Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
8.9.2010 | 09:14
Að brosa í gegnum tárin...
Er það það sem að vakir fyrir honum að allir eigi bara að brosa í gegnum tárin sín þó svo að það sé ekkert í dagsdaglegu lífi fólks nema hungur og eymd framundan...
Ég vil að það verði tekið á þessari fátækt í Reykjavík sem og að Reykvíkingum verði búin sá kostur að geta tekið þátt í því sem hann Borgarstjórinn er að gera. Það var gott og gillt að gefa börnunum frítt í sund þó svo að sá kostnaður lendi á öllum Reykvíkingum, þá þarf fólkið í Reykjavík að eiga ofan í sig og á og það er heildin ekki að eiga...
Ég vil sjá lagfæringu þar en ekki að peningum sé kastað í Múmíálfabæjarverkefni ...
Jón Gnarr er væntanlega fullorðin maður og þó svo að Reykvískir foreldrar geti sent börn sín í sund þeim að kostnaðarlausu þá þarf líka að fæða og klæða...
![]() |
Gegnsæ spilling" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 08:49
Einelti og ekkert annað...
Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig Ríkisstjórnin er að leggja Reykjanesbæ í EINELTI...
Einelti segi ég vegna þess að það er verið að stöðva allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og allt virðist gert til þess að það stöðva hagvöxt þann sem kann að verða.
Ef að þetta er vegna þess að Reykjanesbær er mikið Sjálfstæður bær og hefur alltaf verið, þá er það ljótt mál og brot á þjóðinni segi ég vegna þess að það er bannað að leggja manneskju í einelti og hvað þá heillt Bæjarfélag.
Ef að maður skoðar þetta hugtak einelti þá á það við æði margar aðgerðir Ríkisstjórnarinnar vegna þess að Þjóðin í heild sinni er Sjálfstæð þjóð...
Þess vegna segi ég 1. sinni enn...
Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta.
![]() |
Tafir stjórnvalda hafa áhrif á Verne |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 00:12
Þroski og virðing.
Að þessi Guðs blessaði formaður Jenis av Rana skuli sýna vanþroska sinn með þessum látum sínum að afþakka kvöldverðarboðið á þeirri forsendu að hann væri að samþykkja hjónaband samkynhneigðra með því að mæta í þetta boð fær mig til að hugsa um hvað snérist þessi heimsókn hjá Forsætisráðherra Íslands Frú Jóhönnu Sigurðardóttir og frú eiginlega...
Snerist þessi heimsókn hennar um að fá samþykki fyrir samkynhneigð.!
Hitt er annað mál að um orðið HJÓNABAND þá er sérstaklega tekið fram að það sé orð fyrir samruna karlmanns og konu, hef ég áður bent á það og teldi ég að það þyrfti að finna annað orð sem hefði þá sömu lagalegu þýðingu og orðið Hjónaband hefði fyrir karlmann og konu, en væri fyrir samkynhneigða.
Varðandi Þroska og virðingu sem ég vil meina að Jenis av Rana skorti, þá á ég við að það eiga allir sinn tilveru rétt í lífinu og allir sína virðingu skilið algjörlega burt séð frá því hvort þú ert lítil eða stór, feit eða mjó, með eitt auga brúnt og annað grænt, eða með fæðingargalla af einhverju tagi, hafir aðra trúarskoðun en meðbróðir þá ber að virða það að það er engin okkar eins, og að ætlast til þess að sá sem er ekki alveg eins og maður sjálfur sé ekki húsum hæfur sér og sínum, er mikill vanþroski að sýna og mikil vanvirðing við allt og alla í umhverfi sínu...
Það er til Boðorð sem hljóðar á þá leið, að koma skaltu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig...
![]() |
Danir blása Jenis-málið út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.9.2010 | 01:25
Barnaleg hegðun finnst mér...
Mér finnst þetta hneykslanleg framkoma af þeim Færeysku hjónum Jenis av Rana og frú við Forsætisráðherra okkar og frú.
Maður í þeirri stöðu sem hann er á að hafa þroska í hugsun sem og framkomu.
Ef að það var trúin eins og gefið er í skyn hér sem stoppaði kvöldverðarboðið af hverju í ósköpunum báðu þau hjónin þá ekki Guð sinn í bæn um vernd sér til fyrir boðið, svo þau yrðu nú ekki fyrir áhrifum. Þetta minnir mann á pestahrætt fólk sem er hrætt við að smitast...
Samkynhneigðir eru alveg eins og allt annað fólk segi ég að ÖLLU leiti en því að hugur þeirra í elsku leitar til sama kyns. Það er ekki eins og þau samkynhneigðu séu barnaperrar eða álíka...
![]() |
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2010 | 00:51
Spennandi...
Það verður spennandi að fylgjast með þeim niðurstöðum sem koma úr þessari rannsókn vegna þess að það er mikilvægt að vita svona á okkar tímum.
Er þá hægt að bregðast við með öðruvísin byggingarlagi á þeim tegunda Loftfara sem til eru í heiminum...
Það sem mér finnst vanta er rannsókn á hvaða áhrif askan hefur komin í rigninguna og þá á mannshúðina, gróður og ökutæki til dæmis...
![]() |
Rannsaka ösku í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 12:36
Ríkisstjórnarinnar að snúa ákvörðun sinni við..
Það er ein leið til staðar til að henda þessum Icesave vanda af herðum okkar og hún er sú að Ríkisstjórnin snúi þessari ákvörðun sinni við þar sem það var ákveðið að við hinn almenni Íslenski skattgreiðandi ætti að borga þetta en ekki þeir sem eiga....
Önnur leiðin er sú að koma þessari Ríkisstjórn frá þar sem að henni er ekki stætt lengur á því að troða þessum Icesave ósóma sínum á herðar okkar...
Höldum vöku okkar Íslendingar Þetta eru okkar bök sem er verið að troða þessu á, sem og bök afkomenda okkar um ókomna tíð...
![]() |
Nauðsynlegt að ljúka Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 12:01
Vopnið sem notað er er BANN.
Hvað vakir fyrir ESB annað með þessu banni sínu en hótun til að ná sínu fram... er erfitt að skilja.
Það er ekki verið að hugsa um afkomu eða hag þeirra sem hagmuni hafa.
Nei Það er reynt að nota BANN sem vopn til þess að þessar þjóðir gegni því sem að ESB vill...
Er þetta það sem að við Íslendingar viljum spyr ég vegna þess að þetta er það sem koma skal ef í ESB verðu farið...
Ekkert ESB segi ég....
![]() |
Bann ESB skref aftur á bak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2010 | 10:03
Ekki á almenningur fyrir þeim...
Ljóst er að ekki á almenningur fyrir þessum skuldum og þess vegna er ekki hægt að fara í vasa okkar núna...
Það er líka alveg krystal-tært hjá mér að Ríkisstjórn Íslands braut á þjóðinni sinni með þessu kosningarloforði sínu að það væri ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir þessara manna en með þessari ákvörðun sinni að það skyldi verða almenningur sem bæri byrðirnar á þessu bankahruni sem varð vegna þjófnaðar innan þessa fyrirtækis sem og hinna fjármálastofnanna í landinu er brot á okkur þjóðinni.
Þeir sem sökina eiga í raunveruleikanum sleppa alveg, sleppa reyndar svo vel að halda mætti að þeim sé borgað fyrir að koma okkur í þessa stöðu......
Það að skuldir fyrirtækja skuli njóta svona meðferðar en ekki Fasteignaskuldir heimilana er ekki hægt að líða lengur..
Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við fólkið Þjóðin. Við höfum allt í hendi okkar að snúa þessu við segi ég þar sem að það er að koma betur og betur í ljós hversu ólögleg starfsemi er búin að vera við líði innan fjármálakerfisins og það er svo sannarlega að koma betur og betur í ljós að það er ekki að rúlla fyrir okkur almenning...
Krefjumst þess að það komi kerfi sem er fyrir fólkið og hendum þessu kerfi út sem fyrir er vegna þess að það er kerfi sem er ekki fyrir hag okkar almenningsins í Landinu...
![]() |
Á ekki fyrir skuldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2010 | 01:42
Glæsileg sýning takk fyrir.
![]() |
Bjart yfir flugeldum í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 01:25
Stór áfellisdómur á Ríkisstjórnina...
Þetta er stór áfellisdómur á Ríkisstjórnina segi ég sem fær mann til að hugsa hvar er Ríkisstjórnin svo ílla flækt í þessa vitleysu að hún lætur almenningin bæði blæða og tapa öllu sínu...
Það er það langt siðan að Rannsóknarskýrslan kom fram að undir eðlilegum kringumstæðum þá væru allir þessir menn komnir á bak við lás og slá...
Svo þá veltir maður fyrir sér hvað er í gangi.., við erum með annan vængin á Ríkisstjórn í dag sem var fyrir... Sá vængur galaði manna hæðst "allt hinum vængnum að kenna" og með VG nú sér við hlið var öllu lofaði sem hægt var að lofa og galað hátt á kostnað hinns vængjarins sem varð eftir til að geta setið áfram...
Og þá spyr maður hver var hinn raunverulegi tilgangur eiginlega?
Við vitum í dag að tilgangurinn lá ekki í þessum fögru loforðum þó að svo hafi kannski verið hjá VG í upphafi og þegar við skoðum svo viðbrögð Ríkisstjórnarinnar við þessari Rannsóknarskýrslu þá fer ýmislegt að skýrast sjálfkrafa með tímanum sem líður, og sérstaklega þegar maður les að einstaklingur ætlar að gera það sem að Ríkisstjórnin ætti að vera búin að gera fyrir löngu ef að hún væri að vinna að heilindum fyrir Þjóðina sína...
Ég hef reynt að fylgjast með því sem að þessi maður Vilhjálmur Bjarnason hefur látið frá sér fara vegna þess að mér hefur fundist hann tala skynsamlega og af viti og hvet ég hann til að klára það óréttlæti sem hann og hans fjölskylda hafa orðið fyrir af völdum þessa...
![]() |
Stálu frá og eyðilögðu FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar