Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
29.12.2009 | 21:22
Segja já á rangri forsendu...
Jæja einu sinni en ICESAVE skrif...
Þetta sem við erum að horfa hér upp á í beinni er alveg ótrúlegt.. Að Ásmundur Einar Daðason muni að öllum líkum samþykkja Icesave frumvarpið til að koma í veg fyrir sundrung innan flokksins og til bjargar Ríkistjórninni er alveg ótrúlegt að heyra, Hvar er vitið......
Þráinn Bertelsson að samþykkja vegna þess að þessar HÖRMUNGAR sem hann kýs að kalla Icesave eru sem betur fer ekki af þeirri stærðargráðu...
Perónulega þá finnst mér Þráinn vera ansi strekktur á tauginni í þessu viðtali enda ekki skrítið ef maður hlustar á hvísl einhverstaðar um að heiðurs listamannalaun séu í húfi hjá honum, og eins skynja ég jafnvel að örli í hroka hjá honum í garð fréttamannsins.
Málið er að þessir báðir sem eru hér taldir eru ekki að samþykkja vegna þess að okkur ber skylda lagalega séð til að borga þennan óhróðsreikning sem Icesave er. Þessir menn eru ekki að átta sig á því að þeim ber skylda til að gera það sem er þjóðinni réttast og best.
Að samþykkja til að halda Ríkistjórninni saman er ekki til að hrósa sér yfir og sýnir í fljótu bragði að það getur ekki verið mikið á milli eyrnanna hjá þeim.(Hafði vissar vonir með Ásmund ungur og kraftmikill maður) Hvað eru þessir einstaklingar að gera á þingi spyr ég, ef þeir geta ekki fylgt því sem er rétt fyrir þjóðina og satt. Að vera í svona störfum er ábyrgð og að taka ákvarðanir út frá því sem þeim er sagt er ekki rétt forsendan. Þessir menn eiga að vinna að okkar málefnum, fyrir okkur, af heillindum, en ekki því sem formanni hentar, hvað þá formanni sem er á skjön við allt sem heitir raunveruleiki.. Hafið manndóm í ykkur strákar og hafnið þessu, ef ykkur langar að eiga pólitískan feril áfram þá er þetta ekki leiðin. Hérna eru þið að enda hann með þessu samþykki. Kveðja.
Átök innan Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2009 | 15:27
Ekki spurning.
Það er verið að fara fram á að við borgum óraunhæfa skuld óreiðumanna, Óreiðumanna sem Bretar Hollendingar og aðrir treystu, og þegar svindlið komst upp þá urðu allir reiðir og næsta manni, þjóð í þessu tilfelli kennt um. Það er ekki okkar að leysa þessi vandræði sem þessar þjóðir komu sér í með þessu trausti sem þeir sýndu til þessarra óreiðumanna, og það er ekkert meir sem við getum boðist til að gera frekar en það sem við erum búinn að bjóða. Þessi óraunhæfa skuld sem er ekki okkar, er okkur ofviða í alla staði og þess vegna er ekkert meir sem við getum gert annað en kastað þessum reikning til baka og segja... so sorry... því miður þá er ekkert sem við getum gert frekar til að hjálpa við þessa skuld, svo Bretar Hollendingar sem og aðrir verða að leita annað eftir þessari greiðslu sem þeir vilja fá þetta er ekki okkar í fyrsta svo ekki okkar að greiða. Þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál eins fljótt og hægt er.
Bretar og Hollendingar væru löngu búnir að leita réttar síns í þessu máli ef þeir væru með allan rétt sín megin, það skal fólk hafa í huga.
Stöndum vörð um Sjálfstæði okkar og rétt. Þetta er okkar land og við erum þjóðin. Kveðja.
Önnur tillaga um þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2009 | 15:08
Fyrirsláttur.
Fyrst þyrfti löggjöf um þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 01:32
Lausn sem mun færa frið.
Þessa hugmynd styð ég og finnst mér hún vera eina vitið eins og staðan er orðin í þessu Icesave máli. Ríkistjórnin verður að treysta vinnuveitendum sínum sem erum við hér. Það er verið að fara fram á við tökum á okkur svo stóra skuld sem aðrir eiga að það gæti orðið okkur ofviða.
Ég held að það þurfi ekki mikið að upplýsa þjóðina í viðbót við það sem hún veit nú þegar um þetta, og er nóg að vera með það á hreinu hvort maður er sá sem stal þessum innieignum frá þessum einstaklingum sem lögðu inn á Icesave reikninganna eða ekki. Ekki á ég þátt í þessu ráni sem átti sér stað svo ég mun hafna þessu.
Vegna þessa segi ég að þetta er lausn sum færa frið, og þá vitum við hvar við stöndum og getum haldið áfram út frá því.
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2009 | 22:15
Nöfnin upp núna.
Þetta er alveg ótrúlegt sem er að gerast hér, það virðist sem enginn í ríkistjórn fáist til að sjá málið eins og það er. Frá fjármálaráðherra kemur Þessi tala í dag útaf því að hún hentar núna, svo hin talan á morgun þá hentar hún betur, svo kemur 3 talan einhverstaðar vegna þess að hún hentar þá.
HVERSLAGS SKRÍPA LEIKUR ER ÞETTA HJÁ FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG RÍKISTJÓRNINNI. þessi flutningur í dag og kvöld er með endemum.
Við verðum að borga ICESAVE vegna þess að sá samningur sé grundvöllur hér til að hægt sé að byggja upp heilbrigt samfélag segir Sigríður Ingibjörg. Frá Árni Páli kom ef ef ef ef þetta og ef hitt.
Björn Valur segir að Samfylkingin sé að axla ábyrgð í svari við spurningu um ráðningu Jóns Sigurðssonar í bankastjórastöðu Íslandsbanka........
Skuldugast þjóð á byggðu bóli er búið að heyrast í dag. Sérfræðingar eru búnir að benda á að ríkistjórnin sé að vanmeta skuldir en ofmeta eignir.... Hvað þýðir það jú skuldir eru meir en er verið að gera ráð fyrir og eignir minni en vilja látast vera. Ljóst er í þessu öllu að við munum ekki geta borgað og það er ekki verið að ræða það. Það er ekki verið að tala um allar staðreyndirnar sem eru meir og meir að koma fram um réttarstöðu okkar í að eiga ekki að borga þetta allt ein, aðrar þjóðir hafa sína ábyrgð líka, algjörlega fyrir utan þetta allt þá er ekki verið að ræða það að það var engin ábyrgð á þessum reikningum og fyrir utan það þá er ekki verið að ræða það að okkur ber ekki að borga þetta vegna þess að við erum ekki eigenda-nöfnin á Icesave skuldinni, og krefst ég þess núna að nöfn þessara útrásavíkinga sem stálu þessum peningum frá Þessum einstaklingunum verði sett hér á netið og í fjölmiðla, svo Bretar og Hollendingar geti farið að rukka rétta eigendur. Ljóst er að lengra verður ekki komist hjá ríkistjórninni í þessu máli, svo hún verður að víkja vegna vanhæfni í þessu máli eins og staðan er núna svo hægt sé að halda áfram. Vanhæf Ríkistjórn segi ég núna. Kveðja.
Vægi Icesave úr öllu samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2009 | 02:26
Ekki í þessari mynd...
Já núna reynir á að Alþingismenn standi við kosningarloforðin sín. 70% þjóðarinnar er ósáttur við að þessi samningur verði samþykktur í þeirri mynd sem hann er í dag. Alþingi standið með Þjóðinni ykkar sem kaus ykkur í góðri trú... þetta verða örlagadagar heillra þjóðar sem mun standa og fylgjast með kosningu ykkar Alþingismanna í þessu mikilvæga máli.
Það get ég sagt fyrir mína hönd og fleiri að nöfn þeirra sem munu samþykkja þennan óhroða samning verða í mynnum manna um örófa tíð. Þau nöfn sem munu samþykkja þetta munu aldrei hljóta náð á nýjan leik. Þetta er stór stund sem bíður okkar.
Rétt á að vera rétt í þessu máli. Við Íslendingar sem er verið að krefja um borgun á þessu, ollum þessum skaða ekki, við rændum ekki þessum innistæðum sem voru rændar.
Standið með Þjóðinni ykkar til þess voruð þið kosinn. Hafnið þessum samningi í þeirri mynd sem hann er í dag, allt segir okkur að við getum ekki borgað hann og á meðan Ríkistjórn og Alþingi er ekki að geta sagt okkur hvernig þetta á að vera hægt þá erum við ekki að sjá það í öllum þessum niðurskurði sem er yfir okkur að dynja. Stöndum saman segi ég og höfnum þessu í þessari mynd.
Að það megi ekki tala um þetta í þeirri mynd sem ég er að gera án þess að heyra að maður sé bara að bulla er ekki hægt heldur.... Rétt á að vera rétt. Þetta er ekki rétt. Kveðja.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2009 | 20:54
Ef ég væri með svona mann í vinnu þá....
Ja hérna segi ég bara líka.. Hvað vakir fyrir mönnum sem haga sér svona er spurning sem þarf að svara núna...
Að Fjármálaráðherra vor, skuli vinna að því að eyðileggja og veikja réttarstöðu okkar gagnvart hugsanlegum málaferlum í ICESAVE er há alvaralegt mál,( hvað er þetta annað sem hann er að gera með þessu) að hann í þessari stöðu sem fjármálaráðherra skuli haga sér svona og vinna þjóð sinni jafnvel alvaralegu tjóni með orðum sínum er ekki hægt að líða, og á enganvegin að líðast nokkrum manni þó í ábyrgðarminni stöðu væri. Það er ekkert sem réttlætir að menn fái að halda vinnunni sinni, sem markvisst reyna að grafa undan þeim sem þeir vinna fyrir eða hjá, tala nú ekki um ef hann hefur verið beðinn um að gæta trúnaðar um vissa þætti.
Ég verð bara leið og sorgbitin í huga yfir þessari framkomu hjá fjármálaráðherra vor, og finn að svona ráðherra vil ég ekki hafa.
Það er lámark að hann vinni af fullum heillindum fyrir okkur íslensku þjóðina sem borgum honum laun.
Hvað myndum við gera ef við ættum fyrirtæki og kæmumst að því einn daginn að sá sem á að sjá um fjármál fyrirtækisins væri bara markvisst að vinna gegn fyrirtækinu í viðskiptum, vitandi að það er hægt að gera miklu, miklu betri viðskipti eða samninga annarstaðar.....(samlíking) Ég mundi reka viðkomandi hratt og fljótt... En þú ? Kveðja.
Vöruðu við því að birta álitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
25.12.2009 | 12:44
Ætti að fara í sveitina sína og moka...
Það hlýtur að hringla í höfðinu á þessum manni Steingrími J Sigfússyni við að þurfa að muna allar lygarnar úr sjálfum sér.
Maður sem segir satt og rétt frá þarf ekki að óttast að þurfa að muna það sem hann segir, því sannleikurinn segir sig sjálfur og liggur, en ekki lygarnar, þær verða oftast óskrifaðar og þess vegna verða þeir sen ljúga að muna allar lygarnar sínar.
Steingrímur J Sigfússon og hans fólk sem og Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokksbræður eiga að segja tafarlaust af sér strax í dag vegna þessara stöðu sem er komin upp með lygar ofaná lygar og þessara hentugleika í orðum sem þau grípa til hverju sinni hvort sem það á fót fyrir sér eða ekki. Mótmælum þessu og krefjumst tafarlausrar afsagnar þessara Ríkistjórnar sem vill setja þjóð sína í ánauð fyrir einhvern leikaraskap út á við. Jólakveðjur.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.12.2009 | 12:18
Krefjumst afsagnar Ríkistjórnarinar
Jæja það fór ekki svo að hann gæti átt orð sín gagnvart lögmannstofunni Mishcon De Reya einn fyrir sig og Íslendinga. Það var ágætt að hún svaraði fyrir sig. Össur Skarphéðinnsson er sá sem leitaði fyrst til þessara lögmannsstofu, og hann hlítur að vita hvað hann var að gera þegar hann leitaði eftir vinnu frá þeim.
Að Steingrímur og hjörð hans skuli geta komið fram fyrir þjóð sína og logið út og suður í allar áttir, eitt í dag og annað á morgun er ekki hægt að líða lengur, og eftir fyrstu uppákomu lygar átti maðurinn að segja af sér. Þetta sínir vanþroska í hugsun og barnaskap.
Hvað það er sem hann er að halda leyndu getur ekki tengst Sjálfstæðisflokknum, því ef svo væri þá væri það komið fram. Ef þetta hefur með lána og eigenda bækur Landsbankans að gera þá verður það að koma fram og upp á borð. Ef einver banki átti að fá að rúlla yfir með eigendum sínum sem hefðu þá verið gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum vegna yfirgengislegra vinnubragð, þá er það Landsbankinn. Að gera okkur ábyrga fyrir öllum þeim skuldum sem eru þar innandyra vegna gamla bankans er ekki hægt. Ef þetta er vegna þess að Bretar og Hollendingar eru búnir að setja stólinn fyrir dyrnar um inngöngu Jóhönnu Sigurðardóttur í ESB nema ICESAVE verði greitt í topp með tilheyrandi kostnaði þá verður þjóðin að fá að segja sitt orð þar, hvort innganga í ESB sé þess virði, og hvort við viljum fara í þessa ánauð vegna þess.
En að drulla yfir aðra sem er ekki á sama máli og maður sjálfur, lýsir vanþroska, af hverju ég segi það er vegna þess að þroskaður maður virðir skoðanir og niðurstöður annara þó þær samræmist ekki manns eigin vit-neskju. Og ef annað sjónarhorn kemur fram þá ber að skoða það og athuga vel og vandlega. Það er gott að þessi stofa svaraði fyrir sig og er þetta alvaralegt hjá Fjármálaráðherra vor sem er Jarðfræðingur að mennt, og ætti hann og allir hans flokksbræður, sem og Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokksmenn að segja af sér tafarlaust vegna þessa. Það hefur engin stigið fram núna og sagt..það er ekki í lagi að ljúga.. það er ekki í lagi að þjóðin horfi á þetta hrópandi óréttlæti og barnaskap í vinnubrögðum og er ekki hægt að líða þetta lengur. Höldum vöku okkar, og pössum að okkur sé ekki troðið svona um tær. Við erum sjálfstæð og fullvalda þjóð þó að ráðamenn okkar séu það því miður ekki. Mótmælum þessari framkomu og lygum krefjumst afsagnar Ríkistjórnar strax í dag.
Vanhæf Ríkistjórn sem á að segja af sér hið fyrsta strax í dag, þó að það sé jóladagur. Jólakveðja.
De Reya svarar Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 09:30
Hvar er gjaldeyririnn...
Hvar er gjaldeyririnn okkar..? Gjaldeyririnn sem er búið að taka á svimandi vöxtum hjá AGS og á að liggja inn á reikningi óhreyfður... nógu voru mótmælin hjá okkur varðandi þessi lán frá AGS.
Þjóðin friðuð með því að þessa peninga ætti ekki að nota.....
Það er ekkert búið að gera til að efla atvinnulífið svo að hjólin geti farið að snúast í landinu og tekjur í þjóðarbúið að skila sér.
Burt með þessa ríkistjórn og alla bankasýsluna, þetta er gjörspillt elíta út í eitt. Laug sig til valda á kostnað Sjálfstæðisflokksins og kennir honum um allt vegna þess að þeir sjálfir spunameistararnir gátu ekki haldið áfram með þessa spillingu, en við getum þakka fyrir að það er ekki öll von úti og ekki búið að samþykkja ICESAVE, þó að það sé búið að leggja það á herðar okkar. Samfylkingin er spillingarflokkur, saman safn af fólki úr mörgum hrunflokkum sem hafa aldrei náð almennilegum tökum á sjálfum sér, eins og er að sína sig. Betra að flýja inn í ESB en taka af alvöru á vandanum.
Íslendingar hafa aldrei í minni tíð orðið fyrir eins miklum og alvaralegum kosningarsvikum. Stöndum saman og hrekjum þennan óhróður í burtu strax eftir jólin. Jólakveðja.
Gjaldeyristekjur duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar