Færsluflokkur: Bloggar
10.6.2010 | 18:28
Ótrúlegt...
Það er alveg með ólíkindum að lesa þessa frétt...
Að láta það út úr sér að Íslensk stjórnvöld hafi leitað sér fyrirmyndar til Kínverja við endurreisn hagkerfisins er alveg ótrúlegt að heyra, ég veit ekki betur en að þar sé hagkerfið þeirra að ganga mjög vel.
Hagkerfið okkar hinsvegar virðist ganga út á það að taka meira lán til að borga þetta lán, annað lán til að gera þessa framkvæmd, og svo lán til að kosta þetta allt saman, svo annað til að borga það og svo annað og annað þar til ekki er hægt að fá fleiri lán vegna þess að það er ekki lengur til peningur til að borga af því sem að borga þarf til að geta látið hjólin snúast. Allar framkvæmdir held ég bara , en það er kannski einhver ekki alveg svo, en fyrir mér þá finnst mér allar framkvæmdir sem eru upp á borði hjá Ríkisstjórninni snúast um mikinn peningakostnað til að hægt sé að framkvæma, og framkvæmdir taka mörg ár áður en þær fara að skila einhverju raunhæfu í Ríkisjóð ef þær eiga þá nokkurn tíma eftir að gera það. Þær framkvæmdir sem að við Íslendingar hefðum þurft að fá í framkvæmd var aukning á allri þeirri framleiðslu sem við getum aukið, er ég þá að tala bæði um landbúnað sem og sjávarútveg og allt þar á milli.
En alla vegna þá held ég örugglega að Kínverjar séu ekki að reka sitt hagkerfi eins og við á lánum á lán ofan...
![]() |
Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 15:09
Siðblinda er það kallað...
Siðblinda er það kallað þegar menn sjá ekki sinn eigin nafla, en sjá allra annara nafla sem þeir vilja sjá.
Er VG ekki búin að vera að kvarta undan því að það sé ekki hægt að halda áfram vinnu vegna þessara skotgrafa sem menn fara beint í á Alþingi...
Hvað er þetta annað hjá honum Birni Val Gíslasyni en að fara beint ofan í skotgröfina...
Og horfa svo á þessa siðblindu sem er hjá honum Árna Þór Sigurðsyni, sem finnst það að þiggja styrk sé refsivert og brotlegt og allt í lagi að ræða, en að græða svo og svo margar milljónir á innherjaviðskiptum með sölu á bankabréfum sem olli svo meðal annars hruni bankans svo maður tali mannamál... það má ekki ræða það...
Ég vil að Alþingi ræði það mál, þar sem að hann Árni Þór Sigurðsson VG sem og Utanríkisráðherra okkar hann Össur Skarphéðinsson Samfylkingin græddu tugir milljóna....
Þetta er siðblinda og á að vera búið að víkja þessum mönnum frá fyrir löngu síðan, þessir menn hafa sína eigin hagsmuni að verja, og þar af leiðandi þeirra hagsmunir teknir fram fyrir okkar hagsmunum. Situr hann Árni Þór Sigurðsson ekki í fjármálanefnd á Alþingi líka...
![]() |
Þurfti að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 10:07
Hvað er almenningur ekki að skilja...
Það er alveg ljóst að Ríkistjórn Íslands ætlar sér ekkert að gera fyrir heimilin í landinu...
Það er líka alveg ljóst að Ríkistjórn Íslands ætlaði sér aldrei að láta þá sem að rændu öllu úr bönkunum borga það til baka...
Það er alveg ljóst í dag að markmiðið var alltaf að setja allar þessar byrðar á herðar okkur.
Það er líka alveg á hreinu að inn í ESB ætlaði Samfylkingin og um það er allt búið að snúast um það...
Okkur er sagt að allar þessar breytingar sem búið er að gera bæði í heilbrigðisgeiranum sem og ráðuneitunum séu vegna niðurskurðar... en það er ekki rétt og ef við skoðum betur allar þær aðgerðir sem hafa verið gerðar bara á þessum 2 atriðum sem ég nefndi þá hefur engin sparnaður hlotist af þessu, frekar en lausnunum sem áttu að bjarga heimilunum, bara fleiri vandamál komin og meiri kostnaður þar af leiðandi. Þetta er allt fyrir inngönguferlið í ESB og það veit Samfylkingin en Samfylkingin er huglaus og hefur ekki þorað að stíga fram og segja okkur að þetta verði að gera annars er ekki hægt að taka umsókn Íslendinga fyrir núna 17 júni 2010 nema að það sé búið að breyta öllu regluverki Íslendinga að ESB....
Það sem almenningur verður að gera, er að sjá að það á ekki og var aldrei ætlun Ríkistjórnarinnar að hjálpa okkur Íslendingum. Það sem við getum gert er að krefjast þess að þessi Ríkistjórn komi sér frá hið snarasta svo það sé einhver möguleiki að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er landið okkar Ísland og við Íslendingar erum með ráðamenn sem að gefa skít í okkur. Allt á kostnað okkar landans sem og á kostnað auðlinda okkar.
ERUM VIÐ TILBÚINN Í ÞESSA ÁNAUÐ UM ÓKOMNA TÍÐ...?
ER ÞETTA ÞAÐ SEM AÐ VIÐ ÓSKUM AFKOMENDUM OKKAR...?
![]() |
Óttast setningu bráðabirgðalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 14:46
Enn ein viljayfirlýsing...
Bíðum nú aðeins við, hvað þýðir þessi viljayfirlýsing eiginlega hjá Ríkistjórninni... er það ekki loforð sem jafngildir bindandi samning hjá Ríkistjórninni fyrir því sem var verið að lofa eða ræða, og í þessu tilfelli tengist það einni auðlind okkar ...
Þetta orð er mikið búið að flækjast í Icesave málinu, viljayfirlýsing um loforð fyrir greiðslu.... Svo það er eins gott að við þjóðin fáum að vita hvað þessi viljayfirlýsing þýðir í raun og veru fyrir ríkistjórn..
Er hann Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra ekki búin að segja það að viljayfirlýsingin í því máli jafngildir JÁ.
![]() |
Ræddu samskipti Íslands og Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2010 | 11:33
Þetta er hægt að gera...
Þetta er hægt að gera blygðunarlaust án þess að blikkna, á sama tíma og það er verið að tala um að frysta öll laun í 3 ár vegna þess að það er ekki til peningur til að mæta þörfum fólksins í landinu í formi launahækkanna.....
![]() |
Ferðadagpeningar hækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 01:54
Lýsandi getuleysi stjórnvalda...
Það er sorglegt að hlusta á þessar réttlætingar sem hún Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra nefnir hér og talar um...
50 úrræðaleiða í aðgerðum segir hún að hafi verið gerðar fyrir skuldavanda heimilanna í landinu... 50 MISMUNANDI LEIÐIR og vandin er meiri en hann var í upphafi og stærri... (ekki nema það sé einhverstaðar viðbót af Íslandi sem við vitum ekki af, og þessar aðgerðir kannski verið fyrir þann bæ.)
Ef þetta dæmi sýnir okkur ekki líka hversu vanhæf og getulaus Ríkistjórnin er þá veit ég ekki hvað...
Fyrir það fyrsta að þurfa að segja frá þessum 50 misheppnuðu tilraunum er hreinlega til skammar... Alveg 47 skiptum of mikið fyrir mér til þess að leyfa viðkomandi að halda áfram... Svo talar hún með vandlætingu eins og við þjóðin séum bara vanþakklát og kunnum ekki gott að meta og þakka... Þessi kona er launþegi hjá mér og þér lesandi góður og finnst mér hún vera búin að vinna sér inn UPPSAGNARBRÉF frá mér.
En þér...
![]() |
Hafa komið til móts við skuldavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2010 | 01:04
Allt fyrir ESB...
Það er eingöngu fyrir ESB aðildarumsókn sem er verið að keyra þetta í gegn og Samfylking þar að baki.
Það er verið að tala um ekki MINNA atriði en STJÓRNARSKRÁNNA okkar. Það þarf að gera þetta vel og vandlega og skoða frá öllum hliðum allar þær breytingar sem er verið að fara fram á að gera, öllum hliðum og þá sérstaklega þeirri hlið sem snýr að því HVERSVEGNA á að breyta... Ég man ekki eftir því að okkur Þjóðinni hafi verið sýnd drög að nýrri Stjórnarskrá...
Það má ekki gera þetta í óðagoti eins og allt lítur út fyrir að sé verið að gera... Það á að gera allar þær breytinga sem að gerðar verða ,ef gerðar verða, með þann hag að leiðarljósi sem er okkur fyrir bestu inn í komandi kynslóðir... Okkur fyrir bestu...
Ekkert ESB segi ég. Drögum umsókn tafarlaust til baka. Fyrir það fyrsta þá höfum við ekki efni á þessu. Við eigum ekki fyrir skuldum þjóðarinnar eins er og þurfum því að nota allt það sem afgangs er til að borga okkur útúr því sem er að verða 2 Ríkistjórna klúður.... Meiri hluti þjóðarinnar vill ekki inn í ESB, og það verður að horfast í augu við það... Kveðja.
![]() |
Kostar okkur ekkert að doka við og hugsa" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 00:29
KREFJUMST AFSAGNAR TAFARLAUST.
Þessi frétt gerir mig sorgmædda í hjarta. Sorgmædda vegna þess að þessi frétt sínir okkur svo svart á hvítu hversu VERULEIKA FYRRTA Ríkistjórn við Íslendingar höfum.
Ríkistjórn sem virðist lifa í sínum eigin draumaheimi og sjá allt á einhverju BLEIKU skýi mætti halda... Skýi sem að engin annar sér nema hún vegna þess að þetta BLEIKA ský er hvergi til nema hjá Ríkistjórninni, og kannski að finna innan ESB á meðan það FYRIRBÆRI sem ESB er leyfi ég mér að kalla, notar kannski til að lokka þjóðir til sín, sem og AGS.
Það á að kalla tafarlaust eftir rannsókn á þessi ferli sem að Ríkistjórnin ákvað að fara í þessu Icesave máli vegna þess að þetta voru allir aðrir búnir að sjá hér heima, og þurfti ekki sérfræðinga til...
Það eru líka allir hérna heima búnir að gera sér grein fyrir því fyrir löngu síðan og sjá að Ríkistjórn okkar er búin að vera að vinna að allt öðrum hagsmunum en okkar.
En og aftur segi ég... þessi Ríkistjórn á ekki skilið sumarfrí.
Þessi Ríkistjórn á að fá UPPSAGNARBRÉF tafarlaust. Það á að setja hana í farbann strax á meðan yfirheyrslur eru. Það á að fá það á hreynt fyrir hverja hún er að vinna...... Það liggur alveg ljóst fyrir mér að þessi vinnubrögð sem að Ríkistjórnin er búin að vera með í þessu Icesave eru ekki búin að vera EÐLILEG svo ég taki VÆGT til orða. kVEÐJA.
![]() |
Íslendingar geta ekki borgað Icesave" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.6.2010 | 19:45
Ljótt mál.
Það var nefnilega svo, ég man nefnilega eftir þessari frétt á sínum tíma og það kom hér á MBL. Þar sem það kom fram að Már Guðmundsson og Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir gengu frá þessum launamálum Más Guðmunssonar.
Það sem er öllu alvaralegra er það að Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir steig í pontu á Alþingi okkar fyrir framan þjóðina í gegnum sjónvarpið og sór fyrir það að hafa nokkuð með launamál hans að gera.... endurtók það meira að segja .
Þessi Ríkistjórn er búin að vera myndi maður halda núna og ætti hún að kalla sig saman tafarlaust og segja af sér. Þetta er mjög alvaralegt af Forsætisráðherra að ljúga svona til um þetta mál, sem og hjá Fjármálaráðherra okkar honum Steingrími J. Sigfússyni með skuldabréfið stóra í Landsbankanum svo maður nefni það líka og er þetta brotlegir gjörningar, ætti almenningur að krefjast þess að þessi Ríkistjórn segi tafarlaust af sér ef hún fer ekki sjálfviljug núna...
![]() |
Már og Jóhanna ræddu launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.6.2010 | 09:32
Ekkert sumarfrí skilið frá mér...
Fyrir mér þá er fyrst að vinna vinnuna sína áður en farið er í frí...
Þessi Ríkistjórn er ekki búin að vinna þá vinnu sem að hún var ráðin til verka í með kosningu frá fólkinu í landinu segi ég... skuldavandi heimilana sem og fyrirtækja vaxin úr öllum hæðum vegna aðgerðarleysi ríkistjórnarinar sem og Icesave óreiðuskuldin sem þessi Ríkistjórn var alveg með á hreinu þegar hana vantaði að komast til valda að það væri ekki okkar að greiða...
Því miður fyrir Ríkistjórnina þá á bara ekkert sumarfrí að vera fyrr en þjóðin öll er nokkurnvegin komin útúr þessum vanda segi ég.
Hvernig eigum við að hafa efni á því að borga þann launakostnað hjá Ríkistjórninni þegar við eigum ekki til fyrir reikningum þjóðarinnar segi ég....
![]() |
Fyrirtækin keyra áfram á gufunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar