Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
26.3.2012 | 18:42
ESB eða ekki...
Það er það mikill ágreiningur um þetta ESB mál hjá stórum hluta Þjóðarinnar að það verður þess vegna að leyfa Þjóðinni að segja vilja sinn um það hvort hún vilji áframhald á þessari ESB aðlögun eða ekki...
Hvort sem að samningur verður tilbúinn eða ekki þá munu næstu kosningar snúast um vilja Þjóðarinnar í ESB eða ekki og vegna þess þá er eins gott að Utanríksráðherra spýti í lófana sína og vinni hratt og vel...
Ef að Utanríkisráðherra er ekki fær um þá vinnu þá á hann að segja af sér tafarlaust vegna þess að þjóðinn er búin að fá nóg af öllu þessu bulli sem búið er að vera í kringum þetta mál...
Að setja þessa umsókn á bið á ekki að líðast vegna þess að það mun hefta framgang okkar Íslendinga sem Sjálfstæð og Fullvalda Þjóð...
Þjóðinni á að fá að segja hug sinn svo það verði hægt að taka ákveðna framtíðarstefnu fyrir Þjóðina segi ég....
Ekki lokið fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2012 | 08:14
Af hverju er þessi staða...
Af hverju þessi staða er uppi er eingöngu vegna þess að þessir menn lugu að okkur þjóð sinni til þess að komast til valda og er það ljótt...
Lugu að okkur Þjóðinni að það værum við sem málin ættu að snúast um og vegna þessa lyga aftur og aftur þá eru þessir menn ekki öruggir...
Hvað er þetta að kosta okkur aukalega spyr ég og eru það upplýsingar sem við Þjóðin eigum rétt á að vita vegna þess að það erum við Þjóðin sem erum látin borga...
Ég vil Ríkisstjórnina burt...
Ég vil fá Ríkisstjórn sem Þjóðin getur treyst, Ríkisstjórn sem vinnur fyrir okkur Þjóðina og velferð okkar en ekki fjármagnið og vogunarsjóðina eins og við erum að horfa upp á að þessi Ríkisstjórn er að gera og þess vegna eru þessir menn ekki öruggir...
Það er greinilegt að siðblinda er á ferðinni ef að þessum mönnum finnst allt í lagi að staðan sé svona á sama tíma og það er niðurskurður á öllum þáttum samfélagsins vegna þess að það er ekki til peningur...
Þegar sú staða kom upp að öryggisverði þurfti til að gæta þessara manna áttu þessir menn að sjá sóma sinn í því að segja af sér vegna þess að þessi staða er eingöngu tilkomin vegna þess að þessir menn eru ekki að standa við kosningarloforð sín, kosningarloforða sem komu þeim í þessi sæti sem þeir eru í og eru ekki öruggir í...
Þá er betra að viðurkenna að menn eru ekki meiri menn en það að orð sín geta þeir ekki staðið við og víkja í burtu vegna þess, víkja burtu vegna þess að svona staða þar sem að peningum okkar er sóað í gæslu á þeim mönnum sem eiga að vera að hugsa um okkar hag og velferð er ekki það sem á að vera ef að allt er í lagi...
Vakta heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.3.2012 | 07:42
Fimmtungur fórst...
Já eitt er víst og það er að við eigum von á þessu aftur og vil ég koma inn á forvarnir og fræðslu sem mér finnst algjörlega vanta hérna á Íslandi varðandi hættuna sem gæti stafað frá þessum eiturgufum...
Fimmtungur Þjóðarinnar og 75% af búfénaði fórust vegna eiturgufa frá Skaftáreldum og núna erum við í startholunum vegna þess að þessar eldstöðvar okkar eru komnar á tíma eins og talað er um sem segir okkur það að svona getur gerst aftur...
Getur gerst aftur segi ég og þar sem að það liggur fyrir að eiturgufur verða þar á ferð líka þá finnst mér að það eigi að fræða þjóðina um þessa hættu og gera allar þær ráðstafanir sem hægt er að gera til þess að við Íslendingar lendum ekki aftur í svona hörmung...
Íhaldssemi bjargaði Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2012 | 22:36
Stopp á þessa ESB umsókn...
Í fyrsta lagi á að stoppa þessa umsókn tafarlaust vegna þess að meirihluti Íslendinga er ekki að fara í ESB...
Í öðru lagi þá er Utanríkisráðherra búinn að ljúga upp í opið geðið á Íslendingum varðandi þessa ESB umsókn sem komst ekki öðruvísi í samþykkt á Alþingi, samþykkt þar sem flestir voru látnir halda ásamt allri Þjóðinni að það væri eingöngu verið að fara í viðræður og gekk Utanríkisráðherra svo langt í lýgi sinni til að ná þessu fram að hann líkti þessu við að fara í kaffiboð til frænku þar sem umræðan snérist bara um daginn og veginn...
Það er verið að snúa öllu samfélaginu við til þess að uppfylla reglugerð ESB, og þrátt fyrir að þær henti okkar samfélagi enganvegin þá er það samt gert, og núna horfum við á það að kúgunum og hótunum er beitt af hálfu ESB til þess eingöngu að ná fram sínu og er ég þá að tala um Makrílinn sem er komin meira og minna innfyrir okkar Landhelgissögu og ef að þetta er það sem koma skal í þessum pakka sem Utanríkisráðherra hefur svo mikið talað um og viljað að við fáum að sjá í eða kíkja þá má hann sjálfur eiga þann pakka vegna þess að hann er ekki það sem er okkur Íslendingum til hins betra og hvað þá til góðs...
Íslendingar eru duglegir og Sjálfstæðir að eðlisfari og vandamál okkar Íslendinga í dag er að Ríkisstjórnin gengur ekki erinda meirihluta Þjóðarinnar í einu eða neinu og vegna þess þá er mikilvægt að stoppa þessa umsókn tafarlaust í það minnsta þar til Þjóðin hefur sagt sitt orð um hvort þetta er það sem hún vill ESB eða ekki...
Ég vil fá þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við Íslendingar viljum áframhald á þessum ESB samningum eða ekki þegar Forsetakosningar fara fram í Júní næstkomandi vegna þess að Þjóðinni er að blæða í dag vegna þessara ESB umsóknar segi ég...
Kv.góð
Aðild hafi ekki áhrif á eignarhald á auðlindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2012 | 11:54
Segja eitt og gera annað....
Já það er hægt að segja allt ef það fylgir engin ábyrgð orðum þeim sögð eru...
Það er rétt hjá henni Jóhönnu Sigurðardóttir að Samfylkingin er eini flokkurinn sem er með ESB og evruna á dagskrá en að það gefi henni og hennar flokki leyfi til þess að grafa undan samfélaginu öllu á ekki að vera hægt...
Hún Jóhanna Sigurðardóttir er Forsætisráðherra Íslensku Þjóðarinnar og henni ber að vinna að heillindum í hag og velferð Þjóðarinnar til.
Það finnst mér hún og hennar Ríkisstjórn ekki vera búin að gera.
Með þessum orðum sínum að Íslenska Krónan sé stærsta ógnunin við stöðuleikan hér á Landinu og að róðrinum (í áttina að evru) muni létta við afnámi gjaldeyrishaftana og höfum það í huga að evra er það sem hún vill þá er hún að viðurkenna það að hún og hennar Ríkisstjórn eru búin að vera að grafa markvisst undan stöðuleikanum í hagkerfinu okkar með því að veikja gjaldmiðilinn sem við erum með til þess eins að ná eiginhagsmunum sínum fram...
Þetta er mjög alvaralegt verð ég bara að segja fyrir okkur Íslensku Þjóðina og það verður að taka á þessu vegna þess að þetta er mjög alvaralegt...
Segir jafnaðarmenn geta sótt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2012 | 19:03
Lofar Geir hástöfum á meðan hún kærir hann...
Það er greinilegt að það er ekki allt í lagi hjá Forsætisráðherra eða Utanríkisráðherra.
Þau bæði lofa störf hans fyrir dómi en eru samt að kæra hann...
Svar Össurar við spurningunni um hvort það hafi verið stefna Ríkisstjórnarinnar að stuðla að áframhaldandi vexti bankana var að það hafi verið partur af þessu fylleríi sem samfélagið var í á þessu sviði...
Össur átti að vita nákvæmlega stöðu mála þar sem hann sjálfur segist hafa fært upp stöðuna í efnahagsmálunum og bönkunum fyrir páskana 2008...
Það var ekki verið að hugsa um afleiðingarnar af stöðunni á þjóðfélagið...
Það er líka greinilegt að þau eru gungur þegar á hólmin er komið...
Það er greinilegt eftir þennan dag að þau verða að víkja tafarlaust vegna þess að það er svo skínandi í gegnum þetta allt saman að þau eru ekki hæf til forystu fyrir okkur Íslendinga...
Það kenna öllum öðrum um og ekkert er þeim sjálfum að kenna....
Geir gerði það sem hann gat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2012 | 07:51
Íslenska Þjóðin dregin á asnaeyrum...
Það er ekki laust við að mér finnist að það sé verið að draga okkur Íslendinga á asnaeyrum.
Ríkisstjórnin er að fórna Íslensku Þjóðinni til þess að geta gengið draum sinn...
Af hverju ég segi svo er vegna þess að við Íslendingar erum með Ríkisstjórn sem komst til valda á lygum og óheiðarleika.
Ríkisstjórn sem lofaði skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna.
Ríkisstjórn sem galaði manna hæðst að það væri ekki okkar Þjóðarinnar að borga óreiðuskuldina Icesave.
Ríkisstjórn sem lofaði því líka að það ætti allt að vera upp á borðum og núna eru liðin rúm 3 ár frá því að þessi Ríkisstjórn tók við og Íslenska Þjóðin hefur aldrei áður verið svikin eins hroðalega...
Meirihluti Þjóðarinnar vill ekki í þetta ESB samband og Ríkisstjórnin virðir ekki vilja Þjóðarinnar.
Það sem mér finnst standa uppúr eftir 2 síðustu daga Landsdóms og Íslendingar þurfa alvaralega að velta fyrir sér er að Samfylkingin ætlaði sér að bjarga þessum föllnu bönkum á okkar kostnað fyrir hrun, og í dag þá eru meirihluti Íslendinga í þeirri stöðu að eiga ekki ofan í sig eða á og mjög margir búnir að missa eigur sínar vegna þess að Ríkissjórnin er að bjarga þessum föllnu bönkum á kostnað Þjóðarinnar...
Ríkisstjórnin ætlar sér í ESB þó svo að meirihluti Þjóðarinnar vilji ekki þar inn og hvernig endar svona lagað eiginlega...
Við Íslendingar erum afburða dugleg Þjóð og það er ekkert sem segir okkur að við getum ekki séð um okkur sjálf. Vandamál okkar Íslendinga er kannski það að við erum með Ríkisstjórn sem treystir sér ekki til að vinna að málefnunum Sjálfstæðrar fullvalda Þjóðar og frekar en að viðurkenna það og stíga til hliðar þá er allt gert af hálfu Ríkisstjórnarinnar til að ná sínu fram og spurningin þá hjá okkur Íslendingum frekar hvað ætlum við að gera í því...
Það eina rétta í stöðunni núna er að láta Þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram sem segir til um það hvort ESB sé það sem meirihluti Þjóðarinnar vill eða ekki...
Vill stöðva greiðslur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
6.3.2012 | 05:00
Hryllingur fyrir evrusvæðið já...
Hvort er það verra fyrir Grikkland eða ESB...
Ég held að það eina í stöðunni fyrir Grikkland að gera er að byrja algjörlega upp á nýtt.
Eitt er alveg víst og það er að ef Grikkland hendir evruni út þá verður það hryllingur fyrir þau lönd sem evruna hafa, en fyrir Grikkland þá er það hugsanlega það sem þarf að gera ef að það er hagur og velferð fólksins sem á að skipta máli og hafa forgang...
Staðan eins og hún er núna með evuna innanborðs hjá Gikkjum er hryllileg og á ekkert annað en eftir að versna og spurningin þá frekar hvort á að skipta meira máli einhver evra eða hagur fólksins...
Yrði hryllingur að yfirgefa evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2012 | 23:24
Siðlaus stefna...
Já það er greinilega farið að þrengja íllilega að fólki núna og ekkert skrítið heldur vegna þess að kjör öryrkja ellilífeyrisþega og almennings í Landinu hafa ekkert annað gert en að versna frá því að þessi Ríkisstjórn tók við.
Núna er fjölskylduhjálpin ásamt samtökum öllum þeim sem séð hafa um að veita matargjafir til þeirra sem það hafa þurft á að halda farnar að eiga minna og þar af leiðandi farnar að fækka þeim dögum sem úthlutað er yfir mánuðinn og þá er eðlilegast að spyrja Ráðamenn af því hvað á að gera til að mæta þessum vanda...
Hvað ætla Ráðamenn að gera til þess að mæta þessum vanda sem (hugsanlega) er komin meðal annars vegna þess að siðleysið er alsráðandi...
Mér finnst það siðlaust af Ráðamönnum okkar sem kosnir eru af okkur í góðri trú til að vilja okkur allt það besta að þeim finnist það allt í lagi að þau sem svo auðveldlega ættu að geta borgað rétt verð fyrir mat sinn vilji ekki öllum sömu kjör...
Að segja að það sé ekki hægt er bara ekki rétt vegna þess að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og hvað þá réttsýni sem svo sannarlega er í því að geta látið alla njóta sömu kjara hvort sem að það er í matarkaupum eða öðru að maður tali nú ekki um í launakjörum...
Öryrki boðar mótmæli við ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2012 | 09:22
Réttlátt hagkerfi er það sem þarf...
Að tala endarlaust um hversu vonlaus gjaldmiðill okkar er, er gert til þess að afvegaleiða almenning frá því sem er í raun og veru að...
Að staðan skuli vera eins og hún er, er þeim sem að stjórna krónunni okkar um að kenna en ekki krónunni sjálfri sem slíkri eins og látið er í ljós...
Það er greinilegt að það er allt reynt til þess að afvegaleiða Þjóðina frá því sem að er í raun og veru og því sem þarf að gera í von um að almenningur skilji ekki og samþykki þess vegna bara hvað sem er, bara vegna...
Fyrir mér þá eru hlutirnir ekki að ganga upp meðal annars vegna þess að AFÆTUR eru orðnar of margar í kerfinu okkar og það er eitt af því sem þarf að laga...
Við skulum átta okkur á því að það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil við erum með ef að þeir sem eiga að sjá um hann gera það ekki betur en þeir eru að gera...
Bannað að flytja ræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar