Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Stól handa þeim manni sem var strokaður út af lista....

Þetta er alveg með ólíkindum allt saman segi ég bara. Á sama tíma og það er verið að segja upp tugum manna hjá OR vegna niðurskurðar þá er eins og þetta embætti Borgarstjóra geti hagað sér eins og ég veit ekki hvað. Á mínum bæ hefði verið sagt fífl....

Ef tilfellið er að Jón Gnarr. nennir þessu starfi ekki eða þá að hann standi frammi fyrir því að þetta embætti sé honum ofviða, þá á hann að hafa það mikin sóma í sér og segja okkur Reykvíkingum það svo við sjálf getum þá kosið okkur Borgarstjórn sem við treystum....

Dagur B. Eggertson er sá maður sem var strokaður út af lista í síðustu Borgarstjórnar-kosningum og það hlýtur að vera ástæða fyrir þeirri útstrokun....

Það er spurning hvort það verði ekki að kjósa nýja Borgarstjórn strax...

Það er hagað sér eins og það sé til nóg af peningum á þessum bæ... 

Á sama tíma og það er verið að segja fólki upp vinnu, hækka gjöld, hækka rafmagn og hitakostnað til okkar Reykvíkinga vegna þess að það er ekki til nóg af pening, þá horfum við á það að hvert Launastarfið er búið til á fætur öðru...

Hvað er þetta annað.....


mbl.is Snýst um stól fyrir Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik við Þjóðina og ekkert annað....

Þetta eru bein obinber svik við okkur Íslendinga segi ég vegna þess að þessi Ríkisstjórn var ekki kosin til þessa vinnuverka sem hún er búin að vinna...

Það má spyrja sig að því....

Hefðu Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, og Steingrímur J. Sigfússon svo ég nefni einhverja úr Ríkisstjórn hlotið þessa kosningu ef að þau hefðu haft þessi kosningarloforð...

No 1. Við ætlum að hirða allar eigur ykkar Íslendingar...

No 2. Við ætlum að koma ykkur öllum í gjaldþrot...

No 3. Við ætlum að koma ykkur öllum Íslendingum í þá stöðu að ykkur verður hvorki stætt í eigin Landi eða utan... 

No 4. Við ætlum að láta ykkur borga og borga og borga og borga fyrir alla aðra en sjálf ykkur, þær skuldir ætlum við að setja í vanskil til efri ára ykkar....

Ástæðan fyrir því að ég set þetta svona upp er að þetta er það sem að mér finnst Ríkisstjórnin vera búin að gera og stefna á....

Það er verið að tala um að allir fái leiðréttingu, ekki bara sérvaldir vinir Ríkisstjórnarinnar...

Það er ljóst að Þessi svika Ríkisstjórn verður að fara strax áður en skemmdarverk hennar verður meira og stærra. Það er líka mjög gott að það er búið að virkja Landsdóm núna segi ég vegna þess að það sem þessi Ríkisstjórn er búin að gera í vinnu sinni á hvergi annarstaðar heima en fyrir Landsdóm og er ég þá að tala um Icesave og allt ferlið í kringum það svo eitt sé nefnt....

Svei og skömm segi ég og komið ykkur frá strax Ríkisstjórn þið eruð rúin öllu trausti....


mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fjármálakerfið að snúast um okkur eins og ætti að vera eða hvað...

Þetta fær mig liggur við til að skammast mín fyrir að vera Íslendingur vegna þessara framkomu Ríkistjórnarinnar við okkur, þetta er svo mikil vanvirðing við okkur frá ykkar hálfu Ríkisstjórn að það liggur við að ég eigi ekki til orð....

Skammist ykkar Ríkisstjórn og viðurkennið vanmátt ykkar og svik. Sjáið sóma ykkar að fara tafarlaust svo það sé hægt að byrja endurreisn. Þið eruð búin að gefa þau skilaboð núna að hún verður ekki gerð af ykkar hálfu fyrir okkur...

Tilfinningin sem vaknar hjá mér er fyrir hvern eru Íslendingar að vinna...

Hvar fór Peningahjólið út af því spori að snúast og vinna fyrir okkur sjálf...

Hvar er búið að flækja peningakerfið svo mikið og illa einhverjum allt öðrum í hag en okkur sjálfum...

Við Íslendingar þurfum einfalt opið peningakerfi sem er fyrir okkur Íslendinga og enga aðra. Einfalt og traust kerfi ekki áhættukerfi eins og verið hefur. Traust kerfi sem geymir fé okkar frekar en tapa því í áhættu ávöxtun eins og verið hefur... Þá er betur geymdur græddur eyrir en tapaður græddur eyrir...

Þegar talað er um að við séum með ónýtan gjaldmiðil þá fæ ég alltaf spurningu á móti fyrir hvern er gjaldmiðill okkar ónýtur...

Við eigum að hafa krónuna okkar vegna þess að við þurfum pening sem er fyrir okkur og engan annan en okkur, ekki einhverja aðra. Krónu vegna þess að verðgildi hennar höfum við tengt við vinnustund...

Krónu vegna þess að með henni þá getum við stýrt og ráðið verðlagi og eftirspurn sjálf.  Þannig getum við til dæmis unnið á þessari þörf fyrir lægra vöruverði á matvælum með því að framleiða meira og lækka verð. Það er aftur á móti spurning hvor við þurfum ekki að gera það sem heitir breytingu á krónunni okkar þannig að við gefum henni ný föt, það gefur okkur tækifæri á því að sjá hverjir það eru sem eiga peninganna alla sem hurfu úr Bönkunum föllnu til dæmis og þannig gætum við einnig rétt vinnustundina upp í það verðlag sem hún þarf að vera...

Verðtrygging á að vera á öllum launum í landinu. Einfalt vaxtarkerfi í Bankakerfinu, gjaldeyrisdeild sem mun sjá um öll viðskipti sem hafa með erlenda mynt að gera, hvort sem það er inn í landið eða út úr Landi, við erum ekki nema rúmlega 318,000 manns svo stærra kerfi þurfum við ekki. Það geta verið sjálfstæðir Einkabankar til dæmis sem hefðu þó ekki Ríkisábyrgð, en bankar sem gætu verið með áhættu fyrir þá sem vilja taka áhættu á því fé sem þeir geta lagt fyrir, áhættu frekar en geta gengið að fé sínu tryggu þegar á þyrfti að halda...

Þetta með Lífeyrisjóðina þá eru þeir sjóðir þeirra Landsmanna sem greitt hafa í þá og vegna þessara stöðu sem er uppi þá væri réttast að gera þá alla upp og vera frekar með einn Lífeyrisjóð sem sér um vissa hluti frekar en að hafa áheyrslu á ávöxtun eins og verið hefur...

Landsmenn eiga frekar að hafa Reikning á sinni kennitölu sem tekur við helming af því sem tekið er af í mánuði hverjum í Lífeyrisjóð inn á reikning á kennitölu viðkomandi sem opnast ekki fyrr en aldri eða aðstæðum vegna heilsubrest er náð. Reikningur sem gæti þess vegna verið trygging fyrir húsnæðisláni þegar fram í sækir...

Lífeyrisjóðurinn ætti að sjá alfarið  um Húsnæðislánin og lána þau á lágum vöxtum á afborgunum sem viðkomandi ræður við og treystir sér til að borga gegn sanngjarnri þóknun Lífeyrisjóðnum til. Einnig á að endurvekja það kerfi sem var á einu sinni og hét Sparimerkja-sparnaðarkerfi, endurvekja það kerfi fyrir börnin okkar í Sparimerkjasölu í gegnum byrjun Skólagöngu og hafa 5. og 10. krónu sparimerki til dæmis og er þarna komin góð leið til að hjálpa við áhuga á reikning til dæmis. Margt smátt gerir eitt stórt og þegar að fyrstu íbúðarkaupum er komið þá losna þessi Sparimerki til útborgunar...

Ég kalla eftir einföldu og traustu peningakerfi vegna þess að peningar hvers og eins eru mikið dýrmætir....


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar tafarlaust...

Það er ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir kosningum tafarlaust....

Þessi Norræna velferðar-Ríkisstjórn ætlar sér ekki að gera neitt fyrir heimilin eða fyrirtækin þó svo að það hafi verið haldin kröftug mótmæli...

Henni virðist vera skít sama hvað verður um Land og Þjóð svo framarlega sem hún getur haldið áfram að kyssa tærnar á AGS og ESB....

Það sem þessi Ríkisstjórn er búin að gera var ekki það sem var kosið um að gert yrði og þyrfti að gera í síðustu kosningum....

Það er ljóst að leiðrétting mun ekki koma frá þessari Ríkisstjórn svo þá er ekkert annað en kalla eftir nýrri Ríkisstjórn tafarlaust....


mbl.is Engin lausn í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik einu sinni en...

Það liggur við að ég segi Ríkisstjórn skammist ykkar...

Það varð allt vittlaust í mótmælum hérna fyrir viku síðan, mótmælum sem hafa verið að stigmagnast um allt Land síðan og hvað gerir Ríkisstjórnin....

Jú hún fær hland fyrir hjartað og grípur til þeirra ráðstafana sem er henni einni lagið að ljúga, ljúga í því formi að gefa fólki falskt öryggi um að það sé loksins að koma leiðrétting og björgun heimila og fyrirtækja til og fær Ríkisstjórnin Hagsmunasamtök heimilana með sér núna í þennan snúning í von um að það verði til þess að við (ólýðurinn eins og Steingrímur kallaði okkur Íslendinga) Íslendingar sættum okkur bara við það að missa allt og fara í þessa ánauð um ókomna framtíð sem þessari Ríkisstjórn er mikið í mun að við förum í.....

Það er verið að draga okkur Íslenska skattgreiðendur á asnaeyrum sýnist mér vegna þess að það er ekki ætlunin, og var aldrei ætlunin hjá þessari Ríkisstjórn að gera neitt fyrir heimili og fyrirtæki Landsmanna...

Af hverju ég segi að það sé verið að draga okkur Íslenska skattgreiðendur á asnaeyrum þá liggur það alveg ljóst fyrir þar sem það er búið að bjarga þeim útrásarvíkingum sem komu okkur í þessa stöðu á okkar kostnað og Ríkisstjórnin núna farin að grípa til hinna og þessara orða okkur til vegna þess að við Íslendingar sættum okkur ekki við svona framkomu. Framkomu þar sem lítið er gert úr okkur vegna þess að við teljum ánauð ekki okkar besta kost... 

Það verður að efna til ALSHERJAR MÓTMÆLA núna sem hætta ekki fyrr en þessi Ríkisstjórn segir af sér...


mbl.is Engin verkáætlun kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smánarleg 18% niðurfærsla...

Hvað hefur þessi 18% niðurfærsla að segja...

Þetta er svo smánarleg tala sem um er að ræða að ég verð orðlaus vegna þess að þessi tala er enganvegin í takt við það sem að hún ætti að vera ef rétt á að vera rétt......

Þetta er eins og lítill dropi í stórt haf...

Það er ekki hægt að láta þetta fjármálakerfi viðgangast lengur sem í gangi hefur verið. Það er hvergi að vinna fyrir okkur fólkið, okkur fólkið sem höldum þessu kerfi samt gangandi...

Getur einhver svarað því hver er rétt tala sem sett gæti þessi lán á þann stað sem ætti að vera, það er stað sem er raunhæfur miða við laun og kjör hjá Almenningi...

Hvernig verður komið á móts við þá sem eru búnir eru að missa eigur sínar..!

Fá þeir eigur sínar til baka....

Þessi Ríkisstjórn á að koma sér frá strax...

Það er ljóst að þetta er klór í bakkann sem hún er að gera og það er engin lausn í þessum 18%...

Það er ljóst að ætlunarverk sitt ætlar Ríkisstjórnin að klára sem er að hirða allar eigur af þeim Íslendingum sem enn eiga annars væri fyrir löngu búið að taka á þessum vanda, og það allt öðruvísi en er verið að gera vegna þess að þetta sem er í gangi núna er bara lengri gálgafrestur....

Það verða aðrir að koma í stað þessara Ríkisstjórnar tafarlaust vegna þess að hún er að rústa öllu hérna...

Ríkisstjórn sem segist vera Norræn Velferðar-Ríkisstjórn og ef svo er þá segi ég bara VELFERÐAR hvað....


mbl.is Afskrifa þyrfti 220 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skal endir skoða...

Ég segi bara í upphafi skal endir skoða...

Þessi ákvörðun Ríkisstjórnarinnar að fjármagninu skyldi bjargað en ekki heimilum og fyrirtækjum var leið sem átti aldrei að fara og segi ég að þessi Ríkistjórn sem gefur sig út fyrir að vera Norræn velferðarstjórn er ekki stætt í vinnu sinni vegna þessa svika og er það spurning hvort henni hafi nokkur tímann verið stætt á þessari vinnu sinni vegna þess að hún var ekki kosin til þessara verka, og þá má athuga hvort það sé ekki hægt að spóla til baka....

Ríkisstjórnin er vanhæf vegna þessara stefnu sem hún tók í upphafi segi ég...

Og þar afleiðandi þá hafði Ríkisstjórnin ekki umboð fyrir þessari vinnu sinni sem hún ákvað að gera á kostnað okkar Íslendinga....

Við skulum athuga það að Ríkisstjórnin fékk mann frá Háskólanum til að vega það og meta hvor ætti að borga þessa óreiðu alla, það er þeir sem að áttu hana eða við Íslenskir skattgreiðendur....

Svarið var að við Íslendingar hefðu gott af því að fá blauta tusku framan í okkur og borga þetta og það myndi lækka þar af leiðandi rostan í okkur, ég las þetta á bloggi hjá Ólínu Þorvarðardóttir sem var að stæra sig á þessu...

Svei og skömm segi ég og á þessi Ríkisstjórn að víkja tafarlaust vegna þess að það er ekki ætlun hennar að bjarga heimilum eða fyrirtækjum almennings í Landinu...


mbl.is Segir bankana bera sig of vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt sjónarspil hjá Ríkisstjórninni...

Það er greinilegt að það er verið að teygja tímann í von um að almenningur gefist upp....

Þetta er ljótt sjónarspil segi ég vegna þess að það var Ríkisstjórnin sem ákvað það að fara þessa leið...

Betra hefði verið að skoða endann í upphafi ferðarinnar segi ég...

Ríkisstjórnin ákvað að bjarga fjármagnsgeiranum á kostnað okkar skattgreiðenda en ekki heimilunum og fyrirtækjunum eins og hún lofaði...og vegna þessara ákvörðunar Ríkisstjórnarinnar  þá verður hún að víkja tafarlaust...

Ríkisstjórnin fékk mann frá Háskólanum til að vega það og meta hver ætti að borga þessa óreiðu alla... Það er við Íslenskir skattgreiðendur eða þeir sem óreiðuna eiga með réttu... 

Það er verið að teygja og toga lopann í von um að almenningur gefist bara upp....

 Það er ljóst að það átti aldrei að bjarga heimilum eða fyrirtækjum almennings og er þetta spurning hvort þetta sé löglegt að gera....

Þetta er svo ljótt að það á að kæra núverandi Ríkisstjórn tafarlaust vegna þessa svika sinna við okkur fólkið....

Ef það er hægt að fella niður á einum stað þá er það hægt annar staðar og það eina rétta í þessu er að fella niður allar skuldir hjá almenningi....


mbl.is Segja fund sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning....

Ég er svo sammála honum, það er ekkert annað í stöðunni að gera ef að við Íslendingar ætlum að eiga okkur viðreisnar von til baka...

Það á að draga ESB aðildarumsókn Íslendinga tafarlaust til baka vegna þess að þjóðin hefur nóg annað að gera við peningana sína. Einnig vegna þess að Þjóðin er ekki sammála um þessa aðild og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallin henni...

Það má kjósa um það hvort ESB aðild er það sem að okkur langar í þegar að við erum búin að rétta okkur af fjárhagslega og koma Landi og Þjóð í gang....

Icesave á að fara með fyrir dómsstóla alveg hikstarlaust vegna þess að það er mikið óréttlætismál þar á ferð gagnvart okkur Íslendingum. Að ætlast til þess að það sé hægt að skella alfarið á herðar okkar Íslendinga öllum þeim kostnaði sem þetta bankahrun skildi eftir sig sem og Icesave kostnaði sem er í raun óreiðuskuld þeirra sem að áttu og stjórnuðu þessum Einkafyrirtækjum sem bankarnir voru á ekki að vera hægt og ekki að vera gerlegt....

Við skulum hafa það í huga að það var ekki bara einn banki sem fór heldur allir...

Íslendingar krefjumst þess að Ríkisstjórnin segi af sér tafarlaust, hún er að setja okkur á hausin með þessum aðgerðum sínum, annars verður Alþingi að rjúfa Þing strax og kalla eftir nýju umboði frá okkur Þjóðinni til verka sinna, þetta er ekki sú leið sem okkur Þjóðinni var lofað að farin yrði sem er verið að fara.

Það var ekki sú vinna sem að við vildum láta vinna fyrir okkur að koma okkur í ánauð...


mbl.is Ný verkefnisstjórn taki við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðug...

Á morgun, í næstu viku, eða þegar þjóðin gefst upp....

Er það málið hjá Forsætisráðherra Íslendinga að kaupa sér frest...

Það á ekki að bíða lengur og er ekki hægt að bjóða fólki lengur upp á það, bið og bið eftir hverju... Forsætisráðherra er búin að segja að Ríkisstjórnin er búin að gera það sem hún getur og meira verður ekki gert, og þegar Ríkisstjórnin gerir sér loksins grein fyrir því að almenningur sættir sig ekki við svona óheiðarleika og krefst þess að Ríkisstjórnin víkji þá allt í einu er hægt að gera eitthvað án þess að segja hvað, svo hvað er eðlilegra en að almenningur trúir ekki orði af því sem kemur frá Frú Jóhönnu Sigurðardóttir eða hennar Ríkisstjórn...

Jóhanna Sigurðardóttir verður að gera sér grein fyrir því að trúverðugleika er hún búin að missa hjá stórum hluta Landsmanna, og hvað gerist þegar svo fer...

Ef eitt á yfir suma að ganga þá á það að ganga yfir alla, og þess vegna segi ég það á fella allar þessar ólöglegu skuldir niður...

Ríkisstjórnin á að víkja strax vegna þess að hún er ekki með umboð lengur fyrir setu sinni því þessi vinna sem Ríkisstjórnin er búin að vinna er ekki sú vinna sem hún var kosin til...


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband