Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
30.10.2010 | 16:34
Neyðarstjórn tafarlaust...
Þetta er ljóta bullið að verða allt saman segi ég bara, hver flækjan á fætur annarri að mæta flækju á móti og ekkert hægt að gera vegna þess...
Ef að það hefði verið vilji og ætlun hjá Ríkisstjórninni að bjarga heimilum Landsmanna og fyrirtækjum þá hefði það verið gert STRAX...
Ef að Ríkisstjórnin getur ekki staðið frammi fyrir okkur fólkinu og sagt okkur eins og er þá er mikið að...
Að Ríkisstjórnin skuli kjósa það að draga okkur á ASNAEYRUM er ljótt og ófyrirgefanlegt vegna þess að meðvitað er það gert...
Það lætur mig ekki í friði sú hugsun að þessi niðurskurður út um allt Land og smækkun og fækkun á kerfinu öllu saman sé vegna þess að í ESB ætlar Ríkisstjórnin sér og ef að svo verður (vonandi ekki ) þá útskýrir þetta allt saman sjálft sig vegna þess að við erum ekki nema rúmlega 300,000 manns.
Innan ESB þá erum við ekki nema eitt fyrirtæki eða svo gætum við hugsa okkur, og það sem eitt fyrirtæki af þessari stærðar gráðu þarf er ekki meira en eitt stykki af hverju ef hægt er að segja svo...
Ekki fleiri en rúmlega 300,000 manns hafa ekkert með mörg Sjúkrahús að gera, ekkert með marga mjólkurframleiðendur heldur að gera, marga skóla, margar heilsugæslur og svo mætti endarlaust telja, rúmlega 300,000 manns þurfa ekki meira en svona og svona í öllu...
Ef í ESB verður farið þá er þetta það sem koma skal segi ég vegna þess að í ESB þá hafa rúmlega 300,000 manns ekkert við meira að gera...
En eins og ég segi í upphafi ef að það hefði verið vilji og ætlun Ríkisstjórnarinnar að bjarga okkur Íslendingum þá hefði það verið gert strax...
Fleiri sækja um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2010 | 09:02
Innihaldslaus orð hjá Utanríkisráðherra...
Já það má lengi lifa með von í brjósti svo lengi sem menn eru á jörðinni í leiðinni...
Bullið sem er búið að koma frá Utanríkisráðherra Íslendinga honum Össuri Skarphéðinssyni um að við Íslendingar munum fá allar þær undanþágur sem við Íslendingar þurfum vegna sérstöðu okkar reyndist þá vera innihaldslaust froðusnakk...
Þessar fréttir segja okkur að við Íslendingar munum engar varanlegar undanþágur fá...
Þessar fréttir segja okkur líka að við Íslendingar erum með Ráðamenn sem geta ekki horfst í augu við þær staðreyndir sem eru, þær staðreyndir að stór meiri hluti Íslendinga vill ekki í þetta ESB samfélag, þær staðreyndir að Íslendingar eru nákvæmlega við sama borð og aðrar þjóðir og undanþágur eru ekki í boði...
Það skilja allir aðrir hvað nei þýðir en ekki Ríkisstjórn Íslendinga...
Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta vegna þess að okkur Þjóð sína er hún Ríkisstjórnin búinn að stinga í bakið með öllu þessu ESB og Icesave BULLI sínu...
Vísa ekki til sérstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2010 | 00:47
Það var nefnilega það...
Umkenningarleik talar Fjármálaráðherra Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon um að menn séu búnir að vera í og núna gangi það ekki lengur sem er alveg rétt hjá blessaða manninum en grátbroslegt og hlægilegt í leiðinni vegna þess að hann er sá maður sem er búinn að vera FASTUR í þeim leik...
Allt hefur verið gert hjá honum í skjóli þess að hruna-ríkistjórnin gerði hitt og þetta.
Það sem að Fjármálaráðherra Íslendinga er búinn að gera er að sjá til þess að Íslendingar missi allar eigur sínar sem og fyrirtæki til þess eins að hann geti bjargað þeim sem að komu okkur Íslendingum í þessa stöðu....
Þetta gerði hann þegar að sú ákvörun var tekin að fjármagninu skyldi bjargað á kostnað okkar Íslenskra skattgreiðenda, en ekki að okkur Íslenskum skattgreiðendum yrði bjargað frá þessari óreiðu og vittleysu sem komin var innan í fjármálageiran og var búin að smita allt samfélagið með sér út í tóma vittleysu í verðlagi....
Þetta gerði hann vitandi að ólögleg lánaform væru í gangi í kerfinu, vitandi að Fjármálafyrirtækin höfðu verið rænd öllu fé sínu af eigendum sínum og þar af leiðandi gefið dæmi að við hinn almenni skattgreiðandi erum ekki þeir sem eiga að gjalda fyrir þetta...
Svei og skömm segi ég vegna þess að ef hann fattar ekki sjálfur vittleysuna og óréttlætið í þessu hjá sjálfum sér og tekur á því þá er um siðblindan einstakling að ræða og það er ekki gott fyrir okkur Íslendinga að vera með svoleiðis Fjármálaráðherra....
Vitnar Steingrímur í repúblikana? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2010 | 17:06
Aðildarviðræður hét það fyrst....
Þegar það var farið af stað með ESB umræðu á Alþingi fyrst þá var talað um að fara í Aðildar-viðræður.
Ekki aðlögunarferli eða hvað þá umsóknarferli...
Aðildarviðræður var það sem að Alþingi samþykkti að farið yrði í, og var Þjóðin látin halda svo líka. Varð hávær umræða um að svo væri huganlega ekki og steig þá Utanríkisráðherra Íslendinga Össur Skarphéðinsson fram og sagði að um aðildarviðræður væru eingöngu að ræða, sagði hann máli sínu til stuðnings að þetta yrði svona eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða málin....
Það er verið að afvegaleiða Íslendinga sem hafa ekki einu sinni fengið að segja hug sinn um það hvort þetta sé það sem að þeir vilja, það er í ESB eða ekki...
ESB sinnar virðast vera það hræddir við svar Þjóðarinnar að þeir þora ekki að láta Þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um það hvort þetta sé það sem að Íslendingar vilja eða ekki....
Aðildarviðræður urðu að Aðlögunarferli sem núna á að verða Umsóknarferli...
Ég vil að Þjóðin fái að segja vilja sinn um það hvort hún vilji í ESB áður en lengra verður haldið...
Vilja ekki ræða um aðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2010 | 22:55
Gaf mér aðra sýn að sjá húsið...
Það verð ég að segja að þetta hús kom mér skemmtilega á óvart.
Fórum við nokkur saman og skoðuðum það sem var í boði að sjá og þetta er ekkert smá starfsemi sem fer þarna innan dyra sem og utan verð ég að segja og hafði ég vissulega mínar hugmyndir en að sjá er allt annað. Það er ljóst að það þurfa margar hendur að vinna vel saman til að allt gangi upp svo að við Landsmenn sem setjumst niður fyrir framan Sjónvarpið heima, eða hlustum á útvarpið getum hlustað og séð það sem í boði er, og er mikill munur á beinni útsendingu eða ekki...
Allir þessir búningar og munir sem voru til sýnis fengu mann til að hugsa til liðins tíma og fékk mig einnig til þess að leiða hugann að öllu því Íslenska efni sem gert hefur verið og allt Barnaefnið sem hlítur að vera til...
Að sjá hvaðan hljóðið kemur þegar maður er að hlusta á útvarpið verður allt öðruvísi eftir þessa heimsókn. Ég verð að hafa orð á Þessari stóru gólfklukku á hægri hönd þegar maður labbar inn í andyri hússins vegna þess að hún vakti athygli mína og fékk mig til þess að hugsa til þess hvort þetta sé sú klukka sem vakti Landsmenn lengi vel kl. 7 á morgnana með slætti sínum, og lét Landsmenn einnig vita þegar hún var 12 á hádegi...
Góð heimsókn segi ég sem endaði með góðri rjómavöfflu og góðum kaffisopa í boði hússins, og þakka ég fyrir mig.
Opið hús hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2010 | 15:40
Ég vil Ríkisstjórnina burt...
Það sem er ljótast í þessu öllu saman er að það skuli vera sjálfsagt að Íslendingar missi eigur sínar.
Eigur og eignir sem margir hverjir eru búnir að leggja allt sitt...
Að það skuli þykja sjálfsagt að setja Íslenska skattgreiðendur á hausin og þeir látnir missa allt sitt til þess eins að bjarga Bönkunum á ekki að vera hægt.
Að það hefði verið gripið til þess ráðs að bjarga einum Banka svo kerfið gæti rúllað áfram og þeim kostnaði kastað á bak okkar væri eitthvað sem allir gætu skilið og sætt sig við....
Að Íbúðalánasjóður skuli ekki hafa verið í þeim björgunar forgangspakka sem Ríkisstjórnin taldi eiga heima í forgangi í björgun sinni er alveg óskiljanlegt.
Þessi Ríkisstjórn var kosin til þess að vinna að okkar hag og velferð, Þessi Ríkisstjórn getur ekki einu sinni komið fram fyrir fólki sínu og sagt því leiðina sem hún hyggst fara vegna þess að það er ekki sú leið sem þessi Ríkisstjórn var kosin til að fara...
Komið ykkur frá Ríkisstjórn þið eruð svika Ríkisstjórn...
Bara þessi forgangsröðun ykkar gerir ykkur ekki stætt lengur...
Ef að sú staða er uppi eins og mér sýnist ætla að verða að Íslendingar verði að missa allt sitt, allt sitt vegna þessa forgangs-aðgerða ykkar, þá verður það ekki gert með ykkur Ríkisstjórnina innanborðs vegna þess að þið stunguð Þjóðina í bakið með þessum svika kosningarloforðum ykkar og ykkur þar afleiðandi ekki treystandi fyrir einu eða neinu sem frá ykkur kemur...
Ég vil Ríkisstjórnina burt tafarlaust....
Skuldir fyrnist á tveimur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.10.2010 | 07:55
Svei og skömm...
Var ekki feluleikur um það hvar þessi fundur var haldin....
Viðbrögð Ríkisstjórnarinnar eru ekki allt í lagi, þegar Ríkisstjórnin þarf að fara í felur til að geta fundað þá ætti Ríkisstjórnin að íhuga alvaralega sinn gang...
Ég vil þessa Ríkisstjórn burt vegna Þess að það var allt í lagi frá hennar hálfu að bjarga öllum bönkunum og einu tryggingarfélagi Sjóvá á sama tíma og Ríkisstjórnin vissi að Íbúðalánasjóður Landsmanna þyrfti sína björgun...
Að Íbúðalánasjóður skuli hafa verið settur út á kaldan klakan af Ríkisstjórninni á sama tíma og bönkum og Sjóvá var bjargað er bara ekki allt í lagi...
Ég vil þessa Ríkisstjórn í burtu vegna þess að hún er búin að sína okkur Íslendingum að hagur okkar er ekki hennar fyrirrúm og að ætlast til þess að Landsmenn sætti sig við það að missa allt sitt á sama tíma og það var og er hægt að bjarga þessum föllnu bönkum öllum og tryggingarfélögum er ekki í lagi...
Það er ný búið að bjarga Byr Sparisjóðunum núna og það var til peningur í það.....
Komið ykkur frá Ríkistjórn segi ég. Virðingin fyrir ykkur er löngu farin frá Þjóðinni og hvað þá þegar vinnubrögð ykkar eru orðin þannig að þið þurfið að fara í felur þá er ykkur ekki stætt lengur....
Engar ákvarðanir enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2010 | 18:01
Ganga í ESB fyrir ESB....
Það er nefnilega akkúrat þessi punktur sem fær mig til að vilja ekki í ESB það er alltof mikið sem ESB græðir á okkar kostnað....
Mér er alveg sama hvað hver segir um DÝRKUN SÍNA á ESB þá yrði innganga Íslendinga í ESB aldrei annað en fórn fyrir ÍSLENDINGA...
Það er verið að breyta öllu stjórnkerfi okkar nú þegar fyrir ESB og við erum ekki einu sinni búin að fá að segja hvort þetta er það sem við viljum... Það er verið að smækka allt í sniðum vegna þess að við erum ekki nema rúmlega 318,000 manns, og innan ESB þá þurfa rúmlega 318,000 manns ekki stærra form...
Það eru fórnir fyrir Íslendinga í öllu sem þarf að semja um og nægir að horfa til Sjávar-Auðlinda okkar sem og aðrar Auðlindir vatn og orku til dæmis...
Mér finnst þetta stór orð sem hún Eva Joly segir, að það séu mikil verðmæti í því fólkin FYRIR ESB að Ísland gangi í ESB...
Þó svo að við séum nú þegar með svona og svona mikið af reglugerðum þeirra hérna hjá okkur þá segir ekkert að við verðum að ganga í ESB.... Að ganga ekki í ESB gefur okkur til dæmis þann möguleika að við sjálf getum breytt reglugerð hjá okkur ef hagur eða aðstæður kalla...
Hversu miklar líkur það eru á að Íslendingar fórni sínu og gangi í ESB fyrir ESB tel ég ekki miklar...
Ekkert ESB segi ég vegna þess að ég tel hag okkar miklu betur borgið fyrir utan ESB sambandið vegna þess að það er ekkert nema fórn og afsal fyrir okkur Íslendinga að ganga í þetta samband...
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2010 | 01:28
Eru nöfn eins og....
Tugir einstaklinga í rannsókn talar hann um sem að hugsanlega hafa tekið þátt í að nýta sér stöðuna, er ekki líklegt úr því að þeir eru komnir inn á borð Fjármálaeftirlitsins til rannsóknar ....
Það sem slær mig er að hugsanlega er ekki nema nokkur þeirra mála sem munu enda með kæru...
Hvað eru þessar rannsóknir búnar að taka langan tíma eiginlega....! Hvaða menn og viðskipti er verið að tala um...
Eru nöfn eins og Össur Skarphéðinsson sem vitað er að græddi tugi milljóna á sölu bankabréfa vegna innherja-upplýsinga, og Árni Þór Sigurðsson einnig sem græddi að vísu ekki eins marga tugi milljóna og Össur ef ég man rétt...
Þessir menn eru siðlausir segi ég og hef ég ekki skilið hvernig þeim hefur verið stætt á setu sinni í Ríkisstjórn vegna þessa....
Svona mál eiga ekki að firnast vegna þess að einhver ákveðin tími segir svo.
Það er ekki eins og SVONA hrun og rán séu daglegt brauð hjá okkur Íslendingum og það tekur tíma að flétta ofan af fléttunni sem komin var til að flækja og fela spor og leiðir...
FME rannsakar innherjasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 00:49
Þannig að það er þá allt í lagi...
Þannig að það er þá allt í lagi að fara á bak við lög og reglur....
Er það annars ekki það sem gert er þegar að í einu Landi eru bönnuð eignarviðskipti í öðru Landi, og Landið sem má ekki fer til Lands sem má og stofnar fyrirtæki þar til að geta keypt eign í Landinu sem það langaði að eignast eign í.....
Stofnar fyrirtæki gagngert til að kaupa eign í öðru Landi, fyrirtæki sem er þá væntanlega obinbert tóm skúffa...
Þetta er hugsanlega viðurkenning á því að skúffufyrirtæki í öðru en eigin Landi má stofna til að fara á bak við lögin í allt öðru Landi ....
Að fara á bak við lög og reglur er þá ekki brot....
Hversu ruglað og veruleika-fyrrt er þetta allt saman að verða spyr ég bara....
Ekki tilefni til frekari aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar