Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2010 | 00:51
Spennandi...
Það verður spennandi að fylgjast með þeim niðurstöðum sem koma úr þessari rannsókn vegna þess að það er mikilvægt að vita svona á okkar tímum.
Er þá hægt að bregðast við með öðruvísin byggingarlagi á þeim tegunda Loftfara sem til eru í heiminum...
Það sem mér finnst vanta er rannsókn á hvaða áhrif askan hefur komin í rigninguna og þá á mannshúðina, gróður og ökutæki til dæmis...
![]() |
Rannsaka ösku í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 12:36
Ríkisstjórnarinnar að snúa ákvörðun sinni við..
Það er ein leið til staðar til að henda þessum Icesave vanda af herðum okkar og hún er sú að Ríkisstjórnin snúi þessari ákvörðun sinni við þar sem það var ákveðið að við hinn almenni Íslenski skattgreiðandi ætti að borga þetta en ekki þeir sem eiga....
Önnur leiðin er sú að koma þessari Ríkisstjórn frá þar sem að henni er ekki stætt lengur á því að troða þessum Icesave ósóma sínum á herðar okkar...
Höldum vöku okkar Íslendingar Þetta eru okkar bök sem er verið að troða þessu á, sem og bök afkomenda okkar um ókomna tíð...
![]() |
Nauðsynlegt að ljúka Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 12:01
Vopnið sem notað er er BANN.
Hvað vakir fyrir ESB annað með þessu banni sínu en hótun til að ná sínu fram... er erfitt að skilja.
Það er ekki verið að hugsa um afkomu eða hag þeirra sem hagmuni hafa.
Nei Það er reynt að nota BANN sem vopn til þess að þessar þjóðir gegni því sem að ESB vill...
Er þetta það sem að við Íslendingar viljum spyr ég vegna þess að þetta er það sem koma skal ef í ESB verðu farið...
Ekkert ESB segi ég....
![]() |
Bann ESB skref aftur á bak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2010 | 10:03
Ekki á almenningur fyrir þeim...
Ljóst er að ekki á almenningur fyrir þessum skuldum og þess vegna er ekki hægt að fara í vasa okkar núna...
Það er líka alveg krystal-tært hjá mér að Ríkisstjórn Íslands braut á þjóðinni sinni með þessu kosningarloforði sínu að það væri ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir þessara manna en með þessari ákvörðun sinni að það skyldi verða almenningur sem bæri byrðirnar á þessu bankahruni sem varð vegna þjófnaðar innan þessa fyrirtækis sem og hinna fjármálastofnanna í landinu er brot á okkur þjóðinni.
Þeir sem sökina eiga í raunveruleikanum sleppa alveg, sleppa reyndar svo vel að halda mætti að þeim sé borgað fyrir að koma okkur í þessa stöðu......
Það að skuldir fyrirtækja skuli njóta svona meðferðar en ekki Fasteignaskuldir heimilana er ekki hægt að líða lengur..
Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við fólkið Þjóðin. Við höfum allt í hendi okkar að snúa þessu við segi ég þar sem að það er að koma betur og betur í ljós hversu ólögleg starfsemi er búin að vera við líði innan fjármálakerfisins og það er svo sannarlega að koma betur og betur í ljós að það er ekki að rúlla fyrir okkur almenning...
Krefjumst þess að það komi kerfi sem er fyrir fólkið og hendum þessu kerfi út sem fyrir er vegna þess að það er kerfi sem er ekki fyrir hag okkar almenningsins í Landinu...
![]() |
Á ekki fyrir skuldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2010 | 01:42
Glæsileg sýning takk fyrir.
![]() |
Bjart yfir flugeldum í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 01:25
Stór áfellisdómur á Ríkisstjórnina...
Þetta er stór áfellisdómur á Ríkisstjórnina segi ég sem fær mann til að hugsa hvar er Ríkisstjórnin svo ílla flækt í þessa vitleysu að hún lætur almenningin bæði blæða og tapa öllu sínu...
Það er það langt siðan að Rannsóknarskýrslan kom fram að undir eðlilegum kringumstæðum þá væru allir þessir menn komnir á bak við lás og slá...
Svo þá veltir maður fyrir sér hvað er í gangi.., við erum með annan vængin á Ríkisstjórn í dag sem var fyrir... Sá vængur galaði manna hæðst "allt hinum vængnum að kenna" og með VG nú sér við hlið var öllu lofaði sem hægt var að lofa og galað hátt á kostnað hinns vængjarins sem varð eftir til að geta setið áfram...
Og þá spyr maður hver var hinn raunverulegi tilgangur eiginlega?
Við vitum í dag að tilgangurinn lá ekki í þessum fögru loforðum þó að svo hafi kannski verið hjá VG í upphafi og þegar við skoðum svo viðbrögð Ríkisstjórnarinnar við þessari Rannsóknarskýrslu þá fer ýmislegt að skýrast sjálfkrafa með tímanum sem líður, og sérstaklega þegar maður les að einstaklingur ætlar að gera það sem að Ríkisstjórnin ætti að vera búin að gera fyrir löngu ef að hún væri að vinna að heilindum fyrir Þjóðina sína...
Ég hef reynt að fylgjast með því sem að þessi maður Vilhjálmur Bjarnason hefur látið frá sér fara vegna þess að mér hefur fundist hann tala skynsamlega og af viti og hvet ég hann til að klára það óréttlæti sem hann og hans fjölskylda hafa orðið fyrir af völdum þessa...
![]() |
Stálu frá og eyðilögðu FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 12:41
Það er nefnilega það...
Þetta orð Femínistafélag Íslands fær mig til að hugsa margt... Félag sem vill að jafnræði sé á milli kynja og annað kynið má ekki meira en hitt.
Það er og verður alltaf munur á Kvennmanni og Karlmanni...
Konur ganga með börnin til dæmis, konur hafa brjóst sem framleiða fæðu handa börnum sínum fyrstu mánuðina svo smátt sé nefnt... Það er ástæða fyrir þessu öllu saman sjálfsagt í lögmálinu stóra en útfrá þessu sem ég nefni hér á undan þá er ljóst fyrir mér að annað kynið nærir meira og hitt þá að skaffa meir.
Það er á hreinu í lögmálinu okkar líka að karlmaður er sterkari í líkamsbyggingu en kvennmaður og þar af leiðandi meiri burðargeta þar megin...
Annars geta þessar umræður orðið ansi heitar svo færri orð hafa minni ábyrgð. Kannski er ég að rugla þessu feminista og rauðsokka saman ef það er ekki það sama...
![]() |
Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2010 | 13:06
Ábyrgð hans sem Fjármálaráðherra...
Hver er ábyrgð hans sem Fjármálaráðherra....
Um þessi ólöglegu lánaform er Ríkisstjórnir búnar að vita af í áraraðir svo hvað er málið með þessi lögfræðiálit...
Lifðu menn í von um að þau hættu að verða ólögleg einn góðan veðurdag þessi ólöglegu lánaform..! það mætti frekar skoða þetta útfrá því vegna þess að það er agalegt að við Íslendingar séum með Ríkisstjórn sem var kosin til að bjarga heimilunum en stöndum í stríði við Ríkisstjórnina í dag vegna þess að það var aldrei henna ásetningur að bjarga heimilunum segi ég, ef svo hefði verið þá hefði sá skuldarvandi heimilana og fyrirtækja sem er tilkomin vegna þessa ólöglegu lánaforms verið sett á bið þar til endarleg niðurstaða um lögmæti þeirra lægi fyrir...
Þessi Fjármálaráðherra sem og öll Ríkistjórnin á að segja af sér tafarlaust. Þessi Ríkisstjórn var kosin til að vinna að hag okkar Íslendinga, bjarga heimilunum okkar og fyrirtækjum, Ríkisstjórn Íslendinga ber skylda til að hugsa um hag lands og þjóðar. Ríkisstjórnin hefur ábyrgð...
Þessi Ríkisstjórn ákvað það til dæmis að við Íslenskir skattgreiðendur ættum að bera ábyrgð á greiðslu Icesave bara vegna... En ekki þeir sem eiga þessa Icesave skuld...
Ríkisstjórnin er hvergi að vinna að okkar hag í dag eitthvað frekar, vegna þess að hún má ekki vera að því það er svo mikið að gera í AÐLÖGUNARFERLINU fyrir ESB...
Við Íslenska þjóðin erum ekki gengin í ESB en samt er verið að breyta öllu regluverki okkar að ESB. Engin tími til að huga að hag okkar...
Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta vegna þess að umboð fyrir þessari vinnu sinni hefur hún ekki frá þjóðinni.
Ég krefst þess að það verði tekið á þessari spillingu tafarlaust...
Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við öll erum Þjóðin. Það er komin tími til þess að við Íslendingar njótum góðs að okkar eigin ávöxtun, hún er ekki fyrir Ríkisstjórnina gerð eins og mætti halda eftir því hvernig hún Ríkisstjórnin er að leika Lífeyrisjóðina núna...
Höldum vöku okkar...
![]() |
Vissi ekki um lögfræðiálit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2010 | 00:57
Það byrjar fallega eða hitt þá heldur...
Ja hérna segi ég hálf orðlaus yfir þessari forgangsröðun hjá Ögmundi þó að á frumstigi sé...
Bara vegna grunnyfirlýsingu Atlandshafsbandalags Nato þá segi ég nei við því að við séum tekin úr Nato.
GRUNNYFIRLÝSING NATO ER...
Árás á eitt aðildarríki er metin sem árás á öll Aðildarríkin.
Þar fyrir utan að þá búum við á eyjunni Ísland sem er í Atlandshafi og eigum heima þess vegna í Nato finnst mér...
![]() |
Íhugi þjóðaratkvæði um NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 17:42
Tími á kosningar...
Það er komin tími á kosningar. Ríkistjórn Íslendinga er kosin til vinnu af fólkinu í Landinu og þess vegna segi ég nýjar kosningar...
Það á að vera fólkið við Íslendingar sem kjósum nýja Ríkisstjórn og þessa Ríkisstjórn sem fram er verið að færa er ekki kosin af okkur Íslensku Þjóðinni eins og ætti að vera þegar ný stjórn tekur við...
![]() |
Hrein pólitísk vinstristjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar