU (Ríkisstjórnina) sem eftir er og er að reyna að hirða allt sem eftir er af okkur í samvinnu við AGS...Þjóðin kaus sér Ríkisstjórn sem átti að halda hendi sinni yfir Þjóðinni en ekki ræningjunum sem rændu öllu og svívirtu í von um að Íslenska þjóðin bjargaði þeim...


mbl.is Fjalla um Ísland næsta miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein laun á alla... 350,000kr.

350,000kr. er það sem að laun eiga að vera...

Allir eiga að fara á 350,000 króna laun á mánuði. Atvinnulausir, ellilífeyrisþegar, öryrkjar, vinnandi fólk og allir Ráðamenn okkar líka.

Allir segi ég vegna þess að hvort sem að þú ert hinn atvinnulausi jafnt sem vinnandi, ellilífeyrisþegi eða öryrki þá þurfa allir að borga reikninga sína...

Þjóðin er skuldum sett svo hvað annað ætti að gera en að setja alla á ein laun á meðan að unnið er úr þessari skuldasúpu sem greiða þarf úr hjá okkur...

Það þarf að vera nóg mánaðar innkoma til þess að almenningur eigi ofan í sig eftir að reikninga er búið að borga, og af 200,000 eða 150,000 eða hvað þá 110,000 er ekkert afgangs til þess... Þetta er eitt af því sem að þarf að laga í okkar samfélagi segi ég...

Ríkisstjórnina og alla hennar ráðamenn á að setja á sömu laun og almenningur er hafður á einfaldlega vegna þess að þá eru þessir Ráðamenn í takt við fólkið sitt og meðvitaðir um það sem er að gerast út í þjóðfélaginu, uppgangur og allir fá bónus, samdráttur og allir standa saman...


mbl.is Krefjist hærri launa á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert ESB...

Þetta er nú meira bullið sem komið hefur frá Ríkisstjórn Íslendinga varðandi ESB og er þessi frétt lýsandi dæmi um það...

Það er logið að þjóðinni til þess að fá hana til að samþykkja að í VIÐRÆÐUR verði farið vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB og var svo mjótt á munum að loforð þurfti til okkar þjóðarinnar um að 2. þjóðaratkvæðagreiðslur væri það sem að fengjum til að viðræður gætu hafist.

Núna lesum við í fréttum að aðildarferlið að stjórnkerfi ESB sé jafnvel langleiðina komið í hinum ýmsu málaflokkum....

Viðræður sem áttu að skila því að við áttum að fá að vita hvað fælist í inngöngu í ESB og hvað það væri sem við yrðum að breyta til að falla að ESB háttum.. er orðið að aðildarferli...

Þetta er ekki það sem að okkur þjóðinni var lofað, og vil ég að frétta og blaðamenn taki á þessum svikum sem eru að eiga sér stað gagnvart okkur tafarlaust...

Það er til peningur til að hækka laun þessara Ráðamanna sem að lofuðu okkur þjóðinni 2 þjóðaratkvæðagreiðslum, þrátt fyrir að sömu Ráðamenn hafi stigið fram og sagt því miður þá er ekki til peningur fyrir 2 þjóðaratkvæðagreiðslum, svo 1 verður það.

Við skulum átta okkur á Því að það er breyting á gildi 1. þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi vilja þjóðarinnar í ESB, jú reyndar bara 1. en 1. þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem að yfir 70% þjóðarinnar segir nei við aðild er hægt að hunsa samkvæmt þessari breytingu og þar með er það ekki vilji okkar sem mun ráða...

Hvað er eiginlega í gangi hérna spyr ég...

Af hverju er verið að fara svona aftan að okkur...

Af hverju er ekki hægt að hlusta á meirihluta okkar Íslendinga...

Þessi Ríkisstjórn er ekki að starfa fyrir okkur Íslendinga það er alveg orðið ljóst og þess vegna verður að stinga á þennan óheiðarleika tafarlaust frá blaða og fréttamönnum okkur til. Einnig vegna þess að þetta er ekki sú fyrirmynd sem ég vil að við gefum afkomendum okkar, að það að ljúga og svíkja sé bara allt í lagi...

Ekkert ESB segi ég, og að ætlast til þess að eitthvert skrifstofufólk út í Brussel viti hvað okkur er fyrir bestu er ég ekki að skilja...  Ef að við sjálf vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu hver á þá að vita það...Það er ekki eins og við vitum ekki hvor að við stöndum eða sitjum...


mbl.is Vilja að staða landbúnaðar í ESB-samningaferli verði skýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það þörfin sem á að ráða...

Það sem ég hef aldrei skilið almennilega er að það skuli vera settir kvótar á framleiðslur...

Ég hefði haldið að þörfin ætti að ráða þar en ekki kvótar...

Það er matarhungur í heiminum og af hverju í ósköpunum er þá ekki framleitt meira og haft ódýrara svo það sé hægt að mæta þessari matarþörf sem fólkið þarf allstaðar í heiminum...

Hverjir það eru sem að stjórna þessum kvótum á heimsvísu langar mig að fá að vita ef einhver veit, sem og af hverju HEIMINUM ÖLLUM sé stjórnað þannig að það sé LÁTIN vera viðvarandi fátækt og hungur viðloðandi...

Er þetta kannski gert til þess að fáir einstaklingar geti svalað DROTTNUNARÞÖRF sinni eða hvað...

Við skulum átta okkur á því að nóg gæti verið til fyrir alla í HEIMINUM að borða ef að vilji væri fyrir hendi að svo sé...

Varðandi okkur Íslendinga þá segi ég að núna sé tækifærið að koma  sem við eigum að grípa og það er tækifærið sem þessi hreinleiki í umhverfisgæðum okkar lofti, grasi sem og vatni gefur okkur og sem gerir það að verkum að allt kjöt sem framleitt er af skepnu sem fengið hefur að alast upp undir berum himni í hreinu lofti með grænt vænt gras að bíta verður vinsælt í komandi framtíð...

það kom fram í þætti sem ég sá að í Bandaríkjunum til dæmis þá er almenningur farin að spá í það hvernig kjötið ólst upp sem það er að fara borða...

Þar á bæ vilja menn stefna á að í framtíðinni verði allt Lambakjöt sem alið er upp undir berum himni með ferskt grænt gras að aðal fæðu, það sem koma skal...


mbl.is Lambakjöt mun hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt mál...

Hún Margrét bendir á þennan eina stóra mikla punkt sem að allt þetta snýst um Icesave...

Það er þessi innlánssöfnun sem varð á þessa Icesave reikninga sem að hefði aldrei orðið svona mikil í vexti sínum ef að fyrr hefði verið gripið í taumana... Hvað þá vorið 2006....

Menn eiga að bera ábyrgð það á ekki að vera spurning, heldur er það hvers konar ábyrgð menn eiga að sæta vegna þessa....

Ég pesónulega segi að þeir sem að misstu vinnu sína vegna þessa á sínum tíma hafa vissulega tekið sína ábyrgð út og má deila um hvað hverjum og einum finnst þar, en það eru hinir sem að ennþá er að og einnig þeir sem að tæmdu allar fjárhirslur í fyrirtækjum sínum og skildu eftir sviðna jörð sem eiga eftir að fá sína refsingu...

Þetta mikla mál á að setja í hendur okkar Þjóðarinnar.  Alþingi er ekki að ráða við þetta mikla spillingarmál vegna þess að þessi spilling er þar innandyra í Ríkisstjórninni og á meðan svo verður þá fær það sem að heitir réttlæti okkur til aldrei fram að ganga segi ég...

Stöndum vörð Íslendingar það er okkar velferð og okkar hagur sem á að skipta máli....


mbl.is „Ógeðsleg“ framganga Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Þjóðin...

Við skulum átta okkur á því að það erum við Þjóðin, Íslenskir skattgreiðendur sem að urðum fyrir þeim skaða sem að þetta MIKLA ÁBYRGÐARLEYSI OLLI AF VÖLDUM RÁÐHERRA OG ÞEIRRA MANNA...

Svo mér þætti næsta skref vera það eðlilegasta í stöðunni að  kasta þessari miklu og stóru spurningu TIL OKKAR þJÓÐARINNAR...

Hvort það er það sem að við Þjóðin viljum... Að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum, sem að í þessu tilfelli var að gera EKKI NEITT og fór sem fór þess vegna þegar í enda var komið...

Það á að setja þetta mikla mál í hendur okkar Þjóðarinnar vegna þess að Alþingi er ekki að geta annast það og hvað þá Ríkisstjórnin...

Ríkisstjórnin á víkja tafarlaust vegna þess að það eru einstaklingar þar innan um sem að voru líka fyrir þegar að þetta allt saman var að ske.... 


mbl.is Líkur á að stjórnin springi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljót aðför Ríkisstjórnar...

Ég fer ekki ofan af því að Ríkisstjórn Íslendinga sem á að hugsa um velferð og hag Þjóðar sinnar hafi brugðist í einu og öllu gagnvart uppbyggingu í þessum bæ sem og öðrum...

Reykjanesbær er sá bær sem að verst hefur orðið úti í aðför Ríkisstjórnarinnar segi ég vegna þess að Reykjanesbær hefur alltaf verið duglegur og sjálfbær bær vegna dugnaðar og Sjálfstæði heimamanna...

Þegar litið er yfir farin veg og skoðuð eru samskipti Ríkisstjórnarinnar við Reykjanesbæ þá er ekki hægt annað en að fyllast skelfingu yfir þessari aðför sem Ríkisstjórnin er búin að gera þessum bæ. Hún er búin að blása hvert atvinnutækifærið á fætur öðru út að kortinu sem að þessi bær var með í býgerð og hvað gerist þegar að undirstöður fara...

Jú annað hvort rísa menn í lappirnar og mótmæla þessari aðför sem gerð var og er að gerast, eða sætta sig við það að ásettningur Ríkisstjórnarinnar sé að búa til fullt af ósjálfbjarga einstaklingum sem á spena hennar þurfa að halda...

Óskandi er fyrir Reykjanesbæ að þeir allir sem einn mótmæli þessari aðför Ríkisstjórnarinnar sem er búin að setja Reykjanesbæ í þessa erfiðu stöðu og engin annar...

 


mbl.is Óskað eftir tillögum um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei og skömm...

Þegar maður lítur yfir farin veg hjá þessari nýju gömlu borgarstjórn og skoðar kosningarloforðin hjá þessum BESTAflokki þá langar manni að gráta yfir því að við virðumst ekki eiga neina aðra að sem vilja sjá um okkar hag en asna og fífl...

Gráta yfir þessum fífla og asnaskap sem er að eiga sér stað og gráta yfir því að við öll hin höfum látið fara með okkur eins og ASNA og fífl eingöngu fyrir fögur svikin loforð, og er allt og já allt sett í sölurnar bara til þess að fá góð laun...

Það er eins gott að þessi góðu laun séu þess virði hjá þessum einstaklingum og endist vel og lengi segi ég, vegna þess að það hlítur að fara að sjóða uppúr hjá okkur almenningi hvort sem það er hjá okkur Reykvíkingum eða Landsbyggðinni allri yfir þessari ÓSTJÓRN sem er í gangi....

Það er ekkert spáð í það hvort heimilin eigi ofan í sig og á....

Nei það er og var ekki málið eins og kom bersýnilega í ljós í gær þegar að einn af þeim sem var að fá launahækkun á sama tíma og hann var að sækja um hækkun á framfærslu til landsmanna sætti sig við nei til almennings vegna þess að hann er komin með sína hækkun eða leiðréttingu...


mbl.is Fimm milljónir í vasa varaborgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin rúin trausti...

Ég segi að Ríkisstjórnin sé endanlega búin að missa allt sitt traust...

Það er að verða komið vel á annað ár frá því að hún tók til starfa og hvernig er staðan í dag...

Vægast sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga segi ég vegna þess að það er að koma í ljós það sem að maður óttaðist mest og það er HVERNIG  núverandi Ríkisstjórn er ekki síður minna flækt í þessa fjármálaóreiðu sem er búin að vera í gangi frekar en fyrrverandi Ráðherrar...

Skelfileg líka vegna þess að það er ekkert búið að ávinnast í uppgangi á atvinnulífinu sem kemur hagkerfinu í gang, ekkert búið að gera til að bjarga heimilunum  og fyrirtækjum eins og lofað var...Ekki verið að tryggja að óreiðuskuldin Icesave verði ekki okkar að greiða eins og lofað var...

Svo skelfileg varð staða þessara Ríkisstjórnar um leið og hún ákvað að fórna okkur Íslendingum fyrir fjármálageiran segi ég og setti okkur í þessa erfiðu fjárhagsstöðu sem við erum í núna. Við skulum athuga það að Ríkisstjórn Jóhönnu tekst að setja Íslendinga í ævarandi skuldarfangelsi ef nær að ganga...

Nei þá er betra að við hin rísum upp og snúum þessari þróun við. 

Við skulum athuga það að allt fjármálakerfið er meira og minna sýkt af ólöglegum gjörningum sem er búið að gera það að allt er farið uppfyrir sem heitir í lagi og skynsamlegt okkur til, það er allt búið að snúast um að bankarnir geti gengið og rúllað...

Til að Bankarnir geti rúllað þá þarf vinnandi fólkið til og peninga þess....

Með hliðsjón á því þá eigum við að snúa þessu við okkur í hag...

Ég vona að fréttir morgundagsins verði þær að Ríkisstjórnin sé fallin........


mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband