Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Það er nefnilega það...

Þetta orð Femínistafélag Íslands fær mig til að hugsa margt... Félag sem vill að jafnræði sé á milli kynja og annað kynið má ekki meira en hitt.

Það er og verður alltaf munur á Kvennmanni og Karlmanni...

Konur ganga með börnin til dæmis, konur hafa brjóst sem framleiða fæðu handa börnum sínum fyrstu mánuðina svo smátt sé nefnt... Það er ástæða fyrir þessu öllu saman sjálfsagt í lögmálinu stóra en útfrá þessu sem ég nefni hér á undan þá er ljóst fyrir mér að annað kynið nærir meira og hitt þá að skaffa meir. 

Það er á hreinu í lögmálinu okkar líka að karlmaður er sterkari í líkamsbyggingu en kvennmaður og þar af leiðandi meiri burðargeta þar megin... 

Annars geta þessar umræður orðið ansi heitar svo færri orð hafa minni ábyrgð. Kannski er ég að rugla þessu feminista og rauðsokka saman ef það er ekki það sama...

 


mbl.is Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð hans sem Fjármálaráðherra...

Hver er ábyrgð hans sem Fjármálaráðherra....

Um þessi ólöglegu lánaform er Ríkisstjórnir búnar að vita af í áraraðir svo hvað er málið með þessi lögfræðiálit... 

Lifðu menn í von um að þau hættu að verða ólögleg einn góðan veðurdag þessi ólöglegu lánaform..! það mætti frekar skoða þetta útfrá því vegna þess að það er agalegt að við Íslendingar séum með Ríkisstjórn sem var kosin til að bjarga heimilunum en stöndum í stríði við Ríkisstjórnina í dag vegna þess að það var aldrei henna ásetningur að bjarga heimilunum segi ég, ef svo hefði verið þá hefði sá skuldarvandi heimilana og fyrirtækja sem er tilkomin vegna þessa ólöglegu lánaforms verið sett á bið þar til endarleg niðurstaða um lögmæti þeirra lægi fyrir...

Þessi Fjármálaráðherra sem og öll Ríkistjórnin á að segja af sér tafarlaust. Þessi Ríkisstjórn var kosin til að vinna að hag okkar Íslendinga, bjarga heimilunum okkar og fyrirtækjum, Ríkisstjórn Íslendinga ber skylda til að hugsa um hag lands og þjóðar. Ríkisstjórnin hefur ábyrgð...

Þessi Ríkisstjórn ákvað það til dæmis að við Íslenskir skattgreiðendur ættum að bera ábyrgð á greiðslu Icesave bara vegna... En ekki þeir sem eiga þessa Icesave skuld...

Ríkisstjórnin er hvergi að vinna að okkar hag í dag eitthvað frekar, vegna þess að hún má ekki vera að því það er svo mikið að gera í AÐLÖGUNARFERLINU fyrir ESB...

Við Íslenska þjóðin erum ekki gengin í ESB en samt er verið að breyta öllu regluverki okkar að ESB. Engin tími til að huga að hag okkar...

Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta vegna þess að umboð fyrir þessari vinnu sinni hefur hún ekki frá þjóðinni. 

Ég krefst þess að það verði tekið á þessari spillingu tafarlaust...

Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við öll erum Þjóðin. Það er komin tími til þess að við Íslendingar njótum góðs að okkar eigin ávöxtun, hún er ekki fyrir Ríkisstjórnina gerð eins og mætti halda eftir því hvernig hún Ríkisstjórnin er að leika Lífeyrisjóðina núna...

Höldum vöku okkar...


mbl.is Vissi ekki um lögfræðiálit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það byrjar fallega eða hitt þá heldur...

Ja hérna segi ég hálf orðlaus yfir þessari forgangsröðun hjá Ögmundi þó að á frumstigi sé...

Bara vegna grunnyfirlýsingu Atlandshafsbandalags Nato þá segi ég nei við því að við séum tekin úr Nato.

GRUNNYFIRLÝSING NATO ER...

Árás á eitt aðildarríki er metin sem árás á öll Aðildarríkin.

Þar fyrir utan að þá búum við á eyjunni Ísland sem er í Atlandshafi og eigum heima þess vegna í Nato finnst mér...


mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími á kosningar...

Það er komin tími á kosningar. Ríkistjórn Íslendinga er kosin til vinnu af fólkinu í Landinu og þess vegna segi ég nýjar kosningar...

Það á að vera fólkið við Íslendingar sem kjósum nýja Ríkisstjórn og þessa Ríkisstjórn sem fram er verið að færa er ekki kosin af okkur Íslensku Þjóðinni eins og ætti að vera þegar ný stjórn tekur við...


mbl.is Hrein pólitísk vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda full ástæða til...

Það er full ástæða hjá henni að óttast vegna þess að Ríkisstjórnin hennar er ekki búin að standa sig.

Það er ekki búið að slá skjaldborg utan um heimilin í landinu eins og Þjóðinni var lofað og Ríkisstjórnin kosin til að gera, engin skjalborg komin fyrir fyrirtækin heldur, hlutirnir eru ekki búnir að vera upp á borðum eins og þjóðinni var lofað, Ríkisstjórnin hennar er en að vinna hörðum höndum að því láta Íslendinga borga þennan óreiðureikning Icesave  þrátt fyrir að eitt af kosningarloforði væri.. það er ekki þjóðarinnar að borga Icesave og ER ekki lagalega okkar að greiða en samt...

Það sem er búið að gera aftur á móti er að vinna hörðum höndum að því að keyra þjóðina í ESB gegn vilja meirihluta Þjóðarinnar, Það er búið að bjarga þeim sem komu okkur Íslendingum í þessa skuldarstöðu aftur á móti á okkar kostnað og það hafði Ríkisstjórnin ekki UMBOÐ til að gera segi ég vegna þess að hún var ekki kosin til þess...

Svo mér finnst ekkert skrítið þó Forsætisráðherra hafi áhyggjur af stjórnarandstöðunni og ætti hún frekar að óttast að fá alla Íslensku þjóðina upp á móti sér vegna þess að henni er verið að fórna...


mbl.is Hefur áhyggjur af stjórnarandstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fyrir ESB.

Þetta er allt saman partur af aðlögunarferli ESB.

Að segja að það sé annað er ekki rétt vegna þess að þetta er ekki sparnaður eða gert til að auka hagvöxt í Landinu sem ætti að vera forgangsverkefni þessara Ríkisstjórnar.

Svo sannarlega eru þetta ekki aðildarviðræður lengur heldur partur af aðlögunarferlinu sem er gert þvert á vilja meiri hluta þjóðarinnar.

Hvar er Lýðræðið....

Þjóðin á að fá að segja orð sitt um það hvort hún vilji fara í þetta aðlögunarferli áður en farið er lengra af stað.

Þjóðinni var lofað 2 Þjóðaratkvæðagreiðslum svo ég kalla núna eftir fyrri...

Það er til peningur....

Verum vakandi það er verið að laumast inn bakdyra megin með regluverk ESB og það er alvaralegt mál...

Ekkert ESB segi ég.


mbl.is Ágreiningi innan VG ýtt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eiga að fá skaðabætur...

Það á ekki um neitt annað að ræða í þessum viðræðum en skaðabætur til Íslensku þjóðarinnar.

Þar sem það hefur ekki verið hægt að gera eitt eða neitt hérna á Landi vegna þess að við erum með Ríkisstjórn sem er búin að gefa loforð fyrir fullri greiðslu á þessum óreiðureikning með ágætis bónusgreiðslu í ofaníálag, sem Ríkisstjórninni finnst sjálfsagt að greiða fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar til Breta og Hollendinga án þess að hafa umboð frá þjóðinni, þá verður þessi Ríkisstjórn að víkja svo það verði hægt að sækja þetta mál af réttlæti til Dómsstóla fyrir hönd okkar Íslendinga. Það liggur ljóst fyrir að okkur Íslenskum skattgreiðendum ber engin lagaleg skylda til að greiða Icesave og hvað þá að við greiðum það "af því bara" eða þá að vegna þess að heimurinn er ekki alltaf réttlátur eins og Fjármálaráðherra lét út úr sér...

Íslenska Þjóðin er búin að segja sitt orð um þennan óreiðureikning Icesave svo UMBOÐSLAUS er þessi samninganefnd til samninga.

Höldum vöku okkar þetta er okkar hagur. Ekkert Icesave eða ESB segi ég.


mbl.is Íslendingar greiði vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin á að ráða för...

Það var gefið loforð um að við Þjóðin fengjum 2 Þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta ESB mál og krefst ég þess að það verði staðið við það loforð af Ríkisstjórninni.

Það er alveg ljóst að þetta eru ekki lengur viðræður og hafa aldrei verið og er það lágmark að þjóðin verði spurð að því hvort hún vilji frekari áframhald á þessu ferli og ef svo þá er allt í lagi að halda þessu áfram og svo þegar aðlögunin er búinn þá er hægt að segja lokaorð um hvort þetta er það sem að við viljum eða ekki.

Ef meirihluti segir nei þá á að draga þessa umsókn tafarlaust til baka...

Öll önnur meðferð á þessu ESB ferli sínir að það er ekki allt í lagi hjá þeim sem eru að stjórna vegna þess að ef svo væri þá væri Ríkisstjórnin samstíga fólkinu sínu en Ríkisstjórnin er ekki samstíga og hefur það greinilega verið ásetningur hennar allan tíman að gera þjóð sína öreiga í boði ESB og AGS...

Vanhæf Ríkisstjórn sem á koma sér frá tafarlaust vegna þess að umboð frá ÞJÓÐINNI hefur hún ekki fyrir þessari ESB vinnu sinni...


mbl.is Óbreytt afstaða til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband