Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Fjárlaganefnd eða Ríkisendurskoðun...

Hann Björn Valur lætur eins og hann hafi eitthvað að fela...

Björn Valur skammast yfir því að Forseti Alþingis taki ekki upp hanskann fyrir sér og sínu fólki, skammast yfir því að Forseti Alþingis sýni hlutleysi með því að fá utanaðkomandi aðila til að fá botn í þetta mikla - litla mál sem við vitum ekki hvort er vegna þess að það er ekkert ótrúlegt að Björn Valur hafi verið að búa til storm í vatnsglasi...


mbl.is Gagnrýnir forseta Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita ekki hvað Þjóðarbúið skuldar...

Að Ráðamenn okkar viti ekki hver skuldarstaða okkar þjóðarinnar er, er mjög alvaralegt og segir okkur Íslendingum bara eitt...

Segir okkur það að við erum með vitleysinga og hálvita við stjórnvöld sem eru annað hvort búin að ljúga að okkur Þjóðinni um rétta skuldarstöðu markvisst eða ómarkvisst, meðvitað eða ómeðvitað...

Hvort sem er þá eru  báðir möguleikarnir mjög alvaralegir þar sem við Íslendingar erum raunveruleg og ekki laust við að hrollur komi að manni vegna þessa stöðu sem uppi er, hrollur vegna þess að ósjálfrátt þá hugsar maður hver er tilgangurinn með því að segja ekki eins og er...

Ríkisstjórninni ber að fara vegna þessa tafarlaust, fara vegna þess að Ríkisstjórnin á að vinna fyrir okkur fólkið en ekki vogunarsjóðina, það erum við Íslenskir skattgreiðendur sem borgum þessari Ríkisstjórn laun...

Með hliðsjón af þeirri stöðu þá segi ég þessari Ríkisstjórn hér með upp og krefst þess að hún víkji tafarlaust...

Óskandi væri að fleiri væru á sama máli og ég hérna vegna þess að það erum við fólkið sem erum Þjóðin og landið Ísland okkar land...


mbl.is Má ekki vanmeta vogunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlægilegur í yfirklóri sínu...

Þessi Ríkisstjórn ætti að skammast sín fyrir það hvernig hún er búinn að fara með heimili og fyrirtæki Landsmanna og hafa vit á því að koma sér frá...

En það er ekki mikið fyrir vitinu að fara svo ekki von á því að þau stígi sjálf til hliðar...

Þykjast vera að gera fyrir þá sem borga þeim launin en vinna í raun fyrir aðra og spurningin kannski hvort þau séu að fá laun frá fleirum en okkur Íslendingum...

Að vinna fyrir okkur fólkið er ekki það sem við erum að sjá og þau vinnubrögð sem við erum að fá eru ekki þau vinnubrögð sem við kusum að unnin væru...

Að vinna fyrir okkur fólkið kallaði á annan forgang á sínum tíma og vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar hafa öll miðast við það að við fólkið, heimilin og fyrirtækin í landinu værum sökudólgar á þessu hruni og því bæri að refsa okkur öllum en ekki þeim sem sökina eiga á þessu hruni...

Hversu margir eru búnir að missa heimili sín og fyrirtæki vegna þessa hruns og fá hugsanlega aldrei bætur eða leiðréttingu heldur sitja uppi með brotna sál vegna þess að það er ekki létt að vera fullur af vilja til að standa sig og leggja sig allann (alla) fram, en standa frammi fyrir því að dugir ekki til...

Það er umhverfið í dag í allri sinni mynd...

Það er hægt að snúa þessu við segi ég en til að svo sé hægt er að byrja á því að segja nei við spurningu 1 í Þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og þá ættu okkur að verða allir vegir færir í að móta okkur mannsæmandi umhverfi til að búa í og setja okkur sjálf í forgang í uppbyggingu, ef já verður ofan á þá er þetta búið spil fyrir okkur að vera Sjálfstæð og Fullvalda Þjóð sem ræður sér sjálf og búið að vera að við getum búið okkur mannsæmandi umhverfi sjálf... 

 


mbl.is Lögin „tóku ekki rétt af nokkrum manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisendurskoðandi fari eða Ríkisstjórnin...

Já þetta er ótrúleg staða og ekki laust við að almenningi finnist hún óréttlát í garð Ríkisendurskoðenda í ljósi alls þessa sem komið er í ljós síðan Björn Valur byrjaði þennan ja hvað á maður að kalla það leik sinn.

Leik í von um að Ríkisendurskoðandi hefði verið settur til hliðar strax, vissulega er slæmt að þessi dráttur á skýrslu frá Ríkisendurkoðanda varð og á það sína skýringu, en það gerðist ekki að Ríkisendurskoðandi var settur frá og það eru alltaf ástæður fyrir öllu og í þessu tilfelli þá fengum við þær fréttir eftir þessi læti að Ríkisendurskoðandi hefði gagnrýnt Fjármálaráðuneytið eða hvað það heitir nú í dag fyrir að vera hugsanlega að fara Grísku leiðina og það er mjög slæmt ef er vegna þess að þá er ekki verið að gefa okkur raunverulega og rétta stöðu á fjármálum okkar...

Eins og komið hefur í ljós...

Að Ríkisstjórnin fari eða Ríkisendurskoðandi er ekki erfitt að velja í dag þar sem Ríkisstjórnin var rúinn trausti fyrir og gerði ekkert annað en grafa betur undan því trausti með þessum látum sínum í von um hvað...


mbl.is Aðeins Alþingi getur rekið Svein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 ár til að gera eitthvað og ekkert gert...

Ríkisstjórnin er búin að hafa 4 ár til að bjarga Þjóðinni sinni frá þessu hruni og hver er staðan í dag 4 árum seinna og hvað er búið að gera til að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...

Ríkisstjórnin er búin að hafa 4 ár til að bjarga Íbúðarlánasjóði Landsmanna og frekar en að gera það sem hefði komið Þjóðinni til hins betra þá ákvað Ríkisstjórnin að hugsanlega væri Íslenska Þjóðin of sjálfstæð í sér og SJÁLFSTÆÐ er eiturorð á borði Ríkisstjórnar og vegna þessa þá hafi Ríkisstjórnin ákveðið að fórna þessari duglegu og Sjálfstæðu Þjóð sem Íslendingar eru...

Frekar en að bjarga þá var farið í það að fórna og hefur stór hluti Þjóðarinnar þurft að horfa upp á það og upplifa að missa eignir sínar (við það að missa) sem og störf og það nægir ekki Ríkisstjórninni, heldur gerir hún allt sem í hennar valdi stendur til að koma sem flestum Íslendingum í burtu af Landinu frekar en skapa störfin fyrir þjóðina sína og auka þar með hagvöxtinn sem nauðsynlegur er til að við Íslendingar eigum einhverja von á því að komast út úr þessari stöðu sem við vorum hreinlega sett í af annara manna völdum og okkur Íslendingum ætlað að bera ábyrgðina þó svo að hún sé ekki okkar...

Þjóðin er að vakna upp við ljótan draum, draum þar sem þjóðinni hefur verið fórnað og er þjóðin búin að horfa á í 4 ár í von um björgun sér til af Ríkisstjórn sem kallar sig við Norræna velferð og kom sér til valda á þeim orðum að Þjóðinni skildi bjargað, að Þjóðinni verður ekki bjargað heldur fórnað á meðan þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn er innanborðs.

það eru Íslendingar að vakna upp við núna og er það ljótur draumur fyrir alla sem hagsmuni höfðu og hafa af loforði Ríkisstjórnarinnar...

Þjóðinni var fórnað fyrir þá sem komu okkur í þessa stöðu...

Þessi Norræna Ríkisstjórn ætti að koma sér frá tafarlaust vegna þess að hún er ekki að ganga erinda Þjóðarinnar það skulum við hafa á hreinu... 

Ef Ríkisstjórnin hefði gengið erinda þjóðarinnar væri staðan hér allt önnur en hún er...

Það er hægt að fara allt aðra leið...


mbl.is Staða Íbúðalánasjóðs alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn...

Ráðamenn hafa risið upp hvað eftir annað og fullyrt að niðurskurðurinn í Heilbrigðiskerfinu hafi ekki haft áhrif á sjúklinga...

Hvað segir þessi frétt okkur annað en að niðurskurðurinn er að bitna á sjúklingum og það er ekki hægt að líða lengur svona þvælu frá Ráðamönnum að svo sé ekki á meðan Þjóðin upplifir annað...

Við landsmenn erum ein af grunnstoðum Auðlindar okkar og væru engar aðrar Auðlindir ef ekki væri fyrir okkur mannfólkið til að vinna þetta saman og er heilsa okkar og velferð það dýrmætasta sem við eigum...

Bara það að Ráðamenn okkar hafa ítrekað risið upp og reynt að gefa okkur Þjóðinni aðra mynd en er segir okkur að það er eitthvað ekki eins og ætti að vera og því rík ástæða til að endurskoða vinnubrögð Ráðamanna okkar í þessu öllu saman en það fyrsta sem þarf að gera til að svo sé hægt er að koma þessu Ráðafólki frá...


mbl.is Ósátt við að fá ekki eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugur...

Honum er Steingrími er vorkun var það fyrsta sem kom í huga mér við lestur þessara fréttar...

Vorkun vegna þess að Steingrímur komst til valda á fögrum orðum sínum um að skjaldborg heimilum og fyrirtækjum Landsmanna ætlaði hann að tryggja skjól, sem og að það væri ekki þjóðarinnar að borga óreiðuskuld annara eins og Icesave, og ekki má gleyma orðum hans sem sína best þessi svik hans ekkert ESB...

Það fyrsta sem þessi maður gerði var að stinga Þjóðina í bakið með þessi loforð sín, hann afhenti bönkunum sem komu okkur þjóðinni í þessa erfiðu stöðu húsnæðis og fyrirtækja lánasafn Þjóðarinnar sem hann ætlaði að bjarga á gjafvirði...

Eðlilega hefur bönkunum þótt þeir detta aftur í lukkupottinn við gjöf þessa frá þeim Ráðamanni sem Þjóðinni ætlaði að bjarga ef hann til valda kæmist...

Skildi Steingrímur gera sér grein fyrir því að hann hafði allt í hendi sér til þess að bjarga Þjóðinni en ákvað að gera það ekki, ákvað hann að það væri betra fyrir hann að kyssa tærnar á þeim sem komu okkur í þessa stöðu hugsanlega vegna þess að þeir gátu hampað honum betur fyrir vel unnið starf bankamönnum til...

Þessi maður var kosinn til þess að hugsa um hag okkar og velferð og hefur honum algjörlega brugðist það verkefni sem kemur best í ljós núna þegar hann vælir um að aðrir geri ekki það sem hann var kosin til að gera...

Tími Steingríms er komin og farin held ég og ekki miklar líkur á því að hann hljóti endurkosningu vegna þeirra lyga og svika sem hann notaði á Þjóðina til þess eins að koma sér til valda...

Þessi svik hans Steingríms og Jóhönnu við Íslensku Þjóðina vil ég meina að varði refsiramma í lögum og þurfum við Íslendingar að vera vakandi yfir þessu og gera það sem við þurfum að gera til þess að svona gerist ekki svo glatt aftur beint fyrir framan augun á okkur Landsmönnum eins og búið að gerast núna í tíð Jóhönnu og Steingríms...


mbl.is Síðasta tilraun til lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttur Jóhönnu stjórnar...

Já það er nefnilega það, núna þegar það er ljóst að núverandi Ríkisstjórn mun aldrei ná endurkjöri og Samfylkingin sem flokkur er búin að vera í þeirri mynd hann er í dag og flokkurinn eyðilagður vegna svika og lyga sem flokkurinn þurfti að nota til að koma sér að og til valda fyrir síðustu kosningar hvað er þá gert...

Jú það er stofnaður nýr flokkur úr brunarústum Samfylkingarinnar sem var stofnuð úr fyrri brunarústum...

Er þetta ekki að verða kunnuglegt Íslendingar ef hugsað er lengra...


mbl.is Róbert til liðs við Bjarta framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er allt reynt í von...

Það skildi þá ekki vera svo að ESB sé bara farið að segja það sem því langar að segja og sé, en ekki þá staðreynd sem er...

Staðreyndin í raunveruleikanum er sú að það eru að koma kosningar og meirihluti Þjóðarinnar er ekki á leiðinni í ESB svo það er ekki seinna vænna fyrir þessa aðila en að reyna allt sitt til að innlima sem flesta á þessari ESB dýrkun ESB sinna...

Kosningar eru framundan og Þjóðin er sko ekki búin að gleyma lygum þeim sem núverandi Ríkisstjórn beitti til að koma sínu að og það varu engar smá lygar sem notaðar voru til þess að koma þessari ESB umsókn á koppinn, Þjóðin er  minnug þeirra miklu svika  vegna þess að henni var fórnað með öllu sínu fyrir þessa umsókn...

Eftir næstu kosningar ef fer eins og virðist stefna þá verður þessi umsókn afgreidd á einn veg og sá vegur liggur ekki í ESB og samhliða því þá ætti þjóðin að sjá til þess að núverandi Ríkisstjórn verði kærð til Landsdóm vegna svika hennar og lyga við Þjóðina sína...

Ríkisstjórnin á pening til að setja í þetta gæluverkefni sitt á meðan meirihluti Þjóðarinnar á ekki ofan í sig eða á...

Hvílík forgangsröðun segi ég bara og það er eins gott að það sé ekki lengra á milli Alþingiskosninga hjá okkur en 4 ár vegna þess að 4 ár undir kúgun og svikum er alveg nóg fyrir hvern og einn heilvitamann...


mbl.is Kynning á ESB efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valmöguleikar eru til...

Hvernig það er verið að fara með Útgerðirnar í skattlagningu er ekki að ná nokkri átt...

Að Ríkisstjórninni skuli finnast það allt í lagi að fara svona með þessi fyrirtæki Landsmanna sem og önnur eingöngu til þess að ná í meiri pening í Ríkiskassann er að grafa undan öllu samfélaginu hérna hjá okkur og þetta er ekki hægt lengur vegna þess að það eru einstaklingar á bakvið öll þessi fyrirtæki og þessar útgerðir og það einstaklingar sem hafa unnið baki brotnu til þess að koma Útgerð sinni eða fyrirtæki sínu í vinnandi veg til þess að færa verðmæti hingað í hús...

Það er verið að grafa undan stórum grunnstoðum í Þjóðfélaginu með þessari skattlagningu og það finnst Ríkisstjórninni betra að gera en að viðurkenna vanda sinn, vandann sá að efnarhagshjólum Þjóðarinnar hefur Ríkisstjórninni gjörsamlega brugðist að endurreisa og setja í gang...

Það eru til margar aðrar leiðir til að fara frekar en að grafa undan samfélaginu öllu, og að Ríkisstjórnin skuli ekki hafa víðara auga fyrir þeim möguleikum segir eiginlega bara eitt og það er að það er orðið lífsnauðsynlegt fyrir Þjóðina að losna við þessa Ríkisstjórnar óstjórn...


mbl.is Óttast ofurskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband