Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Vonandi gerist það hjá fleirum en Atla...

Trúverðugleiki verður að vera og vegna hans í kosningarloforðunum hjá VG þá voru þau kosin.

Að þau skuli stíga fram og segja sig frá þessu Ríkisstjórnarsamstarfi er virðingarvert og mættu fleiri taka þau til fyrirmyndar vegna þess að trúverðugleiki er mjög mikilvægur í lífi okkar og þau gera sér grein fyrir því.

Það sem Atli kemur inn á varðandi ESB er alveg hárrétt hjá honum og mjög alvaralegt, og segi ég að þjóðin var öll blekkt með lygavef um að eingöngu væri um ESB viðræður að ræða. Þegar þetta varð til umfjöllunar á sínum tíma þá reis Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra manna fremstur fram og sagði að eingöngu væri um ESB viðræður að ræða og líkti hann viðræðunum við það að þetta væri eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða daginn og veginn...

Þjóðinni var lofað því að tvær Þjóðaratkvæðagreiðslur fengi hún vegna ESB. Annarsvegar um það hvort ætti að fara af stað í þessar ESB viðræður eða ekki, og svo hinsvegar þegar viðræðunum yrðu lokið þá um það hvort ESB sé það sem við viljum eða ekki.

Þegar reyna átti á fyrri Þjóðaratkvæðagreiðsluna þá kom Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra fram og sagði við okkur þjóðina, því miður það er bara til peningur fyrir einni Þjóðaratkvæðagreiðslu svo það verður bara ein kosning um ESB og hún yrði þegar viðræðunum yrði lokið...

Þetta gerir hún vitandi það að hún er með samþykkta breytingu á gildi einnar og aðeins einnar Þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja okkar í ESB....

Það hafa verið 2. Þjóðaratkvæðagreiðslur síðan þessi Ríkisstjórn tók við og 3. á leiðinni og ekki fóru þær sem búnar eru glæsilega fyrir Ríkisstjórnina eins og við vitum, en það var til peningur fyrir þeim og það virðist vera til peningur fyrir einni annarri til hjá Forsætisráðherra sem boðar vilja um komandi Þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Sjávarmála okkar...

Það er ljóst að Íslendingar kusu köttinn í sekknum í síðustu Alþingiskosningum og létu blekkjast á fögrum loforðum...

Lilja og Atli fara í einföldu máli vegna þess að Samfylkingin teymir VG á undan sér og hótar öllu íllu ef VG situr ekki og stendur eins og Samfylkingin óskar hverju sinni. Það er óhætt að segja að peningar stjórna hér fram yfir hag okkar og það er ekki hægt að líða lengur svona vinnubrögð í ljósi orða Atla og sérstaklega ekki vegna þess að Samfylkingin var fyrir...

Það á að draga þessa ESB aðildarumsókn Íslendinga tafarlaust til baka vegna þess að það er ekki stuðningur með henni frá meirihluta Þjóðarinnar og það á að krefja Ríkisstjórnina svara á þessum störfum sínum og boða tafarlaust til nýrra Alþingiskosninga. Nýrra Alþingiskosninga vegna þess að Ríkisstjórninni er ekki stætt lengur vegna þess að trúverðugleiki er löngu farinn og vonandi að þetta sé kornið sem fyllir mælirinn hjá fleirum en Atla Gíslasyni.


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil nýja forystu strax...

Jóhanna viðurkennir á Alþingi að Hagvöxtur sé ekki viðunandi...

Jóhanna viðurkennir líka að mistekist hafi að efla Hagvöxtin og uppbygginguna í landinu...

Þetta fær mig til þess að velta þeirri spurningu fyrir mér hvernig sá Ríkisstjórnin Íslensku Þjóðina fyrir sér að borga þetta hrun og rán sem átti sér stað....

Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að Íslendingar hefðu gott af því að borga þetta allt saman þrátt fyrir kosningarloforðin fögru um allt annað, en ekki þeir sem að ollu þessum vandræðum svo það er eðlilegt að spyrja...

HVERNIG SÁU ÞAU ÍSLENSKU ÞJÓÐINA FYRIR SÉR AÐ BORGA ÞETTA ALLT SAMAN...

Varla var það með lánum á lánum ofan...

 

Eg krefst þess að Ríkisstjórninni verði vísað frá tafarlaust vegna algjörar vanhæfni í starfi sínu, og að það verði boðað til nýrra kosninga sem allra allra fyrst...


mbl.is Fjárfesting fari í 18-20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjast hafa engan rétt til að...

Það er sorglegt að lesa réttlætinguna hjá þeim fyrir því að setja já við Icesave...

Þeir segja að þeir hafi engan rétt til þess að  leika sér með efnahagslega framtíð barna okkar og þar er ég sammála þeim og þess vegna ætla ég að segja nei...

Ég segi nei vegna þess að þá tel ég mig vera að gæta að rétti og hag míns og minna...

Það er nefnilega svo að ef ég samþykki þessa löglausu kröfu Icesave þá er ég að leika mér með efnahagslega framtíð barna okkar...

Þetta er óútfylltur tékki ef hægt er að segja svo og að samþykkja hann er að þykjast áfram vera ósigrandi og geta gert hvað sem er....

Við skulum athuga það að ef þjóðin samþykkir Icesave þá fyrst ber okkur Lagaleg skylda til þess að borga Icesave...

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei ég nenni ekki að svara þér mér finnst þú leiðinlegur...

Þannig svaraði Borgarstjóri einum fyrirspyrjanda á fundi í Grafarvogi Laugardagsmorgun síðastliðin...

Nei ég nenni ekki að svara þér mér finnst þú leiðinlegur sagði hann...

Þetta er búið að valda mér heilabrotum vegna þeirra fyrirmyndar sem við erum að leyfa með því að bregðast ekki við svona svörun...

Það þætti ekki gott uppeldi frá heimili ef að barn svaraði kennara sínum svona til dæmis...

Það sem ég finn er að ég vil ekki svona fyrirmynd...

Jón Gnarr er Borgarstjóri og viss fyrirmynd þar og ætla mætti að hann sem fullorðin einstaklingur ætti að vera meðvitaður um það að...

KURTEISI KOSTAR EKKI NEITT, EN DÓNASKAPUR GETUR ORÐIÐ ANSI DÝRKEYPTUR...

Ég er ekkert frekar að skilja þessi orð hans út í Vínarborg þar sem hann lýsir því yfir að hann sé orðin þreyttur á Icesave og ætli þess vegna að samþykkja þær byrðar á komandi kynslóð þó svo að hann viti ekkert um hvað Icesave snýst í raun og veru...

Það er ekki lengur hægt að hlusta á það að við Reykvíkingar verðum bara að sætta okkur við þetta vegna þess að Borgarstjóri er kosin til 4 ára í senn, þó svo að hann sé kosin til 4 ára í senn þá er engin lagaregla til sem segir okkur Reykvíkingum að við getum ekki sagt Borgarstjóra upp áður en kjörtímabili er líkur...

Ég er ekki sátt við að Jón Gnarr hagi sér svona og ætti hann að hugsa alvaralega um það að segja af sér vegna þess að hann er ekki að nenna þessu hlutverki sem Borgarstjóra fylgir...


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í heimi hinna fullorðnu...

Það var nefnilega það í heimi hinna fullorðnu gera menn ekki svona...

Það er nefnilega svo að í heimi þeirra sem að telja sig vera fullorðna þá vita flestir hvað má og hvað má ekki, vita til dæmis að þjófnaður er ekki löglegur og hefur afleiðingar ef að upp kemst, vita að lygar og ómerkileg heit er ekki það sem skilar árangri heldur sannleikurinn...

Sá ég þátt á Innstöðinni um NEI við Icesave þar sem maður að nafni Gunnar Tómasson Hagfræðingur sat fyrir svörum varðandi Icesave og hvet ég alla til sjá þennan þátt vegna þess að hann útskýrir vel hversvegna við eigum ekki að borga Icesave, á undan þessum þætti átti að vera þáttur JÁ við Icesave og ætlaði ég að sjá hann en viti menn ENGIN mætti þar til að tala fyrir Icesave sem átti að vera í höndum Fjármálaeftirlitsins að sjá um ef ég man rétt...

Hvað hver sagði og hver lofaði hverju hefur ekkert að segja fyrir mér í þessu máli og ekki að ræða það að við tökum þessar byrðar á okkur ef að okkur ber engin LAGALEG skilda til þess...

Hvernig þetta Icesave er búið að koma okkur Íslendingum fyrir sjónir þá er þetta að verða gott leikrit sem fer að komast út í enda og sá endir er Dómsstóll vegna þess að það er ekki okkar að borga þessa óreiðuskuld sem er tilkomin vegna þess að Einkafyrirtæki var rænt að innan að eigendum sínum...

Að ætla okkur Íslendingum að borga þetta klúður vegna þess að það er betra en að viðurkenna að  nýja fjármálastefnu þurfi á ekki að líðast og eiga ÞEIR sem að ollu því að svona gat farið að sæta ábyrgð og taka afleiðingum sínum eins og fullorðinn einstaklingur myndi gera þegar hann veit að út í enda er komið...

Krefst ég þess að Ríkisstjórn Íslands fari frá störfum ef að Þjóðin fellir Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Ég mun segja nei við Icesave einfaldlega vegna þess að það er ekki okkar að borga þessa óreiðuskuld...


mbl.is Óvissa og erfið samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband