Færsluflokkur: Bloggar
3.11.2010 | 20:53
Það er bara ósköp skiljanlegt...
Mér finnst það bara ósköp skiljanlegt eftir allt sem á undan er gengið að fyrirvari sé hafður á...
Fyrirvari vegna þess að Icesave er ekki en þá afgreitt og Ríkisstjórnin en þá að reyna allt sitt til þess að troða því á herðar okkar til greiðslu þó svo að það sé ólöglegt samkvæmt lögum. Allir stóru bankarnir hér á landi fóru á hausinn...
Það urðu mikil og óvenjuleg mótmæli hér 4 október síðastliðin, og margir Ráðamenn fengu egg á sig vegna þess að almenningur krefst þess að fá sína leiðréttingu á húsnæðislánum sínum meðal annars og hvað hefur gerst eftir þau mótmæli...
EKKI NEITT liggur við að ég segi vegna þess að það eru skelfilegir hlutir samt sem áður að gerast með eignir fólks samkvæmt fréttum að dæma...
Svo þegar maður skoðar þetta svona þá er það ósköp skiljanlegt að það séu efarsemdir í gangi um heilindi á bak við hlutina hjá Ríkisstjórninni sem er komin í strand vegna þess að uppvís er hún líka búin að verða um að vera með feluleik á þessari ESB umsókn sinni þar sem Þjóðin var látin halda að viðræður væri verið að fara í og ekkert annað.....
Það á að kalla eftir því að þessi Ríkisstjórn verði tafarlaust sett út og umboð hennar tekið af henni... Neyðarstjórn verði sett saman strax og hún látin taka við...
Neyðarstjórn þar sem tekið verður á Icesave fyrir dómsstólum vegna þess að þar er um mikið óréttlætismál að ræða fyrir okkur Íslendinga...
Neyðarstjórn sem tekur á þessu Banka innráni sem átti sér stað hér á landi af eigendum sínum, neyðarstjórn sem lætur almenning jafnframt njóta réttlætis í leiðréttingu vegna þeirra skekkju sem kom við þetta á allt verðgildi hér á Landi...
Neyðarstjórn sem sér um að koma efnahagskerfinu og framleiðslunni í gang svo öll hjól fari að snúast eins og ætti að vera...
Er þetta bara brot af því sem þarf að gera, en alveg ljóst er að svona eins og þetta hefur verið að ganga í aðgerðum hjá Ríkisstjórninni er ekki hægt lengur....
![]() |
Hafa fyrirvara á samráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 09:18
Komið ykkur frá...
Eftir hálfan mánuð segir maðurinn...
Það er allt eins sem kemur frá þessari Ríkisstjórn og eins og staðan er í dag þé er það allveg ljóst að ekkert á að gera...
Það eina sem þessi Ríkisstjórn getur og kann er að setja hverja nefndina á fætur annarri í gang til þess að fresta því að þurfa að segja eins og er, og eins kann Ríkisstjórnin að setja dagsetningar fram í tímann til þess að kaupa sér frest í von um að Landinn gefist bara upp...
Hvað er eiginlega langt síðan að Þing kom saman og mikil mótmæli brutust út vegna þess að við Íslendingar erum ekki sátt við að verða sett á hausinn vegna gjörða örfárra manna sem eiga greinilega ekki að fá sína refsingu fyrir að ræna öllu og setja allt á hausin hérna, heldur erum við Íslendingar að horfa á það að þeir hljóta viðurkenningar liggur við að ég segi frá Ríkisstjórninni...
Viðurkenningar á störf sín í formi niðurfellingar og afskriftar á sama tíma og það á ekkert að gera fyrir hinn almenna borgara sem á bara að missa allt sitt og helst sitja uppi með skuld sem yrði óendanleg í greiðslu, en hinn almenni borgari var samt sem áður nógu góður til þess að láta ljúga að sér með fögrum kosningarloforðum um skjaldborg, allt upp á borðum, og ekki okkar almennings að borga óreiðuskuldir annarra svo lítið eitt sé nefnt...
Svika Ríkisstjórn segi ég sem lét kjósa sig MEÐVITAÐ með sviknum LOFORÐUM til þess að geta klárað rán sitt segi ég vegna þess að það er það sem er búið að vera að gerast frá því að þessi Ríkisstjórn komst til valda finnst mér á okkar almennings kostnað...
Ef að þetta á að vera val á milli þess að Ríkisstjórnin sitji eða Íslendingar fari annað þá er það ekki spurning fyrir mér að Ríkisstjórnin á að fara...
![]() |
Tillögur eftir hálfan mánuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 08:31
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti...
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti og á að koma sér frá...
Ríkisstjórnin er búin að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum með þessum frasa sínum að málið verði að skoða....
Það sem Ríkisstjórnin er ekki að skilja er að hún var kosin út á kosningarloforðin sín fögru...
Kosin til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna sem og að tryggja það að óreiðuskuldir annarra eins og Icesave yrði ekki okkar þjóðarinnar að borga...
Komið ykkur frá tafarlaust segi ég vegna þess að staðan ykkar er orðin þannig af ykkar eigin völdum að það er alveg sama hvað þið gerið þá munuð þið ekki njóta trausts. Ekki trausts vegna þessa svika sem þið hafið framið við okkur þjóðina með þessum sviknu kosningaloforðum ykkar sem voru greinilega meðvituð gerð með það í huga að klára þetta rán sem var greinilega stöðvað á óheppilegum tíma...
Ég vil að þessi Ríkisstjórn komi sér frá tafarlaust og neyðarstjórn verði látin taka við strax...
![]() |
Vill endurskoðun á niðurskurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 07:53
Ótrúverðugur maður því miður...
Ég verð hálf orðlaus yfir lestri þessum og er greinilegt að Össur Skarphéðinsson er orðin hræddur um sæti sitt...
Utanríkisráðherra Íslendinga hefur orðið uppvís að þvílíkum vinnubrögðum að það er ekki mark takandi á einu eða neinu sem kemur frá honum...
Að segja svona á sama tíma og hann og hans flokkur hefur ekki gert neitt annað en setja drápsbyrði á bak okkar Íslendinga til greiðslu, byrði sem mun teygja sig út fyrir líftíma okkar inn á líftíma barna okkar og jafnvel barnabarna ef hann mætti ráða...
Þetta segi ég vegna þess að það er nóg að horfa aftur á bak og minnast þess að þannig átti að ganga frá Icesave í upphafi að það yrði ekki byrjað að borga af því fyrr en eftir 7 ár að mig minnir, með svimandi háum vöxtum og ná út í hið óendanlega að borga þar til búið væri...
Ég veit ekki betur en að það sé verið að ganga þannig frá húsnæðisskuldum þeirra Landsmanna sem eiga að þær nái út yfir líftíma þeirra og yfir á afkomendur ef viðkomandi tekst ekki að greiða upp skuld sína fyrir andlát sitt...
Ég veit ekki betur en að hann hafi einnig orðið uppvís að því að stinga óþægilegum skjölum og gögnum undur stóla og ofan í skúffur, uppvís að því að lesa ekki heimavinnuna sína svo lítið eitt sé nefnt...
Það er ekki marktakandi á einu eða neinu sem kemur frá þessum manni því miður vegna þess að hann hefur orðið uppvís að þvílíkum vinnubrögðum að það hálfa þætti meira en nóg annarstaðar til þess að honum yrði vikið frá störfum með skömm tafarlaust....
![]() |
Láti ekki börnin borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 10:29
Þessa heildarmynd og markmið upp á borðið takk fyrir...
Hvernig stendur á því að AGS ræður för hérna...
Erum við Íslendingar komin í vanskil við AGS... Man ég ekki eftir að hafa lesið eða heyrt um það, og svo lengi sem það er ekki þá er ég ekki að skilja þessa afskiftasemi AGS...
AGS gefur sig út fyrir að HJÁLPA og að vilja HJÁLPA vegna þess að hjálpar er þörf er ekki hjálp ef knésetja á...
Auðvitað er það ekki svo að AGS hafi járntak á einstökum obinberum sjóðum segir Steingrímur á sama tíma og það er verið að segja í þessari frétt að þennan sjóð má ekki hreyfa samkvæmt tilmælum AGS. Hvaða obinberum sjóðum ræður AGS yfir...
En allt verður að falla inn í ákveðna heildarmynd og heildarmarkmið í ríkisfjármálum segir hann jafnframt...
Vil ég að við Íslendingar allir fáum að sjá þessa heildarmynd sem og heildarmarkmið sem hann talar um vegna þess að það er verið að sigla Íslandi í strand með öllum þessum fjármálamarkmiðum Ríkisstjórnarinnar á sama tíma og aðgerðarleysi í hina áttina er algjört segi ég......
Mér finnst þessi frétt sína manndómsleysi Fjármálaráðherra sem hefur greinilega ekkert bein í nefinu til þess að rísa upp fyrir þjóðina sína og berjast fyrir réttlæti henni...
Það er komið fram við okkur Íslendinga eins og við séum sökudólgar á þessu öllu saman og það af Fjármálaráðherra okkar Íslendinga í fararbroddi sem hefur meðal annars látið það út úr sér að við eigum bara að borga Icesave vegna þess að það sé betra...
Vanhæfur Fjármálaráðherra sem á koma sér frá strax segi ég áður en skaðinn eftir hann og hans fólk verður meiri en þegar er...
![]() |
Fé stendur óhreyft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 16:34
Neyðarstjórn tafarlaust...
Þetta er ljóta bullið að verða allt saman segi ég bara, hver flækjan á fætur annarri að mæta flækju á móti og ekkert hægt að gera vegna þess...
Ef að það hefði verið vilji og ætlun hjá Ríkisstjórninni að bjarga heimilum Landsmanna og fyrirtækjum þá hefði það verið gert STRAX...
Ef að Ríkisstjórnin getur ekki staðið frammi fyrir okkur fólkinu og sagt okkur eins og er þá er mikið að...
Að Ríkisstjórnin skuli kjósa það að draga okkur á ASNAEYRUM er ljótt og ófyrirgefanlegt vegna þess að meðvitað er það gert...
Það lætur mig ekki í friði sú hugsun að þessi niðurskurður út um allt Land og smækkun og fækkun á kerfinu öllu saman sé vegna þess að í ESB ætlar Ríkisstjórnin sér og ef að svo verður (vonandi ekki ) þá útskýrir þetta allt saman sjálft sig vegna þess að við erum ekki nema rúmlega 300,000 manns.
Innan ESB þá erum við ekki nema eitt fyrirtæki eða svo gætum við hugsa okkur, og það sem eitt fyrirtæki af þessari stærðar gráðu þarf er ekki meira en eitt stykki af hverju ef hægt er að segja svo...
Ekki fleiri en rúmlega 300,000 manns hafa ekkert með mörg Sjúkrahús að gera, ekkert með marga mjólkurframleiðendur heldur að gera, marga skóla, margar heilsugæslur og svo mætti endarlaust telja, rúmlega 300,000 manns þurfa ekki meira en svona og svona í öllu...
Ef í ESB verður farið þá er þetta það sem koma skal segi ég vegna þess að í ESB þá hafa rúmlega 300,000 manns ekkert við meira að gera...
En eins og ég segi í upphafi ef að það hefði verið vilji og ætlun Ríkisstjórnarinnar að bjarga okkur Íslendingum þá hefði það verið gert strax...
![]() |
Fleiri sækja um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2010 | 09:02
Innihaldslaus orð hjá Utanríkisráðherra...
Já það má lengi lifa með von í brjósti svo lengi sem menn eru á jörðinni í leiðinni...
Bullið sem er búið að koma frá Utanríkisráðherra Íslendinga honum Össuri Skarphéðinssyni um að við Íslendingar munum fá allar þær undanþágur sem við Íslendingar þurfum vegna sérstöðu okkar reyndist þá vera innihaldslaust froðusnakk...
Þessar fréttir segja okkur að við Íslendingar munum engar varanlegar undanþágur fá...
Þessar fréttir segja okkur líka að við Íslendingar erum með Ráðamenn sem geta ekki horfst í augu við þær staðreyndir sem eru, þær staðreyndir að stór meiri hluti Íslendinga vill ekki í þetta ESB samfélag, þær staðreyndir að Íslendingar eru nákvæmlega við sama borð og aðrar þjóðir og undanþágur eru ekki í boði...
Það skilja allir aðrir hvað nei þýðir en ekki Ríkisstjórn Íslendinga...
Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta vegna þess að okkur Þjóð sína er hún Ríkisstjórnin búinn að stinga í bakið með öllu þessu ESB og Icesave BULLI sínu...
![]() |
Vísa ekki til sérstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2010 | 00:47
Það var nefnilega það...
Umkenningarleik talar Fjármálaráðherra Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon um að menn séu búnir að vera í og núna gangi það ekki lengur sem er alveg rétt hjá blessaða manninum en grátbroslegt og hlægilegt í leiðinni vegna þess að hann er sá maður sem er búinn að vera FASTUR í þeim leik...
Allt hefur verið gert hjá honum í skjóli þess að hruna-ríkistjórnin gerði hitt og þetta.
Það sem að Fjármálaráðherra Íslendinga er búinn að gera er að sjá til þess að Íslendingar missi allar eigur sínar sem og fyrirtæki til þess eins að hann geti bjargað þeim sem að komu okkur Íslendingum í þessa stöðu....
Þetta gerði hann þegar að sú ákvörun var tekin að fjármagninu skyldi bjargað á kostnað okkar Íslenskra skattgreiðenda, en ekki að okkur Íslenskum skattgreiðendum yrði bjargað frá þessari óreiðu og vittleysu sem komin var innan í fjármálageiran og var búin að smita allt samfélagið með sér út í tóma vittleysu í verðlagi....
Þetta gerði hann vitandi að ólögleg lánaform væru í gangi í kerfinu, vitandi að Fjármálafyrirtækin höfðu verið rænd öllu fé sínu af eigendum sínum og þar af leiðandi gefið dæmi að við hinn almenni skattgreiðandi erum ekki þeir sem eiga að gjalda fyrir þetta...
Svei og skömm segi ég vegna þess að ef hann fattar ekki sjálfur vittleysuna og óréttlætið í þessu hjá sjálfum sér og tekur á því þá er um siðblindan einstakling að ræða og það er ekki gott fyrir okkur Íslendinga að vera með svoleiðis Fjármálaráðherra....
![]() |
Vitnar Steingrímur í repúblikana? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2010 | 17:06
Aðildarviðræður hét það fyrst....
Þegar það var farið af stað með ESB umræðu á Alþingi fyrst þá var talað um að fara í Aðildar-viðræður.
Ekki aðlögunarferli eða hvað þá umsóknarferli...
Aðildarviðræður var það sem að Alþingi samþykkti að farið yrði í, og var Þjóðin látin halda svo líka. Varð hávær umræða um að svo væri huganlega ekki og steig þá Utanríkisráðherra Íslendinga Össur Skarphéðinsson fram og sagði að um aðildarviðræður væru eingöngu að ræða, sagði hann máli sínu til stuðnings að þetta yrði svona eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða málin....
Það er verið að afvegaleiða Íslendinga sem hafa ekki einu sinni fengið að segja hug sinn um það hvort þetta sé það sem að þeir vilja, það er í ESB eða ekki...
ESB sinnar virðast vera það hræddir við svar Þjóðarinnar að þeir þora ekki að láta Þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um það hvort þetta sé það sem að Íslendingar vilja eða ekki....
Aðildarviðræður urðu að Aðlögunarferli sem núna á að verða Umsóknarferli...
Ég vil að Þjóðin fái að segja vilja sinn um það hvort hún vilji í ESB áður en lengra verður haldið...
![]() |
Vilja ekki ræða um aðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2010 | 22:55
Gaf mér aðra sýn að sjá húsið...
Það verð ég að segja að þetta hús kom mér skemmtilega á óvart.
Fórum við nokkur saman og skoðuðum það sem var í boði að sjá og þetta er ekkert smá starfsemi sem fer þarna innan dyra sem og utan verð ég að segja og hafði ég vissulega mínar hugmyndir en að sjá er allt annað. Það er ljóst að það þurfa margar hendur að vinna vel saman til að allt gangi upp svo að við Landsmenn sem setjumst niður fyrir framan Sjónvarpið heima, eða hlustum á útvarpið getum hlustað og séð það sem í boði er, og er mikill munur á beinni útsendingu eða ekki...
Allir þessir búningar og munir sem voru til sýnis fengu mann til að hugsa til liðins tíma og fékk mig einnig til þess að leiða hugann að öllu því Íslenska efni sem gert hefur verið og allt Barnaefnið sem hlítur að vera til...
Að sjá hvaðan hljóðið kemur þegar maður er að hlusta á útvarpið verður allt öðruvísi eftir þessa heimsókn. Ég verð að hafa orð á Þessari stóru gólfklukku á hægri hönd þegar maður labbar inn í andyri hússins vegna þess að hún vakti athygli mína og fékk mig til þess að hugsa til þess hvort þetta sé sú klukka sem vakti Landsmenn lengi vel kl. 7 á morgnana með slætti sínum, og lét Landsmenn einnig vita þegar hún var 12 á hádegi...
Góð heimsókn segi ég sem endaði með góðri rjómavöfflu og góðum kaffisopa í boði hússins, og þakka ég fyrir mig.
![]() |
Opið hús hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1375
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar