Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Hvað á Marino Draghi eiginlega við...

Hvað á Mario Draghi eiginlega við þegar hann segir að það sé nauðsynlegt að taka upp VENJULEGA peningamálastjórnun sem fyrst til að koma í veg fyrir að verðbólguvæntingar festist í sess...

Hann er þá væntanlega að segja óbeint í leiðinni að það sé búin að vera óvenjuleg  peningamálastjórnun í gangi sem kemur mér ekki á óvart vegna þess að það er það sem við Íslendingar erum búin að vera að horfa á að sé í gangi í umhverfi okkar...

Mér finnst mikilvægt að þessi orð Marino Draghi verði könnuð frekar vegna þess að ég segi að það sé nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að taka upp okkar eigin stjórnunarhætti á peningamálum okkar.

Stjórnunarhætti og kerfi sem yrði fyrir okkur Íslendinga en ekki kerfi sem er búið til fyrir allt annað umhverfi en við búum í...

Það er nefnilega svo að við eigum að sníða okkar eigin stakk eftir okkar eigin þörfum og getu en ekki annarra...

Það er líka þannig að við berum virðingu fyrir öðrum gjaldmiðlum og ættum við að ætlast til þess að okkur sé sýnd gagnkvæm virðing með okkar gjaldmiðil...


mbl.is Kerfisáhætta vegna illa staddra ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórninni ber að segja af sér...

Maður verður eiginlega orðlaus yfir þeim orðum er koma fram í þessari skýrslu frá Fjármálaráðherra  og einnig þessari ákvörðunartöku Ríkisstjórnar í því að fara gegn heimilum og fyrirtækjum landsmanna með því að verja hrunið bankakerfi með endurreisn sem greinilega var ekki nóg af því er virðist...

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var fyrst og fremst kosin vegna þeirra loforða sem gefin voru Landsmönnum um að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna ætti að slá skjaldborg utan um og tryggja það ætlaði Ríkisstjórnin sér að óreiðuskuldir annara eins og Icesave yrði ekki okkar skattgreiðenda að borga...

Á merinni hjá einum flokknum hékk jú ESB umsóknarlöngun en það var ekki aðalmálið leyfi ég mér að segja hjá meirihluta þjóðarinnar á þessum tíma þá...

Ríkisstjórnin er algjörlega búin að bregðast Þjóðinni sinni og rúin öllu trausti hjá almenningi og ber henni að segja tafarlaust af sér vegna þess að þessi vinna er ekki sú vinna sem Ríkisstjórnin var ráðin í leyfi ég mér að segja....

Ríkisstjórn Íslands þarf núna að endurnýja umboð sitt til Þjóðarinnar myndi ég ætla...


mbl.is „Ofbeldi gagnvart heimilunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið rétt hjá honum...

Það er mikið rétt hjá Pétri Blöndal að við höfum ekki efni á þessi húsi.

Hvort það hefði verið betra að fylla upp í holuna eða setja fangelsi þarna má alltaf deila um, en satt er að við höfum ekki efni á þessu húsi...

Það er augljóst á öllu að Ríkisstjórn Íslands sem gefur sig út fyrir að vera Norræn-velferðarstjórn lifir enn þá í útrásinni sem einkenndist á því að vera ekki í raunveruleikanum...

Raunveruleikinn og staðreyndin er nefnilega sá við höfum ekki efni á því að reka samfélagið okkar eins og þyrfti í dag á sama tíma og við horfum á að þeir peningar sem til eru settir í þessa byggingu sem hefði allveg mátt bíða síns tíma, eins er með þessa blessuðu ESB aðildarumsókn það er til nóg af pening í hana á sama tíma og við eigum ekki fyrir rekstri samfélagsins...

En ekki hvað fer maður að hugsa þegar maður hefur áttað sig á hlutunum sem eru nefnilega þeir að Samfylkingin var jú í fyrri Ríkisstjórn þegar útrásin og veruleikafyrringin voru hvað mest ráðandi...


mbl.is Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin á að eiga orðið í þessu máli...

Það er verið að tala um eina af okkar stóru Auðlind og ekkert annað en Þjóðaratkvæðagreiðsla á að segja lokaorðið í þessu máli...

Það er mikilvægt að Landsbyggðin öll sem og ríkisjóður njóti allrar afkomu þessara Auðlindar okkar og engin annar vegna þess að þetta er ein af afkomulind okkar Þjóðarinnar í verðmætum og hefur mikið að segja fyrir efnahag okkar Íslendinga allra....

Verum vakandi, það er mikið í húfi í þessu máli fyrir okkur Íslendinga sem og öðrum málum sem Ríkisstjórn okkar hefur viljað okkur til vegna þess að það hefur átt að vera okkur svo gott eins og við höfðum fengið að heyra í mörgum myndum með Icesave tildæmis...

Þetta er ein af matarkistum okkar Íslendingar...


mbl.is Brigð og svik – stjórninni slétt sama um allt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk Ríkisstjórnar...

Þessar fréttir fá mig til þess að velta því fyrir mér hvort hlutverk Ríkisstjórnar okkar á að vera annað en að halda utan um Þjóð og Land...

Halda utan um Auðlindir sem og afkomu okkar okkur Íslendingum til...

Þessi Norræna-velferðarvinstri-Ríkisstjórn lét kjósa sig til annara verka en en að koma heimilum sem og fyrirtækjum Landsmanna á hausinn...

Þegar maður hugsar til kosningarloforðanna fögru og horfir svo á þá vinnu sem Ríkisstjórnin hefur afrekað allt til dagsins í dag þá sér maður ljóta mynd...

Maður sér Ríkisstjórn sem hefur gert allt sitt til þess að koma þjóðinni á hausinn, þó ljótt sé að segja en þannig lítur þetta út, þegar horft er til þess að mörg þúsund fjölskyldur séu farnar af landi brott, á annan tug-þúsunda einstaklinga án atvinnu, fjöldi einstaklinga sem og fjölskyldur búnar að missa heimili sín og annar eins hópur búinn og við það að missa fyrirtæki sín fyrir utan þá sem hafa hreinlega tekið líf sitt vegna þess að þeir eru ekki að geta framfleytt sér eða sínum, þá verður maður orðlaus yfir stöðunni í dag með hliðsjón á þvi að þessi Ríkisstjórn er ekki búinn að vera nema rúm 2 ár við völd og var ekki kosin til þessa verka......

Íslendingar er þetta það sem við viljum, Ríkisstjórn sem lítur niður á fólkið sitt sem var nógu gott til þess að gefa því atkvæði sitt þegar vantaði...

Það er hægt að henda peningum í ESB umsóknaraðild sem megin þorri Landsmanna vill ekki fara í á sama tíma og það er ekki til peningur til þess að mæta þörfum Landsmanna...

Þvílík fyrra og blindni segi ég bara ef að Ráðamenn sjá ekki villu sína í þessu og halda virkilega að Landsmenn allir séu svo heimskir að þeir sjái ekki í gengum þessa þversögn...

Það er komin tími til þess að koma þessari Ríkisstjórn frá vegna þess að þetta er ekki stefna sem er okkur til góðs...


mbl.is 1500 fyrirtæki stefna í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búinn að kveða upp dóm...

 Per Sanderud er búinn að fella sinn dóm í þessu máli...

Að Ráðamenn okkar skuli ekki halda uppi fullum vörnum fyrir okkur Íslendinga í þessu mikla óréttlætismáli er svo sem ekki að koma á óvart vegna fyrri vinnubragða sinna í þessu máli sem hefur snúist eingöngu um það að troða þessum ósóma á herðar okkar til greiðslu bara vegna þó svo að okkur beri ekki lagaleg skylda til borgunar...

Við Íslendingar höfum barist hatrammlega gegn því að þessar byrðar séu lagðar á okkur bara vegna, og höfum við viljað að það verði farin dómstólaleiðin í þessu vegna þess að okkur segir hugur að þetta sé ekki okkar skattgreiðenda að borga. Höfum við meðal annars sagt hug okkar í 2. Þjóðaratkvæðagreiðslum um þetta mál sem hefur í leiðinni orðið til þess að vanhæfni Ríkisstjórnar okkar er algjör í þessu máli.

Sýnir þessi frétt að svo sé og að það sé full ástæða fyrir Íslendinga að halda vöku sinni yfir þessu vegna þess að þessi maður Per Sanderud er fyrirfram búinn að kveða upp sinn dóm í þessu máli áður en málið er tekið fyrir...

Íslendingar eiga að láta í sér heyra vegna þessa og krefjast þess að þessi maður Per Sanderud verði settur út á meðan okkar mál er tekið fyrir...


mbl.is Forseti ESA líkast til vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð einstaklingsins...

Þegar flóttafólk tekur þá ákvörðun að flýja heimaland sitt þá er það á þeirra eigin ábyrgð ekki annarra...

Að Ríkisvaldinu hérna á Íslandi sé kennt um það hvernig aðstæður þessa einstaklings séu finnst mér ekki rétt að gera vegna þess að fólk verður að skilja það að flýja Land sitt er alfarið á ábyrgð þess einstaklings sem leggur á flótta en ekki því Landi sem viðkomandi leitar til...

Að segja að Ríkisvaldið hér á Íslandi hafi búið til þær aðstæður sem urðu til þess að Mehdi Kavyan Poor greip til þessa örþrifaráða er ekki rétt vegna þess að Ríkisvaldið okkar bjó ekki til þær aðstæður sem urðu til þess að hann flúði heimaland sitt...

Að flýja og biðja um pólitískt hæli er alltaf áhætta vegna þess að það er ekki sjálfgefið að já verði ofan á frekar en nei í viðkomandi Landi sem flóttamanneskjan leitar til, að kenna Íslenskum Stjórnvöldum um örlög þessa manns er því ekki rétt vegna þess að ábyrgðin er alfarið í höndum þeirra sem flýja...

Ábyrgðin á því að kunna  taka á móti nei er í höndum þess sem að biður....

Mér finnst þetta vera meira komið út í það að þröngva okkur Íslendinga til þess að segja já vegna þess að annars sé það okkur að kenna...

Með fullri virðingu fyrir öllu flóttafólki þá er ástæðan ekki okkar Íslendinga að það flýr vettvang sinn heldur þess sjálfs og þeim aðstæðum sem heima fyrir eru....


mbl.is Fái varanlegt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþroski...

Svona orð eru ekki til fyrirmyndar og á Þráinn að biðjast afsökunar á þeim.

Það er ekki þroskamerki að missa sig í orðaskak og uppnefni, heldur vanþroski segi ég. þegar fólk er komið í svona vinnu eins og Þráinn er í þá eiga menn að vera meðvitaðir um orð sín vegna þess að Ríkisstjórn hverju sinni er kosin af okkur fólkinu til að vinna fyrir okkur ásamt því að vera fyrirmynd okkar út á við....

Hvað yrði gert við unga fólkið okkar sem situr á skólabekk eða er í leikskólum og lætur svona orð falla til annarra, jú það yrði tekið fyrir og því gerð grein fyrir því að svona orð lætur maður ekki falla, það er kannski leyfilegt að hugsa þau en ekki meira vegna þess að orð hafa áhrif, manneskjunni yrði gerð grein fyrir því að afsökunar þarf hún að biðja viðkomandi á vegna orða sinna...

Allir sem hafa fylgst með fréttum vita að Þráinn hefur flakkað á milli flokka og svoleiðis hátterni er ekki trúverðugt fyrir hann sem persónu...

Ég vil ekki hafa svona fyrirmynd fyrir okkur Íslendinga, fyrirmynd sem ekki er hægt að treysta vegna þess að Þráinn hefur sýnt það og sannað með hátterni sínu að  ótrúverðugur er hann og það er ekki góð fyrirmynd...


mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband