Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
18.12.2010 | 10:40
Ég styð Lilju Ásmund og Atla í þessari aðgerð sinni...
Ríkisstjórnin á að segja af sér...
Það kom fram hjá Lilju að þessi stefna er ekki sú stefna sem lagt var af stað með í upphafi innan flokksins og VG hlaut kosningu fyrir...
Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru þau 3. sem eru gerð að blórabögglum en ekki Ríkisstjórnin sem er búin að SVÍKJA öll sín kosningarloforð fyrir utan Samfylkinguna sem hefur staðið við eitt loforð og það er í ESB með Þjóðina...
Það er komið nóg af þessu bulli og hvet ég Landsmenn til þess að láta í sér heyra...
Þetta er Landið okkar Ísland og núverandi Ríkisstjórn er ekki stjórnhæf á hvað er okkur Íslendingum fyrir best vegna haturs á orðið Sjálfstæði...
Það er allt gert til þess að kippa fótfestunni undan okkur og ætti Ríkisstjórnin að skammast sín fyrir að það sé ekki allt lagt í sölurnar til þess að festa fótfestuna hjá okkur Íslendingum...
Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta...
Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.12.2010 | 10:10
Geimveran að hrekja fólk frá sér...
Þetta er nú ljóta Geimveru-grínið sem kom út úr síðustu Borgarstjórnarkosningum í Reykjavík...
Mér finnst öllu verra að Hanna Birna sé að íhuga að hætta vegna þess að það var búin að vera mikil ólga í Borgarstjórn áður en að hún tók við sæti Borgarstjóra á sínum tíma og vil ég meina að Hanna Birna hafi gert mikið og gott verk á þeim tíma til þess að við Borgarbúar gætum vel unað, það kom friður á sem hafði ekki verið lengi...
Borgarstjóri núverandi hefur látið það frá sér að hann sé Geimvera og bera öll hans orða-loforð merki um mann eða einstakling sem veit ekkert í sinn haus. Lét hann það út úr sér eftir kosningar að hann væri með Turettheilkenni og haldin athyglisbresti og vegna þessa þá veit hann ekki alltaf sjálfur hvað hann gerir eða segir...
Það er mikið veikur maður sem lætur svoleiðis setningar frá sér fara og spurning hvort það gefi okkur Reykvíkingum ekki þann pálma í hendurnar að kalla eftir nýjum kosningum vegna þessa.
Vil ég halda því fram að Reykvíkingar hafi verið plataðir í síðustu Borgarstjórnarkosningum vegna þess að geimveran kom fram undir fölsku flaggi...
Geimveran Jón Gnarr var nefnilega búinn að reyna að troða sér í Sjálfstæðisflokkinn og starfa með honum, en Jón hefur greinilega gert sér grein fyrir því að þar innan dyra ætti hann ekki séns og menn ekki eins ginkeyptir og í Samfylkingunni...
Má ég þá frekar biðja um að Jón Gnarr geimvera og hans fólk víkji frá og að Hanna Birna sitji...
Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2010 | 14:24
Steingrímur segðu af þér þú ert óhæfur vegna fyrri vinnub...
Steingrímur J. Fjármálaráðherra segðu af þér vegna þess að þú ert vanhæfur til að koma að þessu máli vegna fyrri vinnubragða þinna í þessu mikla óréttlætismáli Þjóðarinnar...
Óréttlætismál sem þetta er orðið vegna þess að þú hefur ekki kjarkin til að rísa upp með þjóð þinni og segja því miður ekki okkar að greiða þennan óreiðureikning Icesave, vegna þess að þú ert frekar tilbúin að setja þjóð þína í ánauð bara vegna....
Það sem mig langar að fá að vita er hversu margir Alþingismenn eru búnir að lesa allan nýja Icesave-samningin og eru tilbúnir að mynda sér skoðun á honum... Er Ríkisstjórnin öll búin að lesa hann, eða er þetta einn en skrípaleikurinn....
Fyrsta umræða um Icesave frumvarpið hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 13:58
Nýtt upphaf fátæktar og ánauðar...
Nýtt upphaf talar Fjármálaráðherra um að sé vonandi að sjá dagsins ljós með þessum samþykktu fjárlögum 2011...
Nýtt upphaf fátæktar og eymdar hjá Íslenskum skattgreiðendum já vissulega, sem og nýtt upphaf á því að þjóðin verði næstu áratugina í ánauð, ánauð vegna þess að þessi Norrænavelferðar Ríkisstjórn ákvað að fórna Þjóð sinni og auð til þess að fá aðgöngumiða í samfélag sem heitir ESB gegn meirihluta Þjóðarinnar...
Það sem ég myndi vilja er að Þjóðin sjálf fái að segja sitt orð um þessi fjárlög. Það er við Þjóðin sem munum þurfa að punga út fyrir þessum fjárlögum. Þjóðaratkvæðagreiðslu um 3 atriði vil ég....
1. Um þessi fjárlög 2011 vegna þess að það hefur bersýnilega komið í ljós að aðra leið er hægt að fara sem kallar ekki á þessa gífurlegu ánauð...
2. Um það hvort Þjóðin vilji borga þennan óreiðureikning Icesave eða ekki...
3. Já eða nei spurningu um það hvort Þjóðin vilji halda áfram þessum ESB viðræðum eða ekki, þar sem það hefur margítrekað komið í ljós að meirihluti Þjóðarinnar vill ekki þessar viðræður og hvað þá að ganga í ESB...
Ef að Þjóðin samþykkir þá er Ríkisstjórninni stætt áfram, annars víkji hún.
Af hverju ég legg þetta til er jú vegna þess að þessi leið sem Ríkisstjórnin er að fara er allt önnur leið en sú sem að þessi Ríkisstjórnin var kosin til og lofaði...
Fjárlagafrumvarpið samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 13:38
Þessi skrípaleikur er okkur Þjóðinni til skammar...
Eitt er að koma betur og betur í ljós og það er það að þessi Norræna-velferðar Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ekki hugmynd um hvert hún er að stefna...
Velferð er það ekki og þegar staðan er orðin eins og þessi frétt gefur í skyn þá er ekkert annað eftir en að krefjast þess að Ríkisstjórnin víkji frá störfum....
Það er komið nóg af þessu bulli...
Ögmundur varnarmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 23:13
Sama tuggan...
Icesave fór í hendur Þjóðarinnar á sínum tíma svo það kemur ekkert annað til greina en að Þjóðin segi vilja sinn í þessu...
Það er jú við Þjóðin sem munum þurfa að borga ef að samþykkt verður...
Þjóðin fékk margsinnis að heyra þessa tuggu " það verður ekki betra og gerist ekki betra " og ef við ekki borgum og samþykkjum þá átti ýmislegt slæmt að koma fyrir okkur eins og sú staða að við gætum dáið úr þorsta...
Steingrímur Jóhann Sigfússon Fjármálaráðherra er búinn að missa virðingu og traust hjá stórum hluta Þjóðarinnar og er hann búinn að koma þannig fram að honum er ekki stætt lengur vil ég segja...
Nægir að nefna vinnubrögð þau er voru viðhöfð varðandi Icesave samning 1. þar sem Fjármálaráðherra ásamt fleirum í Ríkisstjórn urðu að viðurkenna það að samning þann höfðu þeir ekki einu sinni lesið, en vissu samt svo mikið að bestur var hann, og betri yrði hann ekki...
Annað er komið á daginn eins og Þjóðin veit, en sá munur er í dag frá því þá að Þjóðin veit betur um réttmæti og skyldur sínar, núna veit Þjóðin að það er ekki hennar að borga þennan óreiðureikning Icesave...
Að Fjármálaráðherra Íslendinga skuli ekki rísa upp með Þjóðinni í þessu mikla óréttlætismáli er alveg óskiljanlegt í ljósi þess að eitt af hans kosningarloforðum var EKKI ÞJÓÐARINNAR AÐ BORGA ÓREIÐUSKULDIR ANNARA...
Fyrir mér þá á hann bara einn leik í stöðunni og sá er að segja af sér...
Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2010 | 01:02
Áhrifin af þessu...
En og aftur koma fréttir af fjármálageiranum og rekstri hans sem segja okkur að sú stefna sem hefur verið rekin í peningamálum er röng, og við skulum athuga það að þessi stefna er í gangi núna...
Það er augljóst að þetta er búið að hafa áhrif á allt verðlag hér á Landi sem og annarstaðar og eyðileggja Fjármála-undistöðurnar í Þjóðfélaginu okkar vegna þess að Fjármálaráðherra Íslendinga vill setja allan þann kostnað sem til er komin vegna vítaverðs athæfi 3. Einkabanka á bak okkar skattgreiðenda til greiðslu þó svo að um ólöglegan gjörning hafi verið að ræða...
Fyrir mér þá er þetta ekki hægt lengur og það verður að snúa þessu blaði við...
Okkur ber ekki skylda til þess að fara eftir því hvað aðrar þjóðir gera, það sem við þurfum að gera er að koma með annað Bankakerfi hér á Land, kerfi sem er fyrir okkur, er traust og starfar fyrir okkur... Þetta er hægt ef að viljinn er fyrir hendi hjá Þjóðinni...
Í dag þá fæ ég oft þá tilfinningu að það sé látið virka þannig að Bankinn hafi yfirráðin en ekki einstaklingurinn...
Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010 | 10:05
Icesave, ánauð = ESB...
Þetta er ljóti leikurinn sem er verið að leika ef að þetta er allt saman eingöngu vegna þess að annars fær Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki inn í ESB....
Er Þjóðin tilbúin að gefa eftir Sjálfstæði sitt...
Tilbúin að fara í ánauð um aldur og ævi...
Tilbúin að missa allt...
Mér finnst það mjög aðkallandi núna að þjóðin fái þá spurningu í hendurnar hvort hún sé tilbúin að afsala sér Sjálfstæði sínu...
Þjóðin á að fá að gera það upp við sig NÚNA hvort þessi stefna Ríkisstjórnarinnar sé það sem að Þjóðin vill...
Þetta er allt önnur stefna en sú sem að lögð var fram fyrir kjósendur í síðustu kosningum og Þjóðin kaus...
Ég vil meina að Ríkisstjórnin sé umboðslaus í þessari stefnu sinni vegna þess að þetta er ekki sú stefna sem að lofað var og Ríkisstjórnin kosin vegna...
Það verður þá að kjósa aftur vegna þess að það er Þjóðin sem á að segja til en ekki Ríkisstjórnin...
Blaða og Fréttamenn !!! Þarf ekki að ræða þetta, það er verið að kúga almenning sem safnar reiði og niðurbroti vegna alls þessa óréttlætis sem yfir Þjóðina gengur og mætti spyrja sig í framhaldinu hvert leiðir slíkt til....
Bjartsýnni um 20 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2010 | 09:42
Ríkisstjórnin segi tafarlaust af sér....
Að það skuli koma svona fréttir beint á eftir fögrum orðum Fjármálaráðherra Íslendinga segir allt sem segja þarf...
Ríkisstjórn Íslands er ílla veruleika-fyrrt og verður að víkja tafarlaust og það strax í dag vegna þess að við Íslendingar vitum nú þegar að við munum aldrei geta þetta....
Það á að fara Dómsstólaleiðina með þetta mál og ekkert annað. Það er verið að troða ólöglegum skuldum á herðar okkar til þess eins að þessi norræna velferðar Ríkisstjórn geti fengið inn í ESB....
Þeir sem að sjá um Norræna velferð ættu að endurskoða þessa velferð ef velferð er hægt að kalla vegna þess að hér á landi þá er þetta engin velferð heldur ánauð....
Íslendingar ráða ekki við skuldirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2010 | 09:13
Komdu þér frá maður...
Það er með ólíkindum bullið sem kemur frá honum.
Að þetta skuli vera Fjármálaráðherra Íslendinga er til skammar fyrir Land okkar og Þjóð..
Að halda því fram að endurreisn Landsins sé hafin er fyrra og það sem hann ætti frekar að segja er að honum er búið að takast að knésetja Þjóðina í lánatökum okkur til greiðslu vegna falls allra bankana hér á Landi sem og erlendis.
Að geta sagt að endurreisn sé komin vegna þess að honum tókst að landa einum samningi í viðbót sem endanlega myndi ganga af Þjóðinni ef samþykktur verður er fyrra vegna þess að þessi maður sem er Fjármálaráðherra Íslendinga er ekki að gera sér grein fyrir því að Þjóðin á nú þegar ekki fyrir reikningum sínum og skuldum...
Þjóðin á ekki fyrir mat og þess vegna eru miklar og stækkandi biðraðirnar eftir matarúthlutun í viku hverri, og fólk er að flýja land vegna ástandsins hér sem er komið til vegna þess að það eina sem að þessi Ríkisstjórn er búin að gera er að taka lán og taka lán.
Það er ekkert búið að gera til þess að koma hjólum Atvinnulífsins í gang, það er ekkert búið að gera til þess að auka hagvöxtin hér á Landi , nei það eina sem hann og Ríkisstjórnin kann er að taka lán á lán ofan...
Ég vil að Fjármálaráðherra standi við orð sín og segi af sér vegna þessa mikla klúðurs sem þetta Icesave er. Þetta er óréttlætismál fyrir okkur Íslendinga og eins og staðan er hér á Landi þá væri réttast að fara Dómstólaleiðina með þetta mikla mál...
Að vera svona ílla veruleika-fyrrtur eins og myndin er að sína okkur að Fjármálaráðherra sé er ekki gott fyrir okkur Íslendinga...
Veruleika-fyrrtur segi ég vegna þess að nú þegar á þjóðin ekki fyrir nauðsynlegri þjónustu eða aðhaldi fyrir sig og sína, þjóðin á ekki fyrir reikningum sínum eða mat...
Komdu þér frá maður og síndu Þjóðinni að þú sért maður orða þinna....
Risaáfangi í endurreisn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar